Viðskipti innlent

Landic greiðir ekki af skuldabréfum í febrúar og mars

Landic Property hefur ákveðið að greiða ekki af skuldabréfaflokkum sínum í febrúar og mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

„Eins og áður hefur komið fram vinnur Landic Property að fjárhagslegri endurskipulagningu á rekstri félagsins. Í tengslum við endurskipulagninguna eiga sér stað viðræður við helstu kröfuhafa félagsins, meðal annars helstu eigendur skuldabréfaflokkanna STOD 03 1, STOD 06 1, STOD 06 2 og STOD 09 0306 þar sem rætt er um skilmálabreytingu á skuldabréfaflokkunum," segir í tilkynningunni.

„Þar af leiðandi munu greiðslur af skuldabréfaflokkunum ekki verða greiddar í febrúar og mars 2009. Félagið mun senda frá sér upplýsingar um framgang viðræðnanna fyrir lok febrúar 2009."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×