Fyrsta rjúpnahelgin að baki Karl Lúðvíksson skrifar 31. október 2011 16:48 Mynd af www.lax-a.is Þá er fyrsta helgin í rjúpu afstaðin og fréttir farnar að berast af aflabrögðum víða um land. Heldur rólegt var víða og er veðri þá helst kennt um enda var veður afleitt um mest allt land um helgina fyrir skyttur. Af vefnum hjá Lax-Á eru fréttir af mönnum sem gerðu ágætis veiði fyrir norðan og eins var hópur sem gerði það nokkuð gott í Dölunum. Við höfum haft fregnir af mönnum nokkuð víða að og flestir voru í einhverjum fugli þá helst á föstudaginn. Á laugardaginn og sunnudaginn var kropp hjá flestum ef menn þá fóru út yfir höfuð. Fyrir austann sáu menn mikið af rjúpu á föstudeginum. Við höfum heyrt í mönnum sem voru uppá Héraði og öðrum sem voru við Jökuldal sem voru allir varir við mikið af rjúpu en hún var ljónstygg. Á Skagaheiðinni voru margir um helgina en lítið veiddist, í það minnsta hjá þeim sem við höfum rætt við. Við Hítarvatn var múgur og margmenni sem alltaf en lítið af fugli. Þó var einn sem kom með 8 rjúpur af fjalli og var sáttur enda kominn með jólamatinn. Stangveiði Mest lesið 60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Minkurinn magnaður skaðvaldur Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Dagur 2 í Ytri-Rangá: Alls 16 á land Veiði Nýjasti þátturinn af Árbakkanum Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Veiði hafin í Veiðivötnum Veiði Hreðavatn að koma vel inn Veiði
Þá er fyrsta helgin í rjúpu afstaðin og fréttir farnar að berast af aflabrögðum víða um land. Heldur rólegt var víða og er veðri þá helst kennt um enda var veður afleitt um mest allt land um helgina fyrir skyttur. Af vefnum hjá Lax-Á eru fréttir af mönnum sem gerðu ágætis veiði fyrir norðan og eins var hópur sem gerði það nokkuð gott í Dölunum. Við höfum haft fregnir af mönnum nokkuð víða að og flestir voru í einhverjum fugli þá helst á föstudaginn. Á laugardaginn og sunnudaginn var kropp hjá flestum ef menn þá fóru út yfir höfuð. Fyrir austann sáu menn mikið af rjúpu á föstudeginum. Við höfum heyrt í mönnum sem voru uppá Héraði og öðrum sem voru við Jökuldal sem voru allir varir við mikið af rjúpu en hún var ljónstygg. Á Skagaheiðinni voru margir um helgina en lítið veiddist, í það minnsta hjá þeim sem við höfum rætt við. Við Hítarvatn var múgur og margmenni sem alltaf en lítið af fugli. Þó var einn sem kom með 8 rjúpur af fjalli og var sáttur enda kominn með jólamatinn.
Stangveiði Mest lesið 60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Minkurinn magnaður skaðvaldur Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Dagur 2 í Ytri-Rangá: Alls 16 á land Veiði Nýjasti þátturinn af Árbakkanum Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Veiði hafin í Veiðivötnum Veiði Hreðavatn að koma vel inn Veiði