Viðskipti innlent

Ákvörðun Davíðs Oddssonar dregur úr trausti erlendra fjárfesta

Beat Siegenthaler.
Beat Siegenthaler.

"Það leikur lítill vafi á því að Oddsson muni víkja að lokum en mjög opinber slagsmál hans við nýja ríkisstjórn gerir augljóslega ekkert til að vekja traust fjárfesta," segir Beat Siegenthaler sérfræðingur TD Securites í nýmörkuðum og miðlari að stórum hluta þeirra krónubréfa sem enn eru útistandandi á Íslandi.

Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi Siegenthaler sem segir að ákvörðun Davíðs um að sitja áfram sé enn einn dapurlegur snúningur í harmleik íslenskra efnahagsmála.

Siegenthaler telur að það segi sig sjálft að gjaldeyrishöftunum verði ekki létt og að fjármálamarkaðurinn komist ekki í eðlilegt horf fyrr en þetta deilumál hefur verið til lykta leitt.




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×