Fleiri fréttir

Samtal við listasöguna

Sýningin Frelsun litarins verður opnuð í Listasafni Íslands í dag. Um er að ræða tímamótasýningu á verkum frönsku expressjónistanna, eða fauvistanna, og geta gestir nú í fyrsta sinn barið augum verk málara á borð við Renoir og Matisse hér á landi.

Stelpurnar, Strákarnir og Svínasúpan fá gulldisk

Nýútkomnir DVD-diskar með grínþáttunum Stelpunum, Strákunum og Svínasúpunni hafa náð þeim áfanga að hafa selst í yfir 5 þúsund eintökum. Af því tilefni verður leikurum og aðstandendum þessara skemmtilegu grínþátta, sem sýndir voru á Stöð 2, afhentir gulldiskar á morgun laugardag. Einnig fær Mæðrastyrksnefnd afhendar gjafir.

Ræna Donald Trump

Á næsta ári verður tekin upp ný kvikmynd sem skartar engum öðrum en þeim Eddie Murphy og Chris Rock í aðalhlutverki. Rock og Murphy munu leika húsverði í Trump Tower sem leggja á ráðin um að ræna húsráðandann sjálfan, Donald Trump.

Peter Boyle látinn

Leikarinn Peter Boyle, sem er þekktastur í seinni tíð fyrir að leika pabbann Frank Barone í gamanþættinum Everybody Loves Raymond, er látinn, 71 árs að aldri.

Lay Low á Akureyri

Laugardagskvöldið 16. desember verða haldnir tónleikar á Græna Hattinum á Akureyri, þar sem fram kemur hin margrómaða tónlistarkona Lay Low og heimamaðurinn Ívar Bjarklind ásamt hljómsveit.

Nýtt tímarit um Reykjavík

Nýtt veftímarit að nafni getrvk.com fer í loftið í dag, en það mun vera fyrsta veftímaritið með þessu sniði hér á landi. „Þetta er fimm manna hópur sem mun leita uppi bestu viðburðina af því sem er í gangi hverju sinni.

Með verstu áhrifin

Dómarinn harðskeytti og maðurinn á bak við Idol og X-Factor, Simon Cowell, hefur verið kjörinn sá aðili sem hefur haft verst áhrif á breskt tónlistarlíf undanfarin tuttugu ár.

Lítið um tilraunamennsku

Stórir tónleikapakkar og veglegar endurútgáfur eru mest áberandi þegar tónlistarmynddiskar ársins 2006 eru skoðaðir. Trausti Júlíusson tékkaði á nokkrum af mest seldu diskum ársins.

Keyrir um undir merkjum kóngsins

Glæsilegur BMW jeppi með einkanúmerinu Bó H vakti athygli vegfarenda á dögunum, og lá beinast við að þar færi kóngurinn Björgvin Halldórs sjálfur.

Jólalegur kokteill

Nemendur Kramhússins efna til Jólagleði í Borgarleikhúsinu á morgun og sýna margslungnar listir sínar. Leyndir hæfileikar fá þar að njóta sín og munu stíga á svið hversdagsstjörnur úr hinum íslenska veruleika.

Hátíðlegir jólatónar í Hafnarfirði

Kór Flensborgarskólans heldur hátíðartónleika sína í hinum nýja og glæsilega sal Flensborgarskólans, Hamarssal á morgun kl. 16. Sérstakir gestir tónleikanna verða söngvarinn Páll Óskar og hörpuleikarinn Monika Abendroth. Stjórnandi er Hrafnhildur Blomsterberg.

Algjört prump

Rockstar Supernova ættu allir landsmenn að þekkja en hérna er á ferðinni hljómsveitin úr raunveruleikaþáttunum vinsælu. Það var Lukas Rossi sem fór með sigur af hólmi og þurfti hann Magni okkar að bíta í súrt.

Fróðastir á Fréttablaðinu

Á miðvikudagskvöld tókust blöðin hart á í því sem skiptir máli þegar blaðamennskan er annars vegar: Að vita. Logi Bergmann Eiðsson stóð fyrir bráð-skemmtilegu pressukvöldi þar sem tekist var á í spurningaspilinu Meistarinn.

Fóðra barnið á skordýrum

Angelina Jolie gaf ættleiddum syni sínum, Maddox, engisprettur að borða á ferð sinni um Kambódíu með ástmanni sínum, Brad Pitt, á dögunum. Maddox, sem er fimm ára gamall, er fæddur í landinu, en þar þykja þessi prótínríku skordýr herramannsmatur.

Evel Knievel kærir Kanye

Mótorhjólakappinn fífldjarfi Evel Knievel hefur lagt fram kæru gegn rapparanum Kanye West. Hinn 68 ára gamli Knievel, sem varð frægur fyrir fjölmörg áhættusöm heimsmet og tugi beinbrota samhliða þeim, segir að rapparinn hafi hermt eftir sér í tónlistarmyndbandi við lagið Touch the Sky. Í myndbandinu leikur hann mótorhjólakappa sem kallar sig „Evel Kanyevel“.

Enginn dregur stein í efa

Þjóðskáld á tímamótum, degi hallar. Skáld sem fylgt hefur ljóðvinum á heillandi ferðalagi hálfrar aldar um innland íslenskrar náttúru og sögu - þar sem stórhuga maðurinn leitar átta í skjálfandi smæð (29).

Dúkkurnar voru strippklúbbur fræga fólksins

Hvað eiga Charlize Theron, Cameron Diaz og Drew Barrymore sameiginlegt? Fyrir utan að vera leikkonur í Hollywood hafa þær allar dansað og sungið með stúlknahljómsveitinni Pussycat Dolls.

Dj Jerry spilar

Plötusnúðurinn Dj Jerry þeytir skífum í jólapartíi á Barnum á laugardag. Dj Jerry er hluti af Kits-uné-útgáfunni sem sérhæfir sig í elektró- og danstónlist. Hann er fastaplötusnúður á Kitsuné-kvöldunum í París auk þess sem hann spilar á Boom Box-kvöldunum í London. Upphitun verður í höndum Dj Casanova og byrjar stuðið upp úr 23.00. Aðgangseyrir er enginn.

Díana og Dodi voru ekki myrt

Samkvæmt breska blaðinu Daily Mail eru bresku prinsarnir, Vilhjálmur og Harry, reiðir vegna mynda sem teknar voru af móður þeirra lífshættulega slasaðri eftir bílslysið í París.

Bingó á barnum

Barinn skiptir um gír og ýtir reglulegum bingókvöldum úr vör næstkomandi þriðjudagskvöld. „Það verða fimm vinningar á kvöldi,“ sagði Margrét Ósk Vilbergsdóttir, rekstrarstjóri Barsins í samtali við Fréttablaðið.

Babel fékk flestar tilnefningar

Tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna voru tilkynntar í gær. Fjölþjóðlega kvikmyndin Babel, sem skartar leikurunum Brad Pitt og Cate Blanchett, fékk flestar tilnefningar, alls sjö talsins.

Árslistarnir að tínast til

Menningarsíðan Metacritic hefur tekið saman helstu árslista tónlistartímarita og vefmiðla yfir bestu plötur ársins 2006. Frumraun ensku strákanna í Arctic Monkeys er þar áberandi, en hún hlaut Mercury-verðlaunin sem besta plata ársins í september.

Árlegir tónleikar

Tónleikar til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna fara fram í Háskólabíói í áttunda skiptið 28. desember næstkomandi. Rjómi íslenskra tónlistarmanna leggur málefninu lið á ári hverju, en skipulagning hefur frá upphafi verið í höndum umboðsmanns Íslands, Einars Bárðarsonar. Allir tónlistarmenn og aðrir sem að tónleikunum koma gefa vinnu sína, en Háskólabíó leggur til húsnæðið.

Á leið í steininn?

Dekurdrósin Nicole Ritchie á yfir höfði sér fimm daga fangelsisvist, verði hún sakfelld fyrir ölvunarakstur. Nicole var kærð fyrir að keyra ölvuð nú fyrir skemmstu, en hún hafði áður verið handtekin fyrir það sama árið 2002.

Vill verða ástfangin aftur

Leikkonan Sienna Miller hefur loksins tjáð sig opinberlega eftir skilnaðinn við Jude Law í síðasta mánuði. Hún segist vera tilbúin til að verða ástfangin á nýjan leik.

Á stærstu tónlistarráðstefnu heims

Lay Low spilar í Cannes í Frakklandi á Midem 2007 sem er stærsta tónlistarráðstefnu heims. Var henni boðið að spila á um 1.000 manna tónleikum fyrir fagfólk úr tónlistargeiranum.

Undurfögur og heillandi

Skúli Sverrison er kannski ekki þekktasti tónlistarmaður þjóðarinnar en hann er svo sannarlega með þeim farsælustu. Samstarf við bæði Blonde Redhead og Laurie Anderson sanna það. Sería er fyrsta sólóbreiðskífa Skúla sem er gefin út hérlendis en hana er ákaflega erfitt að tengja við einhverja ákveðna tónlistarstefnu. Mætti þó kannski lýsa sem tregafullu avant-garde poppi.

Tveir á teikniborðinu

Tölvuleikjahönnuðurinn David Jones hefur ekki komið nálægt tölvuleikjunum Lennings eða Grant Theft Auto í lengri tíma, þrátt fyrir að vera enn titlaður höfundur þeirra.

Tóku upp Heroin

Tveir meðlimir Weezer hafa tekið upp lagið Heroin eftir The Velvet Underground fyrir kvikmyndina Factory Girl. Um er að ræða gítarleikarann Brian Bell og trommarann Patrick Wilson.

Syngur í hálfleik

Tónlistarmaðurinn Prince mun koma fram í leikhléi á Super Bowl-úrslitaleiknum í bandarísku ruðningsdeildinni í Miami þann 4. febrúar. Prince hefur verið önnum kafinn að undanförnu við að troða upp í klúbbnum sínum 3121 í Rio í Las Vegas.

Sungið á aðventu

Kammerkórinn Vox academica fagnaði tíu ára afmæli sínu í haust sem leið og af því tilefni verða árlegir aðventutónleikar kórsins með sérstökum hátíðablæ. Á tónleikum annað kvöld mun kórinn flytja verkin Magnificat eftir Johann Sebastian Bach og Messías eftir George Friedrich Händel.

Stærsta hljóðver á Íslandi

Önundur Hafsteinn Pálsson vinnur að því að opna hljóðver í yfirgefnu lýsishúsi á snjóflóðasvæðinu á Flateyri.

Útgáfu fagnað á Domo

Saxófónleikarinn Jóel Pálsson heldur útgáfutónleika á Domo- bar í kvöld ásamt hljómsveit og fagnar þar útgáfu disksins Varps. Eru tónleikanir hluti af tónleikaröð jazzklúbbsins Múlans sem nú hefur hreiðrað um sig á þessum öndvegis tónleikastað.

Sorglegasta lagið

Samkvæm,t nýrri rannsókn er lag hljómsveitarinnar The Verve, The Drugs Don"t Work, líklegast til að kalla fram tár hjá fólki.

Selur munaðinn til styrktar fátækum

„Ég gerði þetta líka í fyrra og safnaði þá hálfri milljón fyrir fátæk lönd í Mið-Ameríku,“ segir Einar Örn Einarsson sem selur allan munað ofan af sér á vefsíðu sinni, eoe.is/uppboð. Sjónvarp, XBox og dvd-myndir eru meðal þess sem Einar býður lesendum sínum upp á á vægu verði en sökum þess hversu vel gekk í fyrra er úrvalið í ár aðeins minna.

Roberts í rómantík

Leikkonan Julia Roberts ætlar að framleiða og hugsanlega fara með aðalhlutverkið í rómantísku myndinni Happiness Sold Separately sem er byggð á skáldsögu Lolly Winston.

Rifist um nöfn

Söngkonan Mariah Carey hefur hótað að lögsækja klámmyndaleikkonuna Mary Carey, en Mariah segir að nöfn þeirra tveggja séu of lík. Söngkonan segir ennfremur að aðdáendur sínir gætu lent í því að ruglast vegna nafnanna og þá komi það henni mjög illa.

Richie handtekin

Lífið er ekki eins auðvelt hjá Nicole Richie og það lítur út fyrir að vera því sjónvarpstjarnan úr þáttunum Simple Life var handtekin af lögreglunni í Burbank á mánudaginn, grunuð um ölvunarakstur.

Rappkóngar Íslands

Forgotten Lores er búin að vera í fremstu röð í íslenska rappinu síðustu ár. Fyrsta platan þeirra, Týndi hlekkurinn, sem kom út fyrir þremur árum, er ein af bestu íslensku rappplötunum. Síðan hún kom út hefur sveitin vakið verðskuldaða athygli fyrir öfluga frammistöðu á sviði, m.a. á Air­waves, en á tónleikum koma þeir fram með fullmannaða hljómsveit (FL Group).

Ólíkindatólin í akademíunni

Þó að enn séu tæpir tveir mánuðir þar til tilkynnt verður hverjir eru tilnefndir til Óskarsverðlaunanna eru fjölmiðlungar þegar farnir að spá í spilin fyrir stóra daginn.

Næst besti GTA leikurinn

Það gleyma því margir hvað Grand Theft Auto leikirnir hafa þróast mikið frá því að fyrst leikurinn kom út. Ég man enn eftir því að hafa burðast með hann á um 24 diskettum milli húsa, það voru reyndar margir komnir með skrifara þá, en ekki ég og félagi minn.

Óborganlegir textar

Grallararnir í Baggalúti hafa í gegnum árin gefið út eitt jólalag fyrir hver jól á heimasíðu sinni við miklar vinsældir. Þar hafa þeir gert óborganlega íslenska jólatexta við þekkt erlend lög.

Nýr tískuþáttur

Steven Spielberg framleiðir þáttaröð um fallvaltan glamúrheim tískunnar fyrir sjónvarpsstöðina Fox. Þáttaröðin, sem enn er nafnlaus, mun fjalla um fimm vini sem allir lifa og hrærast í tískuheiminum, en á meðal persóna verður ljósmyndari, hönnuður og fyrirsæta.

Love laus allra mála

Skilorðsbundinn dómur söngkonunnar Courtney Love hefur verið felldur niður af dómstólum í Los Angeles fyrr en áætlað var. Ástæðan er hversu Love hefur verið dugleg í eiturlyfjameðferð sinni.

Sjá næstu 50 fréttir