Viðskipti innlent

900 lóðir undir Úlfarsfelli

Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir að með úthlutun um 900 lóða undir Úlfarsfelli verði vonandi slegið á hina miklu eftirspurn eftir lóðum á höfuðborgarsvæðinu. Alfreð segir mikinn uppgang og þenslu í þjóðfélaginu verða þess valdandi að lóðaverð sé jafn hátt og raun ber vitni í Reykjavík. Hann segir aukna lánamöguleika einnig spila stóran þátt í þeirri miklu eftirspurn sem er eftir lóðum í höfuðborginni. Með úthlutun um 900 lóða undir Úlfarsfelli, sem úthlutað verður innan nokkurra mánaða, sé vonandi slegið verulega á eftirspurnina. Í gær auglýsti Reykjavíkurborg eftir umsóknum um þrjátíu einbýlishúsalóðir í Lambaseli og munu lóðirnar kosta frá 3,5 milljónum upp í 4,6 milljónir en það verð þykir mjög lágt. Líkur eru taldar á að yfir tíu þúsund manns muni sækjast eftir lóðum á þessum stað.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×