Viðskipti innlent

Tilboði Novator í Actavis hafnað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Getur Novator boðið betur?
Getur Novator boðið betur?

Stjórn Actavis hefur lagt formlegt mat á tilboð Novator, félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns Actavis, sem birt var hluthöfum þann 1. júní síðastliðinn.

Tilboðið var lagt fram í evrum og hljóðar upp á 0,98 evrur á hlut í reiðufé og boðið öllum hluthöfum í A flokki. Stjórn félagsins telur að tilboðið endurspegli ekki raunverulegt virði félagsins og framtíðarmöguleika þess.

Sindri Sindrason, Magnús Þorsteinsson og Baldur Guðnason, stjórnarmenn í Actavis lögðu mat á tilboðið og skiluðu sameiginlegu áliti.

Í tilkynningu frá stjórn félagsins segir að stjórnin sé opin fyrir viðræðum við Novator og ef nýtt tilboð verði birt hluthöfum muni stjórnin taka það til skoðunar og birta álit sitt á því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×