Þarf að bíta í tunguna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. mars 2013 07:00 Helgi Már Magnússon er í lykilhlutverki hjá KR sem leikmaður en hann er einnig þjálfari liðsins. Fréttablaðið/Vilhelm Helgi Már Magnússon segir að það hafi reynst jafnvel erfiðara en hann átti von á að vera spilandi þjálfari KR í Dominos-deild karla. Frammistaða liðsins hefur valdið vonbrigðum á yfirstandandi tímabili og á mánudag var skipt um aðstoðarþjálfara. Gunnar Sverrisson var látinn fara og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari kvennaliðs KR, settur inn í hans stað. „Það var leiðinlegt að þetta hafi bitnað á Gunnari en það þurfti að gera breytingar og þetta er sú ákvörðun sem stjórnin tók," sagði Helgi Már við Fréttablaðið. Helgi og Finnur munu sjá um að setja upp æfingar liðsins í sameiningu en Finnur mun svo stýra þeim, sem og leikjunum. Það er gert svo að Helgi geti einbeitt sér betur að hlutverki sínu sem leikmaður. „Ég hef kannski verið fullmikið að skipta mér af og það tók aðeins frá mér sem leikmaður. Við teljum því betra að ég einbeiti mér að því að vera leikmaður á æfingum og í leikjum," segir Helgi. Hann segir að það sé ekki auðvelt að blanda þessum tveimur hlutverkum saman. „Ég vissi að þetta yrði krefjandi en þetta tekur svolítið á. Það eru alls konar mál utan körfuboltans sem maður þarf að pæla í en þetta er engu að síður búið að vera mjög skemmtilegt, auk þess sem reynslan er ómetanleg." Helgi segist alltaf haft gaman að því að vera hluti af leikmannahópi í liðsíþrótt eins og körfubolta. En hann er nú í annarri stöðu en aðrir leikmenn. „Ég hef alltaf haft mjög gaman að því gríni og glensi sem ríkir inn í klefanum. En maður hefur aðeins þurft að halda aftur af sér og bíta í tunguna. Það er kannski það helsta sem ég sakna nú," segir Helgi. „Það er stundum fín lína á milli leikmanna og þjálfara en ég þarf að vera báðum megin við hana. Ég reyni bara að gera mitt besta." KR er í sjötta sæti deildarinnar með 20 stig, jafn mörg og Njarðvík sem er í sjöunda sæti. KR endar ekki neðar en í sjöunda sæti og ólíklegt að það nái fimmta sætinu úr þessu, enda aðeins þrjár umferðir eftir af deildarkeppninni. KR hefur aðeins unnið tvo af síðustu sjö leikjum sínum en Helgi vonar að með breyttum áherslum í þjálfuninni horfi nú til betri vegar. „Á þessum tímapunkti ættu liðin að vera að fínpússa sinn leik en við erum kannski aðeins eftir á í því ferli. Ég er samt vel gíraður fyrir úrslitakeppnina og allt liðið líka. Þetta verður ekki auðvelt en það er ekkert annað í stöðunni en að takast á við það." Eins og staðan í efri hlutanum er nú horfir beinast við að KR muni mæta annaðhvort Þór Þorlákshöfn eða Snæfelli, þó svo að það gæti vissulega breyst. Þjálfarar þeirra liða, Ingi Þór Steinþórsson og Benedikt Guðmundsson, eru báðir gamlir KR-ingar. „Og menn sem ólu mig upp á körfuboltavellinum," segir Helgi í léttum dúr. „Bæði lið eru vel þjálfuð og því ættu þetta að vera ansi spennandi. Við erum tilbúnir og ég tel að við verðum öðrum liðum erfiðir í úrslitakeppninni." Körfubolti Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
Helgi Már Magnússon segir að það hafi reynst jafnvel erfiðara en hann átti von á að vera spilandi þjálfari KR í Dominos-deild karla. Frammistaða liðsins hefur valdið vonbrigðum á yfirstandandi tímabili og á mánudag var skipt um aðstoðarþjálfara. Gunnar Sverrisson var látinn fara og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari kvennaliðs KR, settur inn í hans stað. „Það var leiðinlegt að þetta hafi bitnað á Gunnari en það þurfti að gera breytingar og þetta er sú ákvörðun sem stjórnin tók," sagði Helgi Már við Fréttablaðið. Helgi og Finnur munu sjá um að setja upp æfingar liðsins í sameiningu en Finnur mun svo stýra þeim, sem og leikjunum. Það er gert svo að Helgi geti einbeitt sér betur að hlutverki sínu sem leikmaður. „Ég hef kannski verið fullmikið að skipta mér af og það tók aðeins frá mér sem leikmaður. Við teljum því betra að ég einbeiti mér að því að vera leikmaður á æfingum og í leikjum," segir Helgi. Hann segir að það sé ekki auðvelt að blanda þessum tveimur hlutverkum saman. „Ég vissi að þetta yrði krefjandi en þetta tekur svolítið á. Það eru alls konar mál utan körfuboltans sem maður þarf að pæla í en þetta er engu að síður búið að vera mjög skemmtilegt, auk þess sem reynslan er ómetanleg." Helgi segist alltaf haft gaman að því að vera hluti af leikmannahópi í liðsíþrótt eins og körfubolta. En hann er nú í annarri stöðu en aðrir leikmenn. „Ég hef alltaf haft mjög gaman að því gríni og glensi sem ríkir inn í klefanum. En maður hefur aðeins þurft að halda aftur af sér og bíta í tunguna. Það er kannski það helsta sem ég sakna nú," segir Helgi. „Það er stundum fín lína á milli leikmanna og þjálfara en ég þarf að vera báðum megin við hana. Ég reyni bara að gera mitt besta." KR er í sjötta sæti deildarinnar með 20 stig, jafn mörg og Njarðvík sem er í sjöunda sæti. KR endar ekki neðar en í sjöunda sæti og ólíklegt að það nái fimmta sætinu úr þessu, enda aðeins þrjár umferðir eftir af deildarkeppninni. KR hefur aðeins unnið tvo af síðustu sjö leikjum sínum en Helgi vonar að með breyttum áherslum í þjálfuninni horfi nú til betri vegar. „Á þessum tímapunkti ættu liðin að vera að fínpússa sinn leik en við erum kannski aðeins eftir á í því ferli. Ég er samt vel gíraður fyrir úrslitakeppnina og allt liðið líka. Þetta verður ekki auðvelt en það er ekkert annað í stöðunni en að takast á við það." Eins og staðan í efri hlutanum er nú horfir beinast við að KR muni mæta annaðhvort Þór Þorlákshöfn eða Snæfelli, þó svo að það gæti vissulega breyst. Þjálfarar þeirra liða, Ingi Þór Steinþórsson og Benedikt Guðmundsson, eru báðir gamlir KR-ingar. „Og menn sem ólu mig upp á körfuboltavellinum," segir Helgi í léttum dúr. „Bæði lið eru vel þjálfuð og því ættu þetta að vera ansi spennandi. Við erum tilbúnir og ég tel að við verðum öðrum liðum erfiðir í úrslitakeppninni."
Körfubolti Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira