Viðskipti erlent

Dow Jones í toppi - hagvöxtur undir væntingum

Kauphöllin í New York.
Kauphöllin í New York. MYNE/Reuters

Dow Jones vísitalan sló enn eitt metið í gær og hefur ekki verið hærri frá því fyrir árið 2001 þegar samdráttur varð í bandarísku efnahagslífi. Hagvaxtartölur sem kynntar voru í Bandaríkjunum í gær voru hins vegar töluvert lægri en gert var ráð fyrir, eða 1,3 prósent í stað tveggja.

Þetta er þó nokkur lækkun frá fyrra ársfjórðungi þegar var hagvöxtur 2,5 prósent. Helstu vísitölur lækkuðu við opnun markaða í gær, en hækkuðu síðan yfir daginn. Lækkunin hafði því ekki varanleg áhrif.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×