Fleiri fréttir

Gráa svæðið

Netflix birti uppgjör sitt fyrir fjórða ársfjórðung í síðustu viku. Mörg góð tíðindi var þar að finna; tekjur félagsins voru rétt tæpir 2,5 milljarðar Bandaríkjadala á fjórðungnum sem er yfir spám og þriðjungi meira en á sama tíma fyrir ári.

Verðbólgan til friðs í þrjú ár

Verðbólga í janúar mælist 1,9% og er óbreytt frá síðasta mánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar. Verðbólga hefur verið undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans í þrjú ár samfleytt, og Greining Íslandsbanka telur útlit fyrir að svo verði enn um sinn.

Fjölbreytileiki er mikilvægur

ISS er eitt þriggja fyrstu fyrirtækja á Íslandi til að hljóta Jafnlaunavottun VR. Fyrirtækið hefur að leiðarljósi að árangur þess byggist á fjölbreytileika í stjórnun þar sem gildi og viðhorf beggja kynja komi fram. Fjölbreytta liðsheils þurfi til að stýra fyrirtækjum.

Skotsilfur Markaðarins: Afnema bónusa, en hækka launin

Mikið er um mannabreytingar á bankamarkaði um þessar mundir. Þremenningarnir Jón Gunnar Sæmundsen og Jónas Guðmundsson, fyrrverandi starfsmenn Íslandsbanka, og Sigurður Hreiðar Jónsson, sem var síðast verðbréfamiðlari hjá Kviku banka, sögðu þannig allir upp störfum undir lok síðasta árs.

Ingibjörg Pálma komin í hóp tuttugu stærstu hluthafa Haga

Félag í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, aðaleiganda fjölmiðlafyrirtækisins 365, er komið í hóp tuttugu stærstu hluthafa verslunarfyrirtækisins Haga með 1,28% eignarhlut. Miðað við núverandi gengi bréfa Haga er hluturinn metinn á um 770 milljónir króna.

Borgin vill ekki selja virkjunina

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri greindi í gær frá ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur um að hafna beiðni bandarískra fjárfesta um viðræður um sölu á Hellisheiðarvirkjun. „Thanks, but no thanks," sagði Dagur í Facebook-færslu.

Skyrið heitir nú ÍSEY skyr

Mjölkursamsalan (MS) hefur látið hanna nýtt vörkumerki fyrir skyr og gefið því nafnið ÍSEY skyr. Vörumerkið var unnið í samstarfi við innlenda og erlenda ráðgjafa í vörumerkjahönnun.

Lauf og Oculis fá 70 milljóna styrk

Tækniþróunarsjóður hefur úthlutað 70 milljóna króna öndvegisstyrknum Sprett til sprotafyrirtækjanna Oculis og Lauf Forks. Félögin þurfa á móti að sýna fram á hlutafjáraukningu sem nemur jafnhárri upphæð og styrkurinn.

Atvinnuleysi í desember nam 2,6%

Að jafnaði voru 197.000 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í desember 2016 en það jafngildir 83 prósenta atvinnuþátttöku. Af þeim voru 191.900 starfandi og 5.100 án vinnu og í atvinnuleit.

Gló opnar í Kaupmannahöfn

Nýr veitingastaður Gló verður opnaður í Magasin du Nord í Kaupmannahöfn í júní næstkomandi. Staðurinn verður stærsti veitingastaðurinn í dönsku stórversluninni og verður í matarkjallara hennar. Um er að ræða fimmta Gló-staðinn og þann fyrsta utan Íslands.

Ætla ekki að selja virkjun

„Ég get einungis talað fyrir sjálfan mig og ég sé enga ástæðu til að selja þetta og mun ekki samþykkja það,“ segir S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, um kauptilboð einkahlutafélagsins MJDB í eignarhlut Reykjavíkurborgar í Hellisheiðarvirkjun.

Stefnt að hlutafjárútboði Arion banka í kringum páska

Stefnt er að því að almennt hlutafjárútboð Arion banka, þar sem Kaupþing hyggst bjóða til sölu eignarhlut sinn í bankanum, verði haldið öðru hvoru megin við páskahelgina um miðjan aprílmánuð næstkomandi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Eimskip kaupir tvö ný gámaskip

Eimskip hefur undirritað samning við China Shipbuilding Trading Company Limited og Guangzhou Wenchong Shipyard Co. Ltd. um smíði á tveimur nýjum gámaskipum í Kína.

Jóhann ráðinn forstöðumaður hjá Stefni

Jóhann G. Möller hefur verið ráðinn forstöðumaður hlutabréfa hjá Stefni. Samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins hefur Jóhann starfað samfleytt á fjármálamarkaði frá árinu 2001 á sviði eignastýringar og ráðgjafar.

Von Tetzchner Sendir Microsoft tóninn

"Það er kominn tími til að gera hið rétta. Hættið að stela aðal vafranum, sættið ykkur við val notenda og keppið á eigin verðleikum.“

Kaup Pressunnar á ÍNN samþykkt

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar ehf. og sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN - Íslands Nýjasta Nýtt ehf.

Eigandi Herragarðsins hagnaðist um 39 milljónir

Einkahlutafélagið Föt og skór, eigandi Herragarðsins, var rekið með 39 milljóna króna hagnaði árið 2015. Afkoman var jákvæð um 205 milljónir árið 2014 en það ár seldi félagið hlutabréf fyrir 95 milljónir króna.

HB Grandi og Brim vilja ekki Gadus

Sjávarútvegsfyrirtækin HB Grandi og Brim ætla ekki að bjóða í Gadus, dótturfélag Icelandic Group í Belgíu, sem nú er til sölu. Þetta staðfesta Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, og Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í samtali við breska fjölmiðilinn Under­current News.

Erlendur fjárfestir keypti eitt prósent í Marel

Stór viðskipti voru með bréf í Marel 13. janúar síðastliðinn þegar Landsbankinn og hlutabréfasjóðir í stýringu Landsbréfa, ásamt öðrum hluthöfum í Marel, seldu samanlagt 1,1 prósents hlut í félaginu.

Viðskiptaráð vill að ríkið selji fasteignir fyrir 45 milljarða króna

Viðskiptaráð telur mikil tækifæri fólgin í því að draga úr opinberu eignarhaldi fasteigna hér á landi og leggur til að ríkið selji fermetra fyrir 45 milljarða króna. Telur ráðið hagkvæmt að einkaaðilar fái að kaupa einn ef hverjum fjórum fermetrum í eigu ríkisins sem sé umsvifamesti rekstraraðili fasteigna á Íslandi.

Vill kaupa Hellisheiðarvirkjun

MJDB ehf. sendi Reykjavík, Akranesi og Borgarbyggð tilboð í Hellisheiðarvirkjun. Félagið er í eigu íslensks framkvæmdastjóra America Renewables í Kaliforníu. Bókfært virði þriggja virkjana ON nemur um 107 milljörðum króna

Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng

Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars.

Sjá næstu 50 fréttir