Fleiri fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - ÍR 79-70

Fjölnismenn komust úr fallsæti með gríðarlega sterkum sigri á ÍR í Dominos-deild karla í kvöld. Leikurinn var upp á líf og dauða fyrir liðin en að lokum stigu Fjölnismenn upp og unnu að lokum sigur sem gæti tryggt veru þeirra í deildinni á endanum.

Snæfell vann í Borgarnesi

Snæfell komst upp við hlið Grindavíkur á toppi Domino's-deildar karla með sigri á Skallagrími í kvöld, 85-78.

Axel og félagar töpuðu fyrsta leiknum

Úrslitakeppnin í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta hófst í kvöld. Værlöse, lið Axels Kárasonar, tapaði fyrir Svendborg í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitunum.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Þór 106-100

Keflavík vann góðan heimasigur á Þór Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í kvöld, 106-100. Keflavík leiddi lungan úr leiknum og með fínum sóknarleik náði liðið að innbyrða fínan sigur.

Leik KFÍ og Grindavíkur frestað

Fresta þurfti leik KFÍ og Grindavíkur sem átti að fara fram á Ísafirði í kvöld en leikurinn er í Domino's-deild karla í körfubolta.

Þarf að bíta í tunguna

Helgi Már Magnússon, spilandi þjálfari KR, segir stundum erfitt að vera báðum megin við línuna. Nýverið voru gerðar breytingar á þjálfarateyminu og leikmanninum Helga gefið meira svigrúm í liði KR-inga.

Algjör óheppni því áreksturinn var ekki harður

Darri Hilmarsson spilar ekki meira með liði Þórs Þorlákshafnar í Domino's-deildinni á þessu tímabili, en einn allra mikilvægasti íslenski leikmaðurinn í deildinni varð fyrir slæmum meiðslum í leik á móti Tindastól á dögunum.

Hrannar réð Finna á danska landsliðið

Finninn Pieti Poikola verður næsti þjálfari danska landsliðsins í körfubolta en það var tilkynnt í gær. Hinn 35 ára gamli Poikola fékk fjögurra ára samning eða fram yfir EM 2017. Hann tekur við liðinu af Peter Hofmann.

Fékk þriggja milljóna sekt fyrir högg á viðkvæman stað

Serge Ibaka, framherji Oklahoma City Thunder, slapp við leikmann en þarf að borga 25 þúsund dollara í sekt fyrir og slá Blake Griffin á viðkvæman stað í leik Thunder og Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta á sunnudaginn.

NBA: Lakers-liðið skoraði ekki stig síðustu sex mínúturnar

Los Angeles Lakers er komið aftur undir 50 prósent sigurhlutfall eftir tap á móti Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lakers skoraði ekki síðustu sex mínúturnar í leiknum eftir að hafa minnkað muninn í fimm stig.

Pavel hafði hægt um sig

Norrköping Dolphins vann í kvöld þriggja stiga sigur á 08 Stockholm, 85-82, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

NBA-leikur í Manchester - átta leikir út um allan heim

Körfuboltaáhugafólk á Íslandi getur hugsanlega sameinað ferð á NBA-körfuboltaleik og leik í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í haust því einn leikur á undirbúningstímabili NBA-deildarinnar mun fara fram í Manchester-borg.

Hlynur frákastahæstur í Svíþjóð

Hlynur Bæringsson, leikmaður deildarmeistara Sundsvall Dragons, er sá leikmaður í sænsku úrvalsdeildinni sem hefur tekið flest fráköst í deildinni í vetur.

Njarðvíkingar eiga flesta landsliðskrakka

Þjálfarar yngri landsliðanna í körfubolta hafa valið tólf manna hópa sína fyrir Norðurlandamótið sem fer fram í Solna í Svíþjóð dagana 8.til 12. maí.

NBA: Fimmtán sigrar í röð hjá Miami Heat

Miami Heat hélt áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann öruggan 97-81 sigur á Minnesota Timberwolves. Þetta var fimmtándi sigur liðsins í nótt og með honum bætti liðið félagsmetið.

