Viðskipti innlent

Kaupþing setur stefnuna á Indland

Bankinn hefur keypt 20 prósenta hlut í indversku fjármálafyrirtæki.
Bankinn hefur keypt 20 prósenta hlut í indversku fjármálafyrirtæki.

Kaupþing hefur hafið innreið sína á indverskan fjármálamarkað. Bankinn hefur undirritað samning um kaup á 20% hlut í indverska fjármálafyrirtækinu FiNoble Advisors Private Ltd. Auk þess hefur bankinn rétt til að kaupa eftirstandandi 80 prósenta hlut í félaginu eftir 5 ár.

Í tilkynningu frá Kaupþingi til Kauphallarinnar segir meðal annars að skrifstofur FiNoble, sem stofnað var árið 2004, séu í Nýju Delhi á Indlandi. „Hjá félaginu starfa 25 manns og leggur það megináherslu á hefðbundna ráðgjöf í tenglum við yfirtökur og samruna fyrirtækja. Félagið sérhæfir sig í ráðgjöf til indverskra fyrirtækja í tengslum við yfirtökur þeirra á evrópskum og bandarískum fyrirtækjum sem og ráðgjöf til erlendra fyrirtækja við yfirtökur á Indlandi."

Kaupþing greiðir inn fé í félagið með kaupum á hlut í eignarhaldsfélagi FiNoble sem mun verða hlutdeildarfélag í reikningum Kaupþings. Í tilkynningunnu segir ennfremur að kaupin muni hafa óveruleg áhrif á afkomu bankans á árinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×