Viðskipti innlent

Áhugaverðir fjárfestingakostir í Svíþjóð

Sænska krónan er veik um þessar mundir
Sænska krónan er veik um þessar mundir

Gengi sænsku krónunnar hefur lækkað nokkuð hratt gagnvart þeirri íslensku undanfarnar vikur. Er það bæði vegna gengishækkunar íslensku krónunnar og vegna þess að sænska krónan hefur gefið nokkuð eftir gagnvart ýmsum helstu gjaldmiðlum. Því er góður tími núna fyrir íslenska fjárfesta til kaupa á eignum í sænskum krónum þar sem meiri líkur en minni eru á að sænska krónan hækki gagnvart þeirri íslensku til lengri tíma litið.

Vextir í Svíþjóð eru nú þeir næst lægstu í Evrópu, 3,25%, og hafa svonefnd vaxtamunarviðskipti veikt krónuna þar töluvert að undanförnu í kjölfar þess að vaxtaferill seðlabanka Svíþjóðar hefur verið undir væntingum markaðsaðila. Greiningardeild Glitnis í Svíþjóð benti á nokkra áhugaverða fjárfestingakosti þar í landi í síðustu viku í skýrslu sem þeir gáfu út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×