Minni vexti spáð en áður 14. nóvember 2011 04:00 Í haustspá Evrópusambandsins kemur fram að fjárfestingaráform hér á landi hafi dregist og að fjárfestingar hafi verið minni í sniðum. fréttablaðið/anton Nokkurrar svartsýni gætir í hagspá Evrópusambandsins fyrir aðildarríki ESB og fyrir Ísland, sem var gefin út fyrir helgi. Evrópusambandið gefur út haustspá í efnahagsmálum og þar eru sérstakir kaflar fyrir aðildarríki og umsóknarríki. ESB spáir minni hagvexti hér á landi á þessu ári og því næsta heldur en Seðlabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerðu í nýlegum spám sínum. Því er spáð að hagvöxtur þessa árs verði 2,1 prósent en fari niður í 1,5 prósent á næsta ári. Seðlabankinn gerir í sinni spá ráð fyrir 3,1 prósents hagvexti á þessu ári og 2,3 prósentum á næsta ári, og AGS spáir 2,5 prósenta hagvexti nú og 3,1 prósenti á næsta ári. Þá gerir Evrópusambandið ráð fyrir því að hagvöxtur aukist í 2,7 prósent árið 2013, en Seðlabankinn spáir þá 2,3 prósentum og AGS 2,8. Í hagspánni kemur fram að botninum hafi verið náð hér á landi á seinni helmingi síðasta árs. Lítill hagvöxtur hafi síðan orðið á fyrri hluta þessa árs, að mestu vegna aukins útflutnings og meiri einkaneyslu, en dregið hafi úr bata í efnahagslífinu síðustu mánuði. Fjárfestingaráform hafi bæði dregist og verið minni í sniðum en áður hafi verið talið. Þá hafi innflutningur aukist og útflutningur dregist saman. Einkaneysla hefur farið vaxandi, að því er fram kemur í hagspánni, en meðal ástæðna þess eru endurgreiðsla á gengistryggðum lánum og útgreiðsla séreignarsparnaðar. Gjaldþrotum heldur áfram að fjölga og versnandi aðstæður í helstu viðskiptalöndum hafa neikvæð áhrif hér á landi. Þó segir í skýrslunni að jákvætt sé hversu vel ferðamennska gangi hér á landi. Samkvæmt hagspánni hefur staða ríkisfjármála hins vegar batnað og því er spáð að skuldir hins opinbera fari niður fyrir 90 prósent af landsframleiðslu eftir tvö ár. Hjá ríkjum Evrópusambandsins er talið að verðbólga haldist áfram stöðug í þremur prósentum og atvinnuleysi verði í kringum tíu prósent. 1,6 prósenta hagvexti er spáð innan sambandsins og 1,5 prósentum á evrusvæðinu. Á næsta ári er gert ráð fyrir því að hagvöxtur innan ESB verði 0,6 prósent og 1,5 prósent árið 2013. Þessar horfur eru talsvert verri en við síðustu spá, þar sem gert var ráð fyrir tveggja prósenta hagvexti á næstu tveimur árum. Langmesta hagvextinum er spáð í Eistlandi, um átta prósentum í ár og 3,2 prósentum á næsta ári. Í Litháen er gert ráð fyrir 3,5 til fjögurra prósenta vöxtum næstu tvö ár. Verst er spáin fyrir Grikkland, en því er spáð að landsframleiðsla dragist þar saman um sex prósent í ár og þrjú prósent á því næsta. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Nokkurrar svartsýni gætir í hagspá Evrópusambandsins fyrir aðildarríki ESB og fyrir Ísland, sem var gefin út fyrir helgi. Evrópusambandið gefur út haustspá í efnahagsmálum og þar eru sérstakir kaflar fyrir aðildarríki og umsóknarríki. ESB spáir minni hagvexti hér á landi á þessu ári og því næsta heldur en Seðlabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerðu í nýlegum spám sínum. Því er spáð að hagvöxtur þessa árs verði 2,1 prósent en fari niður í 1,5 prósent á næsta ári. Seðlabankinn gerir í sinni spá ráð fyrir 3,1 prósents hagvexti á þessu ári og 2,3 prósentum á næsta ári, og AGS spáir 2,5 prósenta hagvexti nú og 3,1 prósenti á næsta ári. Þá gerir Evrópusambandið ráð fyrir því að hagvöxtur aukist í 2,7 prósent árið 2013, en Seðlabankinn spáir þá 2,3 prósentum og AGS 2,8. Í hagspánni kemur fram að botninum hafi verið náð hér á landi á seinni helmingi síðasta árs. Lítill hagvöxtur hafi síðan orðið á fyrri hluta þessa árs, að mestu vegna aukins útflutnings og meiri einkaneyslu, en dregið hafi úr bata í efnahagslífinu síðustu mánuði. Fjárfestingaráform hafi bæði dregist og verið minni í sniðum en áður hafi verið talið. Þá hafi innflutningur aukist og útflutningur dregist saman. Einkaneysla hefur farið vaxandi, að því er fram kemur í hagspánni, en meðal ástæðna þess eru endurgreiðsla á gengistryggðum lánum og útgreiðsla séreignarsparnaðar. Gjaldþrotum heldur áfram að fjölga og versnandi aðstæður í helstu viðskiptalöndum hafa neikvæð áhrif hér á landi. Þó segir í skýrslunni að jákvætt sé hversu vel ferðamennska gangi hér á landi. Samkvæmt hagspánni hefur staða ríkisfjármála hins vegar batnað og því er spáð að skuldir hins opinbera fari niður fyrir 90 prósent af landsframleiðslu eftir tvö ár. Hjá ríkjum Evrópusambandsins er talið að verðbólga haldist áfram stöðug í þremur prósentum og atvinnuleysi verði í kringum tíu prósent. 1,6 prósenta hagvexti er spáð innan sambandsins og 1,5 prósentum á evrusvæðinu. Á næsta ári er gert ráð fyrir því að hagvöxtur innan ESB verði 0,6 prósent og 1,5 prósent árið 2013. Þessar horfur eru talsvert verri en við síðustu spá, þar sem gert var ráð fyrir tveggja prósenta hagvexti á næstu tveimur árum. Langmesta hagvextinum er spáð í Eistlandi, um átta prósentum í ár og 3,2 prósentum á næsta ári. Í Litháen er gert ráð fyrir 3,5 til fjögurra prósenta vöxtum næstu tvö ár. Verst er spáin fyrir Grikkland, en því er spáð að landsframleiðsla dragist þar saman um sex prósent í ár og þrjú prósent á því næsta. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun