Fleiri fréttir

Fyrsta rjúpnahelgin að baki

Þá er fyrsta helgin í rjúpu afstaðin og fréttir farnar að berast af aflabrögðum víða um land. Heldur rólegt var víða og er veðri þá helst kennt um enda var veður afleitt um mest allt land um helgina fyrir skyttur.

Veiðibókin hans Bubba komin út

Fyrir helgi kom út bókin "Veiðisögur" eftir Bubba Morthens með myndum Einars Fals Ingólfssonar. Það er Salka forlag sem gefur út þessa eigulegu bók fyrir stangaveiðimenn.

Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur

Samkvæmt þeim bráðabirgðatölum sem fyrir liggja má áætla að stangveiði á laxi sumarið 2011 hafi verið um 53.200 laxar sem er í heild um 19% minni veiði en 2010 þegar heildarstangveiðin var 74.961 lax.

Rjúpnaveiði bönnuð í landi Strandabyggðar

Þessa frétt fundum við á vefnum www.bb.is og er hún ekkert sérstakt fagnaðarefni fyrir rjúpnaveiðimenn landsins. Ekki kemur fram á hvaða rökum bannið er reyst né heldur hvort það er vegna lægðar í stofninum á þessu tímabili og hvort því verður aflétt komi stofnin til með að rétta úr kútnum.

Rjúpnaveiðin hófst í morgun

Rjúpnaveiðar hófust í morgun og viðraði vel til veiða víðast hvar á landinu. En veðrið um helgina er ekkert sérstakt og frekar slakt til rjúpnaveiða, menn geta þá bara vonað að næstu þrjár helgar verði skárri.

Lokatölur 2011

Þá eru lokatölur komnar úr flestum ánum en þó vantar ennþá lokatölur úr Ytri Rangá enda veiði ekki hætt þar fyrr en um helgina. Það sem stendur svo sem uppúr þessu sumri, sem er það fjórða besta frá upphafi, er munurinn á milli ára í systuránum fyrir austann, Eystri og Ytri Rangá. En það munar um 1400 löxum í Ytri og um 2000 löxum í Eystri. Það er kannski ósanngjarn samanburður að bera árnar saman við bestu árin en það þykir þó vera víst að minna kom úr hafi en áður.

PKD smit útbreitt á Íslandi

PKD-nýrnasýki var fyrst staðfest á Íslandi á haustmánuðum 2008. Í framhaldi af því hafa umfangsmiklar rannsóknir farið fram á útbreiðslu og áhrifum sýkinnar á íslenska laxfiskastofna. Verkefnið er samstarfsverkefni Tilraunastöðvar Háskólans að Keldum og Veiðimálastofnunar og var styrkt af Orkuveitu Reykjavíkur og Umhverfissviði Reykjavíkurborgar.

Straumar áfram með Álftá

Veiðifélagið Straumar hefur framlengt samning sinn um Álftá á Mýrum til þriggja ára. Félagið hefur haft ána á leigu í 17 ár og þau verða því tuttugu þegar núverandi samningi lýkur.

Vatnsmikil saga úr Geirlandsá

Það hefur gengið á ýmsu á veiðislóðum í grennd við Kirkjubæjarklaustur í haust og sum hollin lítið sem ekkert getað veitt sökum stórrigninga og vatnselgs. Fengum við sendar línur ásamt myndum frá Haraldi Árna Halraldssyni sem lýsir best þeim aðstæðum sem margir veiðimenn þurftu að horfast í augu við lungann úr haustinu. Hollin sem lentu svo í sjatnandi vatni þess á milli fengu fína veiði.

Erindi um stíflur og áhrif þeirra

Margir hafa lýst yfir áhyggjum af afdrifum fiskistofna í Þjórsá verði af fyrirhuguðum virkjunum í neðanverðri ánni. NASF hefur sent frá sér fréttatilkynningu um fróðlegan fyrirlestur um málefnið.

Rjúpnaveiðar: Boð og bönn á afréttum

Það var athyglisverð frétt á Eyjunni núna nýverið, en samkvæmt henni ætlar sveitastjórnin í Húnaþingi að taka gjald af rjúpnaskyttum sem vilja veiða á Víðidalstunguheiði, Tvídægru og Arnarvatnsheiði, svæðum sem talið er að verði að þjóðlendum þegar Óbyggðanefnd hefur unnið sitt starf.

Veiðifréttir eru komnar út

Veiðifréttir eru komnar út á rafrænu formi og eiga að vera í pósthólfum félagsmanna. Það er einnig hægt að nálgast blaðið hér.

Sjóbirtingstímabilinu 2011 lokið

Sjóbirtngsvertíðinni er lokið þetta haustið og svo virðist sem að veiðin hafi á heildina litið ekki verið neitt sérstök. Helst að Tungulækur og Steinsmýrarvötn hafi blómstrað, en þó ekki fyrr en eftir að hafa farið afar seint í gang.

Dræm veiði í Tungufljóti þetta haustið

Veiðin í Tungufljóti í Skaftafellssýslu var einkar dræm þetta árið, en öfugt við undanfarin tvö ár var hægt að veiða megnið af haustinu. Undanfarin ár hafa einkennst af gríðarlegum vatnavöxtum, en nú var fljótið skaplegra.

Dapurlegar fréttir úr Skógá

Margir félagsmenn SVFR þekkja til Skógár undir Eyjafjöllum en svæðið hefur átt undir högg að sækja eftir eldgosið í fyrra. Líkur eru á að seiðasleppingum verði hætt í ána.

Myndasyrpa frá Urriðadansi á Þingvöllum

Það var margt um manninn á Þingvöllum þegar Laxfiskar og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum stóðu fyrir árlegri göngu um heimkynni urriðans en gangan nefnist með rentu Urriðadans!

Gæsaveiðin verið ágæt á þessu tímabili

Af þeim fregnum sem við heyrum þá er þessi gæsavertíð búin að vera ágæt í flestum landshlutum, en veiðimenn hafa samt haft það á orði að minna sé um ungfugl en í fyrra og þá sérstaklega á norðausturlandi.

Ertu þú að henda laxi á hverju vori?

Það hafa líklega margir veiðimenn lent í því að henda einum og einum laxi sem hefur verið of lengi í frystikistunni og þar af leiðandi ekki hæfur til átu. Nokkrir eru þeir til sem henda þó meira magni en það bara af þeirri einföldu ástæðu að þeir borða ekki allan þann lax sem þeir veiða.

Sumarið gert upp í Víðidalsá

Laxveiðin gekk bærilega í Víðidalsá þegar á heildina er litið, þrátt fyrir afar hæga byrjun þetta árið. Eins og veiðimenn urðu varir við þá kom sumarið seint og laxinn einnig þetta árið. Líkt og í svo mörgum öðrum ám þá var kuldi og fiskleysi var ekki beinlínis til að hífa upp aflatölur fyrrihluta sumars í Víðidalnum. Það rættist þó úr þegar leið á sumarið og að loknum síðasta degi laxveiðitímabilsins höfðu veiðst 747 laxar.

Efra svæðið í Flókadalsá í útboð

Nýlega var efra veiðisvæðið í Flókadalsá í Fljótum auglýst til leigu. Þarna er fyrst og fremst um sjóbleikjusvæði að ræða og má veiða með þrem stöngum í senn. Svæðið nær neðan frá Flókadalsvatni og fram að afréttargirðingu. Svæðið er skemmtilegt, áin þokkalega vatnsmikil og umhverfið vinalegt.

Eitt og annað um laxveiðina í sumar

Það er líklega enn verið að reikna það út, en þetta laxveiðisumar sem margir álitu vera lélegt er engu að síður það fjórða til fimmta besta frá því að skráningar hófust. Þeir sem töldu þetta slakt eru orðnir of góðu vanir.

Framboðsfrestur og frestur til lagabreytinga SVFR

Það styttist óðum í aðalfund Stangaveiðifélags Reykjavíkur árið 2011, sem fram fer 26. nóvember næstkomandi á Grand Hótel klukkan 14.00. Vakin er athygli á því að frestur til framboðs í stjórn, svo og frestur til að skila inn lagabreytingatillögum er 12. nóvember.

Af nýlegum útboðsmálum

Það ber nokkuð á útboðum þessa stundina, eitt er nýafstaðið og tvö „heit“ og annað þeirra jafnvel umdeilt. Þessi heitu eru Þverá/Kjarrá og Flókadalsá í Fljótum.

Góð veiði á svæðum SVFK

Það eru fleiri svæði að gefa góða veiði þessa dagana hjá SVFK. Það berast reglulega fréttir af stórfiskum fyrir austann og ein af þeim ám sem hefur verið í góðum gír eru Fossálarnir. Hér er önnur frétt frá SVFK og það er nokkuð víst að menn þurfa greinilega að skoða þessi svæði fyrir næsta tímabil og hafa þá hraðar hendur því mikil eftirspurn hefur verið eftir leyfum á þessi svæði. Hér er frétt af SVFK:

Stórfiskar í Geirlandsá

Það hefur verið góður gangur víða á sjóbirtingsslóðum fyrir austann síðustu daga. Stangveiðifélag keflavíkur hefur marga ánna þar á sínum snærum og tröllin hafa verið að koma upp þar þegar veðrið hefur gengið niður. Hér er frétt frá SVFK:

Sumir ennþá að gera góða veiði í Ytri Rangá

Við á Veiðivísi kíktum í gær í Ytri Rangá og tókum stöðuna á þeim mönnum sem voru þar við veiðar. Dagurinn í gær var frekar rólegur vegna kulda en þó komu nokkrir laxar á land. Meðal veiðimanna var ung stúlka í fylgd með föður sínum og gerði hún sér lítið fyrir og setti í 5 laxa á Klöppinni og landaði einum 10 punda. Kom hún á eftir vanari mönnum sem urðu ekki varir á sama stað.

Velur hýsilinn vandlega

Eins og fram hefur komið í fréttum af sjóbirtingsveiðislóðum í haust, þá er jafnvel meira um steinsugubit í afla veiðimanna en fyrr. Eigi að síður virðist sugan velja sér vandlega hýsil og ekki er æskudýrkuninni fyrir að fara hjá henni.

Urriðadans á Þingvöllum

Laugardaginn 15. október verður hin árlega fræðsluganga "Urriðadans" á vegum Þjóðgarðsins á Þingvöllum og Laxfiska.Gangan verður að vanda í umsjón Jóhannesar Sturlaugs sonar hjá Laxfiskum og hefst klukkan14:00 á bílastæðinu þar sem Valhöll stóð.

Aukning í þurrfluguveiði

Það er greinilega merkjanleg aukning í áhuga stangaveiðimanna á silungsveiði með þurrflugu. Sérstaklega á þetta við á urriðasvæðunum nyrðra.

Góð gæsaveiði síðustu daga

Gæsaveiðin síðustu daga hefur verið mjög góð, og þá sérstaklega á suðurlandsundirlendinu. Mikið af gæs er farin af safnast saman í akra og á tún og á sumum stykkjunum eru þær í þúsunda tali.

Veiðiflugur komnar með Bernardelli byssurnar

Verslunin Veiðiflugur á Langholtsvegi er nú í óða önn að gera klárt fyrir rjúpnatímabilið. Við tókum púlsinn á Hilmari Hanssyni í Veiðiflugum og spurðum hann um vöruúrval þeirra fyrir skotveiðimenn.

Lítið eftir af tímabilinu í Tungufljóti

Þegar að vatn tók loks að sjatna í Tungufljóti í Skaftafellssýslu kom í ljós að frekar lítið var af fiski undir. Vika er eftir að veiðitímanum í fljótinu.

Gæsaveiðin góð síðustu daga

Gæsaveiðin í Landeyjunum hefur verið mjög góð síðustu daga og flestir sem við höfum haft samband við gert ágætis veiði. Menn hafa verið að fá 10-60 fugla í morgunfluginu og það virðist ekki vanta gæsina þetta árið frekar enn í fyrra.

Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá

Nú er engum blöðum um það að fletta að haustið er komið með tilheyrandi litadýrð og rúðuskafi. Menn eru þó enn að egna fyrir laxinum í Ytri Rangá og geta aflabrögð verið góð þrátt fyrir misgóð skilyrði

Nýr vefur fyrir Veiðislóð

Félagarnir á Vötn og veiðum hafa nú opnað nýjan vef til að styðja við tímaritaútgáfuna. Þetta er vefur þar sem tímaritið VEIÐILSLÓÐ er aðgengilegt ásamt fyrri tölublöðum. Lesendur geta skráð sig í áskrift og þannig fengið tilkynningu á netpóstinn sinn þegar nýtt tbl. kemur út.

Mikið um Steinsugubit fyrir austann

Það hefur gengið ágætlega á sjóbirtingsslóðum í Vestur Skaftafellssýslu að undanförnu, en mikið hefru að sama skapi verið um steinsugubit á sjóbirtingum. Jafnvel meira en áður þótt erfitt sé að fullyrða þár um.

Af Hofsá í Skagafirði

Nú hafa 62 bleikjur verið færðar til bókar úr Hofsá í Lýtingsstaðahreppi og tveir laxar - en laxarnir eru fleiri því við fengum senda mynd af einum sem ekki hefur verið skráður og sá reyndist vera hvorki meira né minna en 85 sm.

Fiskvegur í Jökulsá á Dal

Veiðifélag Jökulsár á Dal bíður þess nú að Skipulagsstofnun gefi grænt ljós á gerð fiskvegar fram hjá svokölluðum Steinboga.

Met í Stóru Laxá?

Nú eru loks öll kurl komin til grafar í Stóru Laxá í Hreppum, en ekki höfðu allir laxar skilað sér í bókina þegar áin lokaði. Nú hafa síðustu skráningar skilað sér í hús og lokatalan er 795 laxar samkvæmt okkar bókum – sem okkur skilst að sé met.

Innsent bréf varðandi ástandið á rjúpnastofninum

Við höfum fengið þó nokkuð af pósti þar sem menn eru með gott innleg í umræðuna varðandi ástandið á rjúpnastofninum og orsakir þess, hverjar svo sem þær kunna að vera. Margir eru þó á sama máli um að refurinn eigi stærri sök í máli en talið hefur verið.

Boltar í hamslausu Tungufljóti

Vötn og Veiði greindu frá góðu skoti í Tungufljóti fyrr í vikunni og getum nú bætt við smá viðbót. Greinilegt er að vatnshæð hefur verið afar óstöðug í fljótinu og sum flóðin nálægt því mest var í fyrra. Og enn eru risafiskar að veiðast.

Sjá næstu 50 fréttir