Fleiri fréttir

Eyðir 600 milljónum í brúðkaupið

Leikkonan Jessica Biel er aldeilis heppin ef eitthvað er að marka nýjustu sögusagnirnar um væntanlegt brúðkaup hennar og tónlistarmannsins Justins Timberlake

Gerlausar ostabollur - Ebba eldar með Latabæ

Ebba eða PureEbba er komin í lið með Lata­bæ og ætlar nú að kenna allri fjölskyldunni að elda hollt í glænýrri matreiðslubók sem kemur út síðar í þessum mánuði.

Heitustu trendin beint af pöllunum

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá heitustu trendin fyrir næsta vor sem sýnd voru á tískuvikunni í New York sem nú er að ljúka. Gullið var afar áberandi sem og skæru litirnir rétt eins og þetta sumarið, magabolir, blómamunstur og margt fleira fallegt. Án efa eitthvað fyrir alla.

Elti ungar stjörnur um heiminn

Önnur sería sjónvarpsþátta Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur, Ísþjóðarinnar, hefur göngu sína á sunnudaginn. Að þessu sinni flakkaði Ragnhildur Steinunn heimshorna á milli til að eltast við unga Íslendinga sem eru að gera það gott.

Game of Thrones-leikari leikstýrir í Þjóðleikhúsinu

"Þeir eru yndislegir náungar og það er mjög gott að vinna með þeim," segir norður-írski Game of Thrones-leikarinn Ian McElhinney, sem leikstýrir Stefáni Karli Stefánssyni og Hilmi Snæ Guðnasyni í leikritinu Með fulla vasa af grjóti.

Algjörlega ódrepandi formúlu fylgt út í ystu æsar

Bourne-myndirnar eru með betri spennumyndum síðari ára, loftþéttir og fullorðins njósnatryllar sem einkennst hafa af styrkri leikstjórn, góðum leikurum og útpældum handritum. The Bourne Legacy stendur fyrri myndunum að baki en er engu að síður frambærilegur njósnatryllir sem byggir á óvenju traustri formúlu.

Áberandi skrímsli

Áberandi skrímsli Of Monsters and Men er áberandi þessa dagana.

Eiginkonan í aðalhlutverki

"Vinnuheiti myndarinnar er Harmsaga og ég skrifa handritið og kem til með að leikstýra henni,“ segir Mikael Torfason, kvikmyndasmiður og ritstjóri.

Blygðunarlaust popp

Þórunn Antonía blaktir á flunkufínni poppplötu. Formúlan virkar vel og smurt. Kostir og gallar ástarinnar eru alltumlykjandi í textum og úr verður svöl poppplata sem minnir um margt á horfna tíma en gæti átt gott líf í vændum í framtíðinni.

Gnarr aðdáandi

Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, og Clarke Peters, leikari úr sjónvarpsseríunni The Wire, voru meðal þeirra sem kynntu dagskrá ráðstefnunnar Spirit of Humanity Forum í Höfða í gær. Jón Gnarr er mikill aðdáandi þáttana og í tímaritinu The Reykjavík Grapevine sem kom út í mars 2012 lét hann hafa það eftir sér að hann myndi aldrei fara í stjórnarsamstarf með neinum sem hefði ekki horft á þá. Aðspurður sagði hann Peters þó ekki vera uppáhaldsleikara sinn úr þáttunum, en kvað hann þó vera mjög góðan. - trs

Toppfyrirsæta afmynduð af dópneyslu

Fyrirsætan Jael Strauss vakti mikla athygli í áttundu þáttaröðinni af bandaríska raunveruleikaþættinum America's Next Top Model sem ofurfyrirsætan Tyra Banks stýrir.

Ástfangin af brúðarkjólahönnuðinum

Það kom öllum að óvörum þegar Gossip Girl-skvísan Blake Lively gekk að eiga hjartaknúsarann Ryan Reynolds enda náðu þau að halda því leyndu fyrir slúðurpressunni.

Bassaskepnan leitar að hljómsveit

Einn harðasti bassaleikari landsins er laus og liðugur og leitar að réttu hljómsveitinni til að hamra á bassann með. Bassaleikarinn er nýjasta viðbót Steinda Jr. í litríkt persónugallerí sitt og er í aðalhlutverki í glænýju atriði sem fór í loftið á Vísi í dag.

Allir keyptu fjólubláa tölu

Allir starfsmenn WOW air keyptu í dag fjólubláa tölu til styrktar Kvennaathvarfinu og fyrirtækið sjálft tvöfaldaði svo upphæðina sem rann til samtakanna. Sala á tölunum hefur staðið yfir undanfarna daga um allt land og stendur allt fram til 23. september. Kvennaathvarfið hefur í þrjátíu ár aðstoðað konur og börn af öllu landinu sem flýja ofbeldi.

Wii U lendir í nóvember

Nýjasta leikjatölva Nintendo, Wii U, fer í almenna sölu 30. nóvember næstkomandi. Með þessu vill fyrirtækið skjóta samkeppnisaðilum sínum, Sony og Microsoft, ref fyrir rass en rúm fimm ár eru síðan fyrirtækin tvö opinberuðu núverandi kynslóð leikjatölva.

Of Monsters and Men í Hljómskálagarðinum

Hljómsveitin Of Monsters and Men er búin að birta nýtt myndband á myndbandavefnum YouTube, sem er að stærstum hluta tekið upp á tónleikum Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum. Myndbandið er við lagið „Mountain Sound". Umræddir tónleikar voru haldnir þann 7. júlí síðastliðinn. Skemmst er frá því að segja að miðborgin fylltist þetta sama kvöld. Hljómsveitinni þótti tónleikarnir takast svo vel að ákveðið var að nýta myndbandsefni sem var tekið upp í tónlistarmyndband og óskuðu eftir leyfi frá þeim sem birtust á myndunum til þess að fá að nýta sér þær.

Fólk forvitið um kynlíf

Sunneva Sverrisdóttir og Veigar Ölnir Gunnarsson stýra sjónvarpsþáttunum Tveir plús sex sem sýndir verða á Popptíví í vetur. Þættirnir fjalla á opinskáan hátt um kynlíf og eru hugsaðir sem skemmtilegir fræðsluþættir handa ungu fólki.

Vera Wang sýnir vorið

Vera Wang hlaut mikið lof fyrir nýjustu línu sína sem hún sýndi á tískuvikunni í New York í vikunni.

Ofurfyrirsæta í ótrúlegu formi

Ofurfyrirsætan og Victoria Secret engillinn Doetzen Kroes sýndi ótrúlega stæltan kroppinn í myndatöku á Miami á dögunum.

Of Monsters setur nýtt met

Fyrsta plata Of Monsters and Men, My Head Is an Animal hefur sett nýtt met á Tónlistanum, samkvæmt Félagi hljómplötuframleiðenda. Hún hefur setið í efsta sæti þessa íslenska sölulista samanlagt í átján vikur, sem er lengri tími en nokkur önnur plata hefur setið frá því listinn var fyrst birtur.

Þreyttur í Toronto

Leikarinn Chris Evans er einn þeirra sem er viðstaddur kvikmyndahátíðina í Toronto. Hann er þar til að kynna myndina Iceman þar sem hann fer með hlutverk leigumorðingja. Evans var orðinn þreyttur og lúinn þegar viðtalið átti sér stað, enda veitti hann fjölda viðtala dag hvern, og var því ekki skrafhreyfinn þegar blaðamaðurinn settist niður með honum. Þegar leikarinn var spurður út í daginn sinn kvaðst hann vera þreyttur og bætti við: "Ég hugsa með mér "Hverjum er ekki sama?“ Þetta er bévítans kvikmynd. Hún skiptir engu máli. Það er ekki eins og ég sé að bjarga mannslífum.“

Viðtökurnar verið framar vonum

"Toronto var frábær í ár og viðtökur áhorfenda við myndinni voru mjög góðar,“ segir framleiðandinn Eva María Daníels sem er nýkomin frá kvikmyndahátíðinni í Toronto þar sem hún var viðstödd frumsýningu myndarinnar What Maisie Knew.

White ekki til Íslands

Bandaríski tónlistarmaðurinn Jack White er ekki á leiðinni til Íslands í nóvember eins og vangaveltur höfðu verið uppi um. Tveir tónleikahaldarar höfðu reynt að lokka White til landsins í nokkurn tíma en hvorugum varð ágengt.

Spilaður í New York

Söngvarinn sæti Daníel Óliver gaf út sitt nýjasta lag, DJ Blow My Speakers á dögunum. Lagið hefur verið að gera góða hluti í Evrópu og meðal annars fengið góða umfjöllun á vefmiðlum að undanförnu. Það virðist þó ætla að verða vinsælt utan heimsálfunnar líka því útvarpsstöðin SiriusXM í New York spilaði lagið í gær. Daníel er búsettur í Svíþjóð en heldur til London í lok mánaðarins til að halda þar tónleika.

Pitsur með kolkrabba og jógúrt

"Þetta eru tæplega eitt hundrað áleggstegundir. Þú getur fengið nánast hvað sem er, til dæmis kolkrabba, snigla, kalkún og jógúrt,“ segir Þorleifur Jónsson, eða Tolli, eigandi pitsustaðarins La Luna við Rauðarárstíg.

Fantasíur í góðgerðarmál

Hildur Sverrisdóttir, höfundur bókarinnar Fantasíur, gaf í gær tvö hundruð þúsund krónur í safnanirnar.

Þekktir nágrannar

Söngvarinn Jón Þór Birgisson, eða Jónsi í Sigur Rós eins og hann er betur þekktur, hefur fest kaup á lóðinni við Spítalastíg 6a.

Fimmtíu gráir skuggar

Þetta er hvorki mömmuklám né ömmuklám, þetta er í besta falli langömmuklám sem hefði getað verið skrifað á 19. öldinni

Feðgar aftur til Toronto

Feðgarnir Óskar og Pan Thorarensen, sem skipa rafdúettinn Stereo Hypnosis, spila á lista- og raftónlistarhátíðinni Harvest Festival í Kanada á föstudaginn. Hátíðin er haldin 240 kílómetra norður af Toronto og státar jafnan af frambærilegum listamönnum hvaðanæva að úr heiminum. Stereo Hypnosis spilaði einnig á hátíðinni í fyrra við góðan orðstír. Harvest Festival er nú stærri í sniðum og umfangsmeiri en árin á undan.

Hilton-hótel þétt setið

Um þúsund manns mættu á haustráðstefnu Advania sem haldin var á Hilton-hótelinu á föstudag í síðustu viku. Þar hlýddu gestir meðal annars á landsliðsþjálfarann Lars Lagerback fara yfir leikskipulag fyrir stórgóðan leik gegn Norðmönnum sem fór fram á Laugardalsvelli síðar um kvöldið. Aðalatriði ráðstefnunnar voru þó 40 fyrirlestrar á 4 þemalínum og lykilræður frá Landspítala - háskólasjúkrahúsi, Fjarðaáli og Newsweek. Myndirnar sem hér fylgja með segja meira en mörg orð.

Mugison meðal jólagesta systkinanna

Hinir árlegu jólatónleikar systkinanna KK og Ellenar verða í fyrsta sinn haldnir í Eldborgarsal Hörpunnar hinn 12. desember, eða 12.12.12. Kvöldið eftir spila þau í Hofi á Akureyri og hinn fjórtánda á Siglufirði.

Heidi Klum komin í samband með lífverði sínum

Fyrirsætan Heidi Klum, sem nýlega skildi við Seal, unnusta sinn til margra ára, er farin að slá sér upp með Martin Kirsten, lifverði sínum. Katie Couric spurði hana út í þetta ástarsamband í viðtalsþætti sínum. Þar neitaði hún ekki sögusögnunum en hún játaði því ekki heldur. "Martin er frábær maður og nú nýlega fórum við að kynnast hvort öðru á annan hátt," sagði hún. Heimildarmaður People slúðurtímaritsins segir að staðan sé mjög flókin á milli Klum og Kirsten, en hann sé helsti trúnaðarvinur hennar.

Stórstjörnur á tískuviku

Mercedes-Benz tískuvikan í New York stendur nú yfir og er vel sótt af fræga og ríka fólkinu.

Kate Middleton ekki ólétt

Kate Middleton á ekki von á sér þrátt fyrir þrálátan orðróm um að svo sé og reglulegar fréttir í slúðurmiðlunum um að hún beri barn undir belti.

Kláraði textann á sveitaloftinu

Þegar hann mætti í upptöku á þáttunum í upphafi sumars fannst honum tímabært að ljúka við texta lagsins All, You, I, áður en það yrði tekið upp og fékk því að bregða sér í tölvuna á bænum og rumpa textanum af.

Stjörnufans á Donna Karan tískusýningu

Það var mikið um stjörnufans á Donna Karan tískusýningunni á tískuvikunni í New York á dögunum en hönnuðurinn er afar eftirsóttur af fræga fólkinu.

Witherspoon komin á steypirinn

Reese Witherspoon var vægast sagt krúttleg að sjá er hún yfirgaf læknastofuna í vikunni í sumarlegum óléttukjól en hún er komin alveg á steypirinn eins og sjá má.

Sjá næstu 50 fréttir