Viðskipti innlent

Bankaráðsformaður Kaupþings hættir eftir tvo daga í starfi

Gunnar Örn Kristjánsson
Gunnar Örn Kristjánsson

Gunnar Örn Kristjánsson viðskiptafræðingur sem skipaður var í bankaráð Kaupþings í fyrradag, hefur óskað eftir því við fjármálaráðherra að láta af störfum. Gunnar Örn var kosinn formaður bankaráðs og tók við af Magnúsi Gunnarssyni sem hætti fyrir skömmu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Þar segir ennfremur að skipan Gunnars hafi borið brátt áð og við nánari skoðun hafi hann talið starfið viðameira og fela í sér meiri bindingu en hann hefur aðstöðu til að inna af hendi.

„Fjármálaráðherra hefur í dag fallist á beiðni Gunnars Arnar og mun nýr fulltrúi verða skipaður í ráðið í hans stað hið fyrsta," segir í tilkynningunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×