Fleiri fréttir Bogi kaupir Sindra-Stál Stjórn Sindra-Stál hf. hefur samþykkt kauptilboð Boga Þórs Siguroddssonar í allt hlutafé félagsins. Kauptilboðið er gert með fyrirvara um áreiðanleikakönnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Boga í dag. 16.6.2005 00:01 Rússneska mafían fjármagni útrás? Er það rússneska mafían sem fjármagnar útrás íslenskra kaupahéðna? Því er velt upp í hinu virta, breska dagblaði <em>Guardian</em> í dag. Árangur sumra Íslendinga í samkeppni við mafíuna þykir undraverður. 16.6.2005 00:01 Kaupi hlut í Marks og Spencer Hópur íslenskra fjárfesta er við það að tryggja sér ríflega þriggja prósenta hlut í verslanakeðjunni Marks og Spencer fyrir rúma tuttugu milljarða króna. Þetta kemur fram í breska blaðinu <em>Guardian</em> í morgun. Þar segir að kaupin verði væntanlega tilkynnt á allra næstu dögum en þreifingar hafi staðið yfir í um það bil tíu daga. Ekki er vitað hverjir kaupendurnir eru, en Baugur, Kaupþing og Landsbankinn eru öll nefnd á nafn í grein <em>Guardian</em>. 15.6.2005 00:01 Gengi bréfa M&S rýkur upp Gengi bréfa í Marks og Spencer hefur rokið upp eftir að fréttist að íslenskir fjárfestar væru að kaupa þriggja prósenta hlut í fyrirtækinu. 15.6.2005 00:01 Staða bankanna sé traust Seðlabankastjóri gefur ekki mikið fyrir niðurstöður norsks prófessors um að íslenska bankakerfið geti hrunið eins og spilaborg. Prófessorinn kannaði stöðu íslenskra banka fyrir norska fjármálaeftirlitið. 15.6.2005 00:01 Semja við SR-mjöl og Fóðurblönduna Eimskip hefur samið við SR-mjöl og Fóðurblönduna um að annast heildarflutninga á mjöli til og frá landinu og mun félagið festa kaup á nýju skipi í þessu skyni. Eimskip mun flytja 80 þúsund tonn af fiskimjöli árlega fyrir SR-mjöl til áfangastaða í Norður-Evrópu en hins vegar um 60 þúsund tonn árlega af fóðurmjöli til landsins fyrir Fóðurblönduna. 14.6.2005 00:01 Spenna á vinnumarkaði Spenna virðist hafa myndast á vinnumarkaði og Íslandsbanki segir launaskrið líklegt að sama skapi á næstu misserum. Skráð atvinnuleysi er 2,2% samkvæmt nýjum tölum frá Vinnumálastofnun. Á sama tíma í fyrra var það 3,3%. 14.6.2005 00:01 Töldu Straum tilbúinn að selja Karl Wernersson boðaði samherja sína í bankaráði Íslandsbanka á fund í byrjun júní til að greina þeim frá áformum um að mynda kjölfestu í bankanum í samstarfi við Jón Ásgeir Jóhannesson og hugsanlega fleiri aðila. 14.6.2005 00:01 Föroya Sparikassi í Kauphöllina Föroya Sparikassi, stærsta fjármálafyrirtæki Færeyja, er orðið aðili að Kauphöll Íslands, þriðja erlenda fyrirtækið sem það verður. Heildareignir Föroya Sparikassa eru tæpar níu hundruð milljónir evra og með aðild að Kauphöll Íslands er verið að renna styrkari stoðum undir verðbréfahluta starfseminnar. 13.6.2005 00:01 Mesta aukning einkaneyslu í 5 ár Einkaneysla jókst um tæp 9,5 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og þarf að leita fimm ár aftur í tímann til að finna sambærilega aukningu. Mest jukust kaup á innfluttum vörum og þjónustu. 13.6.2005 00:01 Minnsti hagvöxtur í langan tíma Hagvöxtur var 2,9 prósent á fyrsta ársfjórðungi ársins og er það minnsti hagvöxtur sem mælst hefur á einum ársfjórðungi frá samdráttarárinu 2002. Hagvöxturinn er lítill miðað við það sem spáð hefur verið fyrir árið í heild. Seðlabankinn spáir til að mynda 6,6 prósenta hagvexti en fjármálaráðuneytið 5,5. 13.6.2005 00:01 Einhleypir karlar í fjárhagsvanda Vaxandi hópur einhleypra karla á í fjárhagsvandræðum, en einhleypum konum sem eiga í slíkum erfiðleikum hefur hins vegar fækkað undanfarið ár. 12.6.2005 00:01 Reyndu að kaupa ráðandi hlut Eignarhaldsfélag í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnarformanns Baugs Group, Karls Wernerssonar, stjórnarmanns í Íslandsbanka, og Hannesar Smárasonar, stjórnarformanns FL Group, reyndi að kaupa ráðandi hlut í Íslandsbanka, samtals 33,76 prósent. Það voru feðginin Jón Helgi Guðmundsson og Steinunn Jónsdóttir sem komu í veg fyrir kaupin með því að selja hlut Steinunnar til Burðaráss að því er <em>Morgunblaðið</em> greinir frá í dag. 11.6.2005 00:01 Átökin halda áfram Ólga er í eigendahópi Íslandsbanka eftir sölu Steinunnar Jónsdóttur á fjögurra prósenta hlut til Burðaráss. Bauð hún Burðarási að kaupa hlutinn eftir að hún frétti hverjir væri í hópi þeirra sem hygðust kaupa hlut hennar í bankanum. 11.6.2005 00:01 Vísitala neysluverðs hækkar Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,71 prósent frá fyrra mánuði og er 242,4 stig í júní samkvæmt tölum Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 228,2 stig en hækkaði um 0,35 prósent frá því í maí. Eigið húsnæði í vísitölunni hækkaði um 2,4 prósent, þar af voru áhrif af hækkun markaðsverðs á húsnæði 0,49 prósent en á móti vógu áhrif af lækkun meðalvaxta um 0,11 prósent. 10.6.2005 00:01 8,3 milljónir milljónamæringa Fleiri milljónamæringar verða til í Norður-Ameríku og í Asíu en í Evrópu. Þetta kemur fram í skýrslu sem ráðgjafafyrirtækin Merryll Lynch og Capgemini hafa gefið út. Talið er að í heiminum séu nú um 8,3 milljónir manna sem eiga meira en eina milljón bandaríkjadala, að heimili sínu frátöldu, eða sem nemur um 65 milljónum íslenskra króna. 10.6.2005 00:01 Samið um sölu Pennans Eymundsson Samkomulag hefur náðst um sölu Pennans Eymundsson. Samkvæmt öruggum heimildum fréttastofu Bylgjunnar fara Þórður Kolbeinsson og Kristinn Vilbergsson fyrir hópi fjárfesta sem stendur að kaupunum. Ákveðið hefur verið að Kristinn verði forstjóri Pennans eftir kaupin. 10.6.2005 00:01 KB banki hækkar vexti KB banki hækkar vexti óverðtryggðra inn- og útlána um allt að hálfu prósentustigi frá og með 11. júní. Vaxtabreytingin kemur í kjölfar tilkynningar um hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum. 10.6.2005 00:01 Sameining kemur ekki til greina Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslandsbanka, telur sína blokk í bankanum enn hafa meirihluta, þrátt fyrir að Burðarás sé orðinn þriðji stærsti hluthafinn í bankanum eftir stórviðskipti í gær. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir valdasamþjöppun í bankageiranum slæm tíðindi og telur ekki koma til greina að Landsbanki og Íslandsbanki sameinist. 9.6.2005 00:01 Öfugum megin fram úr Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, gefur lítið fyrir gagnrýni Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra og segir hana hafa farið öfugum megin fram úr rúminu í morgun. Hann bendir á að Landsbankinn sé hlutafélag og njóti mikils trausts meðal viðskiptamanna sinna. 9.6.2005 00:01 Breytingar á úrvalsvísitölunni Kauphöllin kynnir á morgun nýja samsetningu úrvalsvísitölunnar fyrir seinni hluta ársins. Hún tekur svo gildi 1. júlí næstkomandi. Greiningardeild Íslandsbanka gerir ráð fyrir því að SÍF og Jarðboranir komi inn í úrvalsvísitöluna að þessu sinni í stað Flögu og Samherja. 9.6.2005 00:01 Rannsakar hæfi Halldórs Ríkisendurskoðandi er að kanna hvort Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hafi verið vanhæfur til að taka ákvarðanir um sölu ríkisbankanna vegna eigna- og venslatengsla við þau félög sem keyptu Búnaðarbankann. Frá þessu er greint á ruv.is. 9.6.2005 00:01 Greiðslukortavelta jókst um 19% Innlend greiðslukortavelta jókst um 19% á tímabilinu janúar til apríl miðað við sama tíma í fyrra. Í Vegvísi Landsbankans segir að þetta sé óvenjumikil aukning. Á tímabilinu nam velta kredit- og debetkorta rúmum 114 milljörðum króna. 9.6.2005 00:01 Sameining ólíkleg í ljósi laganna Samkeppnisyfirvöld geta lagt bann við því að keppinautar á markaði eigi menn í stjórnum þeirra fyrirtækja sem þeir eiga í samkeppni við. Ekki er líklegt í ljósi samkeppnislaga að Landsbankinn sameinist Íslandsbanka. 9.6.2005 00:01 Íslensk sérleyfi seld til útlanda Íslensk fyrirtæki í útrás nýta sér í auknum mæli sérleyfi sem þau selja í útlöndum. Sérleyfi, eða svokallað „franchise“, hefur verið nokkuð áberandi á Íslandi undanfarin ár, þ.e.a.s. að íslensk fyrirtæki stofni fyrirtæki hér á landi á erlendu sérleyfi sem þau hafa keypt en nú virðist sem verið sé að snúa fyrirkomulaginu við. 8.6.2005 00:01 Burðarás keypti 4,11% af Steinunni Burðarás keypti í dag 4,11% hlut Steinunnar Jónsdóttur í Íslandsbanka. Nafnvirði hlutanna var tæpar 540 milljónir króna en keypt var á genginu 13,6. Söluverðið er því tæpir 7,4 milljarðar króna. Kaupin breyta valdahlutföllum innan bankans verulega. 8.6.2005 00:01 Dollarinn styrkst um 10% Bandaríkjadollar hefur styrkst um 10% gagnvart evru á árinu en styrkingin er meðal annars rakin til þess að hagvöxtur í Bandaríkjunum hefur verið töluvert meiri en vöxturinn á evrusvæðinu. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans. 8.6.2005 00:01 Íslandsbanki: Vill ekkert tjá sig Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslandsbanka, vildi ekkert tjá sig um kaup Burðaráss á hlut Steinunnar Jónsdóttur í bankanum þegar fréttastofan náði sambandi við hann á sjöunda tímanum í kvöld en hann er á ráðstefnu í Álasundi á vegum bankans með Bjarna Ármannssyni, forstjóra Íslandsbanka. 8.6.2005 00:01 Steinunn seldi Burðarási Breytingar í hluthafahópi Íslandsbanka þegar Steinunn Jónsdóttir seldi Burðarási fjögurra prósenta hlut í bankanum. 8.6.2005 00:01 Þriðja mesta verðbólga innan OECD Ísland er með þriðju mestu verðbólguna af OECD-ríkjunum. Orkuverð hefur hækkað verulega hér á landi samkvæmt athugun OECD. 7.6.2005 00:01 Sterling breyti ferðamynstri Dana Flugfélagið Sterling, sem er að meirihluta í eigu Íslendinga, á eftir að gjörbreyta ferðamynstri Dana, að mati stærstu ferðamiðlunar Danmerkur. Sölustjóri Star Tour spáir því að Danir muni í þúsundavís ferðast til Bandaríkjanna í stað þess að halda austur á bóginn næsta vor þegar Sterling býður upp á lággjaldaflug til Bandaríkjanna. 6.6.2005 00:01 Ekki inn á Bandaríkjamarkað í vor Skandinavíska flugfélagið Sterling, sem er í eigu þeirra Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, er ekki á leið inn á Bandaríkjamarkað í vor eins og kemur fram í dönskum fjölmiðlum í dag. Þá er félagið ekki að ráða til sín 400 manns eins og jafnframt hefur komið fram í fjölmiðlum þar í landi. 6.6.2005 00:01 Endurfjármögnun SÍF lokið Um fimmtíu prósenta umframeftirspurn var eftir lánum við endurfjármögnun SÍF sem nú er formlega lokið, en umsjónarbankarnir KB banki og Bank of Scotland seldu hluta láns félagsins til sjö banka og fjögurra fjárfestingasjóða. Fram kemur í tilkynningu frá SÍF að 13 bankar og fjárfestingarsjóðir standi nú að sambankaláni SÍF og er heildarlánsfjárhæðin nú 262,4 milljónir evra en upphafleg lánsfjárhæð var 290 milljónir evra. 6.6.2005 00:01 Afnemur skilyrði vegna íbúðalána Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hefur fyrst bankastofnana ákveðið að afnema skilyrði um önnur bankaviðskipti á 4,15 prósenta íbúðalánum. Segir í fréttatilkynningu að þessi lán séu nú öllum opin hjá SPRON sama hvar lántakandi sé í bankaviðskiptum og gildi það einnig fyrir þá sem þegar hafi tekið 4,15 prósenta íbúðalán hjá SPRON. 6.6.2005 00:01 Beðið eftir ákvörðun Steinunnar Enn er þess beðið með eftirvæntingu hvort Steinunn Jónsdóttir, dóttir Jóns Helga Guðmundssonar sem kenndur er við Byko, selji fjögurra prósenta hlut sinn í bankanum og þá hverjum. Hlutur Steinunnar getur orðið til þess að nýr meirihluti myndist í bankanum. 6.6.2005 00:01 Undrast ekki vantrú á markmiðum Forstöðumaður Íslandsbanka er ekki hissa á að almenningur hafi litla trú á að markmið Seðlabanka Íslands um að halda verðbólgunni í 2,5 prósentum haldist en fólk býst við að verðbólgan verði um 4 prósent næstu tólf mánuði. 6.6.2005 00:01 Shoe Studio Group í Kauphöllina Don McCarthy, forstjóri Shoe Studio Group, hefur áhuga á því að skrá félagið í Kauphöll Íslands næsta haust en þetta kom fram hjá Sunday Express. Shoe Studio rekur meðal annars tískuverslunarkeðjurnar Principles and Warehouse auk þess að reka skóverslanir. 5.6.2005 00:01 Hallinn 12% af landsframleiðslu Viðskiptahallinn í ár mun ná því að verða 12% af landsframleiðslu samkvæmt spá greiningardeildar Íslandsbanka en í gær birti Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuðinn á síðasta ári og reyndist hann vera neikvæður um þrjátíu og einn milljarð króna samanborið við þrettán milljarða árið áður. 4.6.2005 00:01 Töluverðar líkur á valdaskiptum Töluverðar líkur er á að nýr meirihluti komist til valda í Íslandsbanka verði af fyrirhugaðri sölu Steinunnar Jónsdóttur á ríflega fjögurra prósenta hlut sínum í bankanum til hóps fjárfesta sem telst vinveittur hinum svokallaða Straumsarmi í bankanum. 4.6.2005 00:01 Kaupþing skoðar SkandiaBanken Kaupþing hefur á áhuga á að kaupa sænska netbankann SkandiaBanken, dótturfyrirtæki Skandia-fyrirtækisins. Frá þessu greinir í sænskum fjölmiðlum í dag. Aðspurður segir Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri peninga ekki vera vandamál hvað hugsanleg kaup varðar. 4.6.2005 00:01 Bankamenn óttast um störf sín Bankamenn hafa áhyggjur af starfsöryggi sínu ef Straumur nær yfirráðum í Íslandsbanka og ítök Landsbankans aukast. Viðskiptafræðingur við Háskóla Íslands segir Landsbankann reyna að ná yfirráðum í bankanum í gegnum Straum. 4.6.2005 00:01 Stýrivextir hækkaðir um 0,5% Seðlabankinn hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,5% frá og með 7. júní nk. eða í 9,5%. Seðlabankinn hefur þá hækkað stýrivexti sína um 4,2% síðan í maí 2004. 3.6.2005 00:01 Valdahlutföll að breytast? Steinunn Jónsdóttir, stjórnarmaður í Íslandsbanka, hefur samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu ákveðið að selja ríflega fjögurra prósenta hlut í bankanum. Líklegt er að það verði til hóps fjárfesta sem telst vinveittur Straumi og er samkomulag um þetta í burðarliðnum. Með því virðist sem valdahlutföll í bankanum muni breytast verulega. 3.6.2005 00:01 Lykilstjórnendur fá lán Íslandsbanki lánar lykilstjórnendum bankans rúma þrjá milljarða til að auka við hlut sinn í bankanum. Kaupverðið hefur enn ekki verið innt af hendi en bréfin hafa hækkað um fimmtíu milljónir frá því á mánudag þegar kaupin voru innsigluð. 3.6.2005 00:01 Trúnaðarmál segir Bjarni Það er trúnaðarmál hvernig stjórnendur Íslandsbanka fjármagna viðskipti sín með bréf í bankanum, segir forstjóri bankans. Bjarni Ármannsson segir að stjórnendum beri engin skylda til að upplýsa um fjármögnun viðskiptanna, hvorki nú né síðar, þar sem bankinn reiði ekki fram neina tryggingarvernd. 3.6.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Bogi kaupir Sindra-Stál Stjórn Sindra-Stál hf. hefur samþykkt kauptilboð Boga Þórs Siguroddssonar í allt hlutafé félagsins. Kauptilboðið er gert með fyrirvara um áreiðanleikakönnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Boga í dag. 16.6.2005 00:01
