Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Karl Lúðvíksson skrifar 31. október 2011 14:54 Samkvæmt þeim bráðabirgðatölum sem fyrir liggja má áætla að stangveiði á laxi sumarið 2011 hafi verið um 53.200 laxar sem er í heild um 19% minni veiði en 2010 þegar heildarstangveiðin var 74.961 lax. Stangveiði á laxi 2011 var minni en veiði síðustu þriggja ára en svipuð og hún var 2007 og 2005 og í heild sú sjötta mesta frá upphafi skráninga veiði úr íslenskum laxveiðiám. Af veiðinni 2011 var um 11.000 laxa veiði í ám þar sem meirihluti veiðinnar var upprunninn úr sleppingum gönguseiða. Stangveiði þeirra áa sem byggja veiði á náttúrulegum löxum var því um 42.200 laxar sem er um 15.200 löxum minna en 2010. Heildarstangveiði ársins 2011 var um 25% yfir meðalveiði áranna 1974-2010 sem er 39.889 laxar. Í samanburði við árið 2010 kom fram minnkun í stangveiði í öllum landshlutum nema á Austurlandi. Nákvæm sundurgreining veiðinnar liggur ekki fyrir en líkur er til að minnkun veiði milli ára stafi af minnkandi gengd laxa sem dvalið hafa 1 ár í sjó vegna lægri endurheimtu þeirra. Meira á https://www.veidimal.is/default.asp?sid_id=22185&tid=2&fre_id=121507&meira=1&Tre_Rod=001|001|007|&qsr Fréttin er af vef Veiðimálastofnunar Stangveiði Mest lesið Klaus Frimor kennir fluguköst Veiði Fyrirmyndar leiðsögn um Hörgá Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Stórir fiskar úr Úlfljótsvatni Veiði Dágott gengi hjá lokahollinu í Þverá Veiði Erlendir veiðimenn farnir að sækja í haustveiði Veiði Skjálfandafljót: Félag tengt Lax-Á með hæsta boð Veiði Breiðdalsá: Meðalþyngdin 10 pund í sumar! Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Rysjótt veður en nokkrir með ágæta veiði Veiði
Samkvæmt þeim bráðabirgðatölum sem fyrir liggja má áætla að stangveiði á laxi sumarið 2011 hafi verið um 53.200 laxar sem er í heild um 19% minni veiði en 2010 þegar heildarstangveiðin var 74.961 lax. Stangveiði á laxi 2011 var minni en veiði síðustu þriggja ára en svipuð og hún var 2007 og 2005 og í heild sú sjötta mesta frá upphafi skráninga veiði úr íslenskum laxveiðiám. Af veiðinni 2011 var um 11.000 laxa veiði í ám þar sem meirihluti veiðinnar var upprunninn úr sleppingum gönguseiða. Stangveiði þeirra áa sem byggja veiði á náttúrulegum löxum var því um 42.200 laxar sem er um 15.200 löxum minna en 2010. Heildarstangveiði ársins 2011 var um 25% yfir meðalveiði áranna 1974-2010 sem er 39.889 laxar. Í samanburði við árið 2010 kom fram minnkun í stangveiði í öllum landshlutum nema á Austurlandi. Nákvæm sundurgreining veiðinnar liggur ekki fyrir en líkur er til að minnkun veiði milli ára stafi af minnkandi gengd laxa sem dvalið hafa 1 ár í sjó vegna lægri endurheimtu þeirra. Meira á https://www.veidimal.is/default.asp?sid_id=22185&tid=2&fre_id=121507&meira=1&Tre_Rod=001|001|007|&qsr Fréttin er af vef Veiðimálastofnunar
Stangveiði Mest lesið Klaus Frimor kennir fluguköst Veiði Fyrirmyndar leiðsögn um Hörgá Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Stórir fiskar úr Úlfljótsvatni Veiði Dágott gengi hjá lokahollinu í Þverá Veiði Erlendir veiðimenn farnir að sækja í haustveiði Veiði Skjálfandafljót: Félag tengt Lax-Á með hæsta boð Veiði Breiðdalsá: Meðalþyngdin 10 pund í sumar! Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Rysjótt veður en nokkrir með ágæta veiði Veiði