Viðskipti innlent

Júlíus Vífill áfrýjar til Landsréttar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir

Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem í morgun var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti hefur ákveðið að áfrýja dómnum til Landsréttar. Þetta staðfestir Hörður Felix Harðarson, verjandi Júlíusar, í samtali við fréttastofu.



Júlíus var dæmdur fyrir brot á 1. og 2. málsgrin 264. greinar almennra hegningarlaga er snúa að ávinning með broti á skattalögum. Ágreiningslaust var í málinu að hann ætti 131-146 milljónir króna í banka erlendis sem hann taldi ekki til skatts. Viðurkenndi Júlíus það fyrir dómi en taldi brotið fyrnt. Langt væri síðan hann braut skattalög.



Dómari benti á að þótt hann drægi orð Júlíusar um að langt væri liðið ekki í efa þá hefði hann síðan geymt fjármunina á bankareikningum og flutt á milli reikninga. Síðast árið 2014. Samkvæmt því væri brotið ófyrnt og því hafnaði dómurinn að sýkna hann á þeim forsendum.



Þar sem Júlíus Vífill hefur ekki áður hlotið dóm þótti tíu mánaða óskilorðsbundið fangelsi hæfileg refsing.



Hörður Felix segir margt í dómnum ekki standast án þess að vilja fara nánar út í það. Áfrýjun yrði tilkynnt fyrir vikulok.



Dóminn í heild má lesa hér.

Í fyrri útgáfu fréttar stóð ranglega að Júlíus Vífill hefði verið dæmdur fyrir fjárdrátt. Það hefur verið leiðrétt.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×