Viðskipti innlent

Stöndum ekki undir kröfum

Íslensk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir að hafa ekki uppfyllt kröfur EES-samningsins um meðhöndlun fiskafurða. fréttablaðið/óskar
Íslensk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir að hafa ekki uppfyllt kröfur EES-samningsins um meðhöndlun fiskafurða. fréttablaðið/óskar

Íslensk yfirvöld hafa ekki tryggt að fiskafurðir séu meðhöndlaðar og unnar samkvæmt kröfum samningsins um evrópska efnahagssvæðið (EES). Þetta er meginniðurstaða skýrslu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) sem birt var í gær.

Skýrslan var samin í kjölfar reglubundinnar skoðunarferðar á Íslandi í nóvember 2010 varðandi opinbert eftirlit með fiskafurðum en meginniðurstaða skýrslunnar er að eftirlit með fiskafurðum á Íslandi hafi verið ófullnægjandi á þeim tíma sem skoðunarferðin var farin.

Helstu athugasemdirnar eru að einkareknar skoðunarstofur sem sinntu eftirliti í vinnslustöðvum tilkynntu ekki alla annmarka til lögbærra yfirvalda eins og þeim ber að gera. Því vissu lögbær yfirvöld ekki af annmörkum í vinnslustöðvum í öllum tilvikum. Þá geti skoðunarstofurnar geta ekki talist óhlutdrægar þar sem þær fengu greitt fyrir eftirlitið beint frá vinnslustöðvunum.

Skoðunarmenn ESA gerðu athugasemdir við að ekki var í öllum tilvikum gripið til viðeigandi ráðstafana til að tryggja að farið væri að lögum þegar þess var þörf. Einnig voru gerðar athugasemdir við hreinlæti, aðstöðu, verklag og innra eftirlit vinnslustöðva sem heimsóttar voru.

Íslensk yfirvöld hafa lagt fram framkvæmdaáætlun um úrbætur í samræmi við niðurstöður skýrslunnar. - shá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×