Lífseigar bábiljur um Íbúðalánasjóð 13. júní 2007 02:00 Hafliði Helgason skrifar Álit Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem sett var fram í kjölfar Íslandsheimsóknar kemur ekki mikið á óvart. Þar er að finna helstu gagnrýnispunkta sem færðir hafa verið fram í rökræðu um hagkerfið undanfarin misseri. Taka má undir flest sem fram kemur í áliti sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins enda þótt skiptar skoðanir séu um hversu sterk einkaneyslan verði á þessu ári. Mestan áhuga í almennri umræðu hafa vakið skoðanir sjóðsins á Íbúðalánasjóði. Það viðhorf sem þar kemur fram er fjarri því að vera nýtt og í raun samdóma álit allra þeirra sem þekkingu hafa á gangverki vestrænna markaðshagkerfa. Hún er býsna lífseig bábiljan um að Íbúðalánasjóður í núverandi mynd sé forsenda skilvirkni á lánamarkaði íbúðahúsnæðis og tryggi neytendum þar með bestu kjör. Sú mýta sýnir að vel hefur tekist að halda upp áróðri fyrir óbreyttri tilvist sjóðsins. Lánamarkaður er nákvæmlega eins og annar markaður. Ef afskipti ríkisins eru nauðsynleg á lánamarkaði, þá eru þau það líka á tryggingamarkaði, í olíusölu, matvöruverslun, flutningum og svo mætti lengi telja. Rökin fyrir óbreyttu fyrirkomulagi halda ekki vatni. Hin bábiljan lýtur að þensluvöldum á íbúðamarkaði. Áróðursmeistarar Íbúðalánasjóðs hafa ítrekað fullyrt að innkoma bankanna hafi hleypt öllu í bál og brand á markaði sem hafi svo leitt til þenslu á húsnæðismarkði. Hin skýringin sem einhverjir hafa gripið til er lóðaskortur í Reykjavík, sem stenst heldur ekki skoðun. Vaxtakjör og aðgengi að lánsfé eru ásamt kaupmætti stærstu breytur í verðmyndun á fasteignamarkaði. Boðuð hækkun hámarkslána Íbúðalánasjóðs var augljóslega til þess fallin að einkareknir bankar brygðust við tíðindunum með því að koma inn á markaðinn. Þegar bankarnir svo mættu olli það uppgreiðslu á lánum hjá Íbúðalánasjóði. Í stað þess að ríkið beitti sér til þess að taka uppgreiðslupeningana úr umferð var þeim dælt aftur út í formi húsnæðislána sparisjóðanna. Þannig spannst nú þessi vitleysa á afleitum tíma fyrir hagstjórnina. Ríkisrekið lánakerfi á húsnæðismarkaði varð til vegna lánsfjárskorts og þess að almenningur hafði takmarkað aðgengi að lánsfé. Í dag er fremur offramboð á lánsfé en hitt. Íbúðalánasjóður á ekkert erindi á almennan íbúðalánamarkað með lán til almennings. Hlutverk ríkisins á að vera, eins og víða annars staðar, að tryggja lágmarksmöguleika með því að aðstoða þá sem minnst hafa við kaup á húsnæði og einnig þá sem búa á svæðum þar sem bankar vilja ekki veð. Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Álit Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem sett var fram í kjölfar Íslandsheimsóknar kemur ekki mikið á óvart. Þar er að finna helstu gagnrýnispunkta sem færðir hafa verið fram í rökræðu um hagkerfið undanfarin misseri. Taka má undir flest sem fram kemur í áliti sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins enda þótt skiptar skoðanir séu um hversu sterk einkaneyslan verði á þessu ári. Mestan áhuga í almennri umræðu hafa vakið skoðanir sjóðsins á Íbúðalánasjóði. Það viðhorf sem þar kemur fram er fjarri því að vera nýtt og í raun samdóma álit allra þeirra sem þekkingu hafa á gangverki vestrænna markaðshagkerfa. Hún er býsna lífseig bábiljan um að Íbúðalánasjóður í núverandi mynd sé forsenda skilvirkni á lánamarkaði íbúðahúsnæðis og tryggi neytendum þar með bestu kjör. Sú mýta sýnir að vel hefur tekist að halda upp áróðri fyrir óbreyttri tilvist sjóðsins. Lánamarkaður er nákvæmlega eins og annar markaður. Ef afskipti ríkisins eru nauðsynleg á lánamarkaði, þá eru þau það líka á tryggingamarkaði, í olíusölu, matvöruverslun, flutningum og svo mætti lengi telja. Rökin fyrir óbreyttu fyrirkomulagi halda ekki vatni. Hin bábiljan lýtur að þensluvöldum á íbúðamarkaði. Áróðursmeistarar Íbúðalánasjóðs hafa ítrekað fullyrt að innkoma bankanna hafi hleypt öllu í bál og brand á markaði sem hafi svo leitt til þenslu á húsnæðismarkði. Hin skýringin sem einhverjir hafa gripið til er lóðaskortur í Reykjavík, sem stenst heldur ekki skoðun. Vaxtakjör og aðgengi að lánsfé eru ásamt kaupmætti stærstu breytur í verðmyndun á fasteignamarkaði. Boðuð hækkun hámarkslána Íbúðalánasjóðs var augljóslega til þess fallin að einkareknir bankar brygðust við tíðindunum með því að koma inn á markaðinn. Þegar bankarnir svo mættu olli það uppgreiðslu á lánum hjá Íbúðalánasjóði. Í stað þess að ríkið beitti sér til þess að taka uppgreiðslupeningana úr umferð var þeim dælt aftur út í formi húsnæðislána sparisjóðanna. Þannig spannst nú þessi vitleysa á afleitum tíma fyrir hagstjórnina. Ríkisrekið lánakerfi á húsnæðismarkaði varð til vegna lánsfjárskorts og þess að almenningur hafði takmarkað aðgengi að lánsfé. Í dag er fremur offramboð á lánsfé en hitt. Íbúðalánasjóður á ekkert erindi á almennan íbúðalánamarkað með lán til almennings. Hlutverk ríkisins á að vera, eins og víða annars staðar, að tryggja lágmarksmöguleika með því að aðstoða þá sem minnst hafa við kaup á húsnæði og einnig þá sem búa á svæðum þar sem bankar vilja ekki veð.
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira