Fleiri fréttir

Dansleikur í Iðnó

Diskótvíeykið ''Þú og Ég'' heldur dansleik í Iðnó ásamt ''Moses Hightower'', föstudagskvöldið 14. september. Hljómsveitirnar komu fyrst saman á Innipúkanum um nýliðna verslunarmannahelgi og þótti samstarfið heppnast með eindæmum vel. Því vildum við endurtaka leikinn fyrir þá sem sáu sér ekki fært að mæta.

Tónlistarleg ekkólalía

Maður hefði haldið að undir kirkjutónlist flokkaðist eingöngu músík sem hefði trúarlega skírskotun. Svo þarf ekki að vera.

Helgi ekki á leið í pólitík

Margir hinna tæplega fimm þúsund Facebook-vina Helga Seljan sjónvarpsmanns ráku upp stór augu í gær þegar tilkynnt var á síðu hans að hann hygðist láta af störfum hjá Ríkisútvarpinu og fara í framboð fyrir Bjarta framtíð.

Ítölsk mynd um Ísland

Glæný heimildarmynd um Ísland, séð með augum tveggja ítalskra listamanna, verður sýnd á Riff-hátíðinni. Hún nefnist Tralala og var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í síðustu viku við góðar undirtektir.

Game of Thrones á íslensku

Íslendingar hafa ekki farið varhluta af ævintýrabókaröðinni A Song of Ice and Fire eftir George R. R.

Dansað um tilvist mannsins

Listdans, myndlist, tónlist og ljós leggjast á eitt í verkinu Dúnn eftir dansdúettinn Litlar og nettar sem frumsýnt verður í Tjarnarbíó á föstudag.

True Blood parið eignast tvíbura

True Blood parið Anna Paquin og Stephen Moyer sendu frá sér tilkynningu í dag um að þau hefðu nýlega eignast tvíbura.

Tökur á framhaldi Hungurleikanna hafnar

Tökur á framhaldi myndarinnar The Hunger Games hófust í gær. Fyrri myndin naut gríðarlegra vinsælda þegar hún var sýnd um allan heim fyrir einungis fáeinum mánuðum og er aðalleikkonan, Jennifer Lawrence orðin heimsfræg fyrir hlutverk sitt. Mynd númer tvö byggir á bók eftir Suzanne Collins en hún skrifaði þrjár bækur um ævnintýri Kadniss.

Angelina Jolie keypti Beckham nærbuxur fyrir Pitt

Stórleikkonan Angelina Jolie gerði stórkaup í H&M verslun í Surrey á dögunum. Á meðal þess sem hún keypti voru sérstakar David Beckham nærbuxur sem hún keypti fyrir eiginmann sinn, leikarann Brad Pitt.

Sigur Ros biður breska tónleikagesti afsökunar

Hljómsveitin Sigur Ros hefur beðist afsökunar á því að hafa bannað skipuleggjendum Bestival tónleikanna í Bretlandi að streyma atriði þeirra á tónleikunum á netinu. Samkvæmt vefnum Contatcmusic urðu tónlistarmennirnir lítt kátir þegar þeim var tilkynnt að atriði þeirra á tónleikunum yrði fært og þeir myndu koma fram fyrr um daginn, en þeir komu fram á tónleikunum á sunnudag. Töldu þeir að atriðið kæmi ekki eins vel út ef þeir myndu spila í björtu. Eftir að hafa spilað á tónleikunum skoðuðu tónlistarmennirnir myndskeið af atriði þeirra og neituðu að birta það á netinu. Þeir hafa núna beðist afsökunar á því.

Kirstie Alley kom Tom Cruise til varnar

Leikkonan Kirstie Alley kom Tom Cruise vini sínum til varnar þegar sjónvarpsstöðin Entertainment Tonight spurði hana út í fréttir tímaritsins Vanity Fair af því að Cruise fengi aðstoð Vísindakirkjunnar við að ræða við konur sem hann sæi sem mögulegan maka. Eins og fram hefur komið var aðild Cruise að Vísindakirkjunni nefnd sem ein helsta ástæða þess að Katie Holmes sótti um skilnað frá honum fyrr í sumar.

Listakonur kryfja mannsheilann

Tvær ungar listakonur ætla að bregða sér í hlutverk vísindamanna og flytja fræðilegan fyrirlestur um mannsheilann í næstu viku. Stúlkurnar munu einblína á sjón og tilfinningar og skoða hvernig hugur mannsins vinnur úr sjónrænum- og tilfinningalegum upplýsingum. Þær hlutu styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna hjá Rannís og hafa í sumar kynnt sér mannsheilann í þaula.

Sharon Stone hefur engu gleymt

Leikkonan kynþokkafulla Sharon Stone var stórglæsileg að sjá er hún yfirgaf veitingarhús ásamt vinir í Hollywood í gær.

