Viðskipti innlent

Verðið lægst í Krónunni

MYND/Sigurður Jökull
Verð á matvörum var lægst í Krónunni í lang flestum tilvikum, samkvæmt verðkönnun Verðlagseftirlits ASÍ  sem gerð var á þriðjudag, en ekki var birt niðurstaða af verðkönnnun í Bónus. Að sögn ASÍ er það vegna þess að starfsmenn Bónuss hafi reynt að hafa óeðlileg áhrif á niðurstöður könnunarinnar. Talsmenn Bónuss neita því og gagnrýna vinnubrögð ASÍ harðlega.

Án tillits til verðlags í Bónus þá komu Fjarðarkaup og Kaskó vel út, en eins og oftast áður var verðið hæst í 10-11 og 11-11.

Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónuss er afar ósáttur við framkvæmd könnunarinnar og segist hann vera búinn að bera fram kvörtun til ASÍ. Hann segist hafa rætt málið við Gylfa Arnbjörnsson framkvæmdastjóra ASÍ í morgun. Guðmundur segist hafa þær upplýsingar frá ASÍ að Bónus hafi verið með lægstu verðin í könnuninni í flestum vöruflokkum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×