Fleiri fréttir

Íslensk-sænska myndin Hemma hlýtur verðlaun

Sænsk-íslenska kvikmyndin Hemma, hlaut í gær áhorfendaverðlaunin, Pusan Bank Award, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Pusan. Hátíðin er ein stærsta og virtasta kvikmyndahátíðin í Asíu að sögn Guðrúnar Eddu Þórhannesdóttir, meðframleiðanda myndarinnar.

Hvorki glæpasaga né ástarsaga og þó

Glæpurinn: ástarsaga er ný bók Árna Þórarinssonar sem kemur út á þriðjudag. Þrátt fyrir nafnið segir Árni söguna falla undir hvoruga skilgreininguna.

Gríðarleg stemning í Ísland Got Talent - Fólk á öllum aldri og jafnvel dýr

"Það er búið að vera fullur salur frá því í morgun,“ sagði Auðunn Blöndal, kynnir í þættinum Ísland Got Talent. "Það er gríðarleg stemning og fullt af efnilegu fólki búið að spreyta sig. Það er skemmtilegt að þetta virðist vera fólk á öllum aldri og líka hundar og fleiri dýr.“

Draumamaðurinn er 23 ára tölvunarfræðingur

Friðrik Már Jónsson 23 ára gamall tölvunarfræðingur öðlaðist skyndilega frægð í dag á internetinu. Friðrik á afmæli í dag og vinur hans Finnur Kolbeinsson opnaði af því tilefni heimasíðuna Draumamaðurinn Friðriki til heiðurs.

Aldrei stærri utandagskrá

Utandagskrá Iceland Airwaves hefur aldrei verið stærri en í ár. Alls telur hún 624 tónleika.

Margt sem breytist á fimm árum

Katrína Mogensen, söngkona hljómsveitarinnar Mammút sem sendir frá sér plötu eftir fimm ára bið í lok mánaðarins, segir mikinn létti fylgja útgáfu plötunnar. Hún útskrifast sem myndlistarmaður frá LHÍ í vor en segir menntakerfið meingallað.

Swift heillast af vandræðapésum

Söngkonan Taylor Swift segist helst hrífast af dularfullum strákum sem búa yfir leyndarmáli. Þetta segir hún í viðtali við tímaritið In Style.

Diskóið tekur öll völd

Bee Gees-heiðurstónleikar fara fram í Háskólabíói í kvöld, í tilefni þess að 35 ár eru frá því að kvikmyndin Saturday Night Fever var frumsýnd hér á landi

Vinsælt umfjöllunarefni

Samband Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, og Jónínu Leósdóttur verða gerð góð skil í bókinni Við Jóhanna sem kemur út fyrir jól.

Flest lögin fjalla um eina stelpu

Átján ára poppari úr Verslunarskóla Íslands, Steinar Baldursson, sendir í nóvember frá sér sína fyrstu plötu. Hún kemur út undir listamannsnafninu Steinar og er það Sena sem gefur út.

Maðurinn sem blessar húsin

Magnea B. Valdimarsdóttir, leikkona og kvikmyndagerðarmaður, stendur fyrir Reykjavíkurfrumsýningu á sinni fyrstu heimildamynd í dag. Myndin heitir Hverfisgata og fjallar um Helga sem blessar hús við götuna.

Trommarar sameinast í dag

Trommarinn 2013 verður haldinn í hátíðarsalur FÍH við Rauðagerði 27 í dag. Þetta er í fimmta sinn sem viðburðurinn fer fram

Josh Homme kom á óvart

Hljómsveitin Arctic Monkeys kom aðdáendum sína á óvart í vikunni þegar að Josh Homme kom fram með þeim á tónleikum í Los Angeles

Reykvíkingar láta ljós sitt skína

"Ég vona að sem flestir kýli á þetta því það eru 10 milljónir í verðlaun og það verður hrikalega gaman hjá okkur í vetur,“ segir Auðunn Blöndal, þáttarstjórnandi Ísland got talent sem verður á dagskrá í vetur á Stöð 2.

Eftirminnileg uppsögn með hjálp Kanye West

Lagið Gone í flutningi Kanye West er nú fyrst að komast inn á topplista Billboard, átta árum eftir útgáfu þess, því að Maria Shifrin, höfundur og uppistandari, sagði upp vinnu sinni í síðasta mánuði með óhefðbundnum hætti.

Fannst Cheryl Cole of stjórnsöm

Tre Holloway segir að ástarsamband sitt með Cheryl Cole hafi farið í hundana þegar honum leið eins og hann væri að tapa sjálfum sér.

Banksy-æði í New York

Íbúar New York leita nú logandi ljósi að verkum graffíti-huldulistamannsins Banksy.

Bleikur er liturinn í dag

Nú er bleikur október genginn í garð. Bleika slaufan er til sölu og bleik uppboð eru í gangi á hverjum degi. Lífið ákvað að hylla bleika litinn því svo margt í kringum okkur tengir okkur við bleikt, hvort sem það eru bílar, heimili, föt, hár, varalitir eða jafnvel kettir.

Klassísk og vönduð Esprit hausttíska

Ný árstíð er gengin í garð. Haustið er svo sannarlega komið með snarpari vindhviðum og laufblöðum í viðeigandi litum. Hausttískan birtist hér með fallegum og vönduðum fötum frá Esprit Smáralind sem endurspegla þennan fallega tíma.

Semja söngva um landsliðsmenn

Tólfan er stuðningsmannafélag íslenska karla- og kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Félagið telur um 150 meðlimi af báðum kynjum og hlakka þeir til leiksins í kvöld.

Óvitar frumsýndir tvisvar sama daginn með ólíkum leikhópum

Leikritið Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur verður frumsýnt tvisvar í Þjóðleikhúsinu á sunnudaginn. Fimmtán börn leika í hvorri sýningu auk níu af leikurum Þjóðleikhússins. Ný tónlist í verkinu er eftir Moses Hightower.

Ljóst á tískuvikunum

Tískuvikurnar eru yfirstaðnar. Þar voru vor- og sumarlínur fyrir árið 2014 sýndar.

Vinir Sjonna hittast

Þetta voru miklir fagnaðarfundir, enda hópurinn sterkur vinahópur

Flóknar tæknibrellur í Noah

Darren Aronofsky, leikstjóri stórmyndarinnar Noah sem var að hluta til tekin upp á Íslandi, segir að sumar tæknibrellurnar sem fyrirtækið Industrial Light & Magic notaði í myndinni hafi verið þær flóknustu í sögu þess.

Skarsgård í myndbandi Cut Copy

Svíinn Alexander Skarsgård, best þekktur sem vampíran Eric Northman í sjónvarpsþáttunum True Blood, er í aðalhlutverki í myndbandi Cut Copy við lagið Free Your Mind.

Sjá næstu 50 fréttir