Fleiri fréttir

Þýskur nafni Geirs Haarde

Á samskiptavefnum Facebook er þýskur nafni fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, Geirs Haarde. Pilturinn er þýskur námsmaður sem kaus sér nafnið sem notandanafn á Facebook en í raun heitir hann sjálfur Alex Mannan.

Tölvuþrjótar ráðast á Steam

Kreditkorta- og persónuupplýsingar tæplega 35 milljón notenda tölvuleikjaþjónustunnar Steam eru í hættu. Þetta tilkynnti Gabe Newell, stofnandi og stjórnarformaður Valve.

Smekklegt afmælisboð

Tímaritið Dazed & Confused hélt upp á tuttugu ára afmæli sitt um síðustu helgi. Fjöldi fólks mætti til að fagna þessum áfanga ásamt stofnendum blaðsins.

Selja eigin hönnun fyrir námsferð

Við vissum að það væri dýrt að fara út í starfsnám og ákváðum því að taka höndum saman og hanna töskur og boli til að selja og reyna þannig að fjármagna ferðina okkar út,“ segir Áslaug Sigurðardóttir, nemandi á fyrsta ári í fatahönnun í Listaháskóla Íslands. Áslaug og bekkjarsystur hennar munu selja vörurnar á opnum degi í skólanum á morgun.

Steed Lord leikstýrir auglýsingu

Meðlimir hljómsveitarinnar Steed Lord leikstýrðu auglýsingu fyrir tískumerkið WeSC og Standard-hótelin í Bandaríkjunum.

Gervais býður tvo fyrir einn

Ricky Gervais hefur boðið framleiðendum Golden Globe og Óskarsins svokallað tvo fyrir einn-tilboð, það sé nefnilega lítið mál fyrir hann að vera kynnir á báðum verðlaunahátíðunum. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er Eddie Murphy hættur við að vera kynnir á Óskarnum eftir að leikstjórinn Brett Ratner hætti við að leikstýra hátíðinni. Ratner hafði þá orðið uppvís að meiðandi ummælum um samkynhneigða.

Hefur aldrei hitt Íslending

Plötusnúðurinn Neil Armstrong kemur fram á Vegamótum í kvöld. Hann spilaði á tónleikaferðalagi Jay-Z um allan heim og hefur unnið með listamönnum á borð við Puff Daddy, Timbaland og Coldplay.

Hörkukroppur eignaðist barn fyrir 8 vikum

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum hefur Mel B, sem eignaðist þriðju dóttur sína, Madison, fyrir átta vikum, ekki verið lengi að jafna sig eftir meðgönguna...

Hugleikur tekur aftur fyrir erlenda stórsmelli

Hugleikur Dagsson hefur sent frá sér aðra Popular Hits-rassvasabók. Emilíana Torrini skrifar formála bókarinnar, en hún er einlægur aðdáandi Hugleiks. „Það er gott að gera myndasögur á ensku, vegna þess að fólk mun alltaf kaupa þær. Það eru alþjóðlegir lesendur,“ segir skopmyndateiknarinn og uppistandarinn Hugleikur Dagsson.

Erpur og Raggi beita Seinfeld-brellu

Tónlistarmennirnir og félagarnir Ragnar Bjarnason og Erpur Eyvindarson auglýsa saman kaffi á skjáum landsmanna þessa dagana. Í auglýsingunum kafa þeir ofan í mannlegt eðli og í einni skýtur upp kollinum vísun í kunnuglegan sjónvarpsþátt.

Djúp ljóska

Ég er eins og hafið af því að ég er mjög djúp, sagði Christina Aguilera, 30 ára...

Gísli Pálmi límir upp veggspjöld út um allan bæ

Gísli Pálmi er eitt heitasta nafnið í hipphoppinu um þessar mundir. Kappinn sendi frá sér lagið Set mig í gang í sumar. það vakti mikla athygli og hann hefur verið að senda frá sér lög á Youtube síðan.

Mel Gibson faðir í níunda sinn

Mel Gibson er sagður hafa barnað bandaríska raunveruleikastjörnu sem hann átti í stuttu sambandi við. Fyrir á Gibson átta börn, sjö með fyrrverandi eiginkonu sinni, Robyn Denise Moore, og eitt með fyrrverandi sambýliskonu sinni, Oksönu Grigorievu. Raunveruleikastjarnan Laura Bellizzi átti í stuttu sambandi með leikaranum, sem stóð yfir allt síðastliðið sumar.

Þrjár Frostrósir óléttar

Frostrósatónleikarnir eru á næsta leiti en en þar taka fjölmargir þekktar söngkonur og söngvarar höndum saman og syngja inn jólin fyrir landsmenn. Þar á meðal eru söngkonurnar Erna Hrönn Ólafsdóttir, Védís Hervör Árnadóttir og Ragnheiður Gröndal en fyrir utan það að vera allar gæddar afbragðs söngröddum eiga þær það sameiginlegt að vera allar barnshafandi.

Halda upp á húmorhelgi

Þrír norrænir grínistar stíga á sviðið í Norræna húsinu í kvöld. Tilefnið er norræn húmorhelgi Nordklúbbsins þar sem þátttakendur kryfja í bita hvað það er að vera fyndinn.

Leita að íbúð saman

Samband Blake Lively og Ryans Reynolds blómstrar og nú hefur sá orðrómur farið á kreik að parið sé að leita sér að íbúð saman.

Fitan foreldrum að kenna

Íþróttafræðingurinn Fannar Karvel, segir í meðfylgjandi myndskeiði að foreldrar séu vandamálið þegar kemur að offitu unglinga á aldrinum 12-14 ára...

Litla herramennskukverið kemur út

„Þetta er bara algjör snilld og við erum í skýjunum,“ segir Kristinn Árni Hróbjartsson sem ásamt þeim Brynjari Guðnasyni og Júlíusi Valdimarssyni hafa náð settu takmarki í söfnun fyrir útgáfu Litla herramennskukversins.

Aron Hannes er Jólastjarnan

Það var hinn fjórtán ára gamli Aron Hannes Emilsson sem var valinn jólastjarnan í ár en fjögur hundruð ungmenni sendu inn myndbönd á Vísi til þess að taka þátt í leit Björgvins Halldórssonar að jólastjörnunni, sem mun syngja með goðinu á jólatónleikum hans í desember.

Matardekur Hrefnu

Það er ekki í kot vísað að leggja sér góðgæti Hrefnu Rósu Sætran til munns, en hún kætir munn og maga gesta sinna á Grill- og Fiskmörkuðunum í hjarta Reykjavíkur.

Óheppin Osbourne

Kelly Osbourne varð fyrir því óhappi að fá glóðarauga eftir að hafa verið áhorfandi í leikhúsi. Osbourne var á sýningunni Sleep No More í New York, en þar eiga áhorfendur að taka virkan þátt í sýningunni og byrja á að hlaupa um salinn með grímu fyrir andlitinu.

Danir hrifnir af Gnarr

Blaðamaður danska blaðsins Politiken fer fögrum orðum um heimildarmyndina Gnarr, sem fjallar um kosningabaráttu Besta flokksins og verður sýnd á kvikmyndahátíð í Kaupmannahöfn á laugardaginn. Talar hann mikið um hreinskilni Jóns Gnarr og segir ótrúlegt að fylgjast með stjórnmálamanni fara á fund og nota múmínálfanna í röksemdafærslu um innflytjendamál.

Sögur í rými

Óhætt er að mæla með sýningu þeirra Hildar Bjarnadóttur og Guðjóns Ketilssonar. Persónuleg list beggja tengir aldagamlar hefðir og efnivið samtímalistum á frumlegan hátt. Einstaklega falleg og aðgengileg sýning þar sem form, litir, hefðir og saga fá að njóta sín.

Pattinson snæðir með aðdáanda

Robert Pattinson hefur viðurkennt að hafa eitt sinn boðið aðdáanda sínum út að borða, því honum leiddist svo mikið. Pattinson var þá staddur á Spáni í kvikmyndatökum og tók eftir stúlku sem hafði beðið fyrir utan íbúð hans á hverjum degi í þrjár vikur.

Quarashi fagnar útgáfu

„Þetta er einhvern veginn góður endapunktur í kjölfarið á kommbakkinu í sumar og að Quarashi á fimmtán ára afmæli,“ segir Egill Ólafur Thorarensen „Tiny“ um útgáfu rappsveitarinnar á veglegum safnpakka sem kallast Anthology.

Léttklædd í gær - mamma í dag

Ástralska fyrirsætan Miranda Kerr, 28 ára, hélt á syni sínum, Flynn, sem hún á með eiginmanni sínum, leikaranum Orlando Bloom, í gærkvöldi þegar hún yfirgaf veitingahús í New York...

Ameríka sýnir Óttari áhuga

„Þetta er lítið framleiðslufyrirtæki sem frétti af bókinni í gegnum sameiginlega vinkonu, Rut Hermannsdóttur sjónvarpsframleiðanda. En það er ekkert fast í hendi,“ segir Óttar Martin Norðfjörð rithöfundur.

Steve-O hress í Háskólabíói

Stóri salur Háskólabíós var fullur af eftirvæntingarfullum aðdáendum sprelligosans Steve-O, sem er hvað þekktastur fyrir uppátæki sín í sjónvarpsþáttunum Jackass.

Ströng móðir

Madonna er strangt foreldri og segist sjá til þess að Lourdes, elsta dóttir söngkonunnar, vinni ávallt heimavinnu sína áður en hún fer og sinnir áhugamálum sínum.

Syngur perlur Frakka

Söngkonan Sigríður Thorlacius kemur fram á tónleikum í Kaldalóni í Hörpu á fimmtudagskvöld í næstu viku, hinn 17. nóvember, klukkan 20. Tónleikarnir marka enda á 100. afmælisári Alliance Française.

Náttúrulega lúkkið hefur vinninginn

Leikkonan Jessica Alba, 30 ára, var mynduð ómáluð á götum New York borgar á búðarrölti og klædd í Tory Burch kjól á verðlaunahátíð Glamour tímaritsins...

Natalie orðin ritstjóri í Berlín

"Ég kann mjög vel við mig í Berlín enda suðupottur af alls konar fólki og menningu,“ segir Natalie G. Gunnarsdóttir plötusnúður, sem nýlega tók við starfi ritstjóra tónlistar hjá þýska blaðinu Honk Magazine. Natalie flutti út í byrjun sumars og getur ekki hugsað sér betri stað til að vera á.

Kim og Kris sjást rífast í auglýsingu

Kim Kardashian og Kris Humphries sjást rífast í auglýsingu fyrir raunveruleikaþátt fjölskyldu þeirrar fyrrnefndu. Ný þáttaröð hefst á næstu dögum.

Forréttindi að búa til tónlist

Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir vann hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar í fyrsta sinn sem hún plokkaði gítarinn og opnaði munninn undir nafninu Lay Low. Síðan eru liðin fimm ár og mikið vatn hefur runnið til sjávar. Lovísa h

Popp gefur Brostinn streng með Lay Low

Ef þú varst að lesa viðtalið við Lay Low og hugsaðir með þér: "Mikið væri ég til í að eignast nýju plötuna hennar Lovísu“ þá er heppnin með þér.

Frank stofnar plötuútgáfu

Frank Black, söngvari Pixies, hefur sett á fót eigin plötuútgáfu, sem fengið hefur nafnið The Bureau. Black, sem um þessar mundir er á tónleikaferðalagi um Bandaríkin með Pixies, segir að hann muni gefa út eigin tónlist hjá útgáfufyrirtækinu auk þess sem stefnan sé að uppgötva nýja og spennandi listamenn.

Snemma beygist krókurinn - Allt um Ben Stiller

Ben Stiller hefur tekist, þrátt fyrir að vera fremur lágvaxinn og ó-kvikmyndalegur í útliti, að verða ein skærasta kvikmyndastjarna heims. Taugaveiklaðar og seinheppnar persónur eru sérfag Stiller, sem fékk leikarabakteríuna í vöggugjöf.

Morrissey kærir NME

Sérvitringurinn og snillingurinn Morrissey hefur kært tímaritið NME vegna viðtals sem lætur hann líta út fyrir að vera rasisti. Málið verður tekið fyrir hjá breskum dómstólum á næsta ári.

Spilist hátt

Rauðhærði rokkriddarinn Dave Mustaine gefur nú út þrettándu hljóðversplötu sína ásamt hljómsveit sinni Megadeth.

Leikarabörn frumsýna

Stúdentaleikhúsið frumsýnir leikritið Hreinn umfram allt í leikstjórn Þorsteins Bachmann í Norðurpólnum á morgun. Um er að ræða íslenska útgáfu The Importance of Being Earnest eftir Oscar Wilde.

Henti hákarli í gegnum glugga

Tony Iommi, gítarleikari hinnar goðsagnarkenndu þungarokkhljómsveitar Black Sabbath, hefur gefið út æviminningar sínar.

Sjá næstu 50 fréttir