Rússneska mafían fjármagni útrás? Er það rússneska mafían sem fjármagnar útrás íslenskra kaupahéðna? Því er velt upp í hinu virta, breska dagblaði <em>Guardian</em> í dag. Árangur sumra Íslendinga í samkeppni við mafíuna þykir undraverður. 16.6.2005 00:01
Kaupi hlut í Marks og Spencer Hópur íslenskra fjárfesta er við það að tryggja sér ríflega þriggja prósenta hlut í verslanakeðjunni Marks og Spencer fyrir rúma tuttugu milljarða króna. Þetta kemur fram í breska blaðinu <em>Guardian</em> í morgun. Þar segir að kaupin verði væntanlega tilkynnt á allra næstu dögum en þreifingar hafi staðið yfir í um það bil tíu daga. Ekki er vitað hverjir kaupendurnir eru, en Baugur, Kaupþing og Landsbankinn eru öll nefnd á nafn í grein <em>Guardian</em>. 15.6.2005 00:01
Gengi bréfa M&S rýkur upp Gengi bréfa í Marks og Spencer hefur rokið upp eftir að fréttist að íslenskir fjárfestar væru að kaupa þriggja prósenta hlut í fyrirtækinu. 15.6.2005 00:01
Staða bankanna sé traust Seðlabankastjóri gefur ekki mikið fyrir niðurstöður norsks prófessors um að íslenska bankakerfið geti hrunið eins og spilaborg. Prófessorinn kannaði stöðu íslenskra banka fyrir norska fjármálaeftirlitið. 15.6.2005 00:01
Semja við SR-mjöl og Fóðurblönduna Eimskip hefur samið við SR-mjöl og Fóðurblönduna um að annast heildarflutninga á mjöli til og frá landinu og mun félagið festa kaup á nýju skipi í þessu skyni. Eimskip mun flytja 80 þúsund tonn af fiskimjöli árlega fyrir SR-mjöl til áfangastaða í Norður-Evrópu en hins vegar um 60 þúsund tonn árlega af fóðurmjöli til landsins fyrir Fóðurblönduna. 14.6.2005 00:01
Spenna á vinnumarkaði Spenna virðist hafa myndast á vinnumarkaði og Íslandsbanki segir launaskrið líklegt að sama skapi á næstu misserum. Skráð atvinnuleysi er 2,2% samkvæmt nýjum tölum frá Vinnumálastofnun. Á sama tíma í fyrra var það 3,3%. 14.6.2005 00:01
Töldu Straum tilbúinn að selja Karl Wernersson boðaði samherja sína í bankaráði Íslandsbanka á fund í byrjun júní til að greina þeim frá áformum um að mynda kjölfestu í bankanum í samstarfi við Jón Ásgeir Jóhannesson og hugsanlega fleiri aðila. 14.6.2005 00:01
Föroya Sparikassi í Kauphöllina Föroya Sparikassi, stærsta fjármálafyrirtæki Færeyja, er orðið aðili að Kauphöll Íslands, þriðja erlenda fyrirtækið sem það verður. Heildareignir Föroya Sparikassa eru tæpar níu hundruð milljónir evra og með aðild að Kauphöll Íslands er verið að renna styrkari stoðum undir verðbréfahluta starfseminnar. 13.6.2005 00:01
Mesta aukning einkaneyslu í 5 ár Einkaneysla jókst um tæp 9,5 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og þarf að leita fimm ár aftur í tímann til að finna sambærilega aukningu. Mest jukust kaup á innfluttum vörum og þjónustu. 13.6.2005 00:01
Minnsti hagvöxtur í langan tíma Hagvöxtur var 2,9 prósent á fyrsta ársfjórðungi ársins og er það minnsti hagvöxtur sem mælst hefur á einum ársfjórðungi frá samdráttarárinu 2002. Hagvöxturinn er lítill miðað við það sem spáð hefur verið fyrir árið í heild. Seðlabankinn spáir til að mynda 6,6 prósenta hagvexti en fjármálaráðuneytið 5,5. 13.6.2005 00:01
Einhleypir karlar í fjárhagsvanda Vaxandi hópur einhleypra karla á í fjárhagsvandræðum, en einhleypum konum sem eiga í slíkum erfiðleikum hefur hins vegar fækkað undanfarið ár. 12.6.2005 00:01
