Fleiri fréttir

Kaupendur styðja meirihlutann

Vísir að nýjum meirihluta kann að vera að myndast í hluthafahópi Íslandsbanka. Viðskipti hafa verið með hluti í bankanum fyrir á fjórtánda milljarð síðustu daga. Talið er að á bak við hópinn sem er að kaupa standi fyrirtæki og einstaklingar sem vildu eiga samstarf við næststærsta hluthafa bankans, Milestone, undir forystu Karls Wernerssonar.

Lækkandi olíuverð

Olíuverð hefur lækkað á ný eftir að hafa farið upp í sextíu dollara á fatið á heimsmarkaði. Sérfræðingar telja þó víst að þetta vari ekki lengi og að verðið fari upp í sextíu og fimm dollara þegar í næsta mánuði.

Óljóst hverjir seldu hlut sinn

Enn er óljóst hverjir seldu hluti í Íslandsbanka í gær og hvort viðskiptin breyta valdahlutföllum í stjórn bankans. Eins og við greindum frá í gær skiptu bréf upp á níu og hálfan milljarð um hendur í gær.

Nýtt Samkeppniseftirlit

Eitt brýnasta verkefni samkeppniseftirlitsins verður að auka gagnsæi í stjórnum og eignatengslum fyrirtækja að mati Páls Gunnars Pálssonar forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Það mun í auknum mæli stuðla að fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðum til að koma í veg fyrir samkeppnisbrot. Sjötíu mál eru nú til meðferðar hjá samkeppnisyfirvöldum.

Átök í Íslandsbanka

Baugur og Hannes Smárason stjórnarformaður Flugleiða keyptu í gær hluti fyrir níu komma fimm milljarða í Flugleiðum. Alls er um að ræða fimm komma þriggja prósenta hlut í bankanum.

Segja ríkið bera ábyrgðina

Stjórnendur Landsbankans telja bankann enga ábyrgð bera á hækkun lífeyrisskuldbindinga Lífeyrissjóðs bankamanna vegna launahækkana eftir einkavæðingu bankans. Eðlilegt sé að krafan um bakábyrgð beinist að ríkinu en ekki Landsbankanum.

Fá tíu milljóna eingreiðslu

Eigendur stofnfjár í Sparisjóði Hafnarfjarðar, sem hafa samþykkt að selja bréf sín að fengnu samþykki stjórnar, hafa fengið 10 milljón króna eingreiðslu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Talið er að um 30 stofnfjáreigendur hafi fallist á að selja bréf sín, þar á meðal nokkrir sem kusu ekki núverandi stjórn á síðasta aðalfundi.

Stefnir Landsbankanum og ríkinu

Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna hefur ákveðið að stefna Landsbanka Íslands, fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra vegna vaxandi skuldbindinga sjóðsins, en þær má að umtalsverðu leyti rekja til launaskriðs meðal bankamanna í kjölfar einkavæðingar ríkisbankanna. Stefna sjóðsins var afhent forsvarsmönnum Landsbankans á þriðjudag.

Töluverð viðskipti með bréf ÍSB

Töluverð viðskipti hafa verið með hlutabréf Íslandsbanka á Kauphöll Íslands í morgun. Alls skiptu hlutabréf að virði 9,5 milljarðar króna um hendur en hvorki er vitað hver keypti né hver seldi.

Búnaðarbanki ekki í ársreikningi

Eignarhlutar þýska bankans Hauck&Aufhäuser í Búnaðarbankanum er ekki getið í ársreikningi hans eins og gefið var í skyn í tilkynningu frá bankanum á mánudag sem var send fjölmiðlum á ensku og íslensku.

50 milljóna starfslokasamningur

Björn Ingi Sveinsson, sem var sagt upp störfum sem sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Hafnarfjarðar eftir hallarbyltingu í sjóðnum, kann að fá 50 milljónir króna í starfslokagreiðslur fyrir fjögurra mánuða starf.

