Lífið

Draumamaðurinn er 23 ára tölvunarfræðingur

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Friðrik Már er á ferðalagi um Bandaríkin, hann er í spennufalli vegna vefsíðunnar sem vinur hans opnaði honum til heiðurs.
Friðrik Már er á ferðalagi um Bandaríkin, hann er í spennufalli vegna vefsíðunnar sem vinur hans opnaði honum til heiðurs.
Friðrik Már Jónsson 23 ára gamall tölvunarfræðingur öðlaðist skyndilega frægð í dag á internetinu. Friðrik á afmæli í dag og vinur hans Finnur Kolbeinsson opnaði af því tilefni heimasíðuna Draumamaðurinn Friðriki til heiðurs.

Á síðunni segir meðal annars: „Hæ! Ég heiti Frikki og ég er draumamaðurinn þinn! Á þessari síðu er hægt að sjá upp á hvað ég hef að bjóða í tilvonandi ástarsambandi okkar. Ég og þú, látum þetta gerast!“

Fyrir neðan er svo hægt að ýta á hnapp til að skrá sig í ástarsamband með Friðriki. Á síðunni segir ýmislegt fleira. Meðal annars að rómantíkin sé uppáhalds tíkin hans Friðriks, að hann sé handlaginn, með góðan skeggvöxt og láti fólk hlæja.

„Mér finnst þetta mjög fyndið,“ segir Friðrik. En eftir að síðan fór í loftið er allt búið að vera rauðglóandi hjá honum.

Hann segir að upphafið af þessu megi rekja til afmælisdags Friðriks í fyrra. Þá keypti Finnur auglýsingu fyrir hann á Facebook, auglýsingin birtist á Facebook síðum þúsunda einhleypra íslenskra kvenna og þar kom fram að Friðrik væri góður kostur.

„Þannig að þegar hann átti afmæli, þá gerði ég treiler fyrir myndina Elskandinn og kynnti Finn til sögunnar sem mann í leit að ástinni. Það var mitt svar.“

„En núna er þetta komið svo miklu lengra, Finnur keypti lén og allt og gerði alvöru heimasíðu og er búinn að dreifa þessu út um allt.“





Finnur Kolbeinsson, opnaði síðuna Draumamaðurinn í dag, til heiður vini sínum. Síðan hefur vakið mikla athygli.
Friðrik lýsti því að hann hafi í langan tíma grunað að Finnur myndi gera eitthvað í tilefni afmælisins, en vissi ekki hvað. Á Facebook síðu Finns hefur hann verið að telja niður í daginn. „Ég er í alvöru búinn að vera í panikki yfir þessu og það er spennufall í gangi núna. Mér finnst þetta samt mjög fyndið.“

Friðrik er á ferðalagi um Bandaríkin núna þar sem hann er að líta í kringum sig og skoða nokkrar borgir. Hann er nýútskrifaður úr tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og fannst góður tími til þess að fara og skoða sig um núna.

„Ég er einhleypur og hann líka, ég veit ekki hvað gerist þegar annar hvor okkar fer á fast, þá vitum við ekkert hvað við getum gert til að stríða hinum á afmælisdaginn.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.