Reyndu að kaupa ráðandi hlut Eignarhaldsfélag í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnarformanns Baugs Group, Karls Wernerssonar, stjórnarmanns í Íslandsbanka, og Hannesar Smárasonar, stjórnarformanns FL Group, reyndi að kaupa ráðandi hlut í Íslandsbanka, samtals 33,76 prósent. Það voru feðginin Jón Helgi Guðmundsson og Steinunn Jónsdóttir sem komu í veg fyrir kaupin með því að selja hlut Steinunnar til Burðaráss að því er <em>Morgunblaðið</em> greinir frá í dag. 11.6.2005 00:01
Átökin halda áfram Ólga er í eigendahópi Íslandsbanka eftir sölu Steinunnar Jónsdóttur á fjögurra prósenta hlut til Burðaráss. Bauð hún Burðarási að kaupa hlutinn eftir að hún frétti hverjir væri í hópi þeirra sem hygðust kaupa hlut hennar í bankanum. 11.6.2005 00:01
Vísitala neysluverðs hækkar Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,71 prósent frá fyrra mánuði og er 242,4 stig í júní samkvæmt tölum Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 228,2 stig en hækkaði um 0,35 prósent frá því í maí. Eigið húsnæði í vísitölunni hækkaði um 2,4 prósent, þar af voru áhrif af hækkun markaðsverðs á húsnæði 0,49 prósent en á móti vógu áhrif af lækkun meðalvaxta um 0,11 prósent. 10.6.2005 00:01
8,3 milljónir milljónamæringa Fleiri milljónamæringar verða til í Norður-Ameríku og í Asíu en í Evrópu. Þetta kemur fram í skýrslu sem ráðgjafafyrirtækin Merryll Lynch og Capgemini hafa gefið út. Talið er að í heiminum séu nú um 8,3 milljónir manna sem eiga meira en eina milljón bandaríkjadala, að heimili sínu frátöldu, eða sem nemur um 65 milljónum íslenskra króna. 10.6.2005 00:01
Samið um sölu Pennans Eymundsson Samkomulag hefur náðst um sölu Pennans Eymundsson. Samkvæmt öruggum heimildum fréttastofu Bylgjunnar fara Þórður Kolbeinsson og Kristinn Vilbergsson fyrir hópi fjárfesta sem stendur að kaupunum. Ákveðið hefur verið að Kristinn verði forstjóri Pennans eftir kaupin. 10.6.2005 00:01
KB banki hækkar vexti KB banki hækkar vexti óverðtryggðra inn- og útlána um allt að hálfu prósentustigi frá og með 11. júní. Vaxtabreytingin kemur í kjölfar tilkynningar um hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum. 10.6.2005 00:01
Sameining kemur ekki til greina Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslandsbanka, telur sína blokk í bankanum enn hafa meirihluta, þrátt fyrir að Burðarás sé orðinn þriðji stærsti hluthafinn í bankanum eftir stórviðskipti í gær. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir valdasamþjöppun í bankageiranum slæm tíðindi og telur ekki koma til greina að Landsbanki og Íslandsbanki sameinist. 9.6.2005 00:01
Öfugum megin fram úr Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, gefur lítið fyrir gagnrýni Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra og segir hana hafa farið öfugum megin fram úr rúminu í morgun. Hann bendir á að Landsbankinn sé hlutafélag og njóti mikils trausts meðal viðskiptamanna sinna. 9.6.2005 00:01
Breytingar á úrvalsvísitölunni Kauphöllin kynnir á morgun nýja samsetningu úrvalsvísitölunnar fyrir seinni hluta ársins. Hún tekur svo gildi 1. júlí næstkomandi. Greiningardeild Íslandsbanka gerir ráð fyrir því að SÍF og Jarðboranir komi inn í úrvalsvísitöluna að þessu sinni í stað Flögu og Samherja. 9.6.2005 00:01
Rannsakar hæfi Halldórs Ríkisendurskoðandi er að kanna hvort Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hafi verið vanhæfur til að taka ákvarðanir um sölu ríkisbankanna vegna eigna- og venslatengsla við þau félög sem keyptu Búnaðarbankann. Frá þessu er greint á ruv.is. 9.6.2005 00:01
