Öryggi farþega í Strætó Ragnar Jörundsson skrifar 2. nóvember 2012 08:00 Strætó bs. hefur á undanförnum árum unnið af miklum metnaði að bættu öryggi í umferðinni. Einn liður í þessari vinnu er sérstakt forvarnarsamstarf milli Strætó og VÍS sem staðið hefur yfir frá árinu 2008. Þetta samstarf hefur skilað verulega marktækum árangri, því umferðaróhöppum og -slysum hefur fækkað um 73% á þessum tíma. Núna standa einmitt yfir formlegir öryggisdagar Strætó og VÍS í þriðja skipti undir heitinu Öryggisdagar Strætó bs. og VÍS, þar sem meðal annars er lögð áhersla á aukið öryggi farþega í strætisvögnunum. En hvernig geta farþegar tryggt eigið öryggi þegar þeir ferðast með strætó? Helstu atriði sem gott er að farþegar hugi að: n að standa ekki alveg á ystu brún gangstéttar þegar þeir bíða eftir strætisvagni á biðstöð, sérstaklega eftir að fer að kólna og hætta er á að hálkublettir myndist. n að hafa fargjaldið tilbúið áður en komið er inn í vagninn. n að gefa sér tíma til að framvísa kortum og skiptimiðum þannig að vagnstjóri fái tækifæri til að lesa gildistímann. n að vera viðbúnir þegar vagninn tekur af stað. n að forðast troðning og færa sig aftarlega í vagninn á anna- og álagstímum. n að sýna tillitssemi og standa upp fyrir þeim sem augljóslega þurfa frekar sæti. n að gæta vel að yngri börnum, bæði á leið inn og út úr vagninum. n að vera ávallt viðbúnir þegar vagninn nemur staðar. Öll þessi atriði auka öryggi farþega og gera ferðirnar ánægjulegri og skilvirkari. Óhappa- og slysatíðni hjá Strætó bs. er hlutfallslega mjög lág miðað við almenn óhöpp og slys í umferðinni. Að ferðast með strætó er því öruggari og þægilegri leið til að fara til og frá vinnu eða skóla, eða bara skreppa í heimsóknir. Að auki er það miklu ódýrara og minna mengandi ferðamáti. Strætó bs. hefur stöðugt unnið að bættu aðgengi á biðstöðum. Undanfarið hefur verið gert verulegt átak í þeim efnum en þetta er þó nokkuð stórt verkefni og eftir er að lagfæra og endurbæta víða. Við vagnstjórar hjá Strætó bs. reynum að leggja okkar af mörkum til þess að auka öryggi farþega okkar. Það er hlutverk okkar að hafa farþega Strætó í fyrirrúmi og að þeir komist heilir og sáttir á áfangastað. Góða og örugga ferð með Strætó! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Strætó bs. hefur á undanförnum árum unnið af miklum metnaði að bættu öryggi í umferðinni. Einn liður í þessari vinnu er sérstakt forvarnarsamstarf milli Strætó og VÍS sem staðið hefur yfir frá árinu 2008. Þetta samstarf hefur skilað verulega marktækum árangri, því umferðaróhöppum og -slysum hefur fækkað um 73% á þessum tíma. Núna standa einmitt yfir formlegir öryggisdagar Strætó og VÍS í þriðja skipti undir heitinu Öryggisdagar Strætó bs. og VÍS, þar sem meðal annars er lögð áhersla á aukið öryggi farþega í strætisvögnunum. En hvernig geta farþegar tryggt eigið öryggi þegar þeir ferðast með strætó? Helstu atriði sem gott er að farþegar hugi að: n að standa ekki alveg á ystu brún gangstéttar þegar þeir bíða eftir strætisvagni á biðstöð, sérstaklega eftir að fer að kólna og hætta er á að hálkublettir myndist. n að hafa fargjaldið tilbúið áður en komið er inn í vagninn. n að gefa sér tíma til að framvísa kortum og skiptimiðum þannig að vagnstjóri fái tækifæri til að lesa gildistímann. n að vera viðbúnir þegar vagninn tekur af stað. n að forðast troðning og færa sig aftarlega í vagninn á anna- og álagstímum. n að sýna tillitssemi og standa upp fyrir þeim sem augljóslega þurfa frekar sæti. n að gæta vel að yngri börnum, bæði á leið inn og út úr vagninum. n að vera ávallt viðbúnir þegar vagninn nemur staðar. Öll þessi atriði auka öryggi farþega og gera ferðirnar ánægjulegri og skilvirkari. Óhappa- og slysatíðni hjá Strætó bs. er hlutfallslega mjög lág miðað við almenn óhöpp og slys í umferðinni. Að ferðast með strætó er því öruggari og þægilegri leið til að fara til og frá vinnu eða skóla, eða bara skreppa í heimsóknir. Að auki er það miklu ódýrara og minna mengandi ferðamáti. Strætó bs. hefur stöðugt unnið að bættu aðgengi á biðstöðum. Undanfarið hefur verið gert verulegt átak í þeim efnum en þetta er þó nokkuð stórt verkefni og eftir er að lagfæra og endurbæta víða. Við vagnstjórar hjá Strætó bs. reynum að leggja okkar af mörkum til þess að auka öryggi farþega okkar. Það er hlutverk okkar að hafa farþega Strætó í fyrirrúmi og að þeir komist heilir og sáttir á áfangastað. Góða og örugga ferð með Strætó!
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar