Viðskipti erlent

Facebook klárar árið með enn einu hneykslinu

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Netflix og Spotify fengu að lesa persónuleg skilaboð. Nordicphotos/Getty
Netflix og Spotify fengu að lesa persónuleg skilaboð. Nordicphotos/Getty

Árið 2018 er án nokkurs vafa það versta í sögu samfélagsmiðlarisans Facebook. Að minnsta kosti ef horft er til hneykslismála. Cambridge Analytica-hneykslið er stærsta og þekktasta málið en að auki uppgötvuðust gallar sem stefndu öryggi persónulegra upplýsinga ítrekað í hættu. Þá er ótalin ráðning á andstæðingarannsóknabatteríi Repúblikana sem setti af stað falsfréttaherferð fyrir hönd miðilsins.

The New York Times hefur nú greint frá enn einu málinu. Í ítarlegri og langri umfjöllun þriggja blaðamanna var greint frá því að Facebook hefði veitt stórum tæknifyrirtækjum, til að mynda Microsoft, Amazon og Spotify, mun víðtækari heimildir til að skoða gögn Facebook-notenda en miðillinn hafði áður sagt frá.

Viðtöl við 60 fyrrverandi starfsmenn og viðskiptafélaga leiddu í ljós að Facebook hefði hugsanlega brotið gegn samþykkt við viðskiptaráð alríkisstjórnarinnar frá árinu 2011 um að ekki mætti deila upplýsingum notenda án skýrs samþykkis.

Apple fékk að skoða dagatöl og vini notenda, meira að segja þeirra sem höfðu sérstaklega valið að deila þeim upplýsingum ekki. Amazon fékk nöfn og upplýsingar um netföng og símanúmer. Microsoft fékk sams konar upplýsingar. Apple segist aldrei hafa skoðað upplýsingarnar, Amazon sagði sína notkun vera alfarið viðeigandi og Microsoft kvaðst hafa eytt upplýsingunum.

Öllu verra er hins vegar að Face­book leyfði Spotify, Netflix og Royal Bank of Canada hreinlega að lesa persónuleg skilaboð notenda, send í gegn um Messenger. Netflix sagðist þó aldrei hafa beðið um heimildina né lesið skilaboð. Sams konar svar fékkst frá Spotify. Ekki er þó hægt að útiloka að starfsmenn fyrirtækjanna hafi nýtt sér heimildina á einhvern hátt án leyfis stjórnenda.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.