Greiðslukortavelta jókst um 19% Innlend greiðslukortavelta jókst um 19% á tímabilinu janúar til apríl miðað við sama tíma í fyrra. Í Vegvísi Landsbankans segir að þetta sé óvenjumikil aukning. Á tímabilinu nam velta kredit- og debetkorta rúmum 114 milljörðum króna. 9.6.2005 00:01
Sameining ólíkleg í ljósi laganna Samkeppnisyfirvöld geta lagt bann við því að keppinautar á markaði eigi menn í stjórnum þeirra fyrirtækja sem þeir eiga í samkeppni við. Ekki er líklegt í ljósi samkeppnislaga að Landsbankinn sameinist Íslandsbanka. 9.6.2005 00:01
Íslensk sérleyfi seld til útlanda Íslensk fyrirtæki í útrás nýta sér í auknum mæli sérleyfi sem þau selja í útlöndum. Sérleyfi, eða svokallað „franchise“, hefur verið nokkuð áberandi á Íslandi undanfarin ár, þ.e.a.s. að íslensk fyrirtæki stofni fyrirtæki hér á landi á erlendu sérleyfi sem þau hafa keypt en nú virðist sem verið sé að snúa fyrirkomulaginu við. 8.6.2005 00:01
Burðarás keypti 4,11% af Steinunni Burðarás keypti í dag 4,11% hlut Steinunnar Jónsdóttur í Íslandsbanka. Nafnvirði hlutanna var tæpar 540 milljónir króna en keypt var á genginu 13,6. Söluverðið er því tæpir 7,4 milljarðar króna. Kaupin breyta valdahlutföllum innan bankans verulega. 8.6.2005 00:01
Dollarinn styrkst um 10% Bandaríkjadollar hefur styrkst um 10% gagnvart evru á árinu en styrkingin er meðal annars rakin til þess að hagvöxtur í Bandaríkjunum hefur verið töluvert meiri en vöxturinn á evrusvæðinu. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans. 8.6.2005 00:01
Íslandsbanki: Vill ekkert tjá sig Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslandsbanka, vildi ekkert tjá sig um kaup Burðaráss á hlut Steinunnar Jónsdóttur í bankanum þegar fréttastofan náði sambandi við hann á sjöunda tímanum í kvöld en hann er á ráðstefnu í Álasundi á vegum bankans með Bjarna Ármannssyni, forstjóra Íslandsbanka. 8.6.2005 00:01
Steinunn seldi Burðarási Breytingar í hluthafahópi Íslandsbanka þegar Steinunn Jónsdóttir seldi Burðarási fjögurra prósenta hlut í bankanum. 8.6.2005 00:01
Þriðja mesta verðbólga innan OECD Ísland er með þriðju mestu verðbólguna af OECD-ríkjunum. Orkuverð hefur hækkað verulega hér á landi samkvæmt athugun OECD. 7.6.2005 00:01
Sterling breyti ferðamynstri Dana Flugfélagið Sterling, sem er að meirihluta í eigu Íslendinga, á eftir að gjörbreyta ferðamynstri Dana, að mati stærstu ferðamiðlunar Danmerkur. Sölustjóri Star Tour spáir því að Danir muni í þúsundavís ferðast til Bandaríkjanna í stað þess að halda austur á bóginn næsta vor þegar Sterling býður upp á lággjaldaflug til Bandaríkjanna. 6.6.2005 00:01
Ekki inn á Bandaríkjamarkað í vor Skandinavíska flugfélagið Sterling, sem er í eigu þeirra Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, er ekki á leið inn á Bandaríkjamarkað í vor eins og kemur fram í dönskum fjölmiðlum í dag. Þá er félagið ekki að ráða til sín 400 manns eins og jafnframt hefur komið fram í fjölmiðlum þar í landi. 6.6.2005 00:01
Endurfjármögnun SÍF lokið Um fimmtíu prósenta umframeftirspurn var eftir lánum við endurfjármögnun SÍF sem nú er formlega lokið, en umsjónarbankarnir KB banki og Bank of Scotland seldu hluta láns félagsins til sjö banka og fjögurra fjárfestingasjóða. Fram kemur í tilkynningu frá SÍF að 13 bankar og fjárfestingarsjóðir standi nú að sambankaláni SÍF og er heildarlánsfjárhæðin nú 262,4 milljónir evra en upphafleg lánsfjárhæð var 290 milljónir evra. 6.6.2005 00:01
Afnemur skilyrði vegna íbúðalána Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hefur fyrst bankastofnana ákveðið að afnema skilyrði um önnur bankaviðskipti á 4,15 prósenta íbúðalánum. Segir í fréttatilkynningu að þessi lán séu nú öllum opin hjá SPRON sama hvar lántakandi sé í bankaviðskiptum og gildi það einnig fyrir þá sem þegar hafi tekið 4,15 prósenta íbúðalán hjá SPRON. 6.6.2005 00:01
Beðið eftir ákvörðun Steinunnar Enn er þess beðið með eftirvæntingu hvort Steinunn Jónsdóttir, dóttir Jóns Helga Guðmundssonar sem kenndur er við Byko, selji fjögurra prósenta hlut sinn í bankanum og þá hverjum. Hlutur Steinunnar getur orðið til þess að nýr meirihluti myndist í bankanum. 6.6.2005 00:01
Undrast ekki vantrú á markmiðum Forstöðumaður Íslandsbanka er ekki hissa á að almenningur hafi litla trú á að markmið Seðlabanka Íslands um að halda verðbólgunni í 2,5 prósentum haldist en fólk býst við að verðbólgan verði um 4 prósent næstu tólf mánuði. 6.6.2005 00:01
Shoe Studio Group í Kauphöllina Don McCarthy, forstjóri Shoe Studio Group, hefur áhuga á því að skrá félagið í Kauphöll Íslands næsta haust en þetta kom fram hjá Sunday Express. Shoe Studio rekur meðal annars tískuverslunarkeðjurnar Principles and Warehouse auk þess að reka skóverslanir. 5.6.2005 00:01
Hallinn 12% af landsframleiðslu Viðskiptahallinn í ár mun ná því að verða 12% af landsframleiðslu samkvæmt spá greiningardeildar Íslandsbanka en í gær birti Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuðinn á síðasta ári og reyndist hann vera neikvæður um þrjátíu og einn milljarð króna samanborið við þrettán milljarða árið áður. 4.6.2005 00:01
Töluverðar líkur á valdaskiptum Töluverðar líkur er á að nýr meirihluti komist til valda í Íslandsbanka verði af fyrirhugaðri sölu Steinunnar Jónsdóttur á ríflega fjögurra prósenta hlut sínum í bankanum til hóps fjárfesta sem telst vinveittur hinum svokallaða Straumsarmi í bankanum. 4.6.2005 00:01
Kaupþing skoðar SkandiaBanken Kaupþing hefur á áhuga á að kaupa sænska netbankann SkandiaBanken, dótturfyrirtæki Skandia-fyrirtækisins. Frá þessu greinir í sænskum fjölmiðlum í dag. Aðspurður segir Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri peninga ekki vera vandamál hvað hugsanleg kaup varðar. 4.6.2005 00:01
Bankamenn óttast um störf sín Bankamenn hafa áhyggjur af starfsöryggi sínu ef Straumur nær yfirráðum í Íslandsbanka og ítök Landsbankans aukast. Viðskiptafræðingur við Háskóla Íslands segir Landsbankann reyna að ná yfirráðum í bankanum í gegnum Straum. 4.6.2005 00:01
Stýrivextir hækkaðir um 0,5% Seðlabankinn hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,5% frá og með 7. júní nk. eða í 9,5%. Seðlabankinn hefur þá hækkað stýrivexti sína um 4,2% síðan í maí 2004. 3.6.2005 00:01
Valdahlutföll að breytast? Steinunn Jónsdóttir, stjórnarmaður í Íslandsbanka, hefur samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu ákveðið að selja ríflega fjögurra prósenta hlut í bankanum. Líklegt er að það verði til hóps fjárfesta sem telst vinveittur Straumi og er samkomulag um þetta í burðarliðnum. Með því virðist sem valdahlutföll í bankanum muni breytast verulega. 3.6.2005 00:01
Lykilstjórnendur fá lán Íslandsbanki lánar lykilstjórnendum bankans rúma þrjá milljarða til að auka við hlut sinn í bankanum. Kaupverðið hefur enn ekki verið innt af hendi en bréfin hafa hækkað um fimmtíu milljónir frá því á mánudag þegar kaupin voru innsigluð. 3.6.2005 00:01
Trúnaðarmál segir Bjarni Það er trúnaðarmál hvernig stjórnendur Íslandsbanka fjármagna viðskipti sín með bréf í bankanum, segir forstjóri bankans. Bjarni Ármannsson segir að stjórnendum beri engin skylda til að upplýsa um fjármögnun viðskiptanna, hvorki nú né síðar, þar sem bankinn reiði ekki fram neina tryggingarvernd. 3.6.2005 00:01
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent