Fleiri fréttir

Nei eða Já: „Verðum eigin­­lega að fá Lakers inn í þetta“

Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var að venju á sínum stað í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins en þar er farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni í körfubolta. Að þessu sinni var farið yfir hvort Memphis Grizzlies ætti að gera eitthvað á leikmannamarkaðnum, hversu gott umspilið verður, hversu góður Nikola Jokić er að senda boltann og hvort Anthony Edwards á bjartari framtíð en LaMelo Ball.

Gott gengi Nets í hættu: Durant með tognað lið­band

Kevin Durant, stórstjarna Brooklyn Nets í NBA deildinni, er með tognað liðband í hægra hné og verður frá næstu vikurnar. Þetta setur gott gengi liðsins í hættu en það er sem stendur í 2. sæti Austurdeildar.

„Pínu fá­rán­legt hversu skringi­lega þeir byrjuðu tíma­bilið“

Golden State Warriors, ríkjandi meistarar NBA deildarinnar í körfubolta, hefur nú tapað tveimur leikjum í röð gegn heldur slökum mótherjum og situr 6. sæti Vesturdeildar. Farið verður yfir stöðu mála hjá Stephen Curry og félögum í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Hann er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 22.00.

Kevin Durant meiddist á hné

Kevin Durant fer í myndatöku í dag eftir að hafa meiðst á hné í sigurleik Brooklyn Nets á Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta í gær.

Jón Axel og félagar aftur á sigurbraut

Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Pesaro eru komnir aftur á sigurbraut eftir að liðið vann öruggan 29 stiga sigur gegn Treviso í ítölsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 101-72.

Enn ein þreföld tvenna hjá Doncic | James nálgast stigametið

Luka Doncic náði 9. þreföldu tvennu sinni á tímabilinu í sigri Maverics á Pelicans í NBA deildinni í nótt á meðan LeBron James nálgast stigamet Kareem Abdul-Jaabar óðfluga. James átti enn eina frábæra frammistöðuna er Lakers vann tveggja stiga sigur á Kings.

„Skemmir vöruna og rýrir trúverðugleika deildarinnar“

Ahmad Gilbert var mikið í umræðunni í aðdraganda leiks Stjörnunnar og Vals síðastliðinn fimmtudag þar sem Stjörnunni tókst að fá hann á lán bæði í deild og bikar. Gilbert mun allt í allt gera fjögur félagsskipti milli Stjörnunnar og Hrunamanna.

Ægir í sigurliði gegn toppliðinu en Þórir þurfti að sætta sig við tap

Ægir Þór Steinarsson og félagar hans í Alicante unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti toppliði MoraBanc Andorra í spænsku B-deildinni í körfubolta í kvöld, 73-66. Þá þurftu Þórir Þorbjarnarson og félagar hans í Oviedo að sætta sig við 15 stiga tap gegn Gipuzkoa í sömu deild.

Sara setti átta í mikilvægum sigri

Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir skoraði átta stig fyrir Faenza er liðið vann góðan tíu stiga sigur gegn Libertas Moncalieri í ítölsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 72-62.

LeBron James snéri aftur öflugur eftir veikindi

LeBron James reis úr rekkju eftir að hafa glímt við veikindi síðustu daga go skoraði 25 stig í sigri Los Angeles Lakers gegn Atlanta Hawks í NBA-deildinni í körfubolta karla í nótt sem leið.

„Vonandi sjáum við öll að okkur í þessu máli“

Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, körfuboltadómari, lagði flautuna á hilluna í síðasta mánuði. Ástæðan er svívirðingar, dónaskapur og persónuníð. Formaður dómaranefndar KKÍ, Jón Bender, segir starfsumhverfið óboðlegt og undanskilur ekki yngri flokka.

KR-ingar fá enn einn erlenda leikmanninn

Körfuknattleiksdeild KR hefur samið við Bandaríkjamanninn Antonio Williams um að leika með liðinu út yfirstandandi leiktíð í Subway-deild karla.

Maté: Allt fór ofan í, sama hver skaut

Maté Dalmay, þjálfari Hauka, viðurkenndi eftir 83-97 sigur á Hetti í úrvalsdeild karla að leikmenn liðsins hefðu glímt við ýmis vandamál í aðdraganda leiksins. Það var ekki að sjá þegar flautað var til leiks og liðið geigaði aðeins á einu skoti fyrstu sjö mínúturnar.

„Það díla allir við meiðsli, það er ekki afsökun“

KR-ingar hófu leikinn gegn Grindavík í Subway-deild karla af krafti og náðu 11 stiga forskoti á heimamenn þegar best lét. Þessi byrjun dugði þeim þó skammt þar sem Grindvíkingar komust smátt og smátt í takt við leikinn og unnu alla leikhlutana að loknum þeim fyrsta.

Mun skipta um lið fjórum sinnum á rúmri viku

Ahmad Gilbert hefur fengið félagsskipti til Stjörnunnar frá Hrunamönnum og mun leika með Garðbæingum er þeir mæta Val í Subway-deild karla í kvöld. Hann mun hins vegar spila fyrir Hrunamenn annað kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir