Fleiri fréttir

Konur heiðraðar
Tískuritið Elle US hélt árlegan fögnuð sinn á Four Seasons-hótelinu í Beverly Hills á sunnudag. Fjöldi þekktra einstaklinga sótti viðburðinn. Elle US fagnaði í 19. sinn viðburðinum Celebration of Women in Hollywood. Leikkonan Emma Watson hlaut Calvin Klein Collection Emerging Star-verðlaunin í ár og einnig voru Cate Blanchett, Elle Fanning, Emma Stone, Shirley MacLaine og Susan Sarandon heiðraðar þetta kvöld.

Þvílíkt kamelljón
Geri aðrir betur hin undurfagra og ljúfa Emma Stone en hún er ein af fáum sem kemstu upp með að skipta reglulega um útlit svo um munar. Stone hefur í gegnum tíðana skipt um hárlit, fatastíl, förðunarstíl og hvað eina og á einhvern undraverðan hátt virðist allt fara henni vel eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni.

Halda góðgerðarball til styrktar Kvennaathvarfinu
Félagsfíklarnir hafa áður haldið böll, en þetta verður fyrsta góðgerðarballið.

Ég fer aldrei í megrun
Breska leikkonan Amanda Holden er ávallt í sviðsljósinu í heimalandi sínu en er alveg sama þó gula pressan velti sér upp úr holdafari hennar.

Vandræðaleg á rauða dreglinum
Ástralska stórstjarnan Nicole Kidman virðist hafa allt til alls en það er samt eitt sem kemur henni úr jafnvægi.

Eiginkonur og mæður eru líka sexí
Sjónvarpsstjarnan Connie Britton á glæstan feril að baki í sjónvarpi. Hún hefur meðal annars leikið í Friday Night Lights og American Horror Story og leggur mikla vinnu í karakterana sína.

Trúlofunarhringar stjarnanna
Það er ekkert til sparað þegar kemur að trúlofunarhringum sem skærustu stjörnurnar í Hollywood bera á sínum fingrum.

Fyrstu myndirnar eftir framhjáhaldið
Twilight parið Kristen Stewart og Robert Pattinson voru mynduð saman í gær, mánudag. Eins og sjá má á myndunum voru þau bæði með derhúfu og sólgleraugu. Vel virtist fara á með parinu. Kristen hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að myndir náðust af henni í ástaratlotum við leikstjóra kvikmyndarinnar Snow White and the Huntsman. Bæði Kristen og leikstjórinn sendu frá sér afsökunarbeiðni í kjölfarið þar sem hún sagði að henni þætti atvikið leitt og að hafa valdið fólkinu í kringum sig svona miklum skaða og þá sérstaklega manneskjunni sem að hún elskar og virðir mest - Robert Pattinson sem hefur eflaust átt enn erfiðara með að sætta sig við framhjáhaldið.

Brotin eftir boxtíma
Client List leikkonan Jennifer Love Hewitt var á ferðinni í Los Angeles um helgina. Vakti athygli að leikkonan er var með blátt gifs á öðrum handleggnum en ástæðan mun vera sú að hún að brotnaði á úlnlið í boxtíma á dögunum.

Unga fólkið er sniðugra en við höldum
Ægir Örn Kristjánsson í Hofsstaðaskóla vann gullverðlaun í flokki útlits og formhönnunar í nýsköpunarkeppni grunnskólanema fyrir kassann sinn Plastver, sem er kassi ætlaður þeim sem vilja fara varlega þegar þeir sprengja upp flugelda og tertur. Ægir fékk einnig viðurkenningu fyrir sköpunarkraft, frumkvæði og uppfinningargleði. Í verðlaun hlaut Ægir glænýjan Ipad, viðurkenningu forseti Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, sem er verndari keppninnar. Sjá úrslit keppninnar sem haldin var í 21. sinn HÉR.

Ástin blómstrar víst í Hollywood
Hollywoodstjörnurnar Jennifer Garner og Ben Affleck leiddust þegar þau röltu um götur Parísar í Frakklandi á mánudaginn var. Háværar sögusagnir í slúðurheiminum sem eru oftar en ekki helber lygi - um að þau væru að skilja hafa hljómað nánast síðan þau byrjuðu saman. Eins og sjá má brostu hjónin og gáfu sér tíma til að láta mynda sig með aðdáanda.

Hefur ekki farið á stefnumót í tvö ár
Það er enginn dans á rósum að vera heimsfræg eins og söngkonan Rihanna en hún segist ekki hafa farið á stefnumót í tvö ár. Segir hún menn almennt feimna að nálgast sig. "Það býður mér enginn á stefnumót, trúðu mér. Ég bíð eftir því að einhver gerist nógu hugrakkur til að spyrja. Svo finnur maður bara þann ranga þegar maður fer að leita,“ lét söngkonan hafa eftir sér í viðtali við Vogue á dögunum.

Yngri kærasti = meira fjör?
Söng- og leikkonunni Jennifer Lopez leiðist ekki með unga kærastanum Casper Smart sem er aðeins 24 ára gamall. Jennifer, sem er 43 ára gömul, hefur viðurkennt opinberlega að þeim líður vel saman og að hún getur verið hún sjálf með unga dansaranum sem sér um dansatriðin hennar hvar sem hún kemur fram. Ætli aldursmunurinn sé lykillinn að því að konur yfir fertugu blómstri? Á meðfylgjandi myndum má sjá Jennifer með unglambinu og dóttur hennar, Emme í verslunarleiðangri í París í Frakklandi. Þá má einnig sjá eldri myndir þar sem Max sonur hennar er einnig með í för.

Best of 2012 haldið í Höllinni
"Moses hefur ekki spilað þar áður. Þetta verður örugglega mikið stuð,“ segir Steingrímur Karl Teague úr hljómsveitinni Moses Hightower.

Snilldar konutímarit á netinu
"BRANDit er þriggja daga persónuleg vinnustofa fyrir konur í viðskiptalífinu sem vilja hressa upp á eða bæta enn frekar ímynd síns persónulega vörumerkis og eða fyrirtækis síns. Skerpa á skilaboðunum og miðla vörumerki sínu," segir Anna M. Þorvaldsdóttir spurð út í glænýtt tímarit á netinu sem skoða má HÉR. "Niðurstaðan er birt í sérstakri útgáfu af rafræna BRANDit tímaritinu sem dreift er til kvenna í viðskiptalífinu um allan heim. Hver og einn þátttakandi fær persónulegan hlekk til nota í sjálvirkum e-mail undirskrift og á heimasíðu sinni," segir Anna.

Stafnbúi Steindórs og Hilmars kominn út
Rímnatónlist er vafalaust einhver merkasti menningararfur Íslendinga. Steindór Andersen, okkar þekktasti kvæðamaður, hefur hér valið tólf stemmur sem hann flytur við seiðmagnaða tónlist kvikmyndatónskáldsins og Allsherjargoðans Hilmars Arnar Hilmarssonar.

Aldursbilið hverfur í skemmtilegum félagsskap
Linda Baldvinsdóttir og Jóna Björg Sætran eru konurnar að baki markþjálfunarfyrirtækinu Coaching Camp ehf.

Klædd í stíl við kettlinginn
Kim Kardashian er upptekin við tökur á sjónvarsþættinum Keeping Up With the Kardashians og í þetta sinn fer hún með kettlinginn sinn í gæludýraverslun í Miami í Florida. Eins og sjá má er sjónvarpsstjarnan klædd í stíl við gæludýrið sem er algjört krútt.

Heimsótti heimili goðsins
Ásgeir Trausti tók þátt í tónlistarviðburðinum Reykjavík Calling í borginni Seattle.

Eru einu kennararnir í kyrrðinni á Drangsnesi
Björn Kristjánsson er fluttur úr Reykjavík norður á Drangsnes ásamt konu sinni Birnu Hjaltadóttur.

Frægur Frakki í Fríkirkjunni
Heimsfrægur leikstjóri tónlistarmyndbanda, sem hefur lokið við upptökur hér á landi. Hann hefur leikstýrt tónlistarmynböndum hjá stjörnum eins og Rihönnu og Drake.

Steldu stíl ofurfyrirsætu
Heidi Klum var án efa best klædda mamman á fótboltavellinum um helgina er hún fylgdist með syni sínum Henry keppa. Dressið sem ofurfyrirsætan valdi sér hefði getað gengið við nánast hvaða tilefni sem er enda klassískt, kvenlegt og pínu rokkaði í senn. Síðast en ekki síst auðvelt að tileinka sér.

Heillandi hægagangur
Kristinn Ágúst Friðfinnsson hefur verið prestur á Selfossi og nágrenni í 20 ár. Hann er litríkur persónuleiki sem er ekkert óviðkomandi þegar kemur að þjónustunni við sóknarbörnin.

Albert æfir með Arsenal
Albert Guðmundsson hefur byrjað að spila með enska stórliðinu Arsenal

Mamma kemur með Mika
Tónlistarmaðurinn Mika kemur til íslands og spilar í Silfurbergi í Hörpu 18.desember.

Elskar bleika kjóla
Hin gullfallega Elizabeth Hurley er ötull talsmaður í baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Hún hefur lagt lóð sín á vogarskálar baráttunnar síðustu ár, meðal annars með því að vera dugleg að klæðast bleiku. Kíkið á flottustu bleiku kjólana hennar Liz!

Afslöppuð ofurfyrirsæta
Módelið Irina Shayk var ekkert að stressa sig þegar paparassar eltu hana á röndum á Manhattan í New York.

Grét í hárgreiðslustólnum
Bandaríska leikkonan Tia Mowry eignaðist sitt fyrsta barn í fyrra. Þá lofaði hún sjálfri sér að hún myndi klippa sig stutt en þegar í stólinn var komið helltust alls kyns tilfinningar yfir hana.

Við börðumst við átröskun!
Pussycat Dolls-skvísan Nicole Scherzinger opnaði sig á dögunum um baráttu sína við átröskun. Hún er langt frá því að vera eina konan í stjörnuheiminum sem hefur gengið í gegnum slíka erfiðleika.

Ómálaðar stjörnur
Stjörnurnar í Hollywood eru yfirleitt óaðfinnanlegar og því rekur mann oft í rogastans þegar þær sjást ómálaðar.

Óþekkjanlegur svona kafloðinn
Leikarinn Jared Leto, 40 ára, gekk hröðum skrefum um Soho hverfið í New York í gærdag með hárið vatnsgreitt aftur og skeggjaður. Eins og hann segir sjálfur þá er hann fullur af sjálfstrausti og er slétt sama hvaða skoðun aðrir hafa á honum.

Beckham ekki barnshafandi
Victoria Beckham, 38 ára, hefur sent frá sér tilkynningu um að hún er ekki barnshafandi. af fimmta barninu eins og fjölmiðlar vestan hafs halda fram. Meðfylgjandi myndir voru teknar af henni versla í London með Harper dóttur sinni.

Þá er Jack Osbourne genginn út
Jack Osbourne gekk að eiga Lisu Stelly fyrir tveimur vikum á Hawai. Eins og sjá má á myndinni stal yngsti fjölskyldumeðlimurinn, fimm mánaða gamla dóttir þeirra sem heitir Pearl Clementine, senunni. Foreldrar Jack, Ozzy og Sharon, létu sig ekki vanta. 48 gestir mættu í athöfnina og fögnuðu með fjölskyldunni fram á rauða nótt.

Ætlar Kim Kardashian að biðja Kanye West?
Kim Kardashian hitti systur sínar þær Khloe og Kourtney ásamt Scott Disick yfir hádegisverði á South Beach um helgina. Athygli vakti að Kim sýndi þeim stóran gullhring sem skoðaður var í bak og fyrir. Velta fjölmiðlar því nú fyrir sér hvort hún ætli að biðja kærastans og rapparans Kanye West.

Nicole Scherzinger sýnir leggina
Nicole Scherzinger sýndi ljósmyndurum þokkafulla leggina í renndum kjól um helgina eftir úrslitakvöld X Factor í Bretlandi þar sem hún situr í einu af dómarasætinu. Fyrrverandi Pussycat Dolls söngkonan var með fallega smokey förðun við heldur rokkaðan kjólinn eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Fríður fjallahópur í góðum gír
Meðfylgjandi myndir tón Jóhann Smári á árshátíð félagsskapar sem var stofnaður í kringum Þorstein Jakobsson og göngur hans fyrir Ljósið sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein.

Umvafin fáklæddum karlfyrirsætum
Leikkonan og ofurskutlan McCarthy er vön að vekja á sér athygli með einum eða öðrum hætti þegar hún mætir á rauða dregilinn tískusýningar og aðra viðburði.

Rústar hótelherbergi í flippinu
Spéfuglinn Rebel Wilson gengur ávallt alla leið til að kitla hláturtaugarnar. Á því var engin undantekning þegar hún sat fyrir hjá ljósmyndara á hótelherbergi sínu í Los Angeles.

Trúlofaðist í Moskvu
Kærustuparið Halldór Halldórsson og Magnea Guðmundsdóttir trúlofuðust um helgina.

Gaf eiginhandaráritanir í Kringlunni
Fjöldi fólks mætti og fékk eiginhandaráritun frá Pöttru, sem er í stuttri heimsókn á Íslandi.

Spurning um að skipta um stílista
Söngkonan Christina Aguilera hefur alltaf verið heldur skrautleg til fara og átt þau mörg tískuslysin í gegnum tíðina. Þótti mörgum hún ekki alveg í takt þegar hún mætti með syni sínum að týna grasker í Hollywood um helgina fyrir hrekkjavökuna sem nú nálgast enda nánast bleikhærð og í druslulegum fötum.

Magnaðir minningartónleikar Ellýjar Vilhjálms
Meðfylgjandi myndir voru teknar á minningartónleikum Ellýjar Vilhjálms fyrir troðfullu húsi - í Laugardalshöllinni á laugardaginn var. Gríðarlega góð stemning var í höllinni og tónleikagestir skemmtu sér konunglega. Stórsöngvarar Íslands sáu um að rifja upp feril Ellýjar og fjölmiðlakonan Margrét Blöndal var frábær sem kynnir sýningarinnar en Margrét skrifaði einnig ævisögu Ellýjar sem gefin er út af Senu - lesa meira um bókina hér.

Ofurstöð í eldfjallafræði undir forystu íslenskra vísindamanna
"Ofurstöðvar í eldfjallafræði - FutureVolc", miðar að því að samþætta vöktun og rannsóknir á eldfjöllum. Verkefnið hefur fengið vilyrði fyrir tæplega sex milljóna evra styrk frá Evrópusambandinu, jafnvirði um 950 milljóna króna.

Ný stjórn Listahátíðar í Reykjavík skipuð
Stjórnarskipti urðu á fulltrúaráðsfundi Listahátíðar í Reykjavík fyrir helgi. Þar var nýr listrænn stjórnandi, Hanna Styrmisdóttir, formlega boðinn velkominn til starfa.

Því hann er svo meiriháttar
Ótrúlega átakalítil skáldævisaga fyrstu eiginkonu Hemingways. Bætir litlu við það sem áður var vitað og snertir lesandann grátlega lítið.