Viðskipti innlent

Eignastaða gamla Glitnis betri en eignastaða Kaupþings

Eignastaða gamla Glitnis er töluvert betri en eignastaða gamla Kaupþings. Þetta kom fram á fundi skilanefndar Glitnis með kröfuhöfum bankans sem nú stendur yfir á Nordica hótelinu.

Samkvæmt bráðabirgðayfirliti nema eignir Glitnis 1.008 milljörðum kr. en skuldirnar nema 2.417 milljörðum kr.. Sem kunnugt er af fréttum voru sambærilega tölur hjá Kaupþingi eignir upp á 680 milljarða en skuldir upp á rúmlega 2.200 milljarða kr.

Ef skuldajöfnun er tekin frá í eignum Glitnis nema þær 1.957 milljörðum kr.. Árni Tómasson formaður skilanefndar Glitnis segir að þetta séu stórar tölur þótt þær líti sakleysislega út í yfirlitinu.

Það vakti athygli á Nordica að aðeins rúmlega helmingur af þeim kröfuhöfum sem búist var við mættu á fundinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×