Lagabreyting mun auka fjárfestingu erlendra sjóða Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. desember 2018 18:30 Agnar Tómas Möller framkvæmdastjóri sjóða hjá Gamma og annar stofnenda fyrirtækisins. Upphaflegt nafn fyrirtækisins, GAM Management, dregur nafn sitt af stofnendunum, Gísla Haukssyni og Agnari. Frumvarp til breytinga á lögum um gjaldeyrismál vegna sérstakrar bindingarskyldu Seðlabankans, sem er oft nefnd innflæðishöft, mun auka fjárfestingu erlendra sjóða hér á landi sem hefur hingað til verið óheimilt að fjárfesta í eignum sem eru ekki umbreytanlegar. Þetta er mat sérfræðinga á fjármálamarkaði. Sérstök bindingarskylda Seðlabankans, oft nend innflæðishöft, nær til erlendra fjárfesta og er ætlað að sporna gegn vaxtamunarviðskiptum sem voru mikið vandamál fyrir hrunið. Erlendir fjárfestar hafa þurft að uppfylla skylduna með því að binda 20 prósent af fjárfestingu sinni inn á bundinn reikning hjá innlendu fjármálafyritæki. Þetta hefur gert erlendum fjárfestum erfitt fyrir þar sem fjármunir eru skilyrðislaust bundnir út bindingartímann og kann slíkt að ganga gegn fjárfestingarstefnum erlendra sjóða og reglum sem þeir þurfa að fylgja. Samkvæmt nýju frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra verður mögulegt að uppfylla skylduna með svokölluðum endurhverfum viðskiptum með innistæðubréf Seðlabankans. Í þessum viðskiptum verður fjárfestir af ávöxtun á bindingartíma eins og hann hefði geymt peninga á bindingarreikningi. En hið nýja fyrirkomulag felur í sér að fjárfestir getur rofið bindinguna hvenær sem er með því að selja innistæðubréfið frá Seðlabankanum að því gefnu að hann finni kaupanda að bréfinu. Til þessa hafa margir sjóðir ekki fjárfest hér á landi þar sem þeim er óheimilt að fjárfesta í eignum sem ekki er hægt að losa strax. „Ef að rýnt er í tölurnar þá kemur í ljós að erlendir fjárfestar hafa nettó ekki keypt nein skuldabréf á Íslandi frá setningu innflæðishaftanna (sérstöku bindingarskyldunnar innsk.blm) árið 2016. Það liggur einnig fyrir að líklega um átta af hverjum tíu fjárfestum sem hefðu áhuga á að fjárfesta á Íslandi hafa ekki getað gert það vegna umræddra reglna og hvernig þær hafa verið útfærðar. Þannig að ég held að þetta muni hjálpa við að fá mun meira af langtímafjárfestum. Erlendum sjóðum sem eru að fjárfesta til langs tíma,“ segir Agnar Tómas Möller framkvæmdastjóri sjóða hjá Gamma. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion bankaÞessir erlendu sjóðir munu því geta fjárfest í skuldabréfum íslenskra fyrirtækja svo dæmi sé tekið. Því er um jákvætt skref að ræða fyrir þau fyrirtæki í atvinnulífinu sem hafa átt erfitt með að fjármagna sig hjá bönkunum. „Það mun auðvitað liggjast beinast við að fasteignafélögin í kauphöllinni gætu leitað að erlendri fjármögnun í gegnum þessa kanala,“ segir Agnar. Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningardeildar Arion banka tekur í sama streng. „Þetta er jákvætt skref. Ef að frumvarpið nær fram að ganga þá reikna ég með að þetta sé mjög mikilvægur áfangi og muni virka til þess að stuðla að aukinni erlendri fjárfstingu hér á landi,“ segir Stefán Broddi. Mest lesið Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Frumvarp til breytinga á lögum um gjaldeyrismál vegna sérstakrar bindingarskyldu Seðlabankans, sem er oft nefnd innflæðishöft, mun auka fjárfestingu erlendra sjóða hér á landi sem hefur hingað til verið óheimilt að fjárfesta í eignum sem eru ekki umbreytanlegar. Þetta er mat sérfræðinga á fjármálamarkaði. Sérstök bindingarskylda Seðlabankans, oft nend innflæðishöft, nær til erlendra fjárfesta og er ætlað að sporna gegn vaxtamunarviðskiptum sem voru mikið vandamál fyrir hrunið. Erlendir fjárfestar hafa þurft að uppfylla skylduna með því að binda 20 prósent af fjárfestingu sinni inn á bundinn reikning hjá innlendu fjármálafyritæki. Þetta hefur gert erlendum fjárfestum erfitt fyrir þar sem fjármunir eru skilyrðislaust bundnir út bindingartímann og kann slíkt að ganga gegn fjárfestingarstefnum erlendra sjóða og reglum sem þeir þurfa að fylgja. Samkvæmt nýju frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra verður mögulegt að uppfylla skylduna með svokölluðum endurhverfum viðskiptum með innistæðubréf Seðlabankans. Í þessum viðskiptum verður fjárfestir af ávöxtun á bindingartíma eins og hann hefði geymt peninga á bindingarreikningi. En hið nýja fyrirkomulag felur í sér að fjárfestir getur rofið bindinguna hvenær sem er með því að selja innistæðubréfið frá Seðlabankanum að því gefnu að hann finni kaupanda að bréfinu. Til þessa hafa margir sjóðir ekki fjárfest hér á landi þar sem þeim er óheimilt að fjárfesta í eignum sem ekki er hægt að losa strax. „Ef að rýnt er í tölurnar þá kemur í ljós að erlendir fjárfestar hafa nettó ekki keypt nein skuldabréf á Íslandi frá setningu innflæðishaftanna (sérstöku bindingarskyldunnar innsk.blm) árið 2016. Það liggur einnig fyrir að líklega um átta af hverjum tíu fjárfestum sem hefðu áhuga á að fjárfesta á Íslandi hafa ekki getað gert það vegna umræddra reglna og hvernig þær hafa verið útfærðar. Þannig að ég held að þetta muni hjálpa við að fá mun meira af langtímafjárfestum. Erlendum sjóðum sem eru að fjárfesta til langs tíma,“ segir Agnar Tómas Möller framkvæmdastjóri sjóða hjá Gamma. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion bankaÞessir erlendu sjóðir munu því geta fjárfest í skuldabréfum íslenskra fyrirtækja svo dæmi sé tekið. Því er um jákvætt skref að ræða fyrir þau fyrirtæki í atvinnulífinu sem hafa átt erfitt með að fjármagna sig hjá bönkunum. „Það mun auðvitað liggjast beinast við að fasteignafélögin í kauphöllinni gætu leitað að erlendri fjármögnun í gegnum þessa kanala,“ segir Agnar. Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningardeildar Arion banka tekur í sama streng. „Þetta er jákvætt skref. Ef að frumvarpið nær fram að ganga þá reikna ég með að þetta sé mjög mikilvægur áfangi og muni virka til þess að stuðla að aukinni erlendri fjárfstingu hér á landi,“ segir Stefán Broddi.
Mest lesið Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent