Fleiri fréttir

Skammaður fyrir að blogga í hálfleik

Framherjinn Charlie Villanueva hjá Milwaukee Bucks í NBA deildinni fékk skammarræðu frá þjálfara sínum Scott Skiles í gær eftir að upp komst að hann bloggaði í hálfleik í leik gegn Boston á sunnudaginn.

Ég get skilað fínum tölum til fertugs

Miðherjinn Shaquille O´Neal hjá Phoenix Suns er hvergi nærri hættur að láta til sín taka í NBA deildinni þrátt fyrir að vera orðinn 37 ára gamall.

Ekkert verra en að tapa fyrir Keflavík

"Þetta er verst í heimi," sagði Friðrik Stefánsson, fyrirliði Njarðvíkur í samtali við Vísi í kvöld. "Það er ekkert verra en að tapa 2-0 á móti Keflavík," sagði Friðrik.

Keflavík í undanúrslitin

Keflvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta með sigri á Njarðvík í öðrum leik liðanna 104-92. Keflavík vann einvígið því 2-0.

Haukar mæta KR í úrslitunum

Haukar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna með sigri á Hamar í Hveragerði í kvöld, 69-65.

Hamar með yfirhöndina gegn Haukum

Hamar hafa fjórtán stiga forystu gegn Haukum í fjórða leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna.

Leikmaður Houston skotinn í löppina

Framherjinn Carl Landry hjá Houston Rockets í NBA deildinni varð fyrir heldur óskemmtilegri reynslu þegar hann var á ferð í miðborg Houston í nótt.

Vill ekki þurfa að horfa upp á Keflavíkurglottið

Við viljum auðvitað ekkert fara í sumarfrí strax í mars þannig að það kemur ekkert annað til greina en að vinna í kvöld," sagði Magnús Gunnarsson leikmaður Njarðvíkur þegar Vísir náði tali af honum fyrir leik Njarðvíkur og Keflavíkur í kvöld.

Sverrir Þór: Við eigum líka inni

Leikstjórnandinn Sverrir Þór Sverrisson hjá Keflavík segir sína menn ákveðna í að klára einvígið við Njarðvík í kvöld þegar liðin mætast öðru sinni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Iceland Express deildinni.

Bræðrabylta í Njarðvík

Tveir leikir fara fram í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla í kvöld. Á sama tíma fer einnig fram einn leikur hjá konunum.

NBA-leikmaður handtekinn í farsímabúð

Strákar í NBA-deildinni halda áfram að gera það gott utan vallar. Nú síðast Sean Williams, leikmaður New Jersey Nets, sem var handtekinn í farsímabúð í Denver eftir að hann missti stjórn á skapi sínu.

NBA: Spurs tapaði fyrir Oklahoma

Oklahoma Thunder gerði sér lítið fyrir í nótt og lagði hið sterka lið San Antonio Spurs að velli með tveggja stiga mun, 78-76.

Stjarnan jafnaði metin

Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann 20 stiga sigur á Snæfelli á heimavelli í kvöld, 99-79, í öðrum leik liðanna í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Staðan er því jöfn í einvíginu, 1-1, og úrslitin ráðast í oddaleik á fimmtudagskvöldið.

Ég er stoltur af mínu liði

"Það eru auðvitað vonbrigði að tímabilið sé á enda, mér fannst við eiga meira inni," sagði Hreggviður Magnússon leikmaður ÍR í samtali við Vísi eftir að lið hans féll úr leik gegn Grindavík í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar.

KR í úrslitin

KR tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna með sigri á Keflavík suður með sjó, 71-62.

Grindavík fyrst áfram

Grindavík vann í kvöld sigur á ÍR, 85-71, í leik liðanna í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Liðið vann þar með einvígið, 2-0, og þar með sæti í undanúrslitunum.

Íslandsmeistararnir verða að vinna í kvöld

Þrír hörkuleikir eru á dagskrá í úrslitakeppnum Iceland Express deildanna í kvöld og þar geta þrjú lið þurft að sætta sig við að fara í sumarfrí ef þau tapa leikjum sínum.

NBA: Sigur hjá Lakers en tap hjá Boston

LA Lakers sýndi og sannaði í nótt af hverju liðið er besta liðið í Vesturdeildinni og hugsanlega besta lið deildarinnar. Lakers sannaði líka að það er mikið meira en Kobe Bryant.

KR-ingar skoruðu 123 stig á móti Blikum

KR vann 48 stiga stiga sigur á Breiðabliki, 123-75, í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta í DHL-Höllinni í kvöld. KR getur tryggt sér sæti í undanúrslitunum með sigri í Smáranum á þriðjudaginn.

Haukakonur komnar í 2-1 eftir sigur í spennuleik

Haukar unnu fjögurra stiga sigur á Hamar, 59-55, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna í körfubolta. Slavica Dimovska skoraði 23 stig fyrir Hauka.

Keflavík lagði Njarðvík

Keflavík vann í kvöld sigur á grönnum sínum í Njarðvík í fyrsta leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar.

Valur vann í oddaleik í báðum einvígum bræðranna

Einvígi Keflavíkur og Njarðvíkur í átta liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla er ekki bara einvígi erkifjendanna og nágrannanna úr Reykjanesbæ heldur einnig einvígi bræðranna Sigurðar og Vals Ingmundarsona.

Marvin braut 30 stiga múrinn þrettán sinnum

Marvin Valdimarsson á stóran þátt í því að Hamar er komið aftur upp í Iceland Express deild karla en liðið vann 15 af 18 leikjum sínum í vetur og tryggði sér endanlega sætið með sigri á nágrönnum sínum úr Þór í Þorlákshöfn.

Lið Benedikts hafa aldrei náð að sópa seríu

Benedikt Guðmundsson, þjálfari deildarmeistara KR, á góða möguleika á að að stýra liði sínu til 2-0 sigurs í einvígi sínu á móti Breiðabliki í átta liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla en það er eitthvað sem hann hefur aldrei náð á ferli sínum sem þjálfari í úrvalsdeild.

Lengsta taphrina Phoenix í fjögur ár loksins á enda

Steve Nash og félagar í Phoenix Suns unnu í nótt langþráðan sigur í NBA-deildinni í körfubolta þegar liðið vann Oklahoma City 106-95. Phoenix-liðið var búið að tapa sex leikjum í röð sem er lengsta taphrina liðsins í fjögur ár.

Við viljum fá þann stóra líka

Margrét Kara Sturludóttir og KR-konur eru komnar í frábæra stöðu í úrslitakeppninni í kvennakörfunni eftir tvo sigra í röð á Íslandsmeisturunum úr Keflavík.

Er nefbrotinn en vill ekki spila með grímu

Zydrunas Ilgauskas, miðherji NBA-liðsins Cleveland Cavaliers fékk að kynnast olnboga Shaquille O’Neal aðfaranótt föstudagsins þegar hann nefbrotnaði í leik Cleveland og Phoenix Suns. Ilgauskas ætlar að halda áfram að spila en vill ekki nota grímu.

Grindavík og Snæfell komin 1-0 yfir eftir heimasigra

Grindavík og Snæfell eru bæði komin 1-0 yfir í einvígum sínum í átta liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla eftir örugga heimasigra í dag. Grindavík vann 34 stiga sigur á ÍR, 112-78, en Snæfell vann bikarmeistara Stjörnunnar með 12 stigum, 93-81.

Heldur spennan áfram í leikjum Snæfells og Stjörnunnar?

Fyrsti leikur einvígis Snæfells og Stjörnunnar í 8 liða úrslitum Iceland Express deildar karla hefst klukkan 16.00 í Fjárhúsinu í Stykkishólmi. Snæfell endaði í 3. sæti og Stjarnan í því sjötta en bæði lið hafa spilað mjög vel eftir áramót.

Vinna Grindvíkingar ÍR-ingar í fjórða sinn í röð?

Fyrsti leikur einvígis Grindavíkur og ÍR í 8 liða úrslitum Iceland Express deildar karla hefst klukkan 16.00 í Röstinni í Grindavík. Grindavík endaði í 2. sæti en ÍR í því sjöunda líkt og þegar þeir slógu út KR-inga í átta liða úrslitunum í fyrra.

LeBron James með 51 stig í sigri í framlengingu

LeBron James skoraði 51 stig fyrir Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann 126-123 útisigur á Sacramento Kings í framlengdum leik. Cleveland vann þar með alla þrjá útileiki sína í ferð sinn á Vesturdeildina og er líka búið að tryggja sér sigur í Mið-deildinni.

KR komið í lykilstöðu

KR-stelpur standa vel að vígi í undanúrslitaeinvígi sínu gegn Keflavík eftir góðan 15 stiga sigur, 69-54, í Vesturbænum í kvöld. KR leiðir þar með einvígið 2-0 og þarf aðeins einn sigur til viðbótar til að komast í úrslitaeinvígið.

Rondo með Boston í kvöld

Rajon Rondo, bakvörður hjá Boston Celtics, segir það vera klárt mál að hann spili gegn Memphis Grizzlies í kvöld en Rondo hefur misst af síðustu tveim leikjum vegna ökklameiðsla.

NBA-leikmaður sakaður um kynferðislega árás

Kona nokkur í Philadelphia hefur sakað Marko Jaric, leikmann Memphis Grizzlies í NBA-deildinni, um kynferðislega árás. Hið meinta atvik á að hafa átt sér stað þegar Memphis var að spila í Philadelphia.

KR-ingar rifja upp æsispennandi lokamínútur

Annar leikur KR og Keflavíkur í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna í körfubolta fer fram í DHL-Höllinni í kvöld. KR vann fyrsta leikinn með minnsta mun í Keflavík, 78-77, en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í lokaúrslitin.

Þetta var mjög stór sigur fyrir okkur

Hamarskonur galopnuðu undanúrslitaeinvígi sitt á móti deildarmeisturum Hauka í Iceland Express deild kvenna í körfubolta með öruggum 53-41 sigri í Hveragerði í gær.

Sjá næstu 50 fréttir