Fleiri fréttir

Slæm nettenging og rafmagni slær út í undirbúningi fyrir heimsmeistaramótið
Nokkrir leikmenn sem taka þátt á heimsmeistaramótinu í League of Legends, sem fram fer í Laugardalshöll í næsta mánuði, hafa kvartað yfir slæmri nettenginu og að í sumum tilfellum slái rafmagni út á meðan að undirbúningur fyrir mótið er í fullum gangi á hóteli liðanna hér á landi.

Riðlarnir á heimsmeistaramótinu í League of Legends klárir
Heimsmeistaramótið í League of Legends hefst eftir tæpar tvær vikur og eins og áður hefur verið greint frá er mótið að þessu sinni haldið í Laugardalshöll hér á landi. Nú er ljóst hvaða lið munu mætast í riðlakeppni mótsins, en dregið var í riðla fyrr í dag.

Heimsmeistaramótið verði haldið í Laugardalshöll
Vefmiðillinn Dot Esports færði okkur þær fréttir á dögunum að þeirra heimildarmenn fullyrði að heimsmeistaramótið í League of Legends verði haldið á Íslandi í ár. Mótið verður haldið frá 5. oktober og miðillinn segir að það muni fara fram í Laugardalshöll.

Dusty Stórmeistarar í CS:GO annað árið í röð
Það var svo sannarlega veisla í beinni útsendingu þegar sýnt var frá úrslitaleik Stórmeistaramótsins í CS:GO á Stöð 2 Esport í gærkvöldi. Ríkjandi meistarar Dusty mættu reynslumiklu liði Vallea í Arena á Smáratorgi.

Dusty sigraði Vallea í úrslitum Stórmeistaramóts Vodafone
Dusty og Vallea áttust við í úrslitaviðureign Stórmeistaramóts Vodafafone í CS:GO í gær. Keppt var í Bo3 fyrirkomuagi þar sem að vinna þarf tvo af þrem leikjum til að sigra. Dusty hafði betur 2-0 og er því Stórmeistari Vodafone.

Í beinni: Dusty mætir Vallea í úrslitum Stórmeistaramóts Vodafone
Dusty og Vallea eigast við í úrslitaviðureign Stórmeistaramóts Vodafafone í CS:GO. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá Twitch-rás Rafíþróttasamtaka Íslands hér, en einnig er hægt að fylgjast með beinni útsendingu á Stöð 2 eSport.

Úrslitin ráðast á stórmeistaramótinu í Counter-Strike
Komið er að úrslitastundu á stórmeistaramótinu í Counter-Strike: Global Offensive. Nýir meistarar verða krýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport annað kvöld þar sem mikið verður um dýrðir.

Fullyrða að heimsmeistaramótið verði haldið á Íslandi
Heimsmeistaramótið í tölvuleiknum League of Legends átti að fara fram í Kína í ár, en vegna sóttvarnaraðgerða þar í landi hefur mótið verið fært til Evrópu. Ekki hefur enn verið gefið upp í hvaða landi, en vefmiðillinn dotesports.com fullyrðir að mótið fari fram á Íslandi.