Fleiri fréttir

Jöfnuður og frelsi

Almenn pólitísk umræða um menntastefnu hefur verið af skornum skammti þó að hún sé mikilvægasta viðfangsefni hverrar ríkisstjórnar. Hér er fengið gott efni til umræðna. Mestu máli skiptir þó að þær leiði til rösklegra og skynsamlegra ákvarðana. Það er verk að vinna.

Níu af tíu smygltilraunum takast

Samkvæmt áætlun yfirvalda má gera ráð fyrir að lögreglan nái að jafnaði að klófesta um það bil einn tíunda af þeim fíkniefnum sem er reynt að smygla til landsins. Hin níutíu prósentin komast sem sagt óhindrað inn í landið þar sem þeirra er neytt.

Gistiskálar í óbyggðum

Tú alfagra land mitt. Þannig hefst þjóðsöngur Færeyinga - og vonandi fer ég rétt með, en mér hafa alltaf þótt þessi orð ekki síður geta átt við um Ísland. Þetta land sem alltaf og alls staðar er fagurt og ekki síður fjölbreytilegt.

Kjötflokkarnir

B og D fóru saman í stjórn í Reykjavík og um land allt. Þrátt fyrir að tapa kosningunum skreið litli upp í til stóra fyrir norðan, sunnan, austan og vestan. Við horfðum á og fylltumst viðbjóði. Svo var það gleymt eins og annað. Mánuði síðar var búið að endurhanna litla með glænýjum ráðherrum og fúlskeggjuðu formannsefni.

Að missa af flugvél

Skiptar skoðanir eru um síðustu stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Hún var í efri mörkum þess sem spáð hafði verið. Í kjölfarið hafa vaknað upp spurningar hvort Seðlabankinn sé hugsanlega að ganga of langt og muni valda óþarfa sársauka í hagkerfinu með aðgerðum sínum. Með öðrum orðum að lækningin verði á endanum verri en sjúkdómurinn.

Náttúruvernd og orkuverð

Ég hef haft af því lúmskt gaman hversu margir vinstri sinnaðir kunningjar mínir tala þessa dagana um að þjóðin megi ekki vera hrædd. Og hvað skyldi það nú vera sem þjóðin má ekki vera hrædd við? Jú hún má ekki vera hrædd við að hætt verði við opinbera þátttöku í atvinnulífinu, þ.e. í uppbyggingu stóriðju.

Veislunni að ljúka

Í kvöld lýkur fótboltaveislu sem hófst fyrir réttum mánuði með þátttöku 32 landsliða og hundruðum milljóna áhorfenda um allan heim. Þegar þetta er skrifað, 63 leikjum og 141 marki síðar, liggur fyrir að það verða annað hvort Frakkar eða Ítalir sem hefja til himins á Ólympíuleikvanginum í Berlín eftirsóttasta verðlaunagrip fótboltaheimsins;

George Bush og forseti Íslands

Mála sannast er að embætti forseta Íslands dregst sjaldan inn á vettvang stjórnmálaumræðna. Formaður þingflokks VG, Ögmundur Jónasson, hefur nú gert smávægilega undantekningu þar frá á heimasíðu sinni. Tilefnið er koma George Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, til landsins í boði forseta Íslands.

Í miðju mannhafinu

Hálfs mánaðar ferðalagi mínu um lendur heimsmeistarakeppninnar í Þýskalandi er lokið. Á morgun lýkur líka keppninni. Keppni sem alþjóðasamfélagið hefur fylgst með, í stærri og meiri mæli en nokkru sinni fyrr. Það hefur í rauninni ekkert gerst í henni veröld sem mark er á takandi eða sem máli skiptir, síðan HM hófst.

Þreytt andlit og slitnar tuggur

Það var ekki aðeins Framsóknarflokkurinn, sem tapaði síðustu byggðakosningum, heldur líka Samfylkingin, sérstaklega í höfuðvígi sínu, Reykjavík. Tap Samfylkingarinnar var því tilfinnanlegra sem flokkurinn hefur verið í stjórnarandstöðu lengur en elstu menn muna.

Afturvirk stefnubreyting?

Nýr og traustvekjandi iðnaðarráðherra hefur með formlegum hætti greint frá því í ríkisstjórn að svokölluð stóriðjustefna sé ekki til. Reyndar segir ráðherrann að þrjú ár séu frá því hún gufaði upp. Einhverjum kann að þykja nýlunda að ríkisstjórn tilkynni þannig um stefnubreytingu með afturvirkum áhrifum. En einhvern tímann verður allt fyrst.

Öflugt aðhald ASÍ

Fá mjög öflug fyrirtæki eiga að geta boðið fólki betra verð en mörg lítil og veik. Ef teikn sjást um annað þá er það skylda ASÍ, og annarra málsvara neytenda, að vekja athygli á því með kröftugum hætti.

Vika í lífi blaðs

Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins 25. júní 2006 virðist hafa vakið minni athygli en vert væri. Bréfið fjallar um vont andrúmsloft heiftar og haturs á vettvangi stjórnmálanna og í viðskiptalífinu. Þar segir orðrétt: nú orðið eru svo gífurlegir hagsmunir í húfi, þar á meðal fjárhagslegir, að engu er líkara en menn svífist einskis til þess að tryggja ákveðna hagsmuni.

Samgöngumál Vestmannaeyja

Vestmannaeyingar eru þannig í sveit settir að það þarf sérstakalega að huga að samgöngumálum í Eyjum svo byggð haldist þar áfram og atvinnulíf og ferðaþjónusta þróist þar með eðlilegum hætti, og ætti að vera eitt af forgangsmálum varðandi samgöngubætur á landinu, að tryggja betri samgöngur milli Eyja og lands.

Leyndó - um snuður og hleranir

Í Bandaríkjunum einum eru tugir leyniþjónustustofnana með milli 30 og 40 þúsund manns sínum snærum. Þær voru allar settar undir einn hatt og yfirmanni hins sameinaða leyndarliðs gefið sæti í ríkisstjórninni og gefur skýrslur reglulega beint til forsetans. Í orði kveðnu á þetta lið að greina aðsteðjandi hættur. Árangur alls þessa liðs er aumkunarverður.

Réttar skoðanir og rangar

Í síðustu viku var viðtal við Ómar Ragnarsson, í þeim ágæta útvarpsþætti Samfélagið í nærmynd. Ómar, sem undanfarið hefur eytt öllum peningunum sínum í að afla og gefa út fróðleik um áhrif framkvæmdanna við Kárahnjúka á landið sagði frá því að enginn vill bendla nafn sitt við þetta merka starf sem hann vinnur að í frítíma sínum.

Trú, von og veruleiki

Sú var tíð í landinu að verðbólgan var eins konar skurðgoð. Trúin á mátt hennar og megin var vegvísir allra verka. Það var um flest ótraust leiðsögn. Engir þeirra sem ólust upp við efnahagsþref verðbólguáranna sakna þess tíma. Það sem meira er: Sú kynslóð sem nú vex úr grasi hefur sannarlega ekkert við það að gera að komast í kynni við vegvillur verðbólgutrúarbragðanna.

Óbeinar reykingar

Landlæknir Bandaríkjanna birti í síðustu viku skýrslu um áhrif óbeinna reykinga á þá sem ekki reykja, og þar er tekinn af allur vafi um skaðsemi óbeinna reykinga. Segir í skýrslunni að óbeinar reykingar séu óumdeilanlega mikið heilbrigðisvandamál, sem valdi ótímabærum dauða af völdum hjartasjúkdóma og krabbameins meðal þúsunda manna, sem ekki reykja.

Sumar á íslandi

Reykjavík í júlí er eins og París í ágúst: Not the place to be. Í París er allt lokað í ágúst; Frakkar fara saman í sumarfrí. Reykjavík ætti að loka líka. Það er undarlega andlaus stemmning í bænum yfir hásumarið. Sé maður staddur í Síðumúla yfir hábjargræðistímann finnst manni ósjálfrátt að eitthvað hljóti að hafa farið úrskeiðis í lífi manns. Maður á að vera úti á landi á sumrin. Þar er lífið. Þar er stemmningin. Þar er sumarið.

Leyndardómar Landsvirkjunar

Landsvirkjun er um margt sérstakt fyrirtæki og nauðsynlegt að vanda mjög til sölunnar. Tryggja þarf hæfilega dreifða eignaraðild að fyrirtækinu og jafnframt er mikilvægt að almenningur fái sem hæst verð fyrir þessa eign sína.

Liðsandinn smitar

Þeir sem þekkja til í Þýzkalandi hafa rekið upp stór augu við að sjá myndirnar af svart-rauð-gula fánahafinu, af landsliðsmönnum raunverulega að syngja þýzka þjóðsönginn og almennt af þeirri fölskvalausu gleði sem ríkir þessa dagana í gestgjafalandi heimsmeistaramótsins í knattspyrnu.

Þjóðin vill frumlega hugsun í utanríkismálum

Niðurstöður skoðanakönnunar um afstöðu Íslendinga til "varnarsamningsins" svokallaða sýna svo ekki verður um villst að þjóðin er orðið þreytt á stöðugum knébeðjaföllum íslenskra ráðamanna gagnvart ráðamönnum í Washington. Rúm 68 prósent þeirra sem taka afstöðu vilja segja upp varnarsamningnum og hefur það sjónarmið meirihlutastuðning meðal stuðningsmanna allra flokka.

Samfylkingin á niðurleið

Mörgum Samfylkingarmönnum og fleirum hlýtur að hafa brugðið í brún þegar þeim birtust niðurstöður skoðana­könnunar Fréttablaðsins um fylgi flokkanna í blaðinu í gær. Þar kemur fram að fylgi flokksins hefur fallið um um það bil þriðjung frá því í síðustu könnun blaðsins.

... lítillætis lund kát ...

Orð Sigurbjörns Einarssonar biskups hafa nú í gegnum langa tíð verið þeim til fróðleiks, huggunar og uppvakningar sem iðka vilja, ekki síður en Hallgrímskver á sinni öld og fram á okkar daga.

Allt er betra en verðbólgan

Tvær athyglisverðar pólitískar yfirlýsingar komu fram í þessari viku. Báðar gefa fyrirheit um að pólitíkin á komandi kosningavetri verði lágstemmdari og yfirvegaðri en búast hefi mátt við. Fyrri yfirlýsingin er tilkynning ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að slá á þenslu og sú seinni er að Jón Sigurðssn iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur gefið það út að hann muni gefa kost á sér til formennsku í Framsóknarfloknum á flokksþinginu í ágúst.

Krústsjov! Þú átt vin!

Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn að vísu aldrei lotið forustu manns á borð við Jósef Stalín, því fer alls fjarri þrátt fyrir ýmis önnur og að sumu leyti smávægileg líkindi með flokkunum tveim, sem hér hafa verið nefndir. Eigi að síður hefur Morgunblaðið nú lýst eftir tímabæru uppgjöri við fortíðina, svo að eftirtekt hlýtur að vekja, vegsömun og lof.

Leyndardómur í almannaeigu

Meðan þau fyrirtæki sem hér eiga hlut að máli njóta þeirrar aðstöðu sem fylgir opinberum rekstri þurfa þau einnig að hlíta almennum reglum sem gilda um peninga skattborgaranna. Svo einfalt er það mál.

Sú einfalda tilfinning

Það hefur verið ansi heitt hér í Berlín frá því fótboltakeppnin byrjaði. Við notum þetta margir sem afsökun fyrir því að horfa á leiki undir berum himni og yfir köldum drykk í einhverjum af þessum risastóru bjórgörðum sem virðast helsta lífsmarkið í atvinnulífi borgarinnar þessa dagana. Þetta gefur í leiðinni færi á ýmiss konar félagsfræðilegum athugunum.

Dregið úr fasteignalánum

Þróunin á fasteignamarkaði hér hefur verið ótrúleg á síðustu misserum bæði hvað varðar fjölda bygginga og verðlag. Frá því bankarnir fóru að bjóða íbúðalán í stórum stíl fyrir tæpum tveimur árum hefur fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað upp undir 70 af hundraði og þar með er fasteignaverð í Reykjavík orðið með því hæsta í höfuðborgum Evrópu.

Verðskulduð viðurkenning

17. júní var haldinn hátíðlegur um land allt, venju samkvæmt og fátt kom á óvart. Veðurguðirnir léku ýmsa leiki, mismunandi eftir landshornum en mannfólkið brosti og veifaði fánum og blöðrum, jafnt í sólskini sem rigningu.

Til hamingju hommar og lesbíur

Dagurinn í dag er stór dagur í baráttusögu samkynhneigðra Íslendinga því frá og með þessum degi geta þeir loks fagnað því að njóta sömu grundvallarréttinda og gagnkynhneigðir íbúar landsins.

Bubbi kóngur

Hallgrímur Helgason skrifar

Bubbi Morthens varð fimmtugur á dögunum og þjóðin fagnaði innilega. Ekki síðan Laxness leið hefur verið haldið upp á afmæli listamanns á landsvísu. Bubbi var vel að því kominn. Hann hefur gefið okkur svo mikið og svo lengi. Bubbi á okkur, við eigum Bubba.

Viðleitni til að bæta ímynd

Í höfuðborgum Habsborgaraveldisins gamla, Vín og Búdapest, er umferðin komin aftur í samt lag eftir umsáturs­ástandið sem skapaðist þegar tiginn gestur vestan frá Washington drap þar niður fæti í síðustu viku.

Hver á að gæta varðanna?

Fyrir nokkrum árum síðan skrifaði ég ásamt Orra Haukssyni fyrrum aðstoðarmanni Davíðs Oddssonar fjölmargar greinar um fiskveiðistjórnun. Kvað svo rammt að þessum greinarskrifum að góður vinur minn gaf mér 5 kíló af ufsakvóta og ónýta trillu í afmælisgjöf í þeirri veiku vona að skrifunum linnt úr því að ég væri orðinn hagsmunaaðili.

Erfiðar ákvarðanir létta róðurinn

Þessar vikurnar snýst tilvera heimsbyggðarinnar um fótbolta. Þar er spilað á tvö mörk. Á sama hátt hefur þjóðarbúskapur Íslendinga togast og teygst milli tveggja marka: Annað er í litum stöðugleikans en hitt í litum verðbólgunnar. Eftir nýgerða kjarasamninga vaknar sú spurning hvar þjóðarbúkapurinn stendur í toginu milli þessara tveggja stríðandi marka.

Alltaf í boltanum

En ég hef alltaf haldið því fram að ekkert, ekkert í lífinu, er jafn þroskandi og það hlutskipti að tapa. Það herðir þig og ef einhver manndómur er í þér bregstu við. Þú lærir af mistökunum á vellinum og í lífinu og þú kannt að meta betur sigurinn, þegar loks hann kemur.

Vinnufriður tryggður

Samtök atvinnulífsins og verkalýðshreyfingin náðu í fyrrakvöld mikilvægu samkomulagi um kaup og kjör sem ná mun til á annað hundrað þúsund launþega í landinu. Þeir spyrja sig að sjálfsögðu í kjölfarið: "Hvað fæ ég í minn hlut?" og það fer þá eftir launakjörum og efnahag hvers og eins.

Á að segja varnarsamningnum upp?

Einn af þingmönnum Samfylkingarinnar beitti sér nýverið fyrir því að gerð var skoðanakönnun um afstöðu þjóðarinnar til uppsagnar varnarsamningsins. Niðurstöðurnar gefa að sönnu tilefni til ítarlegra umræðna um þetta mikilvæga viðfangsefni.

Umhverfisbætur eða umhverfisvernd?

Umhverfisvernd er kjörorð dagsins. En gengur umhverfisvernd ekki of skammt? Þarf ekki miklu frekar markvissar umhverfisbætur? Á hverjum degi breytist umhverfið, dýra- og plöntutegundir deyja út í frumskógum við Amasón-fljót, um leið og aðrar tegundir verða til þar og annars staðar í tortímandi sköpun náttúrunnar.

Naflaskoðun blaðamanna

Stundum hefur manni sýnst að íslenskir fjölmiðlar séu á góðri leið með að verða sjálfbærir í fréttum. Það er að segja, að einn daginn verði lítið annað skrifað eða sagt í fjölmiðlum en fréttir af öðrum fjölmiðlum og af fólki sem vinnur við fjölmiðla.

Ég vil elska mín lönd

"Hvaða þjóðremba er nú þetta?" Þessari spurningu dembdi gamall vinur minn einn yfir mig með svolitlum þjósti, þegar hann heyrði mig vitna með velþóknun í hálfrar aldar gamalt ættjarðarástarkvæði Snorra Hjartarsonar, sem hefst á þessum línum: "Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein, þér var ég gefinn barn á móðurkné; ég lék hjá þér við læk og blóm og stein, þú leiddir mig í orðs þíns háu vé."

Fjölmiðlar af einni rót

Frá upphafi fjölmiðlamálsins svokallaða var mér ljóst að það snerist ekki að nokkru einasta leyti um eignarhald á fjölmiðlum. Prósentutölur í því efni skiptu engu máli til eða frá. Það sem málið snerist um var að valdastéttin í landinu taldi sér ógnað með fjörlegri og ágengari fjölmiðlun en hér hafði tíðkast frá því að flokksblöðin liðu undir lok, sællar minningar.

St. Kitts og Nevis-eyja yfirlýsingin

Ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins stendur nú á Sankti Kitts og Nevis-eyjum. Fundurinn hefur samþykkt yfirlýsingu með eins atkvæðis meirihluta þar sem því er lýst yfir að ekki sé lengur þörf á allsherjar hvalveiðibanni. Þetta hafa þótt nokkur tíðindi. En kjarni málsins er hins vegar sá að samþykktin er með öllu gildislaus að þjóðarétti.

Um eftirlaunaósóma

Ef hægt er að hækka laun þingmanna og ráðherra með lögum, þá er líka hægt að lækka laun þeirra með lögum. Það er ekki flóknara en það. Dragist þetta fram yfir kosningar geta þau sem þá bjóða sig fram haldið því fram að súperkjörin hafi haft áhrif á framboð þeirra og hafa kannski eitthvað til síns máls. Þess vegna skiptir meginmáli að snúa ofan af þessu fyrir kosningar.

Umskipti á Austurlandi

Mikil umskipti hafa orðið á Austurlandi á undanförnum misserum og um þessar mundir er æ skýrar að koma í ljós hvaða áhrif stórframkvæmdirnar hafa á þróun og mannlíf þéttbýlisstaðanna eystra. Þar rísa til að mynda margra hæða íbúðahús á mörgum stöðum, ýmis þjónustustarfsemi hefur stóreflst og nýjar opinberar byggingar hafa risið eða eru að rísa.

Sjá næstu 50 greinar