Gunnar rekinn frá KR

Gunnar Sverrisson, aðstoðarþjálfari körfuboltaliðs KR, var í dag látinn fara frá félaginu. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari kvennaliðs KR, mun taka við daglegri þjálfun liðsins.

Deildarmeistaranir steinlágu

Sundsvall Dragons tpaaði með 33 stiga mun fyrir Uppsala á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Darri spilar ekki meira með Þór í vetur

Darri Hilmarsson og Baldur Þór Ragnarsson verða ekki með Þórsurum á lokasprettinum í Dominos-deild karla og gætu báðir misst af restinni af tímabilinu. Þetta staðfesti Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, í viðtali við Morgunblaðið í morgun.

Pavel og félagar með fínan sigur á Södertálje

Pavel Ermolinskij og félagar í Norrköping Dolphins unnu fínan sigur, 81-79, á Södertálje í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag en Pavel hefur verið að koma til baka úr meiðslum og er að finna sig betur og betur.

Bulls sterkari gegn Brooklyn Nets

Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en þar ber helst að nefna fínn sigur hjá Chicago Bulls gegn Brooklyn Net, 96-85, en leikurinn fór fram í Chicago.

Sárt tap hjá Hauki og félögum

Haukur Helgi Pálsson og félagar í Manresa töpuðu naumlega, 94-90, gegn Lagun Aro GBC í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Úrslit dagsins í Dominos-deild kvenna

Þrír leikir fóru fram í Dominos-deild kvenna í dag. Þar bar hæst naumur útisigur Njarðvíkurstúlkna í Suðurnesjaslagnum gegn Grindavík.

Meistarar Miami taka Harlem Shake

Harlem Shake-æðið hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum jarðarbúa. Það taka allir þátt og þar á meðal NBA-meistarar Miami Heat.

Howard býður sig fram á ÓL árið 2016

Miðherja LA Lakers, Dwight Howard, fannst greinilega gaman á Ólympíuleikunum í Peking því hann er búinn að bjóða fram krafta sína fyrir leikana árið 2016.

Darri upp á spítala en Þórsarar unnu

Darri Hilmarsson, lykilmaður Þórsara var fluttur á spítala eftir að hafa meiðst í leik Þórs og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Þórsliðinu tókst þó að klára leikinn án Darra og tryggja sér tveggja stiga sigur, 83-81.

Njarðvíkingar með fjórða sigurinn í röð

Njarðvíkingar héldu áfram sigurgöngu sinni í Dominos-deild karla í körfubolta með því að vinna 25 stiga sigur á botnliði Fjölnis, 100-75. Fjölnir hefur nú tapað tíu leikjum í röð og er í mjög slæmum málum á botninum.

Fimmtándi heimasigurinn í röð hjá Hlyni og Jakobi

Sundsvall Dragons hélt áfram sigurgöngu sinni á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta með því að vinna 23 stiga sigur á Borås Basket, 111-88, sem er í 4. sæti deildarinnar. Drekarnir eru áfram með sex stiga forskot á toppnum.

Rodman og Kim Jong Un orðnir bestu vinir

Ferðalag körfuboltastjörnunnar einstöku til Norður-Kóreu hefur vakið heimsathygli. Þar hefur Rodman eytt tíma með hinum umdeilda leiðtoga landsins, Kim Jong Un. Þeir félagar sátu saman á körfuboltaleik þar sem leikmenn Harlem Globetrotters spiluðu með bestu körfuboltamönnum landsins.

Kobe lamdi á Úlfunum

LA Lakers sýndi meiðslum hrjáðu liði Minnesota Timberwolves enga miskunn í leik liðanna í NBA-deildinni í nótt.

Riðillinn klár hjá liði Helenu

Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í slóvakíska félaginu Good Angels Kosice komust eins og kunnugt er í átta liða úrslitakeppni Euroleague á dögunum og nú er ljóst hvaða lið verða í riðli með Góðu englunum á úrslitahelginni.

Sjá næstu 50 fréttir