Trylltir aðdáendur Zac Efron

Það ætlaði vægast sagt allt um koll að keyra þegar leikarinn ungi og myndarlegi, Zac Efron mætti til frumsýningar kvikmyndarinnar "At Any Price" á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í vikunni.

Glee stjarna í gegnsæjum kjól

Glee stjarnan Lea Michele skildi lítið eftir fyrir ímyndunaraflið þegar hún sást yfirgefa sýningu í Hollywood um helgina.

Lady Gaga mætti í brúðarkjól

Poppstjarnan Lady Gaga virðist ekki ætla að verða uppiskroppa með aðferðir til að láta á sér bera þegar kemur að fatnaði og stíl.

Victoria Secret fyrirsæta í myndatöku á sundlaugarbakka

Veturinn er svo sannarlega ekki kominn allstaðar eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru á tökustað á meðan fyrirsætan Erin Heatherton sat fyrir í nýrri auglýsingaherferð fyrir Victoria Secret á dögunum.

Stiller í miðjum stormi

Stórleikarinn Ben Stiller sleppur ekki við hraustu haustlægðina frekar en aðrir Íslendingar, en stórstjarnan lét taka þessa mynd af sér nærri Hornafirði í einhverri kröftugri vinhviðunni og birti á samskiptavefnum Twitter. Líklega má Stiller þakka sínu sæla að hafa ekki fokið út í veður og vind en sjálfur skrifar hann með myndinni, í lauslegri þýðingu: "Ég er staddur í íslenskum stormi!“

Rokkjötnar verða líklega endurteknir

„Það kemur allt til greina en það er ekkert búið að ákveða neitt,“ segir Snæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld, spurður hvort Rokkjötnar verði endurteknir á næsta ári.

Lögin byrjuð að tínast inn

„Við byrjuðum að taka á móti lögum fyrir undankeppni Eurovision síðastliðinn föstudag. Það er þegar farið að týnast inn og þar á meðal er komið eitt lag frá útlöndum. Lögin þurfa samt að vera frá Íslendingum komin að tveimur þriðju hlutum svo það þarf að athuga hvort það lag sé gjaldgengt í keppnina,“ segir Hera Ólafsdóttir hjá RÚV.

Fullkomnun í hinu ófullkomna

Byrjum á því mikilvægasta, lesandi góður: Farðu á Dýrin í Hálsaskógi! Farðu fyrir barnið í sjálfum þér og farðu með þau börn sem þér standa næst. Það verður skemmtilegt síðdegi og þið eigið eftir að koma syngjandi heim.

Barnabókaverðlaunin til Grænlands

Grænlenski rithöfundurinn Lars-Pele Berthelsen hlaut barnabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins 2010, sem veitt voru í Norræna húsinu á föstudag við setningu hátíðarinnar Nýja slóðir.

Yfirkokkur sádiarabíska kóngsins hrifinn af Íslandi

"Ég má ekki taka hrátt kjöt með mér til baka, svo ég get ekki gefið kónginum margt að smakka. Ég fer þó heim með nokkrar uppskriftir sem ég mun eflaust reyna að nota," segir Philippe Villon, yfirkokkur konungsins í Sádi-Arabíu.

Óskabyrjun á ferlinum

Ásgeir Trausti Einarsson er ungur tónlistarmaður sem hefur vakið mikla athygli undanfarna mánuði.

Minningartónleikar um Loft í kvöld

Minningartónleikar um Loft Gunnarsson, sem hefði orðið 33 ára á þessum degi, verða haldnir í Vídalínkirkju í Garðabæ í kvöld klukkan átta. Loftur var þekktur maður og er orðin táknmynd baráttunnar um bættan aðbúnað utangarðsmanna í Reykjavík.

Tekur við góðri beinagrind

"Hingað til hef ég verið Robin í þessu dæmi. Ætli ég sé ekki bara orðinn Hvell-Geiri núna?“ veltir Ágúst Már Garðarsson fyrir sér, en hann hefur tekið við umsjón tónleikaraðarinnar Kaffi, kökur og rokk og ról af blaðamanninum Arnari Eggerti Thoroddsen, sem nemur nú tónlistarfræði í Edinborg.

Moses Hightower á tónleikum Gogoyoko

Margt var um manninn á fimmtudaginn þegar Moses Hightower og Snorri Helgason komu fram á tónleikum í tónleikaröðinni gogoyoko wireless, sem gogoyoko heldur í samstarfi við Smirnoff. Moses Hightower gáfu nýverið út plötuna Önnur Mósebók. Meðfylgjandi myndir segja meira en mörg orð.

Ný lög á næsta ári

Sigur Rós hefur bókað sig á fimmtán tónleika í Evrópu í febrúar og mars á næsta ári. Portúgal, Þýskaland og Bretland verða á meðal viðkomustaða.

Keypti íslensk málverk

Íslandsvinurinn og Harry Potter-stjarnan Emma Watson var hér á landi fyrir skömmu við tökur á mynd Darren Aronofsky, Noah, ásamt Russel Crowe, sem tryllti lýðinn á menningarnótt í Reykjavík með því að flytja tónlist í Hjartagarðinum.

Jessica Simpson búin að missa 20 kíló

Jessica Simpson segist hafa misst um 20 kíló frá því að hún ól dóttur sína Maxwell Drew Johnson í maí. Þessu uppljóstraði hún þegar hún kom fram í spjallþætti Katie Couric á ABC sjónvarpsstöðinni. Simpson segir að það hafi ekki verið auðvelt að grennast.

Vorlína 2013 - Victoria Beckham

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá vorlínuna fyrir næstkomandi ár sem Victoria Beckham sýndi á tískuvikunni í New York í gær.

Vill ekki eignast börn

Ellen DeGeneres segist ekki hafa áhuga á að eignast börn. Orðrómur hefur verið uppi um að hún og eiginkona hennar, leikkonan Portia de Rossi, ætli að stofna fjölskyldu. Hann er greinilega ekki á rökum reistur.

Vilhjálmur og Kate á leið til Asíu

Vilhjálmur prins og Kate, eiginkona hans, eru nú á leið frá Englandi til Asíu í níu daga ferð. Þau hafa verið í suðurhluta Frakklands að undanförnu en ætla núna að fara til Singapore í tilefni af því að sextíu ára krýningarafmæli Elísabetar, drottningar Englands, er í ár. Parið mun ferðast til fjögurra landa á níu dögum. Þau byrja á Singapore, fara svo til Malasíu, því næst til Salmoneyja og svo til Tuvalu.

Kelly Osbourne ældi í teiti

Kelly Osbourne varð fyrir því óláni um helgina að drekka stóran sopa af vodka, sem hún hélt að væri vatn. Osbourne var í teiti í tengslum við New York Fashion Week þegar hún fékk sér sopann. Hún ældi samstundis. "Munnurinn minn, hálsinn og maginn eru að grillast. Ég er farinn að halda að ég hafi drukkið eitur, eins og ég hafi drukkið naglalakkaeyðir,“ skrifaði Osbourne á Twitter. Þetta er ekki fyrsta ólánið sem Kelly lendir í því að á dögunum lenti hún í því að brúsi með brúnkuspreyi sprakk í töskunni hennar.

Vinnusöm Victoria Beckham

Það virðist lítið um frí hjá Victoriu Beckham um þessar mundir en hún sást rjúka á fund eftir aðeins örstuttan hádegisverð ásamt sínum heittelskaða þar sem þau skáluðu fyrir nýjustu línu Beckham á tískuvikunni í New York sem sýnd var fyrr um daginn.

Sigurjón Kjartansson: Eins og að selja osta til Sviss

Sigurjón Kjartansson, handritshöfundur sjónvarpsþáttarins Réttar, kveðst afar ánægður með að tekist hafi að selja réttinn að þáttunum til bandarísks framleiðanda. Eins og greint var frá í morgun hefur NBC keypt réttinn að þáttunum. Framleiðendurnir sem standa að Homeland og 24 munu framleiða nýju þættina ef að því kemur að þeir verða gerðir.

Sendi forseta skilaboð

Lindsay Lohan sendi Barack Obama skilaboð í gegnum Twitter þar sem hún óskaði eftir skattalækkunum handa einstaklingum á Forbes-listanum.

Sjónvarpsstjörnur á Tískuvikunni í New York

Sjónvarpsstjörnurnar, Lauren Conrad, Mandy Moore, Mariska Hargitay og fleiri til mættu á Lela Rose Spring 2013 tískusýninguna á Mercedes-Benz Tískuvikunni í New York um helgina.

Leikstýrir í fyrsta sinn

Renée Zellweger ætlar að setjast í leikstjórastólinn í fyrsta sinn og leikstýra gamanmyndinni 4½ Minutes. Leikkonan fer einnig með aðalhlutverkið í myndinni á móti Johnny Knoxville.

NBC endurgerir Rétt

Til stendur að endurgera íslensku þættina Réttur fyrir bandarísku sjónvarpsstöðina NBC.

Ný plata og þrennir tónleikar

Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti gefur út sína fyrstu plötu, Dýrð í dauðaþögn, á þriðjudaginn. Tvö lög af henni, Leyndarmál og Sumargestir, hafa notið mikilla vinsælda í sumar og því er eftirvæntingin mikil.

Sjá næstu 50 fréttir