Þegar ég dey Davíð Ingi Magnússon skrifar 1. nóvember 2012 08:00 Þegar ég kveð þennan heim hætta ákveðin ensím og taugaboð að myndast í heilanum. Hugsanir, hreyfingar og tilfinningar mínar verða að engu. Líkami minn verður að öllum líkindum grafinn, enda hugnast mér líkbruni illa. Áður en að greftrinum kemur fer líkami minn í ákveðið ferli hjá næstu heilbrigðisstofnun við dánarstað minn. Á bak við þetta ferli stendur vel menntað fólk á borð við lækna og hjúkrunarfræðinga. Það er gott að hugsa til þess að hæft fólk muni annast jarðneskar leifar mínar eftir minn dag. Það eru þó blikur á lofti hvað varðar hæfi þessara heilbrigðisstarfsmanna. Ástæðan er ekki sú að heilbrigðisstarfsmenn á Íslandi séu vanhæfir til þess að sinna störfum sínum en vegna niðurskurðar til Háskóla Íslands, gæti svo farið. Niðurskurðurinn bitnar með beinum hætti á verðandi heilbrigðisstarfsmönnum og nú þegar hefur Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, sökum fjárskorts, þurft að fella niður hluta af námskeiði um meðhöndlun líka. Hvernig eiga þessir starfsmenn að geta sinnt skyldum sínum ef þekkingin er ekki til staðar? Mun líkami okkar fá þá virðingu að vera meðhöndlaður af hæfu starfsfólki eftir okkar dag? Ég beini þessum einföldu spurningum til ráðamanna í íslensku samfélagi og óska eftir því að þeir íhugi vandlega í hvað fjármagnið fer þegar fjárlög til Háskóla Íslands verða tekin til skoðunar á næstu vikum. Ég tel að svarið sé einfalt. Fyrsta flokks háskólar, fyrsta flokks samfélag. Annars flokks háskólar, annars flokks samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég kveð þennan heim hætta ákveðin ensím og taugaboð að myndast í heilanum. Hugsanir, hreyfingar og tilfinningar mínar verða að engu. Líkami minn verður að öllum líkindum grafinn, enda hugnast mér líkbruni illa. Áður en að greftrinum kemur fer líkami minn í ákveðið ferli hjá næstu heilbrigðisstofnun við dánarstað minn. Á bak við þetta ferli stendur vel menntað fólk á borð við lækna og hjúkrunarfræðinga. Það er gott að hugsa til þess að hæft fólk muni annast jarðneskar leifar mínar eftir minn dag. Það eru þó blikur á lofti hvað varðar hæfi þessara heilbrigðisstarfsmanna. Ástæðan er ekki sú að heilbrigðisstarfsmenn á Íslandi séu vanhæfir til þess að sinna störfum sínum en vegna niðurskurðar til Háskóla Íslands, gæti svo farið. Niðurskurðurinn bitnar með beinum hætti á verðandi heilbrigðisstarfsmönnum og nú þegar hefur Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, sökum fjárskorts, þurft að fella niður hluta af námskeiði um meðhöndlun líka. Hvernig eiga þessir starfsmenn að geta sinnt skyldum sínum ef þekkingin er ekki til staðar? Mun líkami okkar fá þá virðingu að vera meðhöndlaður af hæfu starfsfólki eftir okkar dag? Ég beini þessum einföldu spurningum til ráðamanna í íslensku samfélagi og óska eftir því að þeir íhugi vandlega í hvað fjármagnið fer þegar fjárlög til Háskóla Íslands verða tekin til skoðunar á næstu vikum. Ég tel að svarið sé einfalt. Fyrsta flokks háskólar, fyrsta flokks samfélag. Annars flokks háskólar, annars flokks samfélag.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar