Ég, Davíð og Austurríki 14. september 2005 00:01 Þeir sem halda að það sé sældarlíf að eiga fullt af peningum sem maður ávaxtar vel með áhættusömum fjárfestingum ættu bara að fara í fötin mín eina viku eins og þá síðustu. Vikan hófst eins og venjuleg vika hjá mér þar sem ég sest við tölvuna þegar markaðirnir opna um tíuleytið með cappuchino úr ítölsku espressóvélinni minni. Þetta leit allt saman vel út. Markaðurinn á fleygiferð og framvirku samningarnir á móti erlendu lánunum bara að gefa vel af sér. Ég hugsaði með mér að Austurríki ætti fullt erindi á ferðalistann minn eftir að hafa gefið mér svona mikið með skuldabréfaútgáfunni. Vín er víst frábær borg, háborg tónlistarinnar. Því að eiga mikla peninga fylgir auðvitað að maður reynir að þroska með sér góðan smekk. Maður hefur því verið að reyna að þroska tónilstarsmekkinn með því að hlusta á Mozart og Beethoven og þessa kalla sem voru með annan fótinn í Austurríki af því að þangað fóru þeir bestu. Nema hvað, ríkið spilar út Símapeningunum, Davíð hættir og Seðlabankinn ákveður að fara að kaupa gjaldeyri og vinna þannig gegn uppbyggingarstarfi Austurríkis. Svo bætist við meiri verðbólga en búist var við og hlutabréfin lækka. Allur hagnaðurinn frá því vikuna á undan farinn. Maður er eðlilega ekkert kátur með þetta. Mér líst hins vegar vel á að fá Davíð í bankann. Ég hef talsverða vantrú á hagfræðingum og finnst betra að í stólnum sé maður sem er sjóaður í stjórnmálum og skilur að það er engin ástæða til að vera að hafa áhyggjur af einhverju sem mun hvort eð er ekki gerast fyrr en eftir langan tíma. Mér hlýnaði líka um hjartaræturnar þegar Samson keypti í Landsbankanum um leið og hann lækkaði. Þeir gerðu þetta líka í fyrra þegar bankinn lækkaði. Þá hikaði ég ekki við að taka stóra stöðu í bankanum eins og Sindri Sindra og sé ekki eftir því. Ég bætti aðeins við mig núna og bíð svo bara eftir því að Austurríki haldi áfram að styðja við þá viðleitni mína að skapa verðmæti. spákaupmaðurinn á horninu Spákaupmaðurinn Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Þeir sem halda að það sé sældarlíf að eiga fullt af peningum sem maður ávaxtar vel með áhættusömum fjárfestingum ættu bara að fara í fötin mín eina viku eins og þá síðustu. Vikan hófst eins og venjuleg vika hjá mér þar sem ég sest við tölvuna þegar markaðirnir opna um tíuleytið með cappuchino úr ítölsku espressóvélinni minni. Þetta leit allt saman vel út. Markaðurinn á fleygiferð og framvirku samningarnir á móti erlendu lánunum bara að gefa vel af sér. Ég hugsaði með mér að Austurríki ætti fullt erindi á ferðalistann minn eftir að hafa gefið mér svona mikið með skuldabréfaútgáfunni. Vín er víst frábær borg, háborg tónlistarinnar. Því að eiga mikla peninga fylgir auðvitað að maður reynir að þroska með sér góðan smekk. Maður hefur því verið að reyna að þroska tónilstarsmekkinn með því að hlusta á Mozart og Beethoven og þessa kalla sem voru með annan fótinn í Austurríki af því að þangað fóru þeir bestu. Nema hvað, ríkið spilar út Símapeningunum, Davíð hættir og Seðlabankinn ákveður að fara að kaupa gjaldeyri og vinna þannig gegn uppbyggingarstarfi Austurríkis. Svo bætist við meiri verðbólga en búist var við og hlutabréfin lækka. Allur hagnaðurinn frá því vikuna á undan farinn. Maður er eðlilega ekkert kátur með þetta. Mér líst hins vegar vel á að fá Davíð í bankann. Ég hef talsverða vantrú á hagfræðingum og finnst betra að í stólnum sé maður sem er sjóaður í stjórnmálum og skilur að það er engin ástæða til að vera að hafa áhyggjur af einhverju sem mun hvort eð er ekki gerast fyrr en eftir langan tíma. Mér hlýnaði líka um hjartaræturnar þegar Samson keypti í Landsbankanum um leið og hann lækkaði. Þeir gerðu þetta líka í fyrra þegar bankinn lækkaði. Þá hikaði ég ekki við að taka stóra stöðu í bankanum eins og Sindri Sindra og sé ekki eftir því. Ég bætti aðeins við mig núna og bíð svo bara eftir því að Austurríki haldi áfram að styðja við þá viðleitni mína að skapa verðmæti. spákaupmaðurinn á horninu
Spákaupmaðurinn Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira