Fleiri fréttir

Nýir leikarar

Fjórða Transformers-myndin verður hátt í fjórum milljörðum ódýrari í framleiðslu en síðustu þrjár. Leikaraliðið verður einnig nýtt af nálinni.

Retro Stefson endurgerir slagara Ný danskar

"Ég hef aldrei verið neinn aðdáandi Ný danskar en hef hlustað svo mikið á lög sveitarinnar síðasta hálfa árið að ég er eldheitur aðdáandi núna,“ segir Unnsteinn Manúel Stefánsson, meðlimur Retro Stefson sem endurgerði slagara Ný danskrar, Fram á nótt.

Prestar búa til fleiri mynddiska

„Við erum að taka þetta upp á næsta stig,“ segir Guðni Már Harðarson. Hann og Guðmundur Karl Brynjarsson, prestar í Lindakirkju, ásamt Þorleifi Einarssyni, leiklistarnema og sunnudagaskólakennara, hafa skrifað handrit að tveimur mynddiskum með barnaefni á vegum Skálholtsútgáfunnar. Upptökur á diskunum fara fram núna júní og er framleiðslan mun umfangsmeiri en þegar þeir bjuggu til fyrsta mynddiskinn fyrir tveimur árum og þá með aðstoð fleiri reyndra sunnudagaskólakennara þjóðkirkjunnar. Hann seldist í 3.500 eintökum og hefur verið leigður tuttugu þúsund sinnum á Vodinu. „Fyrsti diskurinn stóð undir sér fjárhagslega án allra styrkja. Núna er komið miklu fleira starfsfólk og meiri gæði,“ segir Guðni Már.

Rokkveisla í Kaplakrika

Stórtónleikarnir Rokkjötnar 2012 verða haldnir í Kaplakrika í september. Bibbi í Skálmöld segir fólk eiga von á fólki á öllum aldri og engu veseni.

Á sama sviði og Elvis

Björn Hlynur Haraldsson og félagar hans í leikhópnum Vesturporti voru um liðna helgi staddir í Wiesbaden, Þýskalandi, þar sem þeir settu upp verkið Axlar-Björn fyrir þarlenda áhorfendur. Sýningin fór fram í Wartburg-leikhúsinu en á bloggsíðu leikhópsins kemur fram að sjálfur rokkkóngurinn Elvis hafi spilað á sama sviði. Elvis spilaði í leikhúsinu er hann var í hernum samkvæmt heimildum meðlima Vesturports sem voru ánægðir með þennan fróðleiksmola.

Fjölbreytt fullorðinspopp

Hljómsveitin Melchior starfaði upphaflega á áttunda áratugnum, en kom saman fyrir nokkrum árum og tók upp plötuna Melchior sem kom út fyrir þremur árum. Nú er sveitin búin að gera plötu númer tvö á þessu seinna skeiði og það er auðheyrt á laga- og textasmíðunum á Matur fyrir tvo að meðlimir hennar þjást ekki af skrifteppu.

Vilja flytja inn saman

Söngkonan Katy Perry er svo hamingjusöm með kærasta sínum, tónlistarmanninum Robert Ackroyd, að hún hyggst flytja til London til að geta eytt tíma með honum.

Öll flóra raftónlistar undir jökli

„Hinn breski Mixmaster Morris spilar en hann er stórt nafn í þessum geira,“ segir Pan Thorarensen, einn skipuleggjenda raftónlistarhátíðarinnar Extreme Chill Festival – Undir Jökli, sem hefst á morgun og stendur fram á sunnudag á Hellissandi við Snæfellsjökul. Hátíðin er haldin í þriðja sinn í ár í félagsheimilinu Röst og utandyra með lifandi flutningi og plötusnúðum. „Við héldum fyrstu hátíðina árið 2010 en fengum hugmyndina árið 2008 þegar við feðgarnir í hljómsveitinni Stereo Hypnosis vorum við upptökur á plötunni Hypnogogia hér á Hellissandi,“ segir Pan sem spilar bæði með hljómsveit sinni og sem Beatmakin Troopa um helgina.

Spice Girls á fjalirnar

Stúlknasveitin Spice Girls sem gerði garðinn frægan á níunda áratugnum kom sama á blaðamannafundi í London í gær og tilkynnti um endurkomu sína.

Mariah umvafin ljósmyndurum

Söngkonan Mariah Carey, 42 ára, tók við gjöf frá aðdáanda þegar hún var á ferðinni í London í gær...

Óaðfinnanleg Blake Lively

Blake Lively var stórglæsileg að sjá er hún mætti í ,The Late Show hjá David Letterman í gærkvöldi.

Barnshafandi Sienna Miller

Meðfylgjandi má sjá bresku leikkonuna Siennu Miller, 30 ára, í Notting Hill í Lundúnum í gær...

Sindri og Sveppi stökkva yfir Klambratúni í dag

Sjónvarpsmennirnir Sindri Sindrason og Sveppi ætla að stökkva úr fallhlíf yfir Klambratúni í dag. Þeir ætla sér að lenda á túninu klukkan 16. Sindri skoraði á Sveppa að fylgja sér í stökki en þeir ætla að taka uppátækið upp fyrir innslag í Íslandi í dag sem verður sýnt annað kvöld.

Kim Kardashian í leðri

Sjónvarpsstjarnan Kim Kardashian, 31 árs gömul, var svartklædd þegar hún mætti á LAX flugvöllinn í Los Angeles í gær...

Flýta opnun á nýjum miðavef

Jón Dal Kristbjörnsson og Fannar Freyr Jónsson stefna á að opna sölusíðuna Miðakaup.is í lok sumars. Á síðunni gefst almenningi kostur á að nálgast miða á hvers kyns viðburði með þægilegri hætti en áður.

Stíga fram eftir að hafa logið í opið geð vina sinna

"Þetta byrjaði strax rosalega vel en það var vísvitandi ákvörðun hjá okkur að halda okkur, höfundunum, leyndum,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson en hann og vinur hans Björn Teitsson eru mennirnir á bak við síðuna Gulirmidarurgledibankanum.tumblr.com sem hefur notið talsverðra vinsælda undanfarið.

Syngur ekki í Elvis búningi

„Ég verð ekkert í Elvis búningi enda gæti ég ekki verið ólíkari honum,“ segir söngvarinn Friðrik Ómar sem flytur lög goðsins á Café Rosenberg í kvöld og á laugardaginn á Blue North Music Festival á Ólafsfirði. Hann mun ásamt veglegri hljómsveit flytja dagskrá sem hann hefur tekið á sautján tónleikum síðustu sjö árin. „Ég er að loka hringnum á laugardaginn en ég flutti lögin fyrst á sömu hátíð á Ólafsfirði árið 2005, þá nýkominn frá Graceland,“ segir Friðrik og leggur áherslu á að snið tónleikanna hafi breyst töluvert. „Sama dagskrá var flutt fyrir fullu húsi í Salnum í Kópavogi árið 2010 og er hún því orðin að meiri sýningu.“

Lana Del Rey andlit H&M

Söngkonan Lana Del Rey gæti orðið næsta andlit tískurisans H&M ef marka má frétt Page Six. Sé fréttin rétt mun Del Ray feta í fótspor fyrirsæta á borð við Dariu Werbowy, Söshu Pivovarovu og Liyu Kebede.

Áfram djass tónleikar á KEX í sumar

Djass tónleikaröðin á KEX Hostel mun halda áfram í sumar með föstum númerum alla þriðjudaga að sögn Sigurðar Flosasonar, sem skipuleggur tónleikaröðina. Tónleikaröðin hóf göngu sína síðasta vetur og hefur vakið þónokkra athygli.

"Pop-up” á tískuviku Berlínar

"Við erum í öllum fjölmiðlum hérna og þar hefur verið sagt að Ísland og Grænland komist með þessu á kortið í tískuheiminum,“ segir Hulda Rós Guðnadóttir, listrænn stjórnandi verkefnisins dottirDottir, sem er hluti af dagskrá tískuvikunnar í Berlín sem fram fer dagana 3. til 8. júlí.

Angelina Jolie á flugi

Leikkonan Angelina Jolie, 37 ára, er upptekin við að leika Maleficent í kvikmyndinni um Þyrnirós...

Aniston og unnustinn ástfangin

Leikkonan Jennifer Aniston, 43 ára, og kærastinn hennar Justin Theroux eru stödd á Róm á Ítalíu saman og skoðuðu söfn fleira áhugaverð áður en þau létu sig hverfa í Mercedes bifreið ásamt fylgdarliði...

Katie: Ég elska Tom

Leikkonan Katie Holmes, 33 ára, hélt á dóttur sinni Suri, 6 ára, í gær á götum New York borgar...

Gefa búninga Þjóðleikhússins

"Það leynast þarna búningar inn á milli sem fólk á eftir að kannast við frá fjölum Þjóðleikhússins," segir Sigurlaug Þorsteinsdóttir, markaðsstjóri Þjóðleikhússins sem grynnkar á búningasafni sínu á morgun. Um er að ræða ógrynni af búningum sem hafa safnast saman í 62 ára sögu Þjóðleikhússins en í tilefni af flutningi geymslunnar ætlar leikhúsið að bjóða áhugaleikhópum og almenningi að njóta góðs af herlegheitunum. Áhugaleikhópar landsins njóta forgangs og fá að mæta klukkan 12 en dyr búningageymslunnar opnast fyrir almenning klukkan tvö. Búningageymslan er í Skútuvogi 4.

Strákar kyssa fleiri froska

Meðalkona þarf að kyssa 22 menn áður en hún hittir á hinn eina sanna ef marka má rannsókn stefnumótasíðunnar meeteez.com. Ekki dugir það þó til því að meðaltali þarf hún einnig að ganga í gegnum ástarsorg fimm sinnum, eiga einnar nætur gaman sex sinnum, þola að láta halda framhjá sér fjórum sinnum og eiga að minnsta kosti eitt ástarsamband sem hófst á internetinu.

Leo fann þá einu réttu

Leonardo DiCaprio hefur verið í sambandi með fyrirsætunni Erin Heatherton í átta mánuði og telja vinir leikarans að hann hafi loks fundið þá einu réttu.

Denise Richards á frumsýningu

Leikkonan Denise Richards mætti til frumsýningar myndarinnar, Tyler Perry's Madea's Witness Protection í New York um helgina.

Sendiherra Þýskalands orðinn „íslenskur“

„Við lærðum að segja Eyjafjallajökull,“ nefnir Hermann Sausen, sendiherra Þýskalands á Íslandi, sem fór nýverið á leiksýninguna How to become Icelandic in 60 minutes. Hann fékk í gær afhent viðurkenningarskjal fyrir að hafa lært fimmtán atriði sem þarf, samkvæmt sýningunni, til að kallast íslenskur.

Spann á tökustað

Leikarinn Jason Segel fer með annað aðalhlutverkanna í gamanmyndinni The Five Year Engagement ásamt því að skrifa handritið að myndinni. Hann segir hina fullkomnu trúlofun eiga ekki að vera lengri en ár.

Lopez á ströndinni

Söngkonan Jennifer Lopez, 42 ára, og unnusti hennar Casper Smart nutu sín á ströndinni með tvíburum söngkonunnar, Max og Emme, í Rio de Janeiro í Brasilíu....

Synirnir skapandi

Gwen Stefani leyfir sonum sínum að velja sjálfir í hvaða föt þeir fara í von um að það ýti undir sjálfstæða hugsun hjá þeim. Hún viðurkennir þó að útkoman geti stundum verið skrautleg.

Zara vann Louboutin - Mega selja rauða sóla

Spænska fatamerkið Zara vann mál sem skóhönnuðurinn Christian Louboutin höfðaði gegn fyrirtækinu árið 2008. Ástæða málsins var að Zara seldi skó með rauðum sóla, en það taldi Louboutin sig hafa einkarétt á. Málið hefur verið lengi á leið sinni í gegnum réttarkerfið í Frakklandi sem komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að Zöru er leyfilegt að selja skó með rauðum sóla og þarf Louboutin því að greiða verslunarkeðjunni vinsælu um hálfa milljón í skaðabætur.

Burton fær orðu drottningarinnar

Fatahönnuðurinn Sarah Burton hefur fengið orðu frá bresku drottningunni fyrir framlag sitt til breskrar fatahönnunar. Burton, sem tók við tískuhúsi Alexanders McQueen eftir að hann lést árið 2010, hannaði brúðarkjól Katrínar hertogaynju af Cambrigde er hún gekk í það heilaga með Vilhjálmi Bretaprins í fyrra. Kjóllinn þótti einkar vel heppnaður hjá Burton.

Sjá næstu 50 fréttir