Fleiri fréttir

Alvöru rave fyrir fullorðna – „Við bjuggum til þessa senu“

Snemma á tíunda áratugnum var RAVE menningin að hasla sér völl í “öndergrándinu” hér á landi. Agnar Agnarsson eða Agzilla eins og hann er oft kallaður opnaði streetwear og plötubúðina Undirgöngin sem var einskonar miðpunktur senunnar á þessum tíma.

„Áður en við vissum af vorum við farnir að semja og pródúsa saman“

Bear The Ant er nýtt band sem var stofnað í miðju covid 2021. Meðlimir bandsins eru þeir Björn Óli Harðarson (söngur) og Davíð Antonsson (trommur) sem margir þekkja úr hljómsveitinni Kaleo. Félagarnir voru að senda frá sér sína fyrstu fjögurra laga EP plötu, Unconscious ásamt tónlistarmyndbandi. Albumm hitti á kappana á sólríkum degi í miðbænum og fékk meðal annars að spyrja þá út í plötuna, samstarfið og hvort það sé ekki erfitt að finna tíma sem trommari í nýju bandi ásamt því að vera trommari á sama tíma í heimsfrægri hljómsveit.

SKEPTA tryllir landann í Valshöllinni

Tónlistarmaðurinn Skepta kemur fram á sínum fyrstu sólótónleikum á Íslandi föstudaginn 1. júlí nk. í Valshöllinni en miðasala hefst 3. maí á tix.is.

Frumsýning - Manic State með glænýtt lag og myndband!

Haraldur Már og Friðrik Thorlacius skipa dúóið Manic State og eru þeir heldur betur að þruma sér inn í sviðsljósið en í dag gefa drengirnir út nýtt lag og myndband. Lagið ber heitið Heltekinn og er það Æsir sem ljáir laginu rödd sína. 

Mánudagsplaylisti Ísaks Morris

Tónlistarmaðurinn Ísak Morris hefur komið víða við og er á blússandi siglingu um þessar mundir. Fyrir skömmu sendi hann frá sér lagið You Light Up The Sky sem hefur fengið frábærar viðtökur.

Mánudagsplaylisti Írisar Rós

Tónskáldið og söngkonan Íris Rós hefur samið mikið af lögum og tónverkum, meðal annars kórverk, strengjakvartetta, blásturs og hljómsveitarverk, einnig sönglög, popp og jazz.

Átti ekki að lifa af en gefur nú út plötu

Svavar greindist nýlega með hjartagalla eftir að hafa fengið blóðtappa í heilann og eftir mikla óvissu um orsök ferðir hans á spítalans fékk hann þau svör að að hann ætti ekki miklar líkur á að lifa af veikindinn. Svavar hefur alltaf verið heilbrigður og mikill útivistarmaður og hafði verið í fjallgöngum, stundað sund og líkamsrækt og var honum því verulega brugðið við þessar fréttir.

Mánudagsplaylisti Júlíönu Liborius

Leikkonan og Leikstjórinn Júlíana liborius hefur marga hatta og hefur svo sannarlega komið víða við sem allt tengist sviðslistum á einn eða annan hátt.

Sjá næstu 50 fréttir