Fleiri fréttir

Eva María fer á Sundance

"Ég er svo ánægð og fékk tár í augun þegar ég sá myndina á hvíta tjaldinu,“ segir Eva María Daniels framleiðandi, en mynd hennar, Goats, var prufusýnd í New York í vikunni og fékk góðar viðtökur sýningargesta.

Þessu liði leiddist ekki

Á meðfylgjandi myndum má greinilega sjá að fólk skemmti sér vel í útgáfupartý hljómsveitarinnar Of Monsters and Men sem haldið var á skemmti- og tónleikastaðnum Faktorý í gærkvöldi...

Nauðalík mömmu Madonnu

Dóttir Madonnu, Lourdes Leon, 14 ára, og Kelly Osbourne fögnuðu eins árs afmæli fatamerkisins Material Girl sem hefur heldur betur slegið í gegn í Macy's verslunum í Bandaríkjunum. Umrædd fatalína, sem er í eigu Madonnu, er ætluð 14-24 ára konum. Eins og sjá má á myndunum er Lourdes nauðalík móður sinni.

Lífið býður í bíó

Kvittaðu hér á Facebooksíðu Lífsins ef þú vilt eiga möguleika á að vinna tvo miða á Lion King, ástælustu mynd allra tíma í fyrsta skipti í þrívídd með íslensku tali. Lífið býður 10 heppnum lesendum í Sambíóin á föstudaginn, 23. september, á Konung ljónanna. Nöfn vinninghafa verða birt fyrir hádegi á föstudag. Myndin verður einungis sýnd í takmarkaðan tíma í kvikmyndahúsum SAMbíóanna. Myndin fór beint á toppinn í Bandaríkjunum síðustu helgi.

Píanói stolið af tökustaðnum

Hljómsveitin Vigri varð fyrir þeirri makalausu reynslu að píanói var stolið frá sveitinni við tökur á nýju myndbandi. Um eitt hundrað aukaleikarar tóku þátt í tökunum. Píanói var stolið frá hljómsveitinni Vigra við tökur á myndbandi hennar við lagið Skikkan Skaparans. Tökurnar fóru fram við Slippinn í Reykjavíkurhöfn og átti píanóið að vera í sjónum í myndbandinu.

Britney vopnuð á hlaupum

Söngkonan Britney Spears, 29 ára, hljóp um vopnuð ásamt unnusta sínum, Jason Trawick, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í Englandi. Um var að ræða tökur á tónlistarmyndbandi við nýja lagið hennar, Criminal. Þá má sjá myndir af parinu í veislu sem haldin var í tilefni af tónleikaferðalagi Britney um Evrópu en hún mun koma fram í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Danmörku.

Sigurjón krafinn um sex milljónir króna

„Stefnan hefur ekki verið birt og því er líklegt að hér hafi bara verið um tilraun til að reyna að fá okkur til að semja um þessa upphæð til að varna því að fréttin færi í loftið,“ segir Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi í Hollywood.

Stefna á nýtt samstarf í hverjum þætti

„Það er eitt „concept" í hverjum þætti, listamennirnir eiga það sameiginlegt og þess vegna eru þeir leiddir saman," segir Guðmundur Kristinn Jónsson, betur þekktur sem Kiddi í Hjálmum. Hann stjórnar nýjum tónlistarþætti, Hljómskálanum, á RÚV ásamt Sigtryggi Baldurssyni.

Sissel Kyrkjebø aftur til Íslands

Einn heppinn drengjasópran fær að syngja með norsku stórsöngkonunni Sissel Kyrkjebø á Frostrósar-tónleikum í Hörpu 10. desember. Haldnar verða sérstakar áheyrnarprufur um miðjan október þar sem strákar geta látið ljós sitt skína. Að sögn Samúels Kristjánssonar tónleikahaldara er ekki enn orðið ljóst hvert lagið verður sem hinn útvaldi fær að syngja.

Sátt við líkama sinn

Mad Men leikkonan Christina Hendricks, 36 ára, var glæsileg þegar hún stillti sér upp á rauða dreglinum á Emmy verðlaunahátíðinni eins og sjá má í myndasafni. Í byrjun fannst mér erfitt að fá svona mikla athygli út af vaxtarlaginu mínu en svo þegar ókunn kona gekk upp að mér og sagði að henni liði miklu betur með sjálfa sig og líkama sinn af því að ég er eins og ég er í þáttunum (Mad Men) þá leið mér vel, sagði Christina spurð hvernig henni leið þegar líkami hennar var annað hvort lofaður eða gagnrýndur af fjölmiðlum vestan hafs. Hvaða skilaboð viltu senda konum sem eru með mjaðmir og mjúkar línur? Ég vil segja við þær: Hættið að fela líkama ykkar! Finnið frekar föt sem leggja áherslu á líkamslögun ykkar. Ef þið finnið flíkur sem fara ykkur vel skuluð þið halda ykkur við þannig fatnað - sama hvað öðrum finnst.

Metáhorf á Two and a Half Men

Fyrsti Two and a Half Men þátturinn, eftir að Charlie Sheen var rekinn, toppaði allar áhorfstölur þáttanna því 27,8 milljón áhorfendur á aldrinum 18 - 49 ára sáu umræddan þátt...

Jolie í Legolandi

Angelina Jolie, 36 ára, leiddi þriggja ára son sinn, Knox sem var með sverð meðferðist í Legolandi í Englandi. Þá voru Zahara og Shiloh einnig með í för. Mér hefur aldrei liðið vel með að vera snert. Ég held niðri í mér andanum þegar fólk faðmar mig, sagði Angelina. Angelina og Brad Pitt stilltu sér upp á rauða dreglinum á frumsýningu kvikmyndarinnar Moneyball í Toronto á dögunum eins og sjá má í myndasafni.

Grúskarar með plötu

Fyrsta plata Grúsks er komin út og er það Zonet sem dreifir. Á plötunni eru ellefu lög eftir Einar Oddsson sem einnig gerir textana ásamt Magnúsi Þór Sigmundssyni. Tvö laganna eru við ljóð eftir Þórarin Eldjárn og Davíð Stefánsson.

Sérviska sérans á Ströndum

Skemmtileg og góð heimild um sérstakan mann. Jón er sérvitur og sóðalegur og það eitt og sér gerir heimildarmynd áhugaverða. Ég mæli með þessu.

Ástfangin Aniston

Leikkonan Jennifer Aniston, 42 ára, og unnusti hennar, leikarinn Justin Theroux, 40 ára, nutu samverunnar undir regnhlíf á götum New York í dag eins og sjá má í myndasafni. Parið lagði leið sína í verslun sem sérhæfir sig í lífrænt ræktuðu fæði. Loksins þegar þú áttar þig á því hver þú ert og hvað þú elskar í eigin fari er eins og allt gangi upp, sagði Jennifer. Þá má líka sjá parið leiðast saman um helgina í NY í myndasafni.

Bíddu var hún ekki í þessu í síðustu viku?

Það er ánægjulegt að sjá að Kate Middleton, Rihanna, Eva Mendes, Anna Wintour og fleiri stjórstjörnur klæðast fatnaði oftar en einu sinni í kröfuhörðum gerviheimi í Hollywood þar sem allt virðist ganga út á útlitið...

Fær faðmlög frá viðskiptavinum

Vöruhönnuðurinn Sesselja Thorberg rekur ráðgjafarfyrirtækið Fröken Fix, sem sérhæfir sig í innanhúss- og skipulagsráðgjöf fyrir heimilið. Fyrirtækið stofnaði hún í fyrra og síðan þá hefur hún haft í nægu að snúast.

Engar undankeppnir í Eurovision

„Við viljum gefa þjóðinni tækifæri til að segja hvaða lagahöfunda hún vill fá," segir Þórhallur Gunnarsson. Landsmönnum gefst í fyrsta skipti kostur á því að tilnefna þann tónlistarmann sem þeir vilja sjá í Söngvakeppni Sjónvarpsins en Þórhallur fer fyrir nefnd sem er að endurskoða hana.

Flottustu kjólarnir á Emmy-hátíðinni

Uppskeruhátíð sjónvarpsiðnaðarins, Emmy-verðlaunahátíðin, fór fram með pompi og pragt á sunnudag. Rauða dreglinum var rúllað út í Los Angeles og brosmildar stjörnur í fögrum klæðum stilltu sér upp fyrir ljósmyndara.

Forstjóri Iceland Express í rokkhljómsveit

Rokksveitin DIMMA heldur tónleika á Gauk á Stöng á fimmtudaginn næstkomandi en til stendur að hljóðrita tónleika hljómsveitarinnar og gefa út á stuttskífu (EP) ásamt nýju efni í október næstkomandi.

Hengirúm í jólagjöf

Svartur hundur prestsins er beinskeyttur háðleikur þar sem öll element hins sjónræna verka saman. Handbragð leikstjórans er vel sýnilegt. Góð sýning.

Með mann til að sjá um vaxandi viðskiptaumsvif

"Núna getum við gert nákvæmlega það sem við viljum og það gengur mun betur en við bjuggumst við í upphafi.“ segir Halldór Helgason snjóbrettakappi, sem var staddur í Sviss þegar Fréttablaðið náði í hann.

Móðurhlutverkið fer þér afskaplega vel

Á meðfylgjandi myndum má sjá þýsku fyrirsætuna og sjónvarpsstjörnuna Heidi Klum, 38 ára, stilla sér upp á rauða dreglinum á Emmy verðlaunahátíðinni í Christian Siriano kjól...

Sjötíu þúsund plötur á átta árum

Tónlistarmaðurinn Mugison hefur selt plötur sínar í tæpum sjötíu þúsund eintökum. Þetta er mjög góður árangur, sérstaklega í ljósi þess að einungis átta ár eru liðin síðan fyrsta plata hans, Lonely Mountain, kom út.

!!!

Þrátt fyrir að tónlistarlífið á Íslandi sé afar blómlegt gefast fá tækifæri til að heyra erlendar sinfóníuhljómsveitir spila á tónleikum hérlendis. Satt best að segja man ég bara eftir tveimur tilvikum á undanförnum tuttugu eða þrjátíu árum! En með tilkomu Hörpu mun það vonandi oftar gerast. Sinfóníuhljómsveit Íslands er vissulega góð hljómsveit en hún þarfnast samanburðar við það besta sem gerist erlendis. Og við tónleikagestir þurfum líka á samanburðinum að halda. Bara svo að maður átti sig á hvað er raunverulega gott og hvað ekki.

Rýnt í kaflaskipti listarinnar

Hvað gerist þegar eitt skeið í listum víkur fyrir öðru? Þeirri spurningu leitast Jón Proppé við að svara á sýningunni Ný list verður til á Kjarvalsstöðum.

Lindsay á bannlista

Leikkonan Lindsay Lohan átti ekki sjö dagana sæla á tískuvikunni í New York þegar partýstand var annars vegar því henni var meinaður aðgangur inn á heitustu viðburðina..

Íslenskri tísku hampað fyrir frumleika

„Gestir hrósuðu hönnuðum í hástert og voru flestir sammála um að línur íslensku fatahönnuðanna hefðu verið frumlegar og ættu fullt erindi á alþjóðamarkað,“ segir Ingibjörg Gréta Gísladóttir, framkvæmdastjóri Reykjavík Runway. Reykjavík Runway stóð fyrir sýningarbás með íslenskum hönnuðum á tískuvikunni í New York um helgina og var aðsóknin í básinn mikil.

Hættu hjá þessum lýtalækni maður

Bandaríska raunveruleikastjarnan Heidi Montag sem komst í heimsfréttirnar þegar hún lét gera tíu fegrunaraðgerðir í einu og sá þvílíkt eftir öllu saman hélt upp á 25 ára afmælið sitt í Las Vegas um helgina...

Barnshafandi Beyonce

Barnshafandi Beyonce, 30 ára, brosti á sýningarpöllunum á tískuvikunni í London um helgina með móður sinni, Tinu. Mæðgurnar sýndu nýju fatalínuna þeirra, House of Dereon, sem þær stofnuðu árið 2004. Eins og myndirnar sýna geislar söngkonan sem er gengin fjóra mánuði. House of Dereon (heimasíða).

Kim blómstrar með körfuboltahönkinu

Kim Kardashian og eiginmaður hennar Kris Humphries nutu lífsins á eyjunni Bora Bora eins og myndirnar sýna. Þar var allt sem þau aðhöfðust tekið upp fyrir raunveruleikasjónvarpsþátt fjölskyldunnar sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni E!. Þá létu hjónin sjá sig saman í New York glöð á að líta.

Frumsýnir tveggja vikna dóttur

Mel B, 36 ára, frumsýndi Madison, tveggja vikna gamla dóttur sína, í Hello tímaritinu ásamt Stephen Belafonte eiginmanni sínum. Mel segist loksins hafa fundið hamingjuna með Stephen. Söngkonan þráir fleiri börn með eiginmanni sínum en fyrir á hún tvær dæturnar, Phoenix, 12 ára, sem hún á með dansaranum Jimmy Gulzar, og Angel, 4 ára, sem hún á með leikaranum Eddie Murphy. Madison er afskaplega þæg og aðstæðurnar fullkomnar segir Mel í fyrrnefndu tímariti.

Sömdu glænýtt lag um Ben Stiller

Félagarnir Atli Fannar og Haukur Viðar fóru á kostum eins og venjulega í útvarpsþættinum Laugardagskaffinu á X-inu á laugardaginn. Meðal þess sem þeir félagar buðu upp á var stórskemmtilegt og glænýtt lag um Ben Stiller.

Baggalútur gefur út bók

Grallararnir í Baggalúti ætla að gefa út samhverfubók fyrir jólin sem hefur fengið vinnuheitið 33 samhverfur.

Gyðja Collection fagnar

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Gyðja Collection frumsýndi formlega nýju skó- og fylgihlutalínuna sem unnin er úr hágæða leðri, íslensku laxaroði, íslenskum hlýra og Swarovski kristöllum...

Heimsfrægar mömmur á hlaupum

Leikkonurnar Sandra Bullock, 47 ára, og Sarah Jessica Parker, 46, ára, hafa nóg að gera þegar kemur að foreldrahlutverkinu...

Engin smá breyting á minni

Kelly Osbourne, 26 ára, fangaði athygli ljósmyndara á Emmy verðlaunaafhendingunni í Los Angeles í dag...

Kalli Berndsen leitar að konum

„Ég er að leita að öllum konum sem eru til í að sjá sjálfar sig í nýju ljósi,“ segir Karl Berndsen, en hann er þessa daga að undirbúa tökur á nýjum þætti. Þátturinn, sem fer í loftið á Stöð 2 í byrjun árs og hefur ekki enn fengið nafn, verður lífsstílsþáttur þar sem Karl gefur konum ráðleggingar varðandi útlitið.

Sigur Rós á fundi með Ben Stiller á Kexi

„Þetta var mjög óformlegt," segir Orri Páll Dýrason, trommari Sigur Rósar. Liðsmenn hljómsveitarinnar Sigur Rósar áttu fund með Hollywood-leikaranum Ben Stiller á föstudagskvöld. Fundurinn fór fram á Kexi við Skúlagötu og vakti mikla athygli viðstaddra.

Sjá næstu 50 fréttir