Eru að prísa sig sem einhverja atvinnumannadeild en fréttir síðustu daga hafi kannski offað það aðeins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. janúar 2023 22:43 Ísak Wíum, þjálfari ÍR. Vísir/Bára Dröfn Það virtist ekki bjart yfir Ísak Mána Wium, þjálfara liðs ÍR í Subway deild karla í körfubolta, eftir að hans lið beið ósigur, í Ljónagryfjunni, fyrir Njarðvík með tuttugu og níu stiga mun, 103-74, fyrr í kvöld. Hann gat ekki neitað því að Njarðvíkingar hefðu á endanum rúllað yfir hans menn eftir að þeir höfðu náð að halda ágætlega í við Njarðvík fram að miðjum þriðja leikhluta. „Annan leikinn í röð erum við vondir sóknarlega í fjórða leikhluta. Svo líka bara er þetta erfitt. Við skjótum ágætlega í fyrri hálfleik og erum að fá effektív skot. Við skjótum illa í seinni hálfleik og setjum eitt þriggja stiga skot niður.“ Ísak bætti því við að þannig væri ekki hægt að vinna leiki en hans menn hefðu spilað vel sóknarlega í fyrri hálfleik og náð að halda sér inni í leiknum. „Við réðum illa við þá þótt mér hafi fundist þetta ágætt á köflum.“ Ósigurinn í kvöld var sá fjórði í röð hjá ÍR í deildinni og sá stærsti í þessari yfirstandandi taphrinu. Ísak var spurður hvort hann sæi einhverjar leiðir til að bæta leik liðsins og auka þannig sigurmöguleika þess í þeim leikjum sem framundan eru. „Ef ég myndi ekki sjá það þá væri ég ekki í þessu starfi, held ég. Ég held að við séum með ákveðnar leiðir sem við byrjuðum að vinna í eftir síðasta leik sem var okkur mjög vondur. Nú fáum við tveggja vikna „breik“. Enn eitt tveggja vikna „breikið“ til að slípa okkur betur saman og koma betur út eftir svona.“ Ísak hrósaði Njarðvíkingum fyrir frammistöðuna. Hann sagði að Njarðvík hefði spilað frábæran körfubolta og tiltók sérstaklega Dedrick Basile sem ÍR-ingar hefðu átt í miklu basli með. „Þeir hlaupa þessi „pick and roll“ og eru með skotmenn út um allt. Benni er að gera helvíti vel með Njarðvík.“ Með hverju tapinu færist ÍR fjær úrslitakeppninni og nær fallbáráttunni. Ísak var þó alls ekki tilbúinn að gefa úrslitakeppnina upp á bátinn. „Hver leikur skiptir bara svo miklu máli í þessari deild. Um leið og eitthvað lið kemst á „run“ þá getum við horft upp fyrir okkur. Ef lið fer á tap „run“ þá verður maður að horfa niður fyrir sig. Auðvitað vitum við af liðunum fyrir neðan okkur og vitum líka af liðunum fyrir ofan okkur. Það er bara undir okkur komið hvar við ætlum að vera. Við breytum ekki markmiðinu eftir hálft tímabil sem var alltaf sett á úrslitakeppnina.“ Næsti leikur ÍR er eftir tvær vikur, þar sem liðið er dottið út úr VÍS bikarnum, og með ummælum sínum um enn eitt tveggja vikna fríið virtist Ísak gefa til kynna að hann væri ekki alveg sáttur við hvernig leikjadagskrá Subway deildarinnar væri skipulögð. Hann var spurður hvort það væri ekki ágætt að fá þó þetta langt frí til að vinna í að bæta leik liðsins. „Djöfull er ég ánægður með þessa spurningu. Við spilum milli jóla og nýárs eftir tveggja vikna frí. Mönnum er haldið hérna á landinu eftir eitthvað tveggja vikna frí. Jú, jú það er okkur að kenna að vera í þessu tveggja vikna fríi af því við erum ekki í bikarnum. Ég vil bara fá fleiri leiki í þessari deild. Menn eru að prísa sig sem einhverja atvinnumannadeild þó að fréttir síðustu daga hafi kannski offað það aðeins. Aðeins fleiri leiki takk.“ Fréttamanni Vísis lék forvitni á að vita hvaða fréttir Ísak væri að vísa í. Velta má til dæmis fyrir sér hvort hann hafi haft umdeild félagaskipti milli Stjörnunnar og Hrunamanna í huga. Svarið var það sem oft má heyra úr ranni þeirra sem vilja ekki ræða málin frekar. „No comment,“ sagði Ísak Máni Wium þjálfari liðs ÍR í Subway deild karla í körfubolta að lokum. Subway-deild karla ÍR Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - ÍR 103-74 | Öruggur sigur heimamanna Njarðvíkingar unnu öruggan 29 stiga sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 103-74. 5. janúar 2023 20:59 Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Enski boltinn Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira
Hann gat ekki neitað því að Njarðvíkingar hefðu á endanum rúllað yfir hans menn eftir að þeir höfðu náð að halda ágætlega í við Njarðvík fram að miðjum þriðja leikhluta. „Annan leikinn í röð erum við vondir sóknarlega í fjórða leikhluta. Svo líka bara er þetta erfitt. Við skjótum ágætlega í fyrri hálfleik og erum að fá effektív skot. Við skjótum illa í seinni hálfleik og setjum eitt þriggja stiga skot niður.“ Ísak bætti því við að þannig væri ekki hægt að vinna leiki en hans menn hefðu spilað vel sóknarlega í fyrri hálfleik og náð að halda sér inni í leiknum. „Við réðum illa við þá þótt mér hafi fundist þetta ágætt á köflum.“ Ósigurinn í kvöld var sá fjórði í röð hjá ÍR í deildinni og sá stærsti í þessari yfirstandandi taphrinu. Ísak var spurður hvort hann sæi einhverjar leiðir til að bæta leik liðsins og auka þannig sigurmöguleika þess í þeim leikjum sem framundan eru. „Ef ég myndi ekki sjá það þá væri ég ekki í þessu starfi, held ég. Ég held að við séum með ákveðnar leiðir sem við byrjuðum að vinna í eftir síðasta leik sem var okkur mjög vondur. Nú fáum við tveggja vikna „breik“. Enn eitt tveggja vikna „breikið“ til að slípa okkur betur saman og koma betur út eftir svona.“ Ísak hrósaði Njarðvíkingum fyrir frammistöðuna. Hann sagði að Njarðvík hefði spilað frábæran körfubolta og tiltók sérstaklega Dedrick Basile sem ÍR-ingar hefðu átt í miklu basli með. „Þeir hlaupa þessi „pick and roll“ og eru með skotmenn út um allt. Benni er að gera helvíti vel með Njarðvík.“ Með hverju tapinu færist ÍR fjær úrslitakeppninni og nær fallbáráttunni. Ísak var þó alls ekki tilbúinn að gefa úrslitakeppnina upp á bátinn. „Hver leikur skiptir bara svo miklu máli í þessari deild. Um leið og eitthvað lið kemst á „run“ þá getum við horft upp fyrir okkur. Ef lið fer á tap „run“ þá verður maður að horfa niður fyrir sig. Auðvitað vitum við af liðunum fyrir neðan okkur og vitum líka af liðunum fyrir ofan okkur. Það er bara undir okkur komið hvar við ætlum að vera. Við breytum ekki markmiðinu eftir hálft tímabil sem var alltaf sett á úrslitakeppnina.“ Næsti leikur ÍR er eftir tvær vikur, þar sem liðið er dottið út úr VÍS bikarnum, og með ummælum sínum um enn eitt tveggja vikna fríið virtist Ísak gefa til kynna að hann væri ekki alveg sáttur við hvernig leikjadagskrá Subway deildarinnar væri skipulögð. Hann var spurður hvort það væri ekki ágætt að fá þó þetta langt frí til að vinna í að bæta leik liðsins. „Djöfull er ég ánægður með þessa spurningu. Við spilum milli jóla og nýárs eftir tveggja vikna frí. Mönnum er haldið hérna á landinu eftir eitthvað tveggja vikna frí. Jú, jú það er okkur að kenna að vera í þessu tveggja vikna fríi af því við erum ekki í bikarnum. Ég vil bara fá fleiri leiki í þessari deild. Menn eru að prísa sig sem einhverja atvinnumannadeild þó að fréttir síðustu daga hafi kannski offað það aðeins. Aðeins fleiri leiki takk.“ Fréttamanni Vísis lék forvitni á að vita hvaða fréttir Ísak væri að vísa í. Velta má til dæmis fyrir sér hvort hann hafi haft umdeild félagaskipti milli Stjörnunnar og Hrunamanna í huga. Svarið var það sem oft má heyra úr ranni þeirra sem vilja ekki ræða málin frekar. „No comment,“ sagði Ísak Máni Wium þjálfari liðs ÍR í Subway deild karla í körfubolta að lokum.
Subway-deild karla ÍR Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - ÍR 103-74 | Öruggur sigur heimamanna Njarðvíkingar unnu öruggan 29 stiga sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 103-74. 5. janúar 2023 20:59 Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Enski boltinn Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - ÍR 103-74 | Öruggur sigur heimamanna Njarðvíkingar unnu öruggan 29 stiga sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 103-74. 5. janúar 2023 20:59