Fasteignabólan springur taki hagvöxtur ekki við sér 9. júní 2011 07:45 Ekki er innistæða fyrir verðhækkun á íbúðamarkaði, að mati forstöðumanns greiningardeildar Arion banka. Fréttablaðið/Anton „Ef hagvöxtur fylgir ekki eignaverðshækkunum eftir þá erum við að sjá bólu á eignamarkaði og sú bóla springur á endanum og íbúðaverð lækkar,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Hún bendir á að eignaverð hafi hækkað umfram það sem eðlilegt getur talist við núverandi aðstæður í hagkerfinu. „Miklar verðhækkanir á fasteignamarkaði eru óeðlilegar þegar við erum með veikt hagkerfi undir,“ segir hún. Landsframleiðsla jókst um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins og jafngildir það 3,5 prósenta hagvexti á milli ára. Greiningardeild Arion banka bendir á að vöxturinn sé óstöðugur, drifinn áfram af auknum loðnubirgðum. Á móti er 7,8 prósenta atvinnuleysi, samdráttur í einkaneyslu, kaupmáttur enginn, lítil merki um vöxt í fjárfestingu og heimili og fyrirtæki enn skuldsett. Á sama tíma hefur kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um tæp hundrað prósent á milli ára, velta aukist um 112 prósent og meðalupphæð á hvern kaupsamning farið úr 27,6 milljónum króna í maí í fyrra í 34,9 milljónir nú. „Aðstæður eru slíkar í hagkerfinu að ég sé ekki innistæðu fyrir miklum verðhækkunum á fasteignamarkaði. Hins vegar erum við í lokuðu hagkerfi og fáir fjárfestingakostir í boði, slíkt gæti skapað meiri verðhækkanir en eðlilegt getur talist,“ segir Ásdís. Hún bendir hins vegar á að veikur efnahagsbati er framundan, stoðirnar enn óburðugar, ekki síst þar sem aðgerðir stjórnvalda til hjálpar heimilum hafa runnið sitt skeið sem endurspeglast í bakslagi í einkaneyslu. „Við verðum að hafa varann á okkur í þessu umhverfi,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka. Hann áréttar að Seðlabankinn og fleiri hafi bent á að raunverð á íbúðahúsnæði sé þrátt fyrir allt ekkert sérstaklega lágt og telur líkt og Ásdís að gjaldeyrishöftum og takmörkuðum fjárfestingarkostum sé um að kenna. Þegar höftin hverfi sé viðbúið að dragi úr eftirspurn á fasteignamarkaði. „Þetta gæti verið rót að ákveðnu bólueinkenni. Fjárfestar eru fljótir að losa um eignir þegar þeir sjá fyrir sér forsendur fyrir verðlækkunum, fjárfestingakostum að fjölga eða ef þeir sjá arðsemi utan landsteina. Þetta getur verið hverful eftirspurn,“ bætir hann við og útilokar ekki verðlækkun á fasteignamarkaði þegar nær líður afnámi gjaldeyrishafta. „Þetta eru sömu áhyggjur og menn hafa af innlánum og þeim stöðum þar sem fé liggur á lágum vöxtum. Hætta er á að hluti af þessu fé leiti út um leið og höftum verður aflétt.“ jonab@frettabladid.is Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
„Ef hagvöxtur fylgir ekki eignaverðshækkunum eftir þá erum við að sjá bólu á eignamarkaði og sú bóla springur á endanum og íbúðaverð lækkar,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Hún bendir á að eignaverð hafi hækkað umfram það sem eðlilegt getur talist við núverandi aðstæður í hagkerfinu. „Miklar verðhækkanir á fasteignamarkaði eru óeðlilegar þegar við erum með veikt hagkerfi undir,“ segir hún. Landsframleiðsla jókst um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins og jafngildir það 3,5 prósenta hagvexti á milli ára. Greiningardeild Arion banka bendir á að vöxturinn sé óstöðugur, drifinn áfram af auknum loðnubirgðum. Á móti er 7,8 prósenta atvinnuleysi, samdráttur í einkaneyslu, kaupmáttur enginn, lítil merki um vöxt í fjárfestingu og heimili og fyrirtæki enn skuldsett. Á sama tíma hefur kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um tæp hundrað prósent á milli ára, velta aukist um 112 prósent og meðalupphæð á hvern kaupsamning farið úr 27,6 milljónum króna í maí í fyrra í 34,9 milljónir nú. „Aðstæður eru slíkar í hagkerfinu að ég sé ekki innistæðu fyrir miklum verðhækkunum á fasteignamarkaði. Hins vegar erum við í lokuðu hagkerfi og fáir fjárfestingakostir í boði, slíkt gæti skapað meiri verðhækkanir en eðlilegt getur talist,“ segir Ásdís. Hún bendir hins vegar á að veikur efnahagsbati er framundan, stoðirnar enn óburðugar, ekki síst þar sem aðgerðir stjórnvalda til hjálpar heimilum hafa runnið sitt skeið sem endurspeglast í bakslagi í einkaneyslu. „Við verðum að hafa varann á okkur í þessu umhverfi,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka. Hann áréttar að Seðlabankinn og fleiri hafi bent á að raunverð á íbúðahúsnæði sé þrátt fyrir allt ekkert sérstaklega lágt og telur líkt og Ásdís að gjaldeyrishöftum og takmörkuðum fjárfestingarkostum sé um að kenna. Þegar höftin hverfi sé viðbúið að dragi úr eftirspurn á fasteignamarkaði. „Þetta gæti verið rót að ákveðnu bólueinkenni. Fjárfestar eru fljótir að losa um eignir þegar þeir sjá fyrir sér forsendur fyrir verðlækkunum, fjárfestingakostum að fjölga eða ef þeir sjá arðsemi utan landsteina. Þetta getur verið hverful eftirspurn,“ bætir hann við og útilokar ekki verðlækkun á fasteignamarkaði þegar nær líður afnámi gjaldeyrishafta. „Þetta eru sömu áhyggjur og menn hafa af innlánum og þeim stöðum þar sem fé liggur á lágum vöxtum. Hætta er á að hluti af þessu fé leiti út um leið og höftum verður aflétt.“ jonab@frettabladid.is
Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira