Fleiri fréttir

Öryggi farþega í Strætó

Ragnar Jörundsson skrifar

Strætó bs. hefur á undanförnum árum unnið af miklum metnaði að bættu öryggi í umferðinni. Einn liður í þessari vinnu er sérstakt forvarnarsamstarf milli Strætó og VÍS sem staðið hefur yfir frá árinu 2008. Þetta samstarf hefur skilað verulega marktækum árangri, því umferðaróhöppum og -slysum hefur fækkað um 73% á þessum tíma.

Vænting og vonbrigði

Teitur Björn Einarsson skrifar

Mörgum er tíðrætt um virðingu Alþingis og hvernig auka megi traust löggjafans meðal almennings. Enda er það vissulega áhyggjuefni að þjóðþingið njóti ekki trausts nema hjá litlum hluta þjóðarinnar. En í hverju er þetta vantraust nákvæmlega fólgið? Er það eingöngu bundið við lélega stjórnmálamenn sem ekki eru vandir að virðingu sinni? Eða má kenna lélegri lagasetningu um og spyrja í framhaldinu hvort Íslendingar beri ekki virðingu fyrir þeim lögum sem Alþingi samþykkir? Það kann að vera að svarið felist í því að sá sem lofar öllu er dæmdur til að valda vonbrigðum þrátt fyrir góðan vilja. Væntingin er systir vonbrigðanna.

Leiðin krókótta

Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Nú hefur enn einn sjálfstæðismaðurinn bæst í hóp þeirra sem sjá ný og óvænt tækifæri í atkvæðum þeirra Íslendinga sem ekki mæta á kjörstað. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður flokksins, skrifar í Fréttablaðið 27.10.12. um "svör minnihlutans og þögn meirihlutans“ í nýafstaðinni þjóðaratkvæðagreiðslu. "Þögn meirihlutans“ er hið nýja fagnaðarerindi og kemur í stað hefðbundinna úrslita í lýðræðislegum kosningum. Þorsteinn viðurkennir að nýja "leiðin er að sönnu krókóttari“ "því að menn vita ekki hvað meirihlutinn vill“. En menn eru tilbúnir til að leggja mikið á sig til að ná til nýrra stranda og þótt leiðin sé "að sönnu krókóttari“ skal hún samt farin að mati Þorsteins!

Naglar óþarfir í Reykjavík

Ólafur Bjarnason skrifar

Enn einu sinni stígur framkvæmdastjóri FÍB fram og rómar ágæti nagladekkja og kennir lélegu malbiki um slit á götum borgarinnar. Það er staðreynd að hér eru stærri og þyngri bílar en almennt gerist í borgum sem við berum okkur saman við. Þung og hröð umferð slíkra bíla spænir upp hvaða malbik sem er. Stærri hluti skattfjár fer í endurnýjun á malbiki en þörf er á. Þýskaland hefur fyrir löngu bannað notkun nagladekkja vegna slits á vegum og götum og er þar malbik ekki af verri endanum.

Lítið skref, stór ákvörðun

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Fyrir ekki svo löngu, á tíma kalda stríðsins, voru varnar- og öryggismál bannorð á þingum Norðurlandaráðs. Þess vegna eru yfirlýsingar stjórnvalda í Svíþjóð og Finnlandi um að ríkin muni taka þátt í loftrýmisgæzlu Atlantshafsbandalagsins (NATO) við Ísland stórmerkileg tíðindi.

Vandinn við að vera fatlaður á nóttunni

Dóra S. Bjarnason skrifar

Opið bréf til Bjarkar Vilhelmsdóttur og Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, Jóns Gnarr borgarstjóra og Dags Eggertssonar, forseta borgarstjórnar.

Hvers konar þjóðkirkjuákvæði?

Hjalti Hugason skrifar

Lokatölur í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október urðu athyglisverðar. Tæpur helmingur þeirra sem kosningarrétt höfðu mætti á kjörstað. Um tveir þriðju vilja að frumvarp Stjórnlagaráðs verði lagt til grundvallar við áframhaldandi meðferð málsins á vegum Alþingis, stjórnarskrárgjafans. Þó vék nokkur meirihluti kjósenda frá þessari meginvísbendingu með því að svara spurningu nr. 3 með "Já“-i en þar var spurt: " Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?“

Happdrættiseftirlit ríkisins

Pawel Bartoszek skrifar

Stundum eru nafngiftir opinberra stofnana þannig að halda mætti að einhver hefði lesið bókina 1984, séð þar nöfnin „Sannleiksráðuneyti" og „Friðarráðuneyti" og hugsað með sér: „Þetta er sniðugt. Gerum eins."

Ógnvænlegt – fólk þorir ekki að standa á rétti sínum

Valgerður Bjarnadóttir skrifar

Fólk og fyrirtæki óttast að kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna þjónustu opinberra stofnana. Það geti komið í bakið á þeim þegar leitað sé til stofnana síðar. Hið sama á við ef fólk telur að hið opinbera gangi á rétt þess. Þetta er auðvitað ekkert annað en ógnvænlegt.

Öruggt og heilnæmt umhverfi fyrir alla

Svandís Svavarsdóttir skrifar

Stjórnvöldum er iðulega legið á hálsi fyrir að vera skammsýn og fyrirhyggjulaus. Nærtækt er að benda á hrun bankakerfisins, þar sem framtíðarhagsmunum þjóðar var stefnt í voða, meðal annars vegna ófullburða regluverks og eftirlitskerfis. Það er engum blöðum um það að fletta hversu mikilvægt er að setja samfélaginu skýrar, öflugar og framsýnar leikreglur.

Rok og rokk í Reykjavík og draumar miðaldra manns

Björn Þór Sigbjörnsson skrifar

Þótt veðrið sé leiðinlegt er ekki sami gráminn yfir haustinu nú þegar Reykjavík hefur tekið við árlegu tímabundnu hlutverki sínu sem rokkhöfuðborg heimsins. Iceland Airwaves-hátíðin er hafin með öllum sínum mögnuðu viðburðum og fólk klæðir bara af sér rokið en er samt smart, þökk sé tískuhönnuðum.

Opið bréf til eigenda smálánafyrirtækja

Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar

Ég og elsta systir mín komum fram í Kastljósi 18. september og skýrðum frá þeim vítahring smálána sem fárveik systir okkar var þá komin í. Fengum við sterk viðbrögð og mikið hrós fyrir hugrekki. Ég þakka hólið en velti því samt fyrir mér hvort það sé virkilega hugrekki að neita að vera meðvirkur í þessu þjóðfélagi, stíga fram og segja frá því þegar gráðugir, siðlausir menn notfæra sér ástvini manns?

Framtíðarrifrildi á kaffistofum

Magnús Halldórsson skrifar

Eftir hrun fjármálakerfisins haustið 2008 hefur einn geiri atvinnulífsins skipt sköpum fyrir íslenskan efnahag. Makríllinn kom syndandi inn í lögsöguna í kringum 2006, svo að segja, og síðan hafa veiðar á honum breyst í arðbærastu atvinnugrein landsins, held ég að sé óhætt að segja.

Þjóðarsáttarskuld

Þórður snær júlíusson skrifar

Skýrsla ráðgjafafyrirtækisins McKinsey&Company um leið Íslands til aukins hagvaxtar kemur á gríðarlega góðum tíma inn í íslenska þjóðfélagsumræðu. Menn geta endalaust deilt um gæði þeirra greininga sem fyrirtækið setur fram í skýrslunni en ekki um þann farveg sem höfundar hennar eru að reyna að beina íslenskum stjórnmálamönnum, aðilum vinnumarkaðarins og öðrum hagsmunaaðilum í. Skýrslan leggur nefnilega til nýja þjóðarsátt um hvernig íslenskt efnahagslíf eigi að skapa velsæld til framtíðar fyrir þá sem í því búa.

Þegar ég dey

Davíð Ingi Magnússon skrifar

Þegar ég kveð þennan heim hætta ákveðin ensím og taugaboð að myndast í heilanum. Hugsanir, hreyfingar og tilfinningar mínar verða að engu. Líkami minn verður að öllum líkindum grafinn, enda hugnast mér líkbruni illa. Áður en að greftrinum kemur fer líkami minn í ákveðið ferli hjá næstu heilbrigðisstofnun við dánarstað minn.

Vetur sjálfsánægjunnar

Friðrika Benónýs skrifar

Þessi vetur lítur út fyrir að verða óvenju harður. Ekki endilega hvað veðurfar varðar heldur eru það kosningarnar í vor sem hörkunni valda. Frambjóðendur eru nú þegar, í upphafi nóvembermánaðar, komnir í skotgrafirnar fyrir prófkjörin. Flíka sínu eigin ágæti á kostnað annarra frambjóðenda og bombardera blásaklausa kjósendur með Facebook-síðum, vefsíðum, tilkynningum, fjölskyldumyndum og innihaldslausum viðtölum í fjölmiðlum. Hver og einn reynir að sannfæra okkur um yfirburði sína fram yfir aðra valkosti til að gegna þessu fyrirlitnasta starfi á landinu. Hnútukastið er hafið og hér eru menn þó að keppa við samherja sína. Hjálpi okkur allar vættir þegar prófkjörunum lýkur og menn fara að snúa sér að því að níða skóinn af pólitískum andstæðingum.

Æfingin skapar meistarann

Sigga Dögg skrifar

Ég er kona á fertugsaldri og langar mikið til þess að finna leiðir til þess að fá sterkari fullnægingu og á margvíslegan hátt.

Bætt réttarstaða skuldara

Eygló Þóra Harðardóttir skrifar

Faðir ábyrgist gengistryggt lán dóttur sinnar. Þegar dóttirin getur ekki lengur borgað af láninu, fellur ábyrgðin á föðurinn. Faðirinn ákveður að greiða lánið upp. Ung hjón kaupa bíl á gengistryggðu láni. Lánið er til fimm ára, og er hálft ár eftir þegar lánið er endurútreiknað. Ungu hjónin greiða samviskusamlega og hafa greitt lánið upp. Miðaldra kona skilur ekki hvernig hægt er að breyta vöxtum einhliða á láni sem hún tók, þrátt fyrir evrópskar reglur um neytendalán.

Mannaveiðar

Tryggvi Pálsson skrifar

Fyrir mánuði síðan var þrjátíu manna sendinefnd frá Sunndal í Noregi með kynningu í Hörpunni. Erindið var að ná í gott starfsfólk, nánar tiltekið kennara, verkfræðinga, tannlækni, tæknifræðinga, framkvæmdastjóra, hjúkrunarfræðinga, vinnuvélastjórnendur, iðnaðarmenn og verkafólk. Sérstaklega var sóst eftir ungu, menntuðu fólki; ekki síst barnafjölskyldum. Áður hafa önnur norsk sveitarfélög sent kynningarhópa hingað til lands. Einnig hafa norskir atvinnurekendur auglýst í íslenskum fjölmiðlum eftir Íslendingum. Norsk stjórnvöld eru með sérstakan vef www.norge.is sem auðveldar Íslendingum að sækja um vinnu, nám og ríkisborgararétt í Noregi. Frændur okkar vita hvað þeir vilja og standa vel að verki.

Fær barnið þitt hollan og góðan skólamat?

Bryndís Jónsdóttir og Rósa Steingrímsdóttir skrifar

Á fundi skóla- og frístundaráðs miðvikudaginn 24. október síðastliðinn var kynnt skýrsla starfshóps sem skoðaði meðal annars rekstur mötuneyta í grunnskólum og leikskólum Reykjavíkurborgar. Margt er gott í þessari skýrslu. Til dæmis má nefna nokkuð nákvæma greiningu á matarkostnaði og samanburð á ýmsum valkostum í rekstri mötuneyta. Auk þess var útbúinn þjónustustaðall þar sem meðal annars kemur fram hvernig ber að fara eftir ráðleggingum Landlæknisembættis um máltíðir í skólum og leikskólum.

Hungurlúsin

Guðjón Ragnar Jónasson skrifar

Á dögunum gerði Félag framhaldsskólakennara samning við ríkisvaldið sem byggir á kjarasamningi frá árinu 2011. Í honum var ákvæði um endurskoðun á starfskjörum framhaldsskólakennara haustið 2012 til að bregðast við óheppilegri launaþróun.

Þannig útrýmdi Reykjanesbær kynbundnum launamun!

Stjórnendur Reykjanesbæjar skrifar

Hjá Reykjanesbæ sem vinnuveitanda er enginn kynbundinn launamunur. Þetta er auðvelt að fullyrða þar sem farið er í launabókhald stofnana bæjarins og heildarlaun vegna sömu eða sambærilegra starfa eru borin saman.

Hæstaréttardómur yfir vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar

Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar

Nýfallinn dómur hæstaréttar í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka er áfellisdómur yfir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og eftirlitsstofnunum á fjármálamarkaði. Dómurinn er sigur fyrir lántakendur en jafnframt mikill álitshnekkir fyrir ríkisstjórnina sem brást heimilum og fyrirtækjum alvarlega í þessu máli og kaus að gæta hagsmuna fjármálafyrirtækja.

Stuðningsgrein: Árni Páll er rétti maðurinn

Rannveig Guðmundsdóttir skrifar

Ég tók því afar illa þegar Árni Páll Árnason var settur út úr ríkisstjórn um sl. áramót. Efnahags- og viðskiptaráðuneytinu var þá millilent í sameinuðu atvinnumálaráðuneyti til þess svo að vera staðsett nýverið í fjármálaráðuneyti. Með mannabreytingunni var höggvið í pólitíska stöðu fjölmennasta kjördæmisins og þetta sterkasta vígi jafnaðarmanna – Kraginn – veiklað að óþörfu. Enda kom í ljós samkvæmt Capacent Gallup að fylgi Samfylkingar í kjördæminu hrundi í kjölfarið.

Orkuveitan og almenningur

Guðmundur Ólafsson skrifar

Á dögunum kom út skýrsla um stöðu Orkuveitunnar, en tvær af helstu mjólkurkúm Reykvíkinga hafa verið sameinaðar í henni. Kom í ljós að fjárhagsleg staða hennar er afleit og er helsta orsök talin að gjöld og tekjur eru ekki í sama gjaldmiðli, en sérstaklega á þetta við um afborganir lána sem eru yfirleitt erlend en tekjur í íslenskum krónum.

Áhyggjufulli unglingurinn

Atli Viðar Bragason skrifar

Kristín er 14 ára gömul stúlka. Hún hefur áhyggjur af flestu sem hún þarf að gera. Aðallega finnur hún fyrir óöryggi í nýjum aðstæðum og þolir illa óvissu í daglegu lífi. Hún hefur fyrirfram áhyggjur af atburðum sem eru í vændum. Áður en Kristín fer í skólann kvartar hún reglulega undan magaverk. Í skólanum hefur hún áhyggjur af því að gera mistök, vera sein eða lenda í vandræðum. Hegðun hennar er til fyrirmyndar í skólanum og lætur hún lítið fara fyrir sér. Öll verkefni í skólanum þurfa að vera fullkomin og vinnur hún hörðum höndum að þeim. Hún sækist stöðugt eftir hughreystingu frá foreldrum sínum og spyr endurtekið eins og: Hvað gerist ef ég kem of seint? eða hvað ef ég svara spurningum í tíma vitlaust?

Sjá næstu 50 greinar