Fleiri fréttir Amiina sér um Pönk á Patró um helgina Næstkomandi laugardag, 7. ágúst, verður Pönk á Patró haldið í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði, í annað sinn í sumar. Dagskráin er glæsileg en það er hljómsveitin Amiina sem fetar í fótspor hljómsveitarinnar Pollapönk sem gerði góða ferð á Patreksfjörð 26. júní síðastliðinn. 4.8.2010 12:00 Kennir sænskum piltum dans Íslenski Dansflokkurinn hefur staðið fyrir sérstökum Strákanámskeiðum síðustu fimm ár. Á námskeiðunum kynna dansarar frá flokknum nútímadans fyrir unglingsstrákum. Námskeiðin hafa vakið mikla lukku meðal unglingspilta hér á landi og nú hefur flokkurinn ákveðið að fara í útrás með námskeiðin. 4.8.2010 11:00 Bjóða upp á kaffi í stað súpu á Fiskideginum „Mér líður eins og föðurlandssvikara að vera ekki með súpu. Mér finnst eins og það sé nánast þegnskylda að gera þetta,“ segir Svanhildur Hólm, framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 4.8.2010 11:00 Dóri DNA leikur Mario í leit að týndu prinsessunni „Singalong“-sýningin Mario Bros verður sett upp um miðjan ágúst af danshópnum Dans á rósum. Hér er um að ræða sýningu þar sem gestir eru hitaðir upp fyrir sýningu til að taka þátt í völdum atriðum. 4.8.2010 10:00 Nicolas Cage hættir við Trespass á síðustu stundu Hollywood stjarnan Nicolas Cage hefur skyndilega dregið sig út úr nýju mynd Joels Schumacher, Trespass, og það einungis tveim vikum áður en upptökur áttu að hefjast. 4.8.2010 09:00 Draumurinn vakti lukku í Santiago Fyrsti myndhlutinn af fimm úr kvikmyndinni Draumurinn um veginn, sem fjallar um 800 km pílagrímsgöngu skáldsins Thors Vilhjálmssonar til Santiago de Compostela á Spáni, var frumsýndur í Santiago-borg á dögunum við mjög góðar undirtektir. 4.8.2010 08:00 Spila á brasilískri tónlistarhátíð Hljómsveitin Sin Fang, sem áður hét Sin Fang Bous, spilar á tónlistarhátíð í Brasilíu 6. og 8. ágúst. Hátíðin nefnist Rojo-Nova og fer fram í borginni Sao Paulo. 4.8.2010 06:00 Kattarkonan í næstu mynd um Leðurblökumanninn? Batman-nördar um allan heim myndu örugglega fagna ef Kattarkonan yrði í næstu mynd um hetjuna. Nú gengur sá orðrómur um netheima að búið sé að skrifa hana inn í næstu mynd. 4.8.2010 06:00 Ætlar að stýra pólitísku og gagnrýnu Stúdentablaði „Ég fór í atvinnuviðtal í byrjun sumars og fékk svo að vita að ég væri ráðin fyrir stuttu,“ segir Auður Alfífa Ketilsdóttir, sem er nýráðin ritstjóri Stúdentablaðsins, en þegar Fréttablaðið náði af henni tali var hún að koma til Reykjavíkur eftir sumarlanga dvöl í Reykjarfirði á Hornströndum án síma og netsambands. 4.8.2010 06:00 Ættleiðir tvo hunda Strandvarðagellan fyrrverandi, Pamela Anderson, hefur ættleitt tvo hunda sem voru yfirgefnir í kjölfar olíulekans við Mexíkóflóa. Anderson er heiðursformaður dýraverndunarsamtakanna PETA og komst í mikið uppnám þegar hún frétti af því að fimmtíu hundar hefðu verið yfirgefnir eftir lekann. 4.8.2010 06:00 Tiger vill kvænast að nýju Tiger Woods ku vera í brúðkaupshugleiðingum þrátt fyrir að skilnaður hans og Elinar Nordegren sé enn ekki fullfrágenginn. 4.8.2010 06:00 Ólétt fyrirsæta Sá orðrómur er á sveimi að fyrirsætan Miranda Kerr og leikarinn Orlando Bloom eigi von á barni. Parið, sem gifti sig á laun fyrir stuttu síðan, hefur þó ekki staðfest þessar fregnir en vinnufélagi Kerr fullyrti þetta við fjölmiðla vestanhafs. Jessica White fyrirsæta sagði að Kerr væri ólétt og að ný 4.8.2010 06:00 Peaches þorir ekki að segja pabba frá Eli Rokkaradóttirin Peaches Geldof og Íslandsvinurinn Eli Roth hafa ákveðið að ganga í það heilaga í haust. 4.8.2010 05:00 Þakkar fyrir lífið Breska söngkonan Cheryl Cole þakkar læknunum sem læknuðu hana af malaríuveirunni og íhugar að gefa spítalanum peningagjöf sem þakklætisvott. Cole sást í fyrsta sinn opinberlega í vikunni en mánuður er 4.8.2010 04:00 Eddie Vedder í Borða, biðja, elska Rokkarinn Eddie Vedder úr hljómsveitinni Pearl Jam er með tvö lög í myndinni Borða, biðja, elska. 4.8.2010 03:30 Erfitt að fara frá börnunum Jennifer Lopez, 41 árs, finnst hræðilegt að þurfa að fara frá börnunum sínum í vinnuna. Jennifer á tveggja ára tvíburana Max og Emme með eiginmanni sínum, Marc Anthony. Eitt ár er síðan Jennifer ákvað að fara að vinna aftur en henni finnst mjög erfitt að fara frá börnunum. „Mér finnst alveg rosalega erfitt að skilja þau eftir þegar ég fer í vinnuna á morgnana. Það kvelur mig," sagði Jennifer. „Ég hugsa alltaf ætli þau sakni mín? Vita þau ekki örugglega hvað ég elska þau mikið og að ég hugsa stöðugt um þau?" 3.8.2010 16:15 Var við það að missa vitið yfir móðurhlutverkinu Danska ofurfyrirsætan Helena Christensen, 41 árs, segir að móðurhlutverkið hafi verið erfitt á stundum. Á meðgöngunni var hún til að mynda við það að missa vitið. Helena, sem á 10 ára son, Mingus, með fyrrverandi eiginmanni sínum, fyrrum Prada fyrirsætunni og leikaranum Norman Reedus, sagði að þegar hún gekk með Mingus voru allir að segja henni hvað það væri frábært að verða móðir. „Ég hugsaði stöðugt um ábyrgðina sem fylgdi því að eignast barn og það var að gera mig geðveika," sagði Helena. „Ég er ekki ströng móðir. Til dæmis þegar Mingus fann snák á götu í New York vildi hann ólmur taka hann með heim. Við settum við snákinn í glerflösku og fórum með hann í greiningu í dýraverslun. Þar fengum við staðfest að þetta var ekki kóbraslanga þannig að við tókum hann heim. Snákurinn býr núna í stóru búri hjá okkur og við fæðum hann með engisprettum daglega," útskýrði Helena. Helena ráðleggur mæðrum að láta hlutina bara gerast þegar kemur að uppeldinu. Samband milli móður og barns gerist á náttúrulegan máta segir hún. „Öll börn vilja ást og rútínu, góðan nætursvefn og hollan og góðan mat. Svo lengi sem þau eru elskuð held ég að þau geti tekist á við hvað sem er." „En ég veit ekki hvernig ég get gefið góð ráð. Þegar þú ert móðir lærir þú nýja hluti á hverjum einasta degi og ég er ekki með neinar sérstakar reglur þannig að ég get ekki gefið ráð hvað það varðar. Öll börn eru ólík og við foreldrar erum líka ólíkir." 3.8.2010 15:15 Byrjuð í strangri megrun fyrir brúðkaupið Söngkonan Katy Perry, 25 ára, borðar fimm máltíðir á dag til að komast í gott líkamlegt form fyrir væntanlegt brúðakaup en hún ætlar að giftast breska grínistanum Russell Brand síðar á þessu ári. Katy vill líta sem best út þegar hún játast verðandi eiginmanni sínum, Russell og æfir því eins og skepna. Á milli þess sem Katy kynnir nýju plötuna sína, Teenage Dream, eyðir hún tíma með einkaþjálfaranum sínum, Harley Pasternak, sem hjálpar henni að komast í besta form ævinnar. „Katy borðar fimm litlar máltíðir á dag sem allar innihalda næringu sem hún þarf á að halda," sagði Harley einkaþjálfari. „Eggjahvítuhræra, full skál af berjum, epli og próteindrykkur, salat og síðan fiskur í kvöldmatinn samhliða æfingum," útlistaði þjálfarinn beðinn um að lýsa degi í lífi Katy sem elskar franskar kartöflur og djúpsteiktan kjúkling. 3.8.2010 14:15 Væri asnalegt að segja: Elska bílinn minn hann er æði? Við gerðum könnun á meðal lesenda Lífsins á Facebook síðunni okkar og spurðum: Hvað kanntu sannarlega að meta í tilveru þinni? Ekki stóð á svörunum sem voru mörg og ólík. „Fjölskylduna og heilsuna." „Fjölskylduna og vini. Allt góða fólkið. Hreina vatnið og nattúruna! Frið, Hamingju, heilbrigði og ást." „Lífið sjálft ætla eg að segja. Ég get bara ekki valið úr öllum þeim dásamlegu hlutum sem gerast á hverjum degi, bæði litlum og stóru. „Börnin mín og fjölskyldan. Svo ætla ég að láta fylgja með. Heiðarleiki, góðvild og hjálpsemi." „Að hafa heilsuna í lagi nr 1, 2 og 3, þá er allt hitt svo gott." „Búa á íslandi þar sem er ekkert stríð eða hættulegir hvirfibylir og svoleiðis." „Kann svo sannarlega að meta börnin mín 2 og mannin minn." „Mömmu." „Dóttir mín er það sem fullkomnar mitt líf og það að hún og ég ásamt nánast flestum í stórfjölskyldunni eru við góða heilsu andlega sem líkamlega." „Börnin mín og barnabörn." „Heilsan er það dýrmætasta sem hægt er að meta og í raun það eina sem við eigum." „Fjölskylduna mína og loftið sem ég anda inn á hverjum degi." „Væri asnalegt að segja, elska bílinn minn hann er æði?" Þökkum fyrir þátttökuna. 3.8.2010 13:15 Lady Gaga var djúpt sokkin í neyslu Söngkonan Lady Gaga, 24 ára, segist nota eiturlyf nokkrum sinnum á ári. Söngkonan þakkar föður sínum, Joseph, fyrir að hjálpa sér að losa sig við eiturlyfin og komast á rétt ról. 3.8.2010 12:30 Fann ekki draumaprinsinn Söngkonan Alicia Keys tilkynnti fyrir stuttu að hún ætlaði að ganga í hið heilaga með unnusta sínum, tónlistarmanninum Swizz Beatz. Það hefur þó komið á daginn að kauði er enginn draumaprins. 3.8.2010 12:00 Jennifer Lopez tekur við dómarasætinu í Idol Allt stefnir í að leik- og söngkonan Jennifer Lopez taki við dómarasætinu af Ellen DeGeneres í sjónvarpsþáttunum vinsælu American Idol. Leik- og söngkonan Jennifer Lopez hefur verið í samningaviðræðum við sjónvarpsstöðina Fox um að taka við dómarasætinu af Ellen DeGeneres í sjónvarpsþáttunum vinsælu American Idol. 3.8.2010 11:00 Jordan segir skilnaðarbörn vera heppin Glamúrfyrirætan Jordan hefur nú komið með enn einn gullmolann. Hún greindi frá því nýlega að í raun kæmi skilnaður hennar og söngvarans Peter Andre til með að hafa góð áhrif á börn þeirra. 3.8.2010 10:00 Lék í The Hangover til að kaupa dóp Mike Tyson, 44 ára, notaði launin sem hann fékk greidd fyrir leiks sinn í kvikmyndinni The Hangover í eiturlyfjakaup. Mike lék sjálfan sig í kvikmyndinni The Hangover árið 2009 ásamt leikaranum Bradley Cooper. Mike ræddi opinberlega um kaupin og hvernig hann leitaði stöðugt að fjármagni fyrir ólögleg lyf til endursölu. Þannig fjármagnaði hann eigin neyslu. Ég tók að mér hlutverkið til að kaupa meira dóp," sagði Mike í útvarpsþætti í Las Vegas. Til stóð að selja það síðan og græða fullt af peningum í kjölfarið." Mike notaði sjálfur eiturlyf en hann var kærður fyrir að vera með kokaín og fleira óæskilegt í blóði sínu árið 2007. Í dag hefur Mike snúið við lífi sínu og leggur sig fram við að lifa heilbrigðara l´lifi. 3.8.2010 09:15 Ráðin í vinnu hjá indverskum svifvængjaframleiðanda „Ég rak augun í frétt í Cross Country, sem er breskt tímarit sem fjallar um svifvængjaflug, um nýtt fyrirtæki á Indlandi sem var að leita að vængjahönnuðum og tilraunaflugmönnum,“ segir Aníta Hafdís Björnsdóttir, sem var nýlega ráðinn kynningarfulltrúi indverska fyrirtækisins Sun Paragliders sem framleiðir svifvængi. 3.8.2010 09:00 Peningar breyta ekki fólki „Miklir peningar breyta ekki fólki heldur ýta þeir undir þá eiginleika sem eru þegar til staðar innra með því," lét leikarinn og söngvarinn Will Smith hafa eftir sér. Á meðfylgjandi myndum má sjá Will ásamt fjölskyldu sinni stilla sér upp á rauða dreglinum þegar kvikmyndin The Karate Kid var frumsýnd í Bandaríkjunum. Sonur hans Jaden Smith fer með aðalhlutverkið í myndinni sem sýnd er um þessar mundir hér á landi. Will og eiginkona hans, Jada Pinkett Smith, framleiða kvikmyndina. 2.8.2010 12:00 Sleppir öllu sem er gott til að líta vel út Leikkonan Jessica Biel segist eiga við vandamál að stríða og það er að vera sjúk í ost. Jessica er á sérstöku heilsufæði til að halda sér í góð formi en þegar kemur að ostum þá stenst hún ekki mátið. „Ég er á ströngum matarkúr þegar ég er í vinnunni en þegar ég er ekki að vinna flýgur hollustan út um gluggann. Ég elska pizzur, brauð, pasta og osta," sagði Jessica í viðtali við BANG Showbiz. Leikkonan segist þurfa að hafa mikið fyrir því að vera í góðu líkamlegu formi. „Þetta gerist ekki á náttúrulegan máta. Ég borða rétt, hreyfi mig og sneyði hjá sykri, kaffi og brauði. Eða öllu heldur sleppi ég öllu sem er gott bara til að líta vel út." 2.8.2010 10:45 Velgengni og djamm fara ekki saman Leikkonan Cameron Diaz segir velgengni hennar í Hollywood byggjast á því að hún er jarðtengd og leggur sig fram við að lifa eðlilegu lífi. Cameron er meðvituð um að það er erfitt að ná árangri í Hollywood. „Að mæta í flottu veislurnar og vinna langa vinnudaga tekur á og í flestum tilfellum gefast ungar leikkonur upp á lifnaðarhætti sem þessum og hraðanum sem fylgir starfinu. Cameron lofaði sjálfri sér að djamma ekki samhliða vinnunni strax á unga aldri. „Annað hvort hugsar þú vel um þig og vinnur eins og geðsjúklingur eða þú sleppir þessu alveg. Ég hef í gegnum tíðina passað mig á að djamma ekki mikið heldur einblína á að hafa það gaman," sagði Cameron. Um þessar mundir kynnir Cameron kvikmyndina Knight and Day þar sem hún fer með aðalhlutverkið ásamt Tom Cruise. 2.8.2010 10:00 Lífið er of stutt til að telja kaloríur Leikkonan Kate Hudson telur lífið vera allt of stutt til að telja stöðugt kaloríur ofan í sig. Hollywoodstjarnan Kate, sem hefur alltaf hugsað vel um heilsuna með því að hreyfa sig og borðað heilsusamlegt mataræði, byrjaði nýverið með Muse rokkaranum Matt Bellamy. Að sögn vinkonu er hún hætt að telja kaloríurnar í fæðunni sem hún neytir því Matt segir leikkonunni daglega að hún er gullfalleg hvort sem hún er grindhoruð eða í mýkri kantinum. Kate æfir fimm daga vikunnar en hefur gefið eftir hvað það varðar og nýtur þess í stað samverunnar með Matt. „Hún áttaði sig loksins á því að lífið er of stutt til að svelta sig og telja kalroríur alla daga. Matt hefur gert henni grein fyrir því að hún er falleg eins og hún er og ætti að njóta lífsins betur með því að borða það sem hana langar í þegar hana langar í það," sagði umrædd vinkona. 2.8.2010 09:12 Hættur að vera eigingjarn Leikarinn Matthew Perry, 40 ára, var eigingjarn að eigin sögn áður en hann byrjaði að leggja sig fram við að bæta sjálfan sig. Leikarinn, sem varð heimsfrægur þegar hann fór með hlutverk Chandler Bing, í bandarísku sjónvarpsþáttaseríunni Friends, vinnur nú hörðum höndum að því að kynna nýja sjónvarpsþáttaröð sem ber heitið Mr. Sunshine. Matthew skrifar handritið sjálfur og segir Mr. Sunshine ganga að mörgu leiti út á hans eigið líf. „Þættirnir fjalla um þennan eigingjarna karaketer, eins og ég var fyrir fimm árum, semer með gráa fiðringinn. „En ég tek það fram að ég er miklu almennilegri í dag en ég var þá," sagði Matthew. 2.8.2010 08:59 Sjá næstu 50 fréttir
Amiina sér um Pönk á Patró um helgina Næstkomandi laugardag, 7. ágúst, verður Pönk á Patró haldið í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði, í annað sinn í sumar. Dagskráin er glæsileg en það er hljómsveitin Amiina sem fetar í fótspor hljómsveitarinnar Pollapönk sem gerði góða ferð á Patreksfjörð 26. júní síðastliðinn. 4.8.2010 12:00
Kennir sænskum piltum dans Íslenski Dansflokkurinn hefur staðið fyrir sérstökum Strákanámskeiðum síðustu fimm ár. Á námskeiðunum kynna dansarar frá flokknum nútímadans fyrir unglingsstrákum. Námskeiðin hafa vakið mikla lukku meðal unglingspilta hér á landi og nú hefur flokkurinn ákveðið að fara í útrás með námskeiðin. 4.8.2010 11:00
Bjóða upp á kaffi í stað súpu á Fiskideginum „Mér líður eins og föðurlandssvikara að vera ekki með súpu. Mér finnst eins og það sé nánast þegnskylda að gera þetta,“ segir Svanhildur Hólm, framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 4.8.2010 11:00
Dóri DNA leikur Mario í leit að týndu prinsessunni „Singalong“-sýningin Mario Bros verður sett upp um miðjan ágúst af danshópnum Dans á rósum. Hér er um að ræða sýningu þar sem gestir eru hitaðir upp fyrir sýningu til að taka þátt í völdum atriðum. 4.8.2010 10:00
Nicolas Cage hættir við Trespass á síðustu stundu Hollywood stjarnan Nicolas Cage hefur skyndilega dregið sig út úr nýju mynd Joels Schumacher, Trespass, og það einungis tveim vikum áður en upptökur áttu að hefjast. 4.8.2010 09:00
Draumurinn vakti lukku í Santiago Fyrsti myndhlutinn af fimm úr kvikmyndinni Draumurinn um veginn, sem fjallar um 800 km pílagrímsgöngu skáldsins Thors Vilhjálmssonar til Santiago de Compostela á Spáni, var frumsýndur í Santiago-borg á dögunum við mjög góðar undirtektir. 4.8.2010 08:00
Spila á brasilískri tónlistarhátíð Hljómsveitin Sin Fang, sem áður hét Sin Fang Bous, spilar á tónlistarhátíð í Brasilíu 6. og 8. ágúst. Hátíðin nefnist Rojo-Nova og fer fram í borginni Sao Paulo. 4.8.2010 06:00
Kattarkonan í næstu mynd um Leðurblökumanninn? Batman-nördar um allan heim myndu örugglega fagna ef Kattarkonan yrði í næstu mynd um hetjuna. Nú gengur sá orðrómur um netheima að búið sé að skrifa hana inn í næstu mynd. 4.8.2010 06:00
Ætlar að stýra pólitísku og gagnrýnu Stúdentablaði „Ég fór í atvinnuviðtal í byrjun sumars og fékk svo að vita að ég væri ráðin fyrir stuttu,“ segir Auður Alfífa Ketilsdóttir, sem er nýráðin ritstjóri Stúdentablaðsins, en þegar Fréttablaðið náði af henni tali var hún að koma til Reykjavíkur eftir sumarlanga dvöl í Reykjarfirði á Hornströndum án síma og netsambands. 4.8.2010 06:00
Ættleiðir tvo hunda Strandvarðagellan fyrrverandi, Pamela Anderson, hefur ættleitt tvo hunda sem voru yfirgefnir í kjölfar olíulekans við Mexíkóflóa. Anderson er heiðursformaður dýraverndunarsamtakanna PETA og komst í mikið uppnám þegar hún frétti af því að fimmtíu hundar hefðu verið yfirgefnir eftir lekann. 4.8.2010 06:00
Tiger vill kvænast að nýju Tiger Woods ku vera í brúðkaupshugleiðingum þrátt fyrir að skilnaður hans og Elinar Nordegren sé enn ekki fullfrágenginn. 4.8.2010 06:00
Ólétt fyrirsæta Sá orðrómur er á sveimi að fyrirsætan Miranda Kerr og leikarinn Orlando Bloom eigi von á barni. Parið, sem gifti sig á laun fyrir stuttu síðan, hefur þó ekki staðfest þessar fregnir en vinnufélagi Kerr fullyrti þetta við fjölmiðla vestanhafs. Jessica White fyrirsæta sagði að Kerr væri ólétt og að ný 4.8.2010 06:00
Peaches þorir ekki að segja pabba frá Eli Rokkaradóttirin Peaches Geldof og Íslandsvinurinn Eli Roth hafa ákveðið að ganga í það heilaga í haust. 4.8.2010 05:00
Þakkar fyrir lífið Breska söngkonan Cheryl Cole þakkar læknunum sem læknuðu hana af malaríuveirunni og íhugar að gefa spítalanum peningagjöf sem þakklætisvott. Cole sást í fyrsta sinn opinberlega í vikunni en mánuður er 4.8.2010 04:00
Eddie Vedder í Borða, biðja, elska Rokkarinn Eddie Vedder úr hljómsveitinni Pearl Jam er með tvö lög í myndinni Borða, biðja, elska. 4.8.2010 03:30
Erfitt að fara frá börnunum Jennifer Lopez, 41 árs, finnst hræðilegt að þurfa að fara frá börnunum sínum í vinnuna. Jennifer á tveggja ára tvíburana Max og Emme með eiginmanni sínum, Marc Anthony. Eitt ár er síðan Jennifer ákvað að fara að vinna aftur en henni finnst mjög erfitt að fara frá börnunum. „Mér finnst alveg rosalega erfitt að skilja þau eftir þegar ég fer í vinnuna á morgnana. Það kvelur mig," sagði Jennifer. „Ég hugsa alltaf ætli þau sakni mín? Vita þau ekki örugglega hvað ég elska þau mikið og að ég hugsa stöðugt um þau?" 3.8.2010 16:15
Var við það að missa vitið yfir móðurhlutverkinu Danska ofurfyrirsætan Helena Christensen, 41 árs, segir að móðurhlutverkið hafi verið erfitt á stundum. Á meðgöngunni var hún til að mynda við það að missa vitið. Helena, sem á 10 ára son, Mingus, með fyrrverandi eiginmanni sínum, fyrrum Prada fyrirsætunni og leikaranum Norman Reedus, sagði að þegar hún gekk með Mingus voru allir að segja henni hvað það væri frábært að verða móðir. „Ég hugsaði stöðugt um ábyrgðina sem fylgdi því að eignast barn og það var að gera mig geðveika," sagði Helena. „Ég er ekki ströng móðir. Til dæmis þegar Mingus fann snák á götu í New York vildi hann ólmur taka hann með heim. Við settum við snákinn í glerflösku og fórum með hann í greiningu í dýraverslun. Þar fengum við staðfest að þetta var ekki kóbraslanga þannig að við tókum hann heim. Snákurinn býr núna í stóru búri hjá okkur og við fæðum hann með engisprettum daglega," útskýrði Helena. Helena ráðleggur mæðrum að láta hlutina bara gerast þegar kemur að uppeldinu. Samband milli móður og barns gerist á náttúrulegan máta segir hún. „Öll börn vilja ást og rútínu, góðan nætursvefn og hollan og góðan mat. Svo lengi sem þau eru elskuð held ég að þau geti tekist á við hvað sem er." „En ég veit ekki hvernig ég get gefið góð ráð. Þegar þú ert móðir lærir þú nýja hluti á hverjum einasta degi og ég er ekki með neinar sérstakar reglur þannig að ég get ekki gefið ráð hvað það varðar. Öll börn eru ólík og við foreldrar erum líka ólíkir." 3.8.2010 15:15
Byrjuð í strangri megrun fyrir brúðkaupið Söngkonan Katy Perry, 25 ára, borðar fimm máltíðir á dag til að komast í gott líkamlegt form fyrir væntanlegt brúðakaup en hún ætlar að giftast breska grínistanum Russell Brand síðar á þessu ári. Katy vill líta sem best út þegar hún játast verðandi eiginmanni sínum, Russell og æfir því eins og skepna. Á milli þess sem Katy kynnir nýju plötuna sína, Teenage Dream, eyðir hún tíma með einkaþjálfaranum sínum, Harley Pasternak, sem hjálpar henni að komast í besta form ævinnar. „Katy borðar fimm litlar máltíðir á dag sem allar innihalda næringu sem hún þarf á að halda," sagði Harley einkaþjálfari. „Eggjahvítuhræra, full skál af berjum, epli og próteindrykkur, salat og síðan fiskur í kvöldmatinn samhliða æfingum," útlistaði þjálfarinn beðinn um að lýsa degi í lífi Katy sem elskar franskar kartöflur og djúpsteiktan kjúkling. 3.8.2010 14:15
Væri asnalegt að segja: Elska bílinn minn hann er æði? Við gerðum könnun á meðal lesenda Lífsins á Facebook síðunni okkar og spurðum: Hvað kanntu sannarlega að meta í tilveru þinni? Ekki stóð á svörunum sem voru mörg og ólík. „Fjölskylduna og heilsuna." „Fjölskylduna og vini. Allt góða fólkið. Hreina vatnið og nattúruna! Frið, Hamingju, heilbrigði og ást." „Lífið sjálft ætla eg að segja. Ég get bara ekki valið úr öllum þeim dásamlegu hlutum sem gerast á hverjum degi, bæði litlum og stóru. „Börnin mín og fjölskyldan. Svo ætla ég að láta fylgja með. Heiðarleiki, góðvild og hjálpsemi." „Að hafa heilsuna í lagi nr 1, 2 og 3, þá er allt hitt svo gott." „Búa á íslandi þar sem er ekkert stríð eða hættulegir hvirfibylir og svoleiðis." „Kann svo sannarlega að meta börnin mín 2 og mannin minn." „Mömmu." „Dóttir mín er það sem fullkomnar mitt líf og það að hún og ég ásamt nánast flestum í stórfjölskyldunni eru við góða heilsu andlega sem líkamlega." „Börnin mín og barnabörn." „Heilsan er það dýrmætasta sem hægt er að meta og í raun það eina sem við eigum." „Fjölskylduna mína og loftið sem ég anda inn á hverjum degi." „Væri asnalegt að segja, elska bílinn minn hann er æði?" Þökkum fyrir þátttökuna. 3.8.2010 13:15
Lady Gaga var djúpt sokkin í neyslu Söngkonan Lady Gaga, 24 ára, segist nota eiturlyf nokkrum sinnum á ári. Söngkonan þakkar föður sínum, Joseph, fyrir að hjálpa sér að losa sig við eiturlyfin og komast á rétt ról. 3.8.2010 12:30
Fann ekki draumaprinsinn Söngkonan Alicia Keys tilkynnti fyrir stuttu að hún ætlaði að ganga í hið heilaga með unnusta sínum, tónlistarmanninum Swizz Beatz. Það hefur þó komið á daginn að kauði er enginn draumaprins. 3.8.2010 12:00
Jennifer Lopez tekur við dómarasætinu í Idol Allt stefnir í að leik- og söngkonan Jennifer Lopez taki við dómarasætinu af Ellen DeGeneres í sjónvarpsþáttunum vinsælu American Idol. Leik- og söngkonan Jennifer Lopez hefur verið í samningaviðræðum við sjónvarpsstöðina Fox um að taka við dómarasætinu af Ellen DeGeneres í sjónvarpsþáttunum vinsælu American Idol. 3.8.2010 11:00
Jordan segir skilnaðarbörn vera heppin Glamúrfyrirætan Jordan hefur nú komið með enn einn gullmolann. Hún greindi frá því nýlega að í raun kæmi skilnaður hennar og söngvarans Peter Andre til með að hafa góð áhrif á börn þeirra. 3.8.2010 10:00
Lék í The Hangover til að kaupa dóp Mike Tyson, 44 ára, notaði launin sem hann fékk greidd fyrir leiks sinn í kvikmyndinni The Hangover í eiturlyfjakaup. Mike lék sjálfan sig í kvikmyndinni The Hangover árið 2009 ásamt leikaranum Bradley Cooper. Mike ræddi opinberlega um kaupin og hvernig hann leitaði stöðugt að fjármagni fyrir ólögleg lyf til endursölu. Þannig fjármagnaði hann eigin neyslu. Ég tók að mér hlutverkið til að kaupa meira dóp," sagði Mike í útvarpsþætti í Las Vegas. Til stóð að selja það síðan og græða fullt af peningum í kjölfarið." Mike notaði sjálfur eiturlyf en hann var kærður fyrir að vera með kokaín og fleira óæskilegt í blóði sínu árið 2007. Í dag hefur Mike snúið við lífi sínu og leggur sig fram við að lifa heilbrigðara l´lifi. 3.8.2010 09:15
Ráðin í vinnu hjá indverskum svifvængjaframleiðanda „Ég rak augun í frétt í Cross Country, sem er breskt tímarit sem fjallar um svifvængjaflug, um nýtt fyrirtæki á Indlandi sem var að leita að vængjahönnuðum og tilraunaflugmönnum,“ segir Aníta Hafdís Björnsdóttir, sem var nýlega ráðinn kynningarfulltrúi indverska fyrirtækisins Sun Paragliders sem framleiðir svifvængi. 3.8.2010 09:00
Peningar breyta ekki fólki „Miklir peningar breyta ekki fólki heldur ýta þeir undir þá eiginleika sem eru þegar til staðar innra með því," lét leikarinn og söngvarinn Will Smith hafa eftir sér. Á meðfylgjandi myndum má sjá Will ásamt fjölskyldu sinni stilla sér upp á rauða dreglinum þegar kvikmyndin The Karate Kid var frumsýnd í Bandaríkjunum. Sonur hans Jaden Smith fer með aðalhlutverkið í myndinni sem sýnd er um þessar mundir hér á landi. Will og eiginkona hans, Jada Pinkett Smith, framleiða kvikmyndina. 2.8.2010 12:00
Sleppir öllu sem er gott til að líta vel út Leikkonan Jessica Biel segist eiga við vandamál að stríða og það er að vera sjúk í ost. Jessica er á sérstöku heilsufæði til að halda sér í góð formi en þegar kemur að ostum þá stenst hún ekki mátið. „Ég er á ströngum matarkúr þegar ég er í vinnunni en þegar ég er ekki að vinna flýgur hollustan út um gluggann. Ég elska pizzur, brauð, pasta og osta," sagði Jessica í viðtali við BANG Showbiz. Leikkonan segist þurfa að hafa mikið fyrir því að vera í góðu líkamlegu formi. „Þetta gerist ekki á náttúrulegan máta. Ég borða rétt, hreyfi mig og sneyði hjá sykri, kaffi og brauði. Eða öllu heldur sleppi ég öllu sem er gott bara til að líta vel út." 2.8.2010 10:45
Velgengni og djamm fara ekki saman Leikkonan Cameron Diaz segir velgengni hennar í Hollywood byggjast á því að hún er jarðtengd og leggur sig fram við að lifa eðlilegu lífi. Cameron er meðvituð um að það er erfitt að ná árangri í Hollywood. „Að mæta í flottu veislurnar og vinna langa vinnudaga tekur á og í flestum tilfellum gefast ungar leikkonur upp á lifnaðarhætti sem þessum og hraðanum sem fylgir starfinu. Cameron lofaði sjálfri sér að djamma ekki samhliða vinnunni strax á unga aldri. „Annað hvort hugsar þú vel um þig og vinnur eins og geðsjúklingur eða þú sleppir þessu alveg. Ég hef í gegnum tíðina passað mig á að djamma ekki mikið heldur einblína á að hafa það gaman," sagði Cameron. Um þessar mundir kynnir Cameron kvikmyndina Knight and Day þar sem hún fer með aðalhlutverkið ásamt Tom Cruise. 2.8.2010 10:00
Lífið er of stutt til að telja kaloríur Leikkonan Kate Hudson telur lífið vera allt of stutt til að telja stöðugt kaloríur ofan í sig. Hollywoodstjarnan Kate, sem hefur alltaf hugsað vel um heilsuna með því að hreyfa sig og borðað heilsusamlegt mataræði, byrjaði nýverið með Muse rokkaranum Matt Bellamy. Að sögn vinkonu er hún hætt að telja kaloríurnar í fæðunni sem hún neytir því Matt segir leikkonunni daglega að hún er gullfalleg hvort sem hún er grindhoruð eða í mýkri kantinum. Kate æfir fimm daga vikunnar en hefur gefið eftir hvað það varðar og nýtur þess í stað samverunnar með Matt. „Hún áttaði sig loksins á því að lífið er of stutt til að svelta sig og telja kalroríur alla daga. Matt hefur gert henni grein fyrir því að hún er falleg eins og hún er og ætti að njóta lífsins betur með því að borða það sem hana langar í þegar hana langar í það," sagði umrædd vinkona. 2.8.2010 09:12
Hættur að vera eigingjarn Leikarinn Matthew Perry, 40 ára, var eigingjarn að eigin sögn áður en hann byrjaði að leggja sig fram við að bæta sjálfan sig. Leikarinn, sem varð heimsfrægur þegar hann fór með hlutverk Chandler Bing, í bandarísku sjónvarpsþáttaseríunni Friends, vinnur nú hörðum höndum að því að kynna nýja sjónvarpsþáttaröð sem ber heitið Mr. Sunshine. Matthew skrifar handritið sjálfur og segir Mr. Sunshine ganga að mörgu leiti út á hans eigið líf. „Þættirnir fjalla um þennan eigingjarna karaketer, eins og ég var fyrir fimm árum, semer með gráa fiðringinn. „En ég tek það fram að ég er miklu almennilegri í dag en ég var þá," sagði Matthew. 2.8.2010 08:59