Flutti viðskiptin úr SPH

Bæjarsjóður Hafnarfjarðar hefur flutt bankaviðskipti sín úr Sparisjóði Hafnarfjarðar yfir í Kaupþing banka og sparar með því u.þ.b. sextíu milljónir króna í þjónustugjöld á ári, að sögn Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra í viðtali við fréttastofuna í morgun.

Hefur ekki lagalegar heimildir

Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar telur að Fjármálaeftirlitið hafi ekki lagalegar heimildir til að beita stofnfjáreigendur dagsektum, gera leit hjá þeim eða leggja hald á gögn eins og Fjármálaeftirlitið gat um í bréfi sínu til stofnfjáreigenda fyrir helgi.

Sniðgangi tilmæli eftirlitsins

Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar telur að Fjármálaeftirlitið hafi ekki lagalegar heimildir til að krefja hvern einasta stofnfjáreiganda um upplýsingar um eign sína. Þá mælist sjóðsstjórnin óbeint til þess að þeir sniðgangi tilmæli Fjármálaeftirlitsins en feli sjóðsstjórninni að eiga samskipti við opinberar eftirlitsstofnanir.

Ört hækkandi verð á hráolíu

Tunnan af hráolíu fór yfir sextíu dollara í dag og því er spáð að verðið kunni að hækka hratt á næstunni. Sérfræðingar við alþjoða hagfræðistofnunina í Kiel í Þýskalandi segja verðið geta farið upp í hundrað dollara fljótlega.

Stóðum við skuldbindingar

Hlutabréf þýska bankans Hauck & Aufhäuser í Búnaðarbankanum og síðar KB banka voru færð í reikninga fyrirtækisins meðan þau voru í eigu hans segir í yfirlýsingum frá Peter Gatti, framkvæmdastjóra Hauck & Aufhäuser, sem hann sendi frá sér í gærkvöldi.

Fjármálaeftirlit í fullum rétti

Fjármálaeftirlitið segist í fullum rétti með að afla sér upplýsinga um væntanleg kaup í fjármálafyrirtækjum. Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar telur að eftirlitið hafi hugsanlega farið út fyrir valdsvið sitt með bréfi til stofnfjárfesta í sjóðnum.

Fjármálaeftirlitið hótar húsleit

Fjármálaeftirlitið telur að stofnfjáreigendur í Sparisjóði Hafnarfjarðar kunni að hafa brotið lög með því að mynda hóp með samstilltum aðgerðum. Eftirlitið hótar stofnfjáreigendum dagsektum og að leitað verði að gögnum, og á þau lagt hald, þyki þess þörf við upplýsingaöflun. 

Ekkert stofnfé hafi verið selt

Stjórnarformaður Sparisjóðs Hafnarfjarðar, Páll Pálsson, segir að enginn stofnfjáreigandi hafi selt hlut sinn. Í yfirlýsingu sem hann sendi í gærkvöldi, fyrir hönd stjórnar sparisjóðsins, kemur fram að viðskipti með bréf séu háð samþykki stjórnar og að engin beiðni hafi borist stjórninni frá stofnfjáraðilum um að framselja bréf sín.

Engir stofnfjárhlutir SPH seldir

Engir stofnfjárhlutir í Sparisjóði Hafnarfjarðar hafa verið seldir. Þetta fullyrða innanbúðarmenn hjá sjóðnum á sama tíma og Fjármálaeftirlitið sér ástæðu til að kanna hvort viðskipti með stofnfé hafi farið fram

KB banki ekki í stofnfjárkaupum

Kaupþing banki tengist ekki á nokkurn hátt uppkaupum á stofnfé í Sparisjóði Hafnarfjarðar, að sögn Hreiðars Más Sigurðssonar forstjóra bankans.

Spáir verðbólguhækkun upp á 1%

Greiningadeild Íslandsbanka spáir því að verðbólga hækki um heilt prósentustig í næsta mánuði, fari úr 2,8 prósentum í 3,8 prósent. Ástæðurnar eru einkum hærra eldsneytisverð, matvöruverð og húsnæðisverð.

