Fleiri fréttir Aðkomu Ólafs hvergi leynt Samstarfsmenn Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Kers, vísa á bug ásökunum Páls Þórs Magnússonar, framkvæmdastjóra Sunds, um óheilbrigða viðskiptahætti Ólafs í tengslum við fyrrum meðeigendur sína í Keri. Páll sagði í samtali við Fréttablaðið að Ólafur hefði ætlað að sölsa undir sig Olíufélagið Essó. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Essó, segir þessa staðhæfingu alranga. 26.3.2005 00:01 Kannar starfslokasamning Fjármálaeftirlitið hefur óskað eftir upplýsingum um samninga sem fyrrverandi stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins gerði við Jóhannes Siggeirsson, framkvæmdastjóra sjóðsins, árið 2002. Þeir kostuðu sjóðinn 43 milljónir króna þegar Jóhannes var látinn hætta í síðasta mánuði. 23.3.2005 00:01 Stríð á sjálfsafgreiðslustöðvum Stóru olíufélögin og dótturfélög þeirra hafa öll aukið afslátt á sjálfsafgreiðslubensíni eftir að Atlantsolía opnaði fyrstu bensínstöð sína í Reykjavík fyrir mánuði. 23.3.2005 00:01 Farþegum fjölgar áfram Farþegum í millilandaflugi Icelandair fjölgaði um 6,7% í febrúar í ár í samanburði við febrúar á síðasta ári. Þetta kemur fram í frétta á heimasíðu Kauphallar Íslands. Farþegar í febrúar voru rúmlega 70 þúsund í ár en tæp 66 þúsund í fyrra. Sætanýting var einnig 2 prósentustigum betri, framboð var 5 prósentum meira, en sala 8,6 prósentum meiri. 23.3.2005 00:01 Setur skilyrði við samruna Samkeppnisráð hefur sett ítarleg skilyrði fyrir annars vegar samruna Landssíma Íslands og Íslenska sjónvarpsfélagsins, sem rekur Skjá einn og hins vegar samruna Og fjarskipta og 356 ljósvakamiðla, sem reka meðal annars Stöð 2 og Sýn. Fyrirtækin hafa sæst á að una skilyrðunum að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Samkeppnisstofnun. 23.3.2005 00:01 17 þúsund íbúðir til 2024 Hátt í 17 þúsund íbúðir verða byggðar í Reykjavík á árunum 2001-2024. Stærstu hverfin verða í landi Úlfarsfells þar sem 2.000 íbúðir verða byggðar, í Gufunesi þar sem 3.000 íbúðir verða byggðar og á þéttingasvæði vestan Elliðaáa. 23.3.2005 00:01 Krónan veiktist um tæp 2% í dag Markaðir brugðust skarpt við 0,25 prósenta stýrivaxtahækkun Seðlabankans sem tilkynnt var um í gær og tekur gildi á þriðjudaginn. Fram kemur á Vegvísi greiningardeildar Landsbankans að skammtímavaxtamunur við útlönd hafi aukist lítillega í kjölfar hækkunarinnar. Krónan hefur veikst um tæp 2 prósent í töluverðum viðskiptum í dag en mikil viðbrögð voru á gjaldeyrismarkaði. 23.3.2005 00:01 Skilyrði til að tryggja jafnræði Samkeppnisráð hefur sett víðtæk skilyrði fyrir samruna á fjarskipta- og fjölmiðlamörkuðum. Er það gert til að samkeppni við fyrirtækjablokkir Símans og Og Vodafone verði ekki útilokuð og til að tryggja hag neytenda. 23.3.2005 00:01 Sáttur við skilyrði samkeppnisráðs Samkeppnisráð hefur sett ítarleg skilyrði fyrir samruna Landssímans og Skjás eins, og samruna Og Vodafone og 365 ljósvakamiðla, sem meðal annars reka Stöð 2 og Sýn. Stjórnarformaður fjarskiptafyrirtækisins Hive segist sáttur við skilyrði samkeppnisráðs. 23.3.2005 00:01 Gengið lækkar Töluverður órói hefur verið á gjaldeyrismarkaði síðustu daga í aðdraganda og kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabankans. Fjárfestar bjuggust við meiri vaxtahækkun og það hefur orðið til þess að gengi krónunnar hefur lækkað. 23.3.2005 00:01 Uppbygging á Arnarneshálsi Tæplega 500 íbúðir munu rísa á nýju byggingarlandi á Arnarneshálsi í Garðabæ á næstu þremur árum. Samningur þess efnis var undirritaður fyrir helgi af Ásdísi Höllu Bragadóttur bæjarstjóra, Ágústi Kr. Björnssyni framkvæmdastjóra Akralands og Sigurði Ragnarssyni framkvæmdastjóra Arnarlands en fyrirtækin tvö eiga lóðirnar. 23.3.2005 00:01 Reyndi að selja sjálfum sér Essó Óheilbrigðir viðskiptahættir Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Kers, og tilraun hans til að ná meirihluta í félaginu varð til þess að traustið á milli stærstu hluthafa Kers brast um mitt síðasta ár, segir Páll Þór Magnússon framkvæmdastjóri Sunds. 23.3.2005 00:01 Spá allar hækkun stýrivaxta Greiningadeildir bankanna spá allar að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti í dag um 0,25 til 0,75 prósent en Landsbankinn spáir þó að hækkuninn verði ekki nema 0,50 prósent. Bankinn muni gera þetta í ljósi 4,7 prósenta verðbólgu þegar til tólf mánaða sé litið. 22.3.2005 00:01 Seðlabankinn hækkar vexti um 0,25% Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur frá og með 29. mars n.k. í 9%. Seðlabankinn hefur þá hækkað stýrivexti sína um 3,7 prósentur síðan í maí sl. 22.3.2005 00:01 Halldór gagnrýnir Seðlabankann Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gagnrýnir Seðlabankann harðlega fyrir að hækka stýrivexti og segist óttast að krónan styrkist enn frekar á kostnað útflutnings- og samkeppnisgreina. Halldór vill draga úr vægi húsnæðisverðs í vísitölunni en því er seðlabankastjóri ósammála. 22.3.2005 00:01 Fjármálaeftirlitið vill upplýsingar um starfslokasamning sjóðsstjóra Fjármálaeftirlitið hefur óskað eftir upplýsingum um samninga sem fyrrverandi stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins gerði við Jóhannes Siggeirsson, framkvæmdastjóra sjóðsins í maí 2000 og um starfslok hans í febrúar síðastliðnum. 22.3.2005 00:01 Spron hækkar vexti um 0,25% Í framhaldi af hækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands sem tilkynnt var í dag, hefur SPRON ákveðið að hækka vexti óverðtryggðra innlána og útlána um allt að 0,25%. Vaxtahækkunin tekur gildi 1. apríl næstmkomandi. 22.3.2005 00:01 Áframhaldandi slagur í Keri Slagur Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Kers, við sameigendur sína í félaginu heldur áfram. Stjórn Festingar sem á og rekur meðal annars fasteignir félaga í eigu Kers ákvað á fundi sínum að auka hlutafé og var nýja hlutaféð selt einkahlutafélagi í eigu framkvæmdastjóra félagsins. 22.3.2005 00:01 Actavis kaupir tékkneskt fyrirtæki Actavis hefur undirritað samning um kaup á tékkneska lyfjafyrirtækinu Pharma Avalanche, 30 manna fyrirtæki með höfuðstöðvar í Prag. Pharma Avalanche, sem var stofnað árið 2000, hefur aðallega lagt áherslu á sölu og markaðssetningu á samheitalyfjum í Tékklandi og Slóvakíu. 22.3.2005 00:01 Dollarinn hækkar gagnvart evru Gengi dollarsins hefur hækkað gagnvart evrunni og er hækkunin rakin til þess að búist er við vaxtahækkunum vestanhafs í dag. Síðasta skráða meðalgengi Seðlabankans var 58,69 krónur. 21.3.2005 00:01 Olíuverð í hæstu hæðum Olíuverð er komið í hæstu hæðir og ef fer sem horfir verður lítil breyting þar á að mati sérfræðinga Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Þeir telja líklega að eftirspurn muni enn aukast næstu tvö ár og að erfitt verði að fullnægja henni. 21.3.2005 00:01 900 lóðir undir Úlfarsfelli Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir að með úthlutun um 900 lóða undir Úlfarsfelli verði vonandi slegið á hina miklu eftirspurn eftir lóðum á höfuðborgarsvæðinu. 21.3.2005 00:01 Bann við dreifingu á Kristal Plús var óheimilt Úrskurðarnefnd hollustuhátta- og mengunarmála hefur kveðið upp þann úrskurð að Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur, UHR, hafi verið óheimilt að setja dreifingarbann á drykkinn Kristal Plús sem Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. setti á markað um áramót.Ölgerðin íhugar að krefjast skaðabóta vegna þessa. 21.3.2005 00:01 Hagnaður MP 1.013 milljónir Hagnaður MP Fjárfestingarbanka hf. var 1.013 milljónir króna árið 2004. 21.3.2005 00:01 Bensínið hækkar Lítrinn af 95 oktana bensíni hefur hækkað um um það bil tvær krónur og 70 aura hjá stóru olíufélögunum og er ástæðan sögð þróun heimsmarkaðsverðs. Lítrinn kostar nú um 100 krónur og 30 aura í sjálfsafgreiðslutönkum en er sjö til tíu krónum dýrari með þjónustu. Lítrinn af dísilolíu hefur einnig hækkað um svipaða upphæð. 20.3.2005 00:01 Nýtt viðskiptablað í burðarliðnum Nýtt viðskiptablað lítur dagsins ljós á íslenska fjölmiðlamarkaðnum í næsta mánuði. Það verður gefið út undir merkjum 365 - prentmiðla, sem einnig reka DV og Fréttablaðið. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri fyrirtækisins, segir að blaðið verði gefið út vikulega undir ristjórn Hafliða Helgasonar sem verið hefur blaðamaður á Fréttablaðinu frá stofnun þess. 19.3.2005 00:01 Áfram einungis karlar í stjórn Fimm karlar voru endurkjörnir í stjórn Sparisjóðabankans á dögunum. Eina konan sem var í framboði komst ekki að þrátt fyrir áskoranir ráðherra um að reyna að jafna kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja. 19.3.2005 00:01 Methagnaður hjá VÍS Methagnaður varð af rekstri Vátryggingafélags Íslands í fyrra og fengu allir starfsmenn greiddar 175 þúsund krónur í kaupauka fyrir góðan árangur. Hagnaður eftir skatta varð tveir og hálfur milljarður króna, sem er tæplega sjötíu prósenta meiri hagnaður en árið áður. Tíu eigendur VÍS fá 650 milljónir króna í arð, en meðal eigenda eru Meiður, KB banki og bræðurnir í Bakkavör. 18.3.2005 00:01 Sameiningartillaga samþykkt Tillaga um sameiningu Mjólkurbús Flóamanna og Mjólkursamsölunnar í Reykjavík var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða á félagsfundi í MBF í gærkvöldi, en hún hafði áður verið samþykkt í MS. Guðbrandur Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Útgerðarfélags Akureyringa, verður væntanlega forstjóri nýja fyrirtækisins, sem skipt verður í sex svið. 18.3.2005 00:01 Ólafur og Pétur stofna Veröld Ólafur Ragnarsson og Pétur Már Ólafsson, fyrrverandi útgefendur hjá Vöku-Helgafelli, hafa stofnað nýtt bókaforlag og ætla að setja fyrstu bækurnar á markað í haust. Forlagið heitir Veröld og segir í tilkynningu frá því að það sé þegar búið að tryggja sér útgáfurétt á ýmsum bókum sem vakið hafa athygli erlendis og einnig gengið frá samningum um íslenskar bækur. 18.3.2005 00:01 Góð afkoma Flugstöðvarinnar 890 milljóna króna hagnaður varð á rekstri Flugstöðar Leifs Eiríkssonar eftir skatta í fyrra en árið á undan nam hagnaðurinn 547 milljónir króna. Fjölgun farþega, meiri fjármunamyndun og þróun gengis- og vaxtamála hafði mikil áhrif á rekstur félagsins á árinu. Heildartekjur félagsins fyrir árið 2004 námu um 5,8 milljörðum króna og jukust um tæp 28 prósent milli ára. 18.3.2005 00:01 Svigrúm fyrir eitt álver í viðbót Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir svigrúm til að reisa eitt álver til viðbótar á Íslandi. Færri álfyrirtæki komist að en vilji. Hún segir að markaðssetning fyrir orkufrekan iðnað sé að skila sér. Talað sé um Ísland sem best varðveitta leyndarmál Evrópu. 18.3.2005 00:01 Verðið lægst í Krónunni Verð á matvörum var lægst í Krónunni í lang flestum tilvikum, samkvæmt verðkönnun Verðlagseftirlits ASÍ sem gerð var á þriðjudag, en ekki var birt niðurstaða af verðkönnnun í Bónus. Að sögn ASÍ er það vegna þess að starfsmenn Bónuss hafi reynt að hafa óeðlileg áhrif á niðurstöður könnunarinnar. 17.3.2005 00:01 Aukning um 158 þúsundir lestir Botnfiskafli íslenskra skipa í febrúar á þessu ári var rúmlega 52 þúsund tonn miðað við tæplega 45 þúsund tonn í febrúar í fyrra. Heildaraflinn fyrstu tvo mánuði ársins er 158 þúsund lestum meiri en á sama tíma í fyrra, eða 533 þúsund tonn á móti 375 þúsund tonna heildarafla í janúar og febrúar 2004. 17.3.2005 00:01 OIíuverð í sögulegu hámarki Olíuverð hækkar enn og er verðið á fatinu nú komið yfir 57 dollara á markaði í New York. Svipaða sögu er að segja af markaði í Lundúnum; þar náði verðið einnig sögulegu hámarki í morgun, þrátt fyrir tilkynningu OPEC-ríkjanna í gær um að þau hygðust auka olíuframleiðslu um tvö prósent. 17.3.2005 00:01 Gengi dollarans lækkaði um 0,5% Gengi dollarans gagnvart krónunni lækkaði um hálft prósent á milli daga og var miðgengi Seðlabankans 58,45 krónur. Lækkun evrunnar var svipuð og var miðgengi hennar 78,19 krónur. 17.3.2005 00:01 Laun almennra bankamanna há Laun æðstu yfirmanna á almennum vinnumarkaði komast ekki nálægt launum almennra starfsmanna í bönkunum, samkvæmt könnunum Hagstofunnar og Morgunblaðsins. 17.3.2005 00:01 Lyfjaverksmiðja reist á Húsavík Norskir iðjuhöldar ætla að reisa verksmiðju á Húsavík í sumar. Hún á að framleiða hráefni til lyfjagerðar úr sjávarfangi. Sótt hefur verið um lyfjaleyfi í Svíþjóð og er ætlunin að koma lyfinu á markað víða í Evrópu. 17.3.2005 00:01 900 milljóna hagnaður FLE Tæplega 900 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar eftir skatta í fyrra sem er u.þ.b. þrjátíu prósenta meiri hagnaður en árið þar áður. Að vísu voru tekjur af Íslenskum markaði í fyrsta sinn teknar inn í uppgjörið í fyrra en fyrir utan það var afkomubatinn samt umtalsverður. 16.3.2005 00:01 OPEC-ríkin auka olíuframleiðslu OPEC-ríkin ætla að auka olíuframleiðslu til að slá á síhækkandi olíuverð en aukningin hefur engin áhrif á olíumarkaði enn sem komið er. Dollarinn fellur enn fyrir vikið. 16.3.2005 00:01 Skuldabréf fyrir 28 milljarða Alþjóðasvið Landsbankans hefur gengið frá útgáfu víkjandi skuldabréfa að fjárhæð 28 milljarðar króna, eða sem jafngildir 350 milljónum evra. Útgáfan skiptist í tvo flokka, 12 milljarðar króna (150 milljónir evra) undir eiginfjárþætti A, og 16 milljarða króna (200 milljónir evra) undir eiginfjárþætti B, og var beint að alþjóðlegum fagfjárfestum. 16.3.2005 00:01 Gagnrýnir auglýsingar Olís "Mér þykja þetta heldur einkennileg vinnubrögð hjá Olís að básúna slíkt þegar um gamla könnun er að ræða," segir Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hann gagnrýnir auglýsingaherferð Olís þar sem fram kemur að mikil almenn ánægja sé hjá viðskiptavinum fyrirtækisins samkvæmt könnun Gallup. 16.3.2005 00:01 Fiskafli eykst milli ára Heildarafli íslenska fiskiskipaflotans í síðasta mánuði var 30 þúsund tonnum meiri en á sama tíma í fyrra. Veiddust þá tæp 270 þúsund tonn en aflinn í febrúar á þessu ári varð tæp 300 þúsund tonn. Samanlagt er aflinn fyrstu tvo mánuði þessa árs um 160 þúsund lestum meiri en í fyrra. 16.3.2005 00:01 Ólafur nær yfirhöndinni í Keri Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, hefur tryggt sér 56 prósenta hlut í Keri í gegnum eignarhaldsfélag sitt Kjalar. Seljandi er Vogun sem er í eigu Kristjáns Loftssonar og Árna Vilhjálmssonar. Ker er eignarhaldsfélag sem ræður för í Samskipum, olíufélaginu Essó og hefur ítök í KB banka. 16.3.2005 00:01 Hækkun vaxta betri nú en síðar Það kraumar í kötlum efnahagslífsins og nokkrir hitamælanna komnir á rautt. Spurningin um ofhitnun Íslandsvélarinnar var umfjöllunarefni morgunverðarfundar Verslunarráðs í gær. Vilhjálmur Egilsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, taldi Seðlabankann hafa staðið sig vel í peningamálastjórninni, en taldi óþolinmæði hafa gætt við síðustu stýrivaxtahækkun bankans. 16.3.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Aðkomu Ólafs hvergi leynt Samstarfsmenn Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Kers, vísa á bug ásökunum Páls Þórs Magnússonar, framkvæmdastjóra Sunds, um óheilbrigða viðskiptahætti Ólafs í tengslum við fyrrum meðeigendur sína í Keri. Páll sagði í samtali við Fréttablaðið að Ólafur hefði ætlað að sölsa undir sig Olíufélagið Essó. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Essó, segir þessa staðhæfingu alranga. 26.3.2005 00:01
Kannar starfslokasamning Fjármálaeftirlitið hefur óskað eftir upplýsingum um samninga sem fyrrverandi stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins gerði við Jóhannes Siggeirsson, framkvæmdastjóra sjóðsins, árið 2002. Þeir kostuðu sjóðinn 43 milljónir króna þegar Jóhannes var látinn hætta í síðasta mánuði. 23.3.2005 00:01
Stríð á sjálfsafgreiðslustöðvum Stóru olíufélögin og dótturfélög þeirra hafa öll aukið afslátt á sjálfsafgreiðslubensíni eftir að Atlantsolía opnaði fyrstu bensínstöð sína í Reykjavík fyrir mánuði. 23.3.2005 00:01
Farþegum fjölgar áfram Farþegum í millilandaflugi Icelandair fjölgaði um 6,7% í febrúar í ár í samanburði við febrúar á síðasta ári. Þetta kemur fram í frétta á heimasíðu Kauphallar Íslands. Farþegar í febrúar voru rúmlega 70 þúsund í ár en tæp 66 þúsund í fyrra. Sætanýting var einnig 2 prósentustigum betri, framboð var 5 prósentum meira, en sala 8,6 prósentum meiri. 23.3.2005 00:01
Setur skilyrði við samruna Samkeppnisráð hefur sett ítarleg skilyrði fyrir annars vegar samruna Landssíma Íslands og Íslenska sjónvarpsfélagsins, sem rekur Skjá einn og hins vegar samruna Og fjarskipta og 356 ljósvakamiðla, sem reka meðal annars Stöð 2 og Sýn. Fyrirtækin hafa sæst á að una skilyrðunum að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Samkeppnisstofnun. 23.3.2005 00:01
17 þúsund íbúðir til 2024 Hátt í 17 þúsund íbúðir verða byggðar í Reykjavík á árunum 2001-2024. Stærstu hverfin verða í landi Úlfarsfells þar sem 2.000 íbúðir verða byggðar, í Gufunesi þar sem 3.000 íbúðir verða byggðar og á þéttingasvæði vestan Elliðaáa. 23.3.2005 00:01
Krónan veiktist um tæp 2% í dag Markaðir brugðust skarpt við 0,25 prósenta stýrivaxtahækkun Seðlabankans sem tilkynnt var um í gær og tekur gildi á þriðjudaginn. Fram kemur á Vegvísi greiningardeildar Landsbankans að skammtímavaxtamunur við útlönd hafi aukist lítillega í kjölfar hækkunarinnar. Krónan hefur veikst um tæp 2 prósent í töluverðum viðskiptum í dag en mikil viðbrögð voru á gjaldeyrismarkaði. 23.3.2005 00:01
Skilyrði til að tryggja jafnræði Samkeppnisráð hefur sett víðtæk skilyrði fyrir samruna á fjarskipta- og fjölmiðlamörkuðum. Er það gert til að samkeppni við fyrirtækjablokkir Símans og Og Vodafone verði ekki útilokuð og til að tryggja hag neytenda. 23.3.2005 00:01
Sáttur við skilyrði samkeppnisráðs Samkeppnisráð hefur sett ítarleg skilyrði fyrir samruna Landssímans og Skjás eins, og samruna Og Vodafone og 365 ljósvakamiðla, sem meðal annars reka Stöð 2 og Sýn. Stjórnarformaður fjarskiptafyrirtækisins Hive segist sáttur við skilyrði samkeppnisráðs. 23.3.2005 00:01
Gengið lækkar Töluverður órói hefur verið á gjaldeyrismarkaði síðustu daga í aðdraganda og kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabankans. Fjárfestar bjuggust við meiri vaxtahækkun og það hefur orðið til þess að gengi krónunnar hefur lækkað. 23.3.2005 00:01
Uppbygging á Arnarneshálsi Tæplega 500 íbúðir munu rísa á nýju byggingarlandi á Arnarneshálsi í Garðabæ á næstu þremur árum. Samningur þess efnis var undirritaður fyrir helgi af Ásdísi Höllu Bragadóttur bæjarstjóra, Ágústi Kr. Björnssyni framkvæmdastjóra Akralands og Sigurði Ragnarssyni framkvæmdastjóra Arnarlands en fyrirtækin tvö eiga lóðirnar. 23.3.2005 00:01
Reyndi að selja sjálfum sér Essó Óheilbrigðir viðskiptahættir Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Kers, og tilraun hans til að ná meirihluta í félaginu varð til þess að traustið á milli stærstu hluthafa Kers brast um mitt síðasta ár, segir Páll Þór Magnússon framkvæmdastjóri Sunds. 23.3.2005 00:01
Spá allar hækkun stýrivaxta Greiningadeildir bankanna spá allar að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti í dag um 0,25 til 0,75 prósent en Landsbankinn spáir þó að hækkuninn verði ekki nema 0,50 prósent. Bankinn muni gera þetta í ljósi 4,7 prósenta verðbólgu þegar til tólf mánaða sé litið. 22.3.2005 00:01
Seðlabankinn hækkar vexti um 0,25% Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur frá og með 29. mars n.k. í 9%. Seðlabankinn hefur þá hækkað stýrivexti sína um 3,7 prósentur síðan í maí sl. 22.3.2005 00:01
Halldór gagnrýnir Seðlabankann Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gagnrýnir Seðlabankann harðlega fyrir að hækka stýrivexti og segist óttast að krónan styrkist enn frekar á kostnað útflutnings- og samkeppnisgreina. Halldór vill draga úr vægi húsnæðisverðs í vísitölunni en því er seðlabankastjóri ósammála. 22.3.2005 00:01
Fjármálaeftirlitið vill upplýsingar um starfslokasamning sjóðsstjóra Fjármálaeftirlitið hefur óskað eftir upplýsingum um samninga sem fyrrverandi stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins gerði við Jóhannes Siggeirsson, framkvæmdastjóra sjóðsins í maí 2000 og um starfslok hans í febrúar síðastliðnum. 22.3.2005 00:01
Spron hækkar vexti um 0,25% Í framhaldi af hækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands sem tilkynnt var í dag, hefur SPRON ákveðið að hækka vexti óverðtryggðra innlána og útlána um allt að 0,25%. Vaxtahækkunin tekur gildi 1. apríl næstmkomandi. 22.3.2005 00:01
Áframhaldandi slagur í Keri Slagur Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Kers, við sameigendur sína í félaginu heldur áfram. Stjórn Festingar sem á og rekur meðal annars fasteignir félaga í eigu Kers ákvað á fundi sínum að auka hlutafé og var nýja hlutaféð selt einkahlutafélagi í eigu framkvæmdastjóra félagsins. 22.3.2005 00:01
Actavis kaupir tékkneskt fyrirtæki Actavis hefur undirritað samning um kaup á tékkneska lyfjafyrirtækinu Pharma Avalanche, 30 manna fyrirtæki með höfuðstöðvar í Prag. Pharma Avalanche, sem var stofnað árið 2000, hefur aðallega lagt áherslu á sölu og markaðssetningu á samheitalyfjum í Tékklandi og Slóvakíu. 22.3.2005 00:01
Dollarinn hækkar gagnvart evru Gengi dollarsins hefur hækkað gagnvart evrunni og er hækkunin rakin til þess að búist er við vaxtahækkunum vestanhafs í dag. Síðasta skráða meðalgengi Seðlabankans var 58,69 krónur. 21.3.2005 00:01
Olíuverð í hæstu hæðum Olíuverð er komið í hæstu hæðir og ef fer sem horfir verður lítil breyting þar á að mati sérfræðinga Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Þeir telja líklega að eftirspurn muni enn aukast næstu tvö ár og að erfitt verði að fullnægja henni. 21.3.2005 00:01
900 lóðir undir Úlfarsfelli Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir að með úthlutun um 900 lóða undir Úlfarsfelli verði vonandi slegið á hina miklu eftirspurn eftir lóðum á höfuðborgarsvæðinu. 21.3.2005 00:01
Bann við dreifingu á Kristal Plús var óheimilt Úrskurðarnefnd hollustuhátta- og mengunarmála hefur kveðið upp þann úrskurð að Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur, UHR, hafi verið óheimilt að setja dreifingarbann á drykkinn Kristal Plús sem Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. setti á markað um áramót.Ölgerðin íhugar að krefjast skaðabóta vegna þessa. 21.3.2005 00:01
Hagnaður MP 1.013 milljónir Hagnaður MP Fjárfestingarbanka hf. var 1.013 milljónir króna árið 2004. 21.3.2005 00:01
Bensínið hækkar Lítrinn af 95 oktana bensíni hefur hækkað um um það bil tvær krónur og 70 aura hjá stóru olíufélögunum og er ástæðan sögð þróun heimsmarkaðsverðs. Lítrinn kostar nú um 100 krónur og 30 aura í sjálfsafgreiðslutönkum en er sjö til tíu krónum dýrari með þjónustu. Lítrinn af dísilolíu hefur einnig hækkað um svipaða upphæð. 20.3.2005 00:01
Nýtt viðskiptablað í burðarliðnum Nýtt viðskiptablað lítur dagsins ljós á íslenska fjölmiðlamarkaðnum í næsta mánuði. Það verður gefið út undir merkjum 365 - prentmiðla, sem einnig reka DV og Fréttablaðið. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri fyrirtækisins, segir að blaðið verði gefið út vikulega undir ristjórn Hafliða Helgasonar sem verið hefur blaðamaður á Fréttablaðinu frá stofnun þess. 19.3.2005 00:01
Áfram einungis karlar í stjórn Fimm karlar voru endurkjörnir í stjórn Sparisjóðabankans á dögunum. Eina konan sem var í framboði komst ekki að þrátt fyrir áskoranir ráðherra um að reyna að jafna kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja. 19.3.2005 00:01
Methagnaður hjá VÍS Methagnaður varð af rekstri Vátryggingafélags Íslands í fyrra og fengu allir starfsmenn greiddar 175 þúsund krónur í kaupauka fyrir góðan árangur. Hagnaður eftir skatta varð tveir og hálfur milljarður króna, sem er tæplega sjötíu prósenta meiri hagnaður en árið áður. Tíu eigendur VÍS fá 650 milljónir króna í arð, en meðal eigenda eru Meiður, KB banki og bræðurnir í Bakkavör. 18.3.2005 00:01
Sameiningartillaga samþykkt Tillaga um sameiningu Mjólkurbús Flóamanna og Mjólkursamsölunnar í Reykjavík var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða á félagsfundi í MBF í gærkvöldi, en hún hafði áður verið samþykkt í MS. Guðbrandur Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Útgerðarfélags Akureyringa, verður væntanlega forstjóri nýja fyrirtækisins, sem skipt verður í sex svið. 18.3.2005 00:01
Ólafur og Pétur stofna Veröld Ólafur Ragnarsson og Pétur Már Ólafsson, fyrrverandi útgefendur hjá Vöku-Helgafelli, hafa stofnað nýtt bókaforlag og ætla að setja fyrstu bækurnar á markað í haust. Forlagið heitir Veröld og segir í tilkynningu frá því að það sé þegar búið að tryggja sér útgáfurétt á ýmsum bókum sem vakið hafa athygli erlendis og einnig gengið frá samningum um íslenskar bækur. 18.3.2005 00:01
Góð afkoma Flugstöðvarinnar 890 milljóna króna hagnaður varð á rekstri Flugstöðar Leifs Eiríkssonar eftir skatta í fyrra en árið á undan nam hagnaðurinn 547 milljónir króna. Fjölgun farþega, meiri fjármunamyndun og þróun gengis- og vaxtamála hafði mikil áhrif á rekstur félagsins á árinu. Heildartekjur félagsins fyrir árið 2004 námu um 5,8 milljörðum króna og jukust um tæp 28 prósent milli ára. 18.3.2005 00:01
Svigrúm fyrir eitt álver í viðbót Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir svigrúm til að reisa eitt álver til viðbótar á Íslandi. Færri álfyrirtæki komist að en vilji. Hún segir að markaðssetning fyrir orkufrekan iðnað sé að skila sér. Talað sé um Ísland sem best varðveitta leyndarmál Evrópu. 18.3.2005 00:01
Verðið lægst í Krónunni Verð á matvörum var lægst í Krónunni í lang flestum tilvikum, samkvæmt verðkönnun Verðlagseftirlits ASÍ sem gerð var á þriðjudag, en ekki var birt niðurstaða af verðkönnnun í Bónus. Að sögn ASÍ er það vegna þess að starfsmenn Bónuss hafi reynt að hafa óeðlileg áhrif á niðurstöður könnunarinnar. 17.3.2005 00:01
Aukning um 158 þúsundir lestir Botnfiskafli íslenskra skipa í febrúar á þessu ári var rúmlega 52 þúsund tonn miðað við tæplega 45 þúsund tonn í febrúar í fyrra. Heildaraflinn fyrstu tvo mánuði ársins er 158 þúsund lestum meiri en á sama tíma í fyrra, eða 533 þúsund tonn á móti 375 þúsund tonna heildarafla í janúar og febrúar 2004. 17.3.2005 00:01
OIíuverð í sögulegu hámarki Olíuverð hækkar enn og er verðið á fatinu nú komið yfir 57 dollara á markaði í New York. Svipaða sögu er að segja af markaði í Lundúnum; þar náði verðið einnig sögulegu hámarki í morgun, þrátt fyrir tilkynningu OPEC-ríkjanna í gær um að þau hygðust auka olíuframleiðslu um tvö prósent. 17.3.2005 00:01
Gengi dollarans lækkaði um 0,5% Gengi dollarans gagnvart krónunni lækkaði um hálft prósent á milli daga og var miðgengi Seðlabankans 58,45 krónur. Lækkun evrunnar var svipuð og var miðgengi hennar 78,19 krónur. 17.3.2005 00:01
Laun almennra bankamanna há Laun æðstu yfirmanna á almennum vinnumarkaði komast ekki nálægt launum almennra starfsmanna í bönkunum, samkvæmt könnunum Hagstofunnar og Morgunblaðsins. 17.3.2005 00:01
Lyfjaverksmiðja reist á Húsavík Norskir iðjuhöldar ætla að reisa verksmiðju á Húsavík í sumar. Hún á að framleiða hráefni til lyfjagerðar úr sjávarfangi. Sótt hefur verið um lyfjaleyfi í Svíþjóð og er ætlunin að koma lyfinu á markað víða í Evrópu. 17.3.2005 00:01
900 milljóna hagnaður FLE Tæplega 900 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar eftir skatta í fyrra sem er u.þ.b. þrjátíu prósenta meiri hagnaður en árið þar áður. Að vísu voru tekjur af Íslenskum markaði í fyrsta sinn teknar inn í uppgjörið í fyrra en fyrir utan það var afkomubatinn samt umtalsverður. 16.3.2005 00:01
OPEC-ríkin auka olíuframleiðslu OPEC-ríkin ætla að auka olíuframleiðslu til að slá á síhækkandi olíuverð en aukningin hefur engin áhrif á olíumarkaði enn sem komið er. Dollarinn fellur enn fyrir vikið. 16.3.2005 00:01
Skuldabréf fyrir 28 milljarða Alþjóðasvið Landsbankans hefur gengið frá útgáfu víkjandi skuldabréfa að fjárhæð 28 milljarðar króna, eða sem jafngildir 350 milljónum evra. Útgáfan skiptist í tvo flokka, 12 milljarðar króna (150 milljónir evra) undir eiginfjárþætti A, og 16 milljarða króna (200 milljónir evra) undir eiginfjárþætti B, og var beint að alþjóðlegum fagfjárfestum. 16.3.2005 00:01
Gagnrýnir auglýsingar Olís "Mér þykja þetta heldur einkennileg vinnubrögð hjá Olís að básúna slíkt þegar um gamla könnun er að ræða," segir Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hann gagnrýnir auglýsingaherferð Olís þar sem fram kemur að mikil almenn ánægja sé hjá viðskiptavinum fyrirtækisins samkvæmt könnun Gallup. 16.3.2005 00:01
Fiskafli eykst milli ára Heildarafli íslenska fiskiskipaflotans í síðasta mánuði var 30 þúsund tonnum meiri en á sama tíma í fyrra. Veiddust þá tæp 270 þúsund tonn en aflinn í febrúar á þessu ári varð tæp 300 þúsund tonn. Samanlagt er aflinn fyrstu tvo mánuði þessa árs um 160 þúsund lestum meiri en í fyrra. 16.3.2005 00:01
Ólafur nær yfirhöndinni í Keri Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, hefur tryggt sér 56 prósenta hlut í Keri í gegnum eignarhaldsfélag sitt Kjalar. Seljandi er Vogun sem er í eigu Kristjáns Loftssonar og Árna Vilhjálmssonar. Ker er eignarhaldsfélag sem ræður för í Samskipum, olíufélaginu Essó og hefur ítök í KB banka. 16.3.2005 00:01
Hækkun vaxta betri nú en síðar Það kraumar í kötlum efnahagslífsins og nokkrir hitamælanna komnir á rautt. Spurningin um ofhitnun Íslandsvélarinnar var umfjöllunarefni morgunverðarfundar Verslunarráðs í gær. Vilhjálmur Egilsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, taldi Seðlabankann hafa staðið sig vel í peningamálastjórninni, en taldi óþolinmæði hafa gætt við síðustu stýrivaxtahækkun bankans. 16.3.2005 00:01
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent