Fleiri fréttir

Velta á húsnæðismarkaði hefur minnkað um 65%

Mikið hefur dregið úr veltu á húsnæðismarkaði undanfarið eða um 65% í janúar m.v. sama mánuð í fyrra. Alls voru gerðir 117 kaupsamningar um íbúðahúsnæði á höfuðborgarsvæðinu í janúarmánuði.

Aðalfundur Nýherja féll frá 20% arðgreiðslu fyrir síðasta ár

Fyrir aðalfund Nýherja s.l. föstudag lá tillaga um 20% arðgreiðslu. Í máli stjórnarformanns kom fram að í viðræðum við lánardrottna félagsins hafi komið fram tilmæli um að ekki yrði greiddur út arður í ljósi þeirra alvarlegu aðstæðna sem nú ríkja.

Nissan segir upp 20 þúsund starfsmönnum

Japanski bílaframleiðandinn Nissan hefur ákveðið að segja upp tuttugu þúsund manns vegna samdráttar í bílasölu. Þetta jafngildir 8,5 prósentum af öllu starfsfólki Nissan.

Ákvörðun Davíðs Oddssonar dregur úr trausti erlendra fjárfesta

"Það leikur lítill vafi á því að Oddsson muni víkja að lokum en mjög opinber slagsmál hans við nýja ríkisstjórn gerir augljóslega ekkert til að vekja traust fjárfesta," segir Beat Siegenthaler sérfræðingur TD Securites í nýmörkuðum og miðlari að stórum hluta þeirra krónubréfa sem enn eru útistandandi á Íslandi.

Straumur kominn yfir túkall á hlut

Gengi hlutabréfa í Straumi hækkaði um 4,12 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins og fór það yfir tvær krónur á hlut og hefur ekki verið hærra síðan skömmu eftir miðjan desember í fyrra.

Veltumesti mánuðurinn í kauphöllinni með skuldabréf

Heildarviðskipti með hlutabréf námu 3,0 milljörðum kr. eða 149 milljónum kr. á dag að meðaltali í janúar. Þetta kemur fram í yfirliti frá kauphöllinni. Þar segir að janúar hafi verið veltumesti mánuðurinn í kauphöllinni hvað skuldabréf varðar frá bankahruninu í október.

Kaupandi fundinn að Carnegie bankanum í Svíþjóð

Samkvæmt frétt í Dagens Nyheder er búið að finna kaupenda að Carnegie bankanum sænska og að tilkynnt verði um kaupin seinna í dag. Milestone átti 10% í bankanum þegar sænska ríkið þjóðnýtti hann fyrr í vetur.

Segir Íslendinga vera hina nýju Pólverja

Ásókn Íslendinga í störf í Noregi hefur margfaldast að undanförnu og í frétt um málið í blaðinu Aftenposten eru Íslendingar sagðir vera hinir nýju Pólverjar þar í landi.

Eignirnar duga fyrir einum sjötta skulda

„Ég er með tuttugu þúsund pund á ári fyrir stjórnarsetu í Iceland en ekki með aðgang að bíl og þyrlu. Annað er þvæla,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs.

Nikkei-vísitalan lækkaði um tæpt prósent

Japanska Nikkei-hlutabréfavísitalan lækkaði um tæpt prósent í morgun en jenið, gjaldmiðill Japans, styrktist hins vegar töluvert og hefur ekki haft jafnsterka stöðu gagnvart bandaríkjadollar í meira en þrjár vikur. Talið er að japanskir útflytjendur kaupi nú jen í miklum mæli til að reyna að styrkja gjaldmiðilinn. Í Hong Kong hækkuðu hlutabréf í viðskiptum dagsins og þokaðist Hang Seng-vísitalan upp á við um tæpt prósent.

Segist fá 3,3 milljónir í laun á ári

Jón Ásgeir Jóhannesson situr áfram í stjórnum tveggja breskra félaga þrátt fyrir að þau hafi verið sett í greiðslustöðvun og skilanefnd Landsbankans hafi gengið að veðum í þeim. Fyrir stjórnarsetuna segist hann fá þrjú hundruð þúsund krónur í mánaðarlaun.

Stjórnendur Baugs sitja áfram í stjórnum helstu fyrirtækjanna

Skilanefnd Landsbankans samdi við Jón Ásgeir Jóhannesson og Gunnar Sigurðsson, stjórnarformann og forstjóra Baugs, um að þeir haldi stjórnarsætum sínum í verslunarkeðjunum House of Fraser, Iceland, Aurum og Hamleys. Samkomulagið var gert á fimmtudagskvöld, eftir því sem vefurinn This is Money greinir frá.

Kaupþing ætlar að endurskipuleggja Mosaic

Kaupþing hefur tekið yfir 49% hlut Baugs í tískuvörukeðjunni Mosaic Fashion og hyggst bankinn endurskipuleggja reksturinn að sögn The Sunday Times. Skuldir Baugs við Kaupþing nema 450 milljónum punda eða um 76 milljörðum samkvæmt blaðinu.

Þingnefnd rannsakar innlán sveitarfélaga á reikninga bankanna

Nefnd á vegum breska þingsins rannsakar nú þá ákvörðun margra sveitastjórna í Bretlandi að leggja sparifé inn á reikninga íslensku bankanna, en féð var fryst þegar bankarnir hrundu í október. Richard Kemp borgarfulltrúi í Liverpool borg hefur fullyrt fyrir nefndinni að viðræður við skilanefndir bankanna gæfu ástæðu til þess að vonast til að féð fengist greitt.

Kanna áhættustjórnun bankastjórna

Bresk yfirvöld hyggjast rannsaka bónusgreiðslur til æðstu stjórnenda í bönkum þar og tengsl launabónusa við áhættusækni. Þetta hefur Sunday Telegraph eftir Alistair Darling fjármálaráðherra.

Hriktir í stoðum Gaums

Það hriktir í stoðum Gaums sem er í eigu Jóns Ásgeirs og fjölskyldu. Gaumur rekur meðal annars Hagkaup og Bónus og fer með stærsta eignarhlutann í Baugi. Með greiðslustöðvun BG Holding og yfirvofandi gjaldþroti Stoða má ætla að rúmlega 80 prósent af eignum félagsins hafi þurrkast út.

Felldu ekki gengið

Kaupþing og Exista reyndu ekki að fella gengi krónunnar á síðasta ári, þrátt fyrir kaup á tvö þúsund milljónum evra á nokkrum mánuðum. Þetta er niðurstaða Fjármálaeftirlitsins, sem kannaði málið að beiðni Seðlabankans.

Gengi Straums og Eimskips tók stökkið í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Straumi rauk upp um 19,75 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Eimskipafélaginu, sem hækkaði um 17,65 prósent. Þá hækkaði gengi Færeyjabanka um 1,29 prósent og Century Aluminum um 0,62 prósent.

FIH bankinn þarf að afskrifa 10 milljarða kr.

FIH bankinn danski, sem nú er í eigu íslenska ríkisins þarf að afskrifa um hálfan milljarð danskra kr. eða tæplega 10 milljarða kr. eftir árið í fyrra. Bankinn mun samt skila hagnaði eftir árið.

Verð á gulli rýfur brátt 1.000 dollara múrinn

Heimsmarkaðsverð á gulli mun brátt fara yfir 1.000 dollara á únsuna og stefnir jafnvel í að setja nýtt met. Fjárfestar standa nú í röðum eftir að kaupa gull sökum þeirrar óvissu sem ríkir nú á fjármálamörkuðum heimsins.

Segir KHB að liðast í sundur og komast í þrot

Samkvæmt frétt á vefsíðunni Austurglugginn er Kaupfélag Héraðsbúa (KHB) að liðast í sundur og komast í þrot. Fjárhagsstaðan sé slík að ógjörningur sé að fleyta rekstrinum áfram.

Ákvörðun um greiðslustöðvun Baugs frestað í héraðsdómi

Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur ákvað að fresta því að taka afstöðu til óskar Baugs Group hf. um að félagið og önnur fyrirtæki því tengd fái greiðslustöðvun. Hjá dómara kom fram að honum þætti málið óljóst og enn óljósara væri hvað Baugsmenn hyggðust fyrir með fyrirtækið í framtíðinni.

Greiðslustöðvun afturkölluð til að lágmarka tjón

Ákvörðun um að afturkalla beiðni um greiðslustöðvun hjá BG Holding hér á landi var tekin til að lágmarka tjón í rekstri fyrirtækja í eignasafni Baugs. Ákvörðunin um afturköllun beiðni BG Holding mun engin áhrif hafa á aðrar umsóknir Baugs eða dótturfélaga þess.

Skilanefnd Kaupþings stefnir Tchenguiz

Skilanefnd Kaupþings hefur stefnt eignarhaldsfélagi í eigu Robert Tchenguiz vegna vangoldinnar yfirdráttarheimildar upp á rúma 107 milljarða íslenskra króna.

Greiðslustöðvun BG Holding samþykkt í London

Dómstóll í London hefur fallist á beiðni skilanefndar Landsbankans um greiðslustöðvun hjá BG Holding félagi Baugs í London. Jafnframt hefur PriceWaterhouseCoopers verið skipað sem stjórnendur félagsins meðan á greiðslustöðvuninni stendur.

Volvo blæðir út í fjármálakreppunni

Bílaframleiðandinn Volvo í Svíþjóð skilaði tapi upp á 2,5 milljarða sænskr kr. eða um 35 milljörðum kr. á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Greinendur höfðu hinsvegar spáð tapi upp á þriðjung af þeirri upphæð eða 807 milljónir sænskra kr..

Seðlabankinn gat ekki komið í veg fyrir Icesave klúðrið

Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri segir að Seðlabanki Íslands hafi ekki getað komið í veg fyrir Icesave klúðrið. Þetta kemur fram í erindi sem Ingimundur átti að flytja í málstofu hjá finnska seðlabankanum í dag.

Danske Bank kominn á hnéin eftir gífurleg útlánatöp

Stærsti banki Danmerkur, Danske Bank, er nú kominn á hnéin eftir gífurleg útlánatöp á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Og Peter Straarup bankastjóri bankans aðvarar hlutahafa um að ástandið muni versna á þessu ári.

Toyota spáir miklu tapi

Japanski bílaframleiðandinn Toyota gerir ráð fyrir að tapa 450 milljörðum jena, jafnvirði rúmlega 560 milljarða króna, vegna samdráttar á bílamarkaði á síðasta ári. Þetta er þrisvar sinnum meira en fyrri spá bílaframleiðandans hljóðaði upp á.

Hækkun í Asíu

Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun, einkum bréf banka og hátæknifyrirtækja. Aukinnar bjartsýni gætir nú hjá fjárfestum vegna björgunaraðgerða ríkisstjórna og hækkuðu bréf Lenovo-tölvuframleiðandans í Hong Kong um 10 prósent eftir að skipt var um stjórn hjá fyrirtækinu. Japanska Nikkei-hlutabréfavísitalan þokaðist upp um eitt og hálft prósent.

Sjá næstu 50 fréttir