Gengi krónu styrkist með látum

Gengi krónunnar styrktist með miklum látum undir lok dags á gjaldeyrismarkaði í dag, segir í hálffimm fréttum KB banka. Styrkingin nam 1,65 prósentum en gengið hafði lítið hreyfst fyrri hluta dags. Gengisvísitala krónunnar stendur nú í 110,41 stigi og er gengi dals um 65 krónur og evrunnar rúmar 78 krónur.

Stofnfé sé eign allra Hafnfirðinga

Þótt ekki sé verið að stela frá neinum, er þetta siðlaust og ætti ekki að líðast. Þetta segir Helgi í Góu, einn stofnfjáreigenda í Sparisjóði Hafnarfjarðar, um þá sem hafa selt hluti sína í sjóðnum. Hann segir stofnféð vera eign allra Hafnfirðinga.

Tilkynning frá Icelandic Group

Vegna umfjöllunar fjölmiðla að undanförnu um hluthafa í Icelandic Group hf. vill félagið koma því á framfæri að við samruna Icelandic Group og Sjóvíkur ehf., sem samþykktur var þann 30. maí sl., hafi Serafin Shipping Corp. eignast 5,96% hlut í Icelandic Group í skiptum fyrir hluti sína í Sjóvík.

Bankarán um glaðbjartan dag

Það er verið að fremja bankarán í Hafnarfirði um glaðbjartan dag. Þetta segir Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri, vegna tilboðs sem stofnfjáreigendur Sparisjóðs Hafnarfjarðar hafa fengið frá óþekktum aðila um að selja hvern hlut á tæpar fimmtíu milljónir króna. Engar upplýsingar berast frá nýrri stjórn sparisjóðsins um hvað sé að gerast.

Skylt að gefa upplýsingar

Staðfest var með tilkynningu til Kauphallar Íslands í gær að Serafin Shipping eignaðist tæp sex prósent í Icelandic Group við sameiningu SH og Sjóvíkur.

Deilurnar lagðar til hliðar

"Við erum ágætlega sáttir við þessa niðurstöðu. Menn töluðu í þá átt að vinna saman og halda áfram á uppbyggingarbraut," segir Valgeir Bjarnason, sem í gær var kosinn í stjórn Sparisjóðs Skagfirðinga á aðalfundi.

Mikil spurn eftir Actavisbréfum

Mikil eftirspurn var eftir bréfum sem í boði voru til kaups í forgangsréttarútboði Actavis Group sem lauk í gær.

Ekki nóg tengsl

Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, segir að niðurstaða Ríkisendurskoðunar um fjárlög 2004 veki upp spurningar um tengsl valds og ábyrgðar hjá forstöðumönnum ríkisstofnana.

Gengu úr stjórn Árvakurs

Haraldur Sveinsson, sem ýmist hefur verið stjórnarformaður eða framkvæmdastjóri Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, og jafnframt stór hluthafi, gekk úr stjórn félagsins á aðalfundi þess í gær. Það gerði Friðþjófur Johnson, fulltrúi hlutafjár Johnson ehf. í Árvakri, einnig.

Launavísitalan hækkaði um 0,6%

Launavísitalan í maí mældist tæplega 266 stig og er það hækkun um 0,6 prósent frá því í apríl. Síðastliðna tólf mánuði hefur hún hækkað um 6,6 prósent en ef litið er aðeins til sex mánaða hefur hún hækkað um 9,8 prósent.

Íbúðaverð hækkaði um 4%

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um tæp fjögur prósent í maí frá fyrri mánuði samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að íbúðamarkaðurinn einkennist því enn af mikilli eftirspurn og verðþrýstingi þótt dregið hafi úr hækkun íbúðaverðs frá fyrstu mánuðum ársins.

Yfirtaka á sparisjóði

Flókið að ráða yfir sparisjóð. Stofnun eignarhaldsfélaga gæti verið lausnin.

Stefnir í samkomulag

Aðalfundur Sparisjóðs Skagfirðinga, áður Sparisjóður Hólahrepps, verður haldinn klukkan hálftvö í dag. Miklar deilur hafa staðið milli tveggja stofnfjáreigendahópa sem buðu fram sitt hvorn listann á aðalfundi í nóvember síðastliðnum, en mögulegt er að sættir náist á fundinum í dag.

Eignarhald enn óljóst

"Ég eða félög mér tengd eigum ekkert í Serafin Shipping og höfum aldrei átt," segir Jón Kristjánsson, stjórnarformaður Icelandic Group, spurður um hver ætti félagið. Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, vísaði á Jón þegar hann var spurður í fyrradag hvort hann ætti eða hefði átt Serafin Shipping. 

Byggingarvísitala hækkar um 0,03%

Vísitala byggingarkostnaðar í þessum mánuði er 0,03 prósentum hærri en í síðsta mánuði samkvæmt Hagstofu Íslands. Þar kemur fram að vísitalan hefur síðustu tólf mánuði hækkað um 4,2 prósent.

Mosaic Fashions inn í Kauphöll

Mosaic Fashions varð í dag fyrsta breska félagið sem skráð er á aðallista Kauphallar Íslands. Útgefið hlutafé félagsins er tæpir þrír milljarðar króna að nafnverði. Forstjóri Kauphallarinnar segir þetta kannski ryðja brautina fyrir fleiri erlend félög.

Boðið í stofnfé í SPH

Einhverjir stofnfjáreigendur sem ekki studdu núverandi stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar hafa fengið tilboð í stofnfjárbréf sín. Talið er að núverandi stjórn sé að tryggja það að gamla stjórnin muni ekki ná völdum á ný.

Vill ekkert staðfesta um Europris

"Það getur vel verið að það verði eigendaskipti í Europris en ég ætla ekki að staðfesta neitt að svo stöddu," segir Matthías Sigurðsson, meirihlutaeigandi Europris-verslananna.

Olíuverð hækkar áfram

Olíuverð hefur hækkað um 36 prósent frá því í janúar, þar af um níu prósent síðastliðna viku. Í morgun fór verð á tunnu af hráolíu yfir 59 dollara og fátt bendir til að það lækki í bráð. Þær skýringar sem gefnar hafa verið á þessum gríðarlegu hækkunum eru meðal annars að framboð sé meira en eftirspurn og þá hefur ástandið í alþjóðamálum áhrif á markaðinn.

Ekki hætt við að reisa bensínstöð

Atlantsolía ætlar ekki að hætta við bensínstöð við Dalveg í Kópavogi þrátt fyrir að Skeljungur hafi breytt stöð sinni á lóð við hliðina í Orkustöð. Skeljungur hótaði Kópavogsbæ að skaðabóta yrði krafist fengi Atlantsolía lóðina.

VÍS lækkar vexti bílalána

Vátryggingafélag Íslands hefur frá og með deginum í dag lækkað vexti bílalána. Vextir verðtryggðra lána lækka úr 6,5 prósentum í 6 prósent og vextir óverðtryggðra lána lækka úr 10 prósentum í 9,5 prósent. Í fréttatilkynningu frá VÍS segir að vaxtalækkunin sé í samræmi við stefnu félagsins um að bjóða viðskiptavinum sínum upp á hagstæða fjármögnum bifreiða.

Verðmat Bakkavarar hækkar um 42%

Verðmat greiningardeildar Landsbankans á Bakkavör hefur hækkað um 42 prósent eftir yfirtöku á Geest í lok síðasta mánaðar. Miðað við gefnar forsendur fær greiningardeildin það út að verðmætið eftir yfirtökuna sé 83,4 milljarðar króna sem gefur verðmatsgengið 39,9 krónur á hlut. Síðasta verðmat fyrir yfirtökuna hljóðaði upp aftur upp á 28,3 kónur á hlut.

Avion Group kaupir RGH

Avion Group hefur fest kaup á The Really Great Holliday Company (RGH) sem á og rekur ferðaskrifstofurnar Travel City Direct, Transatlantic Vacations og Carshop. Travel City Direct er þekkt ferðafyrirtæki og býður einkum ferðalög frá Bretlandi til Florída. Eftir kaupin verða Really Great Holliday og systurfélag þess, Excel Airways, til samans áttunda stærsta félagið á Bretlandseyjum í afþreyingarferðum.

Sjá næstu 50 fréttir