Fleiri fréttir

Fílar í postulínsbúð

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Í götumynd lágreistra timburhúsa frá aldamótunum 1900 er falið brot af sögu þjóðarinnar.

Einu sinni var...

Gerður Kristný skrifar

Frönsku þættirnir Einu sinni var... voru skemmtilegir. Þar birtust Fróði og félagar og sögðu frá því sem drifið hafði á daga jarðarinnar og íbúa hennar frá árdögum. Ekki var látið staðar numið í nútímanum því síðustu þættirnir veittu innsýn í framtíðina. Þá voru þetta tómar getgátur en nú er greinilegt að í þeim mátti finna sannleikskorn því að undanförnu hefur mér virst sem við værum einmitt stödd í þessum síðustu þáttum Einu sinni var ...

Stjórnmálamönnum er sjálfrátt

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar

Skipan í stöður hins opinbera laut lengst flokkslegum sjónarmiðum. Ráðamenn iðkuðu þann leiða leik að láta flokksskírteinin ráða, hundsuðu reynslu, virtu að vettugi hæfni og létu það duga að nýr starfsmaður hafði rétt tengsl við Flokkinn.

Frétt ársins

Þórgunnur Oddsdóttir skrifar

Brúðkaup eins ríkasta manns þjóðarinnar og frétt af konu sem greindi frá því í útvarpinu að maðurinn hennar héldi fram hjá með geðhjúkrunarfræðingi eru fréttir ársins 2007 sé litið á samantekt fréttavefs Vísis yfir mest lesnu fréttirnar.

Dvínandi afli í Evrópu

Þorvaldur Gylfason skrifar

Evrópusambandið var í öndverðu reist á þeirri snjöllu hugmynd, að millilandaátök um náttúruauðlindir, einkum kol og stál, hefðu haft svo hörmulegar afleiðingar í álfunni, þar á meðal þrjár styrjaldir á sjötíu árum, að nauðsyn bæri til að færa þessar auðlindir undir sameiginlega yfirstjórn til að koma í veg fyrir frekari stríðsátök í Evrópu.

Áramótaheitin

Dr. Gunni skrifar

Nýtt ár og nýtt líf? Nei, ætli það. Bara sama gamla og góða, enda þarf maður ekkert að ,,taka sig í gegn" - þannig.

Flugeldaveislu hlýtur að ljúka

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Árið 2008 er gengið í garð með tilheyrandi sprengjugný og eldglæringum. Íslendingar létu ekki óveður á áramótum halda tiltakanlega aftur af sér í sprengigleði og björgunarsveitir og aðrir sem tekjur hafa af flugeldasölu geta unað glaðir við sitt.

Veður til að skapa

Þorsteinn Pálsson skrifar

Endurnýjun kjarasamninga er mikilvægasta og um leið eldfimasta verkefni sem við blasir í upphafi nýs árs. En það er kvika í því umhverfi sem þeir hrærast í sem leiða eiga þessa mikilvægu samninga til lykta.

Lögmál um togstreitu

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Allir þurfa einhversstaðar að eiga heima. Einkar ánægjuleg og spennandi var frásögnin sem ég las á dögunum af því hvernig frumefnin eignuðust samastað sinn í lotukerfinu, enda stílgáfa höfundarins með eindæmum.

Kossinn í Avignon

Einar Már Jónsson skrifar

Eins og lög gera ráð fyrir féll að lokum dómur á mál stúlkunnar sem smellti kossi á einlitt og mjallahvítt málverk eftir Cy Wombly, þannig að það var ekki einlitt og mjallahvítt lengur heldur kom á það eldrautt far eftir varalit.

Handhafar sannleikans

Jón Kaldal skrifar

Á árinu sem nú er að baki komst hlýnun jarðar af manna völdum á hvers manns varir og öðlaðist almenna viðurkenningu.

Spáð í 2008

Þráinn Bertelsson skrifar

Veður á árinu 2008 verður svipað og undanfarin ár nema heldur vætusamara á 17da júní og um verslunarmannahelgina.

Nú árið er fokið

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Það er svo mikið rok þessa dagana að engu er líkara en að maður sé staddur á lokasíðu Hundrað ára einsemdar eftir Marquez.

Við áramót

Guðni Ágústsson skrifar

Við þessi áramót er staða Íslendinga mjög góð og hefur raunar verið það undanfarin ár en nú eru blikur á lofti sem ekki hafa sést lengi.

Réttlæti, raunsæi og jöfnuður

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar

Þau tímamót urðu í íslenskum stjórnmálum á árinu að mynduð var ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar.

Ísland á jaðrinum

Auðunn Arnórsson skrifar

Nú um áramótin fjölgar aðildarríkjum Evrópska myntbandalagsins um tvö, þegar Kýpur og Malta verða fjórtánda og fimmtánda landið sem taka upp evruna. Um þessi áramót verða jafnframt þau tímamót, að Slóvenía tekur við formennskunni í Evrópusambandinu, fyrst nýju aðildarríkjanna í mið- og austanverðri álfunni. Reyndar verður Slóvenía væntanlega eitt síðasta ríkið sem gegnir formennskuhlutverkinu í sambandinu með þeim hætti sem hefð hefur verið fyrir allt frá stofnun þess fyrir hálfri öld.

Jólakort frá Íslandi

Þráinn Bertelsson skrifar

Hallóhalló, öllsömul þarna úti í geimnum og fyrir handan, uppi og niðri og allt um kring! Við ætlum að halda jólin að þessu sinni á smáeyju sem heitir Ísland og er rétt fyrir neðan það sem eftir er af Norðurheimskautinu.

Árangur með samstilltu átaki

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Íslendingar aka nú að meðaltali nærri þremur kílómetrum hægar á klukkustund en þeir gerðu í fyrra. Meðalhraðinn samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar á tíu stöðum á hringveginum var í fyrra 97 km á klukkustund en er í ár 94,1.

Auðvald sem sat að svikráðum

Jón Kaldal skrifar

Fyrir réttum tveimur árum skrifaði Matthías Johannessen skorinorða ádrepu um nútímann í Lesbók Morgunblaðsins.

Skíðahöll rísi við Úlfarsfell

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar

Síðustu sólarhringana fyrir hátíðar taka íslenskar fjölskyldur að búa sig til skíðaferða. Þær sækja burt úr skarkalanum og halda jól undir snævi þöktum brekkum, halda hátíð ljóssins í snjóbirtu og skemmta sér hátíðardagana á skíðum.

Uppi á stól stendur mín Anna

Gerður Kristný skrifar

Í ár varð óvenjulítið fár í fjölmiðlum vegna jólastressins eins og oft hefur hent á aðventunni. Þess í stað fjölluðu fjölmiðlar fagmannlega um jóladrykkju og jólaþunglyndi sem eyðilagt hafa hátíðina fyrir mörgu barninu. Fyrir flesta er aðventan samt sem betur fer alltaf jafnnotaleg.

Jólaskraut

Dr. Gunni skrifar

Ég hef fastmótaðar skoðanir á jólaskrauti. Mér finnst að í jólaskreytingu fjölskyldunnar eigi öllu að ægja saman, stíllinn á að vera sundurlaus, jafnvel smekklaus. Fimm ára heimagerður músa­stigi má alveg hanga við hliðina á nýjustu gullkúlunni frá Georg Jensen.

Einelti fullorðinna ekki bundið við vinnustaði

Einelti meðal fullorðinna er síður en svo einskorðað við vinnustaði. Segja má að einelti geti skotið upp kollinum í alls kyns aðstæðum þar sem sami hópur hittist reglulega hvort sem hann er skuldbundinn til þess eða kemur saman til að njóta góðra stunda. Einelti meðal fullorðinna er misgróft og lýtur í raun svipuðum lögmálum og einelti meðal barna og unglinga.

Skynsamlega unnið úr aðstæðum

Auðunn Arnórsson skrifar

Á komandi vori mun sveit franskra orrustuþotna taka sér í fyrsta sinn stöðu á Keflavíkurflugvelli og stunda æfingar í íslenzku lofthelginni um nokkurra vikna skeið.

Jólagíraffinn er ekki til

Karen D. Kjartansdóttir skrifar

Ég hef ánægju af því að ráða ráðum mínum við jólasveinana og sjá til þess að sandalinn sem sonur minn hefur sett upp í glugga innihaldi gjafir á hverjum morgni fram að jólum.

Auðlindaskattur,réttlæti og laun: Lítil umræða

Þorsteinn Pálsson skrifar

Alþingi hefur að tillögu sjávarútvegsráðherra fellt tímabundið niður auðlindaskatt af þorskveiðiréttindum. Óveruleg umræða hefur farið fram um þessa breytingu. Skýringin er hugsanlega sú að hér er um að ræða tiltölulega hóflegan skatt.

Samráðið var blekking

Siv Friðleifsdóttir skrifar

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar eru gefin fyrirheit um samráð í öryggis- og varnarmálum landsins. Þar segir: „Ríkisstjórnin mun fylgja markaðri stefnu í öryggis- og varnarmálum og koma á fót samráðsvettvangi stjórnmálaflokkanna um öryggismál.“

Jólagjöf til þjóðarinnar

Þráinn Bertelsson skrifar

Tími venjulegrar manneskju skiptist í vinnutíma og frítíma. Samkvæmt verðmætamati þjóðfélagsins er vinnutími fremur lítils virði nema í undantekningartilvikum þegar um háttsetta aðila er að ræða. Vinnutími kvenna er yfirleitt mun ódýrari en vinnutími karla þótt ýmsar mælingar bendi til þess að kvenna- og karlaklukkustundir séu jafnlangar.

Málæði er lýðræði

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Meðal þeirra skringistöðva í sjónvarpinu sem sú frábæra uppfinning fjarstýringin hefur gert manni kleift að staldra við á meðan aðrir heimilismeðlimir bregða sér frá er sú sem sendir frá Alþingi. Þar hef ég séð háttvirta þingmenn halda ræðu sem viðkomandi ræðumaður virtist ekki einu sinni sjálfur vera að hlusta á.

Togstreita réttinda og öryggis

Svanborg Sigmarsdóttir skrifar

Eitt sinn sagði Milan Kundera að réttindi byggist nú á kröfu einstaklingsins að þrár hans séu uppfylltar. Þegar nútímamaðurinn vilji eitthvað telji hann sig eiga heimtingu á því að eignast það. Til að ítreka mál sitt er lögð fram krafa á grundvelli mannréttinda.

Úrbótavilji í verki

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Skólakerfið hefur verið talsvert rætt undanfarnar vikur. Full ástæða er til að fagna því að umræða um þennan mikilvæga málaflokk eigi sér stað. Tilefni umræðunnar er annars vegar niðurstöður alþjóðlegu samanburðarkönnunarinnar sem kennd er við Pisa og birt var á dögunum og hins vegar frumvörp til laga um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla sem menntamálaráðherra lagði fram í þinginu um svipað leyti og niðurstöður samanburðarkönnunarinnar voru kynntar.

Álagabærinn

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Þriðjudaginn 10. júní 2003 kom bæjarstjórn Kópavogs saman til fundar að Fannborg 2 og tók þá örlagaríku ákvörðun að vegur sem liggur sunnarlega í gegnum Kórahverfi skyldi heita Rjúpnavegur. Þessi samþykkt fór algjörlega fram hjá mér.

Þróun sem virkar

Stefán Jón Hafstein skrifar

Besti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er Jimmy Carter. Hann er á níræðisaldri en ötull baráttumaður fyrir bættum hag fátækra í Afríku.

Samviskuveiki?

Þorsteinn Pálsson skrifar

Á liðnu vori var gerður samningur um yfirfærslu á vatnsréttindum ríkissjóðs í Þjórsá til Landsvirkjunar. Gera átti út um endurgjaldið á síðari stigum. Í reynd var um að ræða tilfærslu á eignarréttindum innan ríkiskerfisins. Ríkisendurskoðun hefur komist að þeirri niðurstöðu að gildi samningsins sé eftir fjárreiðulögum háð samþykki Alþingis.

Af lúserum

Hámarks niðurlæging mannlegrar tilveru er að vera stimplaður minnipokamaður, eða það sem oftar er sagt, lúser. Því rífum við okkur upp á hverjum degi, í leðjuþykku svartnættinu, til að fara að gera það sem við gerum.

Afbrot eða afrek?

Þorsteinn Pálsson skrifar

Tveir alþingismenn hafa að undanförnu borið stjórnarmenn í Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar þungum sökum. Þeir eru sagðir hafa brotið lög og misfarið með eignir ríkisins með því að selja þær vinum og vandamönnum undir markaðsverði á bak við tjöldin.

Baráttan um biblíusögurnar

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Tilvalin leið til sjálfsvorkunnar er að rifja upp mistök foreldra sinna. Þrátt fyrir að þau hafi trúlega barist um á hæl og hnakka við að vera bestu uppalendur í heimi er hægt að vera furðu naskur á allskyns óréttlæti sem maður var látinn þola sem barn.

Koma óorði á fjöldann

Jón Kaldal skrifar

Fréttir undanfarinna vikna hljóta að vera þungbærar fyrir útlendinga á Íslandi. Það einfaldar örugglega ekki tilveru fjölmargra Pólverja og Litháa hér á landi þegar fréttir eru sagðar af því að landar þeirra hafi verið handteknir grunaðir um alvarlega glæpi.

Tekið í nauðhemilinn

Auðunn Arnórsson skrifar

Meðal umtöluðustu frétta utan úr heimi í liðinni viku var að hinar sextán leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hefðu komizt að þeirri niðurstöðu í sameiginlegri skýrslu, að stjórnvöld í Íran ynnu ekki markvisst að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum og hefðu raunar hætt því þegar árið 2003.

Sjá næstu 50 greinar