SpaceX sækir 500 milljónir dollara í hlutafé Helgi Vífill Júlíusson skrifar 19. desember 2018 09:00 Miðað við hlutafjáraukninguna er félagið, sem alla jafna er kallað SpaceX, metið á 30,5 milljarða dollara eða 3.720 milljarða króna. vísir/getty Eldflaugafyrirtækið Space Exploration Technologies, sem stofnað var af Elon Musk, stefnir á að auka hlutafé um 500 milljónir dollara, jafnvirði 61 milljarðs króna, til að hleypa netþjónustu af stokkunum. Miðað við hlutafjáraukninguna er félagið, sem alla jafna er kallað SpaceX, metið á 30,5 milljarða dollara eða 3.720 milljarða króna. Núverandi hluthafar og skoska eignastýringin Baillie Gifford & Co, sem er einn stærsti hluthafi rafmagnsbílaframleiðandans Tesla sem Musk fer einnig fyrir, leggja til hlutaféð. Frá stofnun hefur SpaceX safnað 2,5 milljörðum dollara í hlutafé. Þetta kemur fram í frétt The Wall Street Journal. SpaceX stefnir á að fjárfesta í Starlink sem veitir internetþjónustu í gegnum gervihnetti. Hugmyndin er að þjónustan verði veitt fyrir tilstilli fjögur þúsund gervihnatta. Mögulega gætu þeir orðið yfir ellefu þúsund. Til samanburðar telur stærsta net gervitungla fyrir fjarskipti 65 gervihnetti. Í frétt The Wall Street Journal er vakin athygli á að SpaceX hafi gengið illa að standa við áætlanir. Snemma á árinu 2016 var reiknað með að 44 eldflaugum yrði skotið á loft í ár en stefnt er á að í dag, miðvikudag, verði 21. eldflauginni á þessu ári skotið upp. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Eldflaugafyrirtækið Space Exploration Technologies, sem stofnað var af Elon Musk, stefnir á að auka hlutafé um 500 milljónir dollara, jafnvirði 61 milljarðs króna, til að hleypa netþjónustu af stokkunum. Miðað við hlutafjáraukninguna er félagið, sem alla jafna er kallað SpaceX, metið á 30,5 milljarða dollara eða 3.720 milljarða króna. Núverandi hluthafar og skoska eignastýringin Baillie Gifford & Co, sem er einn stærsti hluthafi rafmagnsbílaframleiðandans Tesla sem Musk fer einnig fyrir, leggja til hlutaféð. Frá stofnun hefur SpaceX safnað 2,5 milljörðum dollara í hlutafé. Þetta kemur fram í frétt The Wall Street Journal. SpaceX stefnir á að fjárfesta í Starlink sem veitir internetþjónustu í gegnum gervihnetti. Hugmyndin er að þjónustan verði veitt fyrir tilstilli fjögur þúsund gervihnatta. Mögulega gætu þeir orðið yfir ellefu þúsund. Til samanburðar telur stærsta net gervitungla fyrir fjarskipti 65 gervihnetti. Í frétt The Wall Street Journal er vakin athygli á að SpaceX hafi gengið illa að standa við áætlanir. Snemma á árinu 2016 var reiknað með að 44 eldflaugum yrði skotið á loft í ár en stefnt er á að í dag, miðvikudag, verði 21. eldflauginni á þessu ári skotið upp.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira