Fleiri fréttir

FÓLK framleiðir hönnun Gunnars Magnússonar

FÓLK Reykjavík og Gunnar Magnússon, sem hlaut heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands á föstudag, hafa undirritað samning um endurútgáfu og einkarétt á útgáfu hönnunar Gunnars og kynningar og markaðssetningar á hönnunarverkum hans og arfleifð næstu árin.

Væri eyðumerkurheimur „Dune“ raunverulega lífvænlegur?

Lífsbaráttan er hörð á eyðimerkurhnettinum Arrakis sem er sögusvið stórmyndarinnar „Dune“. Fólk þarf sérstaka búninga til að lifa af þrúgandi hitann sem eirir engu. Þrátt fyrir að bókin sem myndin byggir á hafi verið skrifuð fyrir tæpri hálfri öld hafa loftslagsfræðingar komist að öfgakennt loftslag Arrakis sé nokkuð raunsætt.

Náttúruperla við ströndina sem fáir utan heimamanna vissu af

„Hér er mikil náttúruperla,“ segir jarðfræðingurinn Steingrímur J. Sigfússon um klettaströndina á Rauðanesi í Þistilfirði, sem lengi vel var nánast eins og vel varðveitt innansveitarleyndarmál, en ferðamenn hafa verið að „uppgötva“ á seinni árum.

Hestur hljóp á lögreglubíl

Lögregluþjónum brá heldur betur í brún þegar þeir voru kallaðir út vegna hests sem gekk laus í úthverfi London í gærmorgun. Þegar þeir mættu á vettvang kom hesturinn hlaupandi úr myrkrinu og hljóp á bíl þeirra.

„Hjólabretti er fyrir alla” – Frábær námskeið og æfingar

Hjólabrettafélag Reykjavíkur býður nú í fyrsta skipti upp á æfingar á hjólabrettum og má nefna t.d. námskeið fyrir krakka, unglinga og fullorðna en einnig er boðið upp á stelpunámskeið og fjölskyldunámskeið. Einnig eru æfingar tvisvar sinnum í viku fyrir þá sem eru ögn lengra komnir.   […]

Upphafsspyrna Hannesar gæti skotið honum á svið með meisturunum

Það vakti athygli bíóunnenda og fleiri þegar í ljós kom að kvikmyndin Leynilöggan rakaði inn 15,9 milljónum króna opnunarhelgina 22. til 24. október. Aðeins einu sinni áður hafði kvikmynd rofið 15 milljóna múrinn og var það fyrir fimmtán árum. Ýmislegt hefur breyst í landslaginu síðan þá, bæði hvað varðar aðsókn í bíó og verðlag í landinu.

Óbærilegt að vera manneskja á tímum samfélagsmiðla

„Okkur langaði núna fyrst og fremst að gera skemmtilegt leikhús,“segir Tatjana Dís Aldísar Razoumeenko. Leikhópurinn Konserta sýnir nú á Loftinu í Þjóðleikhúsinu fyrsta leikverk sitt, Sýningin okkar.

Yfirtaka: Leikjarinn spilar gamla Nintendo 64 leiki

Birkir Fannar, sem þekktur er sem leikjarinn, tekur yfir Twitch-rás GameTíví í kvöld. Hann er þekktur fyrir stórt safn sitt af gömlum tölvuleikjum og græjum og ætlar að sýna hluta þess.

Leyni­löggan sýnd víða í Evrópu og Asíu

Framleiðslu- og dreifingarfyrirtækið Alief hefur selt sýningarrétt að Leynilöggunni í fjölmörgum löndum í Evrópu og Asíu. Leynilöggan hefur gengið fyrir fullum kvikmyndahúsum hér á landi alla vikuna og hefur hlotið mikið lof. 

Krabbamein og allt sem því fylgir algjör hlandfata

Fimmtudagskvöldið, 4 nóvember, heldur Kraftur Kraftmikla strákastund á Kexinu. Markmiðið með stundinni er að karlmenn sem hafa verið snertir af krabbameini hvort sem þeir hafa greinst með krabbamein eða eru makar, synir, feður, afar, vinir eða jafnvel samstarfsaðilar hittist, deili reynslu sinni og heyri í öðrum jafningjum.

Poppgyðjan Þórunn Antonía gerði allt vitlaust í Grósku

Icelandic Startups í samstarfi við Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd Háskóla Íslands héldu stærstu vísindaferð frá upphafi í Grósku á dögunum og mættu þar yfir 500 háskólanemar til að kynna sér Gulleggið – stærstu frumkvöðlakeppni landsins.

Geralt berst við skrímsli og menn í annarri stiklu Witcher

Netflix birti í dag aðra stiklu annarrar þáttaraðar The Witcher. Ævintýraþættirnir fjalla um stríðsmanninn Geralt of Rivia, galdrakonuna Yennifer og hina merkilegu Ciri og baráttu þeirra við skrímsli, konunga, keisara og galdrakarla.

Eurovision-myndin um Hatara aftur í bíósal

A Song Called Hate eða Lagið um hatrið, heimildarmyndin sem fylgir meðlimum Hatara á Eurovision-ferð til Ísrael og Palestínu, verður sýnd á hátíðlegri styrktarsýningu í Bíó Paradís um helgina.

Verður fyrstur Vinanna til að skrifa sjálfs­ævi­sögu

Kanadísk-bandaríski leikarinn Matthew Perry hefur ákveðið að setjast við skriftir og rita ævisögu sína og veita þannig lesendum innsýn í tökurnar á Vinum, sjónvarpsþáttunum vinsælu  sem framleiddir voru á árunum 1994 til 2004 og skutu Perry upp á stjörnuhimininn.

List án landamæra opnuð í Ráðhúsinu

List án landamæra var opnuð við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Athöfnin var bæði fjölmenn sem góðmenn og var eftirvæntingin áþreifanleg eftir að fá loksins að upplifa og njóta bæði listarinnar og samverunnar, samkvæmt tilkynningu sem send var á fjölmiðla.

Bylgjan órafmögnuð: KK flytur sín þekktustu lög

Söngvaskáldið KK steig á stokk í kvöld og flutti sín þekktustu lög í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Tónleikarnir voru fluttir á Bylgjunni og sýndir á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir.

Ronaldo á von á tvíburum í annað sinn

Knattspyrnukappinn Cristiano Ronaldo á von á tvíburum með kærustu sinni spænsku fyrirsætunni Georginu Rodríguez. Ronaldo tilkynnti um barnalánið á Instagram-síðu sinni í dag þar sem skötuhjúin liggja undir sæng og sína sónarmynd.

Gæsahúðarútgáfa af Nangíjala úr Rómeó og Júlíu

Sýningin Rómeó og Júlía, sem hefur verið á fjölunum í Þjóðleikhúsinu í haust, hefur vakið mikla athygli og heillað leikhúsgesti unga sem aldna. Sviðsetningin er sannkölluð sjónræn veisla eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi.

Tólf manna óhefðbundin fjölskylda við Esjuna

Þættirnir Afbrigði í umsjón Ingileifar Friðriksdóttur hófu göngu sína á Stöð 2 á dögunum en þar er fjallað um fólk sem lifir óhefðbundnum lífsstíl og er óhætt að segja að um afar sérstaka og öðruvísi þætti sé að ræða.

Ætlar að sýna mönnum hver það er sem ræður

„Ég fékk smá kaldan svita og fór að hugsa hvað ég væri að gera,“ segir rapparinn knái úr Kópavogi sem kennir sig við hnetusmjör. Hann er að vísa í tilfinninguna sem hann upplifði þegar hann gaf út ævisögu sína, 24 ára gamall.

Magnaður flutningur Árnýjar Margrétar í Hall­gríms­kirkju

Árný Margrét Sævarsdóttir er ung sveitastelpa sem hefur skapað sér nafn sem tónlistarkona á afar skömmum tíma. Hún hafði verið að semja tónlist inn í herberginu sínu á Ísafirði þegar hún komst í samband við tónlistarmanninn Högna Egilsson og boltinn fór að rúlla.

Dópsali í sautján ára fangelsi vegna dauða Mac Miller

Þrír menn voru ákærðir í tengslum við dauða rapparans Mac Miller. Einn hefur nú játað sekt sína að hluta og fallist á sautján ára fangelsisvist með dómsátt. Mac Miller lést árið 2018 eftir að hafa tekið of stóran skammt af fíkniefnum.

Sjá næstu